Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 rD^ftr VÍKURBLAÐIÐ Fræknir frændur á ferð Frændumir Sigurður Hallmarsson og Bjami Hafþór Helga- son vom áberandi í menningarlífi Húsa- víkur um helgina. Fjöliistamðurinn Sigurður Hall- marsson opnaði sýningu á vatns- litamyndum í Safnahúsinu á föstudag og voru þar mörg mjög skemmtileg verk og menn voru varla komnir inn fyrir dyr þegar þeir voru byrjaðir að fjárfesta. A sama tíma sat frændi hans Bjarni Hafþór í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar og áritaði nýja diskinn sinn og varð vel ágengt í sölumálum ekki síður en Sigurði. Sýning Sigurðar stóð aðeins í 3 daga en þegar upp var staðið höfðu flest verkin á sýningunni selst og verða væntanlega ekki dónalegar jólagjafir ef kaupend- ur ætla ekki sjálfir að sitja að þeim. Bjarni Hafþór skemmti svo gestum í Hlöðufelli á föstudags- kvöldið, og greinilegt að lögin hans um Láru ljúfu Láru, og fleiri gullmolar eru farnir að klingja í hausum manna, því við- staddir tóku vel undir í fjölda- söng, enda lögin hvert öðru skemmtilegra og vinna á við frekari hlustun. Þeir frændur Sigurður og Haf- þór áttu hreinlega staðinn s.l. föstudag. — JS Stulknakóriim syngur jóla- lögin í Húsavíkurldrkju Hólmfríður Benediktsdóttir hefur unnið frábært starfmeð Stúiknakór Húsavíkur sem hefur borið hróður bæjarins vfða. Hiiui magnaði StúLknákór Húsavík ur býður Þingeying- um upp á eyma- konfekt á tónleikum nk. sunnudag. Stúlknakór Húsavíkur verður með tónleika í Húsavíkurkirkju nk. sunnudag 21. desember kl. 17.00. Kórinn hefur verið að æfa jólaprógramm að undaförnu sem verður uppistaðan á tón- leikunum. Þetta eru Ijáröflunar- tónleikar og aðgangseyrir er kr. 500. Þetta er 5. starfsár Stúlkna- kórsins sem skipaður er 30 stúlkum. Kórinn gerði garðinn frægan á erlendri grund sl. sum- ar og hefur margoft glatt tón- elska Þingeyinga með söng sín- um. Nokkur endurnýjun hefur verið í kórnum að undanförnu, 13 stúlkur eru hættar en 1 1 nýj- ar hafa komið inn. Að sögn Hólmfríðar Bene- diktsdóttur, stjórnanda kórsins, verða töluverðar breytingar á honum næsta vor, en þá hætta nokkrar stúlkur sem hafa verið burðarásar kórsins frá upphafi. En maður kæmi í manns stað og hún kvaðst bjartsýn á framtíð- ina. Að gefnu tilefni vildi hún taka það fram að ekki væri ósk- að eftir því að áheyrendur ldöppuðu í kirkjunni á tónleik- unum. — JS Miðnætur- messa á að- fangadag M i öiiæturgu ðsþ j ón- usta, sú fyrsta í sög- mmi, verður haldin í Húsavíkurkirkju á aðfangadag. Sú nýbreytni verður í helgi- haldi á Húsavík um jólin að auk hefðbundins aftansöng kl. 18 á aðfangadag, verður efnt til miðnæturmessu í kirkjunni kl. 23.30 og hefur þetta ekki áður verið gert á Húsavík. Séra Sighvatur Karlsson, sóknarprestur, kveðst vonast til að Húsvíkingar kunni vel að meta þetta framtak og fjöl- menni í miðnæturmessuna og hún festi sig í sessi sem annar tveggja góðra valkosta fyrir sóknarbörn sem hafa áhuga á að sækja guðsþjónustu á að- fangadag. 