Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKVDAGUR 17. DESEMBER 1997 Dggur VÍKURBLAÐIÐ Til allra sem voru á ættarmótinu í Geitafelli 1.-3. ágústsl.: í hvað á að nota vatnið? Við sendum ykkur öllwn óskir um gleðilegjól ogfar- sæld á nýju árí, um leið og við þökkum ógleymanleg- arstundirheima í Geitafelli þessa daga og nætur, við spjall og söng og dans, í hinum ágætustu veislu- sölum. Lifið heil, kærkveðja. BrynhildurL. Bjamadóttir, Odd Hj. Folkedal. Égsendi bömum mínum ogfjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum, mínarbestu óskirum gleðilegjól ogfarsæld á komandi ári. él Þakka liðin ár. Kærar kveðjur. Helgafrá Bergsstóðum. Sendurn ættingjum og vinum bestu óskir umgleðileg jól ogfarsæltkomandi ár. Þökkum liðið. Sigurbjörg og Baldvin, Miðhvammi Hugheilar jóla- og nýárskveðjur til ættingja minna og vina. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Vigfúsdóttir, Hvammi, Húsavík. Sendi frændum og vinum bestu óskirum gleðileg jól oggott nýár. Þakka hið liðna. Fanney Sigtryggsdóttir. Sendum ættingjum okkarog vinum hugheilar jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir liðin ár. Lifið heil. Fanney og Haukur, Hveragerði. Innilegar óskir um gleðilegjól og gæfuríkt komandi ár til allra vina og vandamanna. Lifið heil. Sigurveig og Þórarínn, Skarðaborg. Tryggvi Óskarsson á Þverá veltir því fyrir sér hvort heppilegt sé að nota heita vatnið frá Hveravöllum til raforkuframleiðslu. Umræða er r gangi um að nota heita vatnið úr Reykjahverfi til raforkuframleiðslu. Er það nógu atvinnuskapandi? Höfum við efni á að fórna því á þennan hátt? Mitt svar er að það höfum við ekki. Við eigum að nota heita vatnið til að skapa eins mörg störf eins og hægt er, eins og nú þegar er gert með garðrækt, fisk- þurrkun, timburþurrkun o.fl. Margir fleiri möguleikar eru til staðar t.d. að þurrka hör og framvinna hann. Hör er grasteg- und sem hægt er að framleiða úr ýmsa vöru sem nú eru fram- leiddar úr plasti, næloni og öðr- um mengandi gerviefnum. En hvernig á að standa að slíkri framleiðslu? Til dæmis gætu margir bændur ræktað hörinn, komið honum í þurrkun- ar- og framleiðslustöð sem yrði sem næst heita vatninu og svo gæti frekari úrvinnsla verið á öðrum stöðum. Nú skulum við hætta að væla og væla yfir því að allir séu að fara suður, það er einfaldlega ekki rétt. Það er fullt af fólki sem vill vera í dreifbýlinu og njóta hreina loftsins, við skulum láta þá þarna fyrir sunnan um meng- andi stóriðjur, það er margt ann- að til. Nú þurfum við að fara að und- irbúa okkur undir að taka á móti straumnum að sunnan með margbreytilegri uppbyggingu á atvinnufyrirtækjum. Kannski verðum við bændur að sjá af bletti og bletti handa innflytj- endum. Við megum ekki Iáta hrepparíg og innbyrðis átök koma í veg fyrir eðlilega upp- byggingu. Tryggvi Oskarsson, Þverá. Um mernimgaruppákomu þar sem góðan Inimor skorti Vigfús B. Jónsson for- dæmir nedanbeltis- húmor meintra brand- arakaUa á skemmtun á Húsavík. Sagt er að rætur íslenskrar menningar liggi um allar byggðir landsins og er mér ekki í hug að rengja það, því hvar sem komið er hérlendis finnur maður fyrir hinni íslensku menningu í ein- hverri mynd. Það má telja til menningarvið- burða að hinir snjöllu söng- menn, bræðurnir frá Alftagerði í Skagafirði, héldu