Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 - 3 Oxgur_ V ÍKURBLAÐIÐ Valið vafðist íyrir jólanefnd Niðurstödur í vali á fallegustu jólaskreyt- ingum á Húsavík hafa veriö kunongjördar. 1 íyrra voru veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu jólaskreyting- arnar á húsum og fyrirtækjum á Húsavík og vakti verðskuldaða athygli. Jólaskreytinganefndin ákvað að halda þessu áfram í ár og hefur nú farið um bæinn og lagt á sinn Salómonsdóm. Og nefndarmenn sögðu að þó valið hafi verið erfitt í fyrra, þá hafi það verið enn erfiðara í ár, því skreytilist bæjarbúa hefur mjög fleygt fram og enn fleiri en áður leggja metnað sinn í glæsifegar skreytingar. Fyrirfram var ákveð- ið að verðlauna eldd þá sem út- nefndir voru fyrir jólin í fyrra, og þó allir fyrri vinningshafar séu ekki síður verðlaunahæfir nú en þá, þá komu þeir ekki lil álita. 1. Verðlaun í skreytingum hý- býla fengu þau Sigrún Erlings- dóttir og Benedikt Kristjánsson, Lyngbrekku 17. 2. verðlaun féllu í hlut Birgittu Svavarsdóttur og Geirs ívarssonar að Brúnagerði 9. 3.-4. verðlaun hlutu Jóhanna Stefánsdóttir og Sigurgeir Harð- arson, Lyngbrekku 1 og Elsa Borgarsdóttir og Helgi Sigurðs- son að Stórhóli 2. I flokki fyrirtækja hlaut Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar 1. verðlaun fyrir glæsilega glugga- skreytingu. 2. verðlaun híaut Borgarhólsskóli íyrir gluggalista- verkin sem hafa raunar verið verðlaunahæf til fjölda ára. Og 3. verðlaun hlaut Öryggi fyrir stíl- hreina og fallega skreytingu. Þá var lokið sérstöku lofsorði á íbúa í fjölbýlishúsinu Garðars- braut 67-71 fyrir samstilltar skreytingar á húsinu. — js Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót Aðfangadagur 24. desember: Aftansöngur kl. 18.00. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30: Á meðal dagskráratriða eru: Almennur söngur kirkjugesta; Sigurður Hallmarsson les ljóð og jóla- sögu; Lazlo og Marton Czcnek leika á hom; Lára Sólcy Jóhannsdóttir leikur á fiðlu. Jóladagur 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Hátíðarguðsþjónusta í Miðlivainini kl. 15.30. Hátíðarguðsþjónusta á Sjúkrahúsi kl. 16.20. Gamlársdagur 31. desember: Aftansöngur kl. 18.00. Guðmundur Guðinundsson héraðsprestur messar. Organisti: Pálína Skúladóttir. Guð gefi okkur gleðileg jól og farsælt koinandi ár. Sóknarprestur. Brúnagerdi 9-2. verðlaun. Öryggi hefur aldrei verið g/æsilegra. Jólastemmning í glugga Bókaverstunarinnar. Sendum viðskiptavinum okkarsvo og Þingeyingum öllum, bestujóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem erað líða. Sjáumst á nýju ári. Hárgreiðslustofa Hillu og Ellu. Við óskum öllum vandamönnum og velunnurum gleðiríkra jóla ogfarsældar á komandi tímum. Þökkum afalhug allt okkur gott gert á árínu sem ferað kveðja. Steinunn og Óskar, frá Reykjarhóli. Sendum öllum ættingjum og vinum bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrír liðna tíð. Gunsa og Siggi. Innilegar jóla- og nýárskveðjur til ættingja og vina. Þakka hið liðna. Svanhvít, Syðrí-Skál. Óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla ogfarsældar á nýju ári. Kærar kveðjur. Herdís á Búvöllum. Sendum vinum og ættingjum, staifsfólki á Bæjarskrífstofu, Tækniþjónustu, Apóteki og íslenskum sjávarréttum, okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Krístbjöm Óskarsson, Anna María Bjamadóttir. Gleðilegjól, gott ogfarsælt nýár. Þakka allt liðið. Guðgeymi ykkuröll. Laufey Vigfúsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.