1 þessari guðsþjónustu verð- ur ekki um hefðbundið messutón að ræða. Þess í stað verður lögð áhersla á almenn- an söng kirkjugesta við hljóð- færaundirleik. Auk organist- ans Pálínu Skúladóttur munu þeir feðgar Lazlo og Marton Czenek leika á horn og Lára Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu. Sigurður Hallmarsson mun lesa ljóð og jólasögu og sókn- arprestur les jólaguðspjallið og llytur hugvekju og bæna- gjörð. -JS Blesswiarbið ég öllumfyrrverandi söfnuðum mínum og öðrum vinum og kunningjum um leið og ég óska ykkur gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs. Hafið þökk fyrirþau liðnu. Megi Guðfarsæla ykkurbæði í nútíð ogframtíð. Bjöm H. Jónsson Égsendi vinum og kunningjum óskir um gleðileg jól ogfarsælt komandi ár. Þakka liðin ár. Einnig þakka ég vináttu og hlýhug í haust. Jólakveðja. Hermann íHátúni. Sí ðasta tölublað 1997 Þetta tölublað Víkurblaðsins, númer 48, er jafnframt síðasta blaðið á þessu ári. Við höldum sem sé áfram þeim gamla skikk okkar að hvíla lesendur á Víkur- blaðinu (og Víkurblaðið á les- endum) yfir hátíðarnar, svo hvorir tveggja fái ráðrúm til að lyfta anda sínum á ögn hærra plan um tíma. Eftir sem áður verður blaðamaður á vaktinni yfir hátíðarnar og kemur þvf sem rosalega fréttnæmt kann að þykja á þrykk í Degi. Fyrsta tölublað Víkurblaðsins á nýju ári mun koma út mið- vikudaginn 7. janúar 1998 ef Guð (og Stefán Jón) lofa. Þangað til - lifið heil. Ritstj. Ársloka-N aggar Þetta eru síðustu Naggar árs- ins því nú fer hátíð í hönd. KÞ-Naggar eru auðvitað góm- sæti hversdags en ekki bein- línis hannaðir sem hátíðar- matur. Og því eðlilegt að þeir séu lagðir til hliðar yfir jólin á meðan við gæðum okkur á rjúpum og hamborgarhrygg og hangikjöti. Og hið sama gildir um Vík- urblaðs-Naggana, þeir eru fyrst og fremst ætlaðir til hverdagsbrúks, en í ritlistar- legu tilliti teljast þeir tæplega Nóbelsverðlaunastöff. Því er líka eðlilegt að þeir séu lagðir tímabundið á hilluna á meðan við gæðum okkur á afurðum Einars Más, Péturs Gunnars- sonar og annarra ritlistar- meistarakokka. Ár samemingar Arið sem nú er senn Iiðið og hverfur brátt í aldanna skaut eins og títt er um ár sem runnið hafa sitt skeið á enda, hefur um margt að meðaltali verið upp og ofan, aftur á bak og út á hlið og er einstaklings- hundið hvort við teljum okkur hafa „miðað annað hvort aft- urábak, ellegar nokkuð á Ieið.“ A Húsavík eiga menn ugg- laust eftir að minnast ársins 1987 sem árs hvalsins, eða árs rækjunnar eða árs hinna óseldu hlutabrófe. Víða verður þess sennilega minnst sem árs sameiningar, t.d. í Skagafirði og á Austfjörðum. Og senni- legt að sú þróun haldi áfram og næsta ár verði ár samein- ingar í öðrum landshlutum. Eins og gráir kettir Steigrímur Sigfússon ávítaði Davíð fyrir þá óvirðingu sem hann sýndi Alþingi. Meðan þingmenn fjölluðu um Ijár- lagafrumvarpið, sæti Davíð og læsi úr bók sinni á kaffihúsinu „Grái kisi“, eða eitthvað í þá veru. Eða saman dregið af hk: Steingrímur vissi ekki gjörla, hvað ætti að kall’ann og kröftuglega ofan í við hann setti. Meðan Alþingi fæst við fjárlagahallann, forsætisráðherra situr á Gráum ketti. Víkurblaðið á eftir sjálfu sér Víkurblaðið er ekki þekkt fyrir að vera fyrst með fréttirnar. En stundum ofbýður mönn- um þó hægagangur þess. Þannig stefndi í það nú í árs- lok að það yrði tveim tölublöð- um á eftir sjálfu sér. Tölu- blaðaskráning hefur eitthvað ruglast á árinu, eins og glögg- ur Iesandi tók eftir og benti okkur á. Síðasta tölublað var í haus skráð það 45. á árinu en átti að vera númer 47. Blaðið í dag, sem er síðasta Víkur- hlað ársins er því 48. tölublað en ekki 46. tölublað eins og allt stefndi í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.