konsert í Fé- lagsheimili Húsavíkur þann 29. nóvember sl. og sungu sig inn í hjörtu allra þeirra sem fylltu húsið þetta kvöld. Eigi skal gleyma- hlut undirleikara bræðr- anna, Stefáns ogjóns Gíslasona, sem báru utan á sér bæði prúð- mennsku og listfengi. Hótel Húsavík hafði búið samkomu- gestum jólahlaðborð sem sómi var að, og naut fólk þess svo sem til var ætlast. Auglýst hafði verið að farið yrði með gamanmál í samkvæmi þessu og hugðu margir gott til að heyra gamansögur og brandara af besta tagi. Eg tala auðvitað ekki fyrir aðra en sjálfan mig, en „gamanmálin" urðu mér til von- brigða, því þeim var að mestu leyti haldið neðan við naflann og það litla sem uppfyrir slapp var vel merkt hinum svokallaða „gálgahúmor.“ Snjallir húmoristar geta enda- lítið sagt skemmtilega brandara og gamansögur án þess að fara niður fyrir beltið, en í þessu til- felli var meginumfjöllunin þar. Það er allt annað þótt einn og einn tvíræður fljóti með, slíkt ætti engan að hneyksla. Reyndar kom þarna einn slíkur frá Oskari Péturssyni sem var að svara fyrir sig. Sá var aðeins meinlaus orða- leikur sem færa mátti upp á hvern sem er, enda slík orða- skipti fólks trúlega næsta dagleg í Iyftum hótela og annarra bygg- inga. Að sjálfsögðu eru gamanmál vandmeðfarin, því mörgum þarf að þóknast og helst engan meiða. Það kann því að vera að margir séu með of miklar vænt- ingar og kröfur gagnvart þeim sem með flutninginn fara. Eg velti því samt fyrir mér hvort þá skorti sanna kímnigáfu sem fyrir þessum gamanmálum stóðu, þótt ekki sé það líklegt. Það er e.t.v. jafn líklegt að þeir hafi haldið okkur, sem á hlýdd- um, vera á því þroskastigi að þetta hæfði okkur best, en í það ætla ég ekki frekar að spá. Hitt er svo annað mál að ég vona að Skagfirðingarnir heim- sæki okkur aftur sem fyrst og þá verði betur á „gamanmálum“ haldið - sem sé meiri og betri húmor. Vigfús B. Jónsson. Afmæli í dag I dag, 17. desember, eiga eftirtaldir Húsvíkingar af- mæli: Kristjana Guðrún Benediktsdóttir, Ásgarðs- vegi 20, f. 1927; Kristín Jóna Kristjánsdóttir, Garð- arsbraut 57, f. 1931; Ævar Ákason, Garðarsbraut 43, f. 1955; Kjartan Þór Bjarna- son, Baughóli 24, f. 1959; Erla Sigurðardóttir, Höfðavegi 22, f. 1964; Örv- ar Þór Jónsson, Baldurs- brekku 6, f. 1972; Heiðrún Hreiðarsdóttir, Stórhóli 47, f. 1987. Af merkisafmælum á Húsavík til áramóta má nefna: 21. desember verður fimmtug Sigrún Sigur- björnsdóttir, Holtagerði 6. 22. des. verður fertugur Gunnar Birgir Gunnlaugs- son, Stórhóli 17. 23. des. verður áttræð Birna Herri- itsdóttir, Hvammi. 30. des. verður sjötug Sigrún Hauksdóttir, Háagerði 1. Þann sama dag verður fimmtugur Guðmundur Ní- elsson, Baughóli 34. Og 31. des. (eða 1. janúar?) verður 75 ára Óli nokkur Kristins- son, Höfðabrekku 11. BK/js Víkurblaðið sendirlesendum sínum og öðrum velunnurum um land allt hugheilar jóla- og nýársóskir. Þökkum samfylgdina á árinu sem erað líða. VIKUR BfyAÐIÐ S&cl rffS mmmfvt/m Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI KRISTJÁN VIGFÚSSON, Höfðabrekku 10, Húsavík sem lést 12. desember sl. verður jarð- sunginn frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 19. desember kl. 14. Unnur Jónsdóttir, Jónas Reynir Helgason, Nanna Þórhallsdóttir, Bjarki Jónasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.