Dagur - 23.12.1997, Side 1

Dagur - 23.12.1997, Side 1
 „Jólinfara íþað að hugsa umfrú Daisy. Hún tekurallan minn tíma, “ segir Sigurveig Jónsdóttir leikkona. Veiga Ieikur aðalhlutverkið í jóla- verkefni Leikfélags Akureyrar, A ferð með frú Daisy, sem frumsýnt verður á annan í jólum. Frú Daisy mun eiga hug hennar allan yfir jóladagana og kemst Veiga ekki heim til að halda jólin hátíð- leg með fjölskyldunni að þessu sinni. „Eg hef ekki tíma til að spá í það núna að ég komist ekki heim. Frú Daisy er svo tímafrek." Bakkar á innkeyrsluna í næsta húsi „Daisy er afskaplega ákveðin og veit hvað hún vill,“ segir Veiga. „Hún er ekkja, þýskur Gyðingur, búsett í Atlanta í suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún er 72 ára þegar verkið byrjar en þá hendir það hana að hún bakkar á inn- keyrsluna í næsta húsi. Þá tekur sonur hennar í taumana og vill að hún fái sér bílstjóra en það er hún aldeilis ekki ánægð með.“ Veiga segir að Daisy kæri sig alls ekki um einhvern ókunnugan inn á heimilið og hún vilji geta farið sinna ferða sjálf. „Leikritið Qallar um það hvernig samband frúarinnar og bílstjórans þróast. Hún er orðin fjörgömul þegar verkinu Iýkur.“ Daisy ekki ólik ömmu minni Frú Daisy er skemmtilegur karakter að sögn Veigu og hún á sér margar hliðar. Hún segir for- tíðina móta hana, Daisy sé alin upp við fátækt og henni finnist hún alltaf þurfa að spara og fara sérlega vel með peningana sína. Hún sé þó stolt og ágætis mann- eskja undir niðri. „Mér finnst hún ansi Iík ömmu minni sem ég er skírð í höfuðið á. Ég sé þetta núna. Hún gekk alltaf teinrétt og sparaði virkilega. Það er gaman að þeirri samlíkingu og mér þyk- ir vænt um þær báðar.“ Veiga segir að frú Daisy og hún sjálf eigi eitt sammerkt. „Ég hef alltaf sagt það að fyrr seldi ég af mér kofann en selja bílinn. Þannig að ég ætla rétt að vona að ég fái að keyra nánast fram í andlátið. Það er hræðilegt að vera bíllaus. En enn sem komið er hef ég ekki lent í neinum vandræðum þannig að börnin mín taki af mér öll völd.“ Vil gera hlutina sjálf Kvikmyndin Driving Miss Daisy, sem á sínum tíma vann til ijölda Óskarsverðlauna, er upphaflega unnin upp úr leikritinu um frú Daisy eftir Alfred Uhry. Veiga segir að hún hafi heillast af bíó- myndinni en sem betur fer muni hún lítið eftir henni. „Þegar þetta hlutverk kom til þá rauk ég ekki út og Ieigði mér myndbandið. Ég hreinlega vildi það ekki, enda er allt annað að leika á sviði en í bíómynd. Mér finnst betra að vinna þetta sjálf og hafa ekki horft á einhvern gera þetta svona eða svona. Hvað þá Jessicu Tandy sem hlaut Óskarinn fyrir hlutverk Daisyar.“ Veiga talar um að í upphafi æfingatímabilsins hafi leikurum sýningarinnar Iiðið eins og þeir væru sestir á skóla- bekk. Leikstjórinn, Asdís Skúla- dóttir, hafi verið dugleg að viða að þeim efni til að kynnast bak- grunni sögupersónanna, þ.e. um Gyðinga og trú þeirra, og einnig um baráttu blökkumanna, en bíl- stjóri frú Daisyar er svartur. Veiga er Daisy um jólin og hefur í nógu að snúast. mynd: brink. Sákna mins gamla Leikhúss Veiga bjó lengi á Akureyri. „Hér var ég til ársinsl980. En það er hins vegar þannig að margt af því fólki sem ég þekkti hér áður fyrr er hér ekki Iengur. Það er því oft óskapleg gleði þegar ég hitti ein- hvern á götu sem ég þekki en þá er faðmast og kysst. „I hennar huga er það hlý tilfinning að koma norður, sérstaklega þegar veðrið er jafn fallegt og það hef- ur verið. „Það er ótrúlegt að jólin skuli vera að koma. Þegar ég var hér síðast, að leika í Djöflaeyj- unni, þá voru húsin að sligast undan snjóþunga. Þannig að þetta er ótrúlegur munur. En það sem er skemmtilegast er að geta unnið með gömlu vinnufélögun- um, Alla og Þráni. Við erum bara þrjú sem leikum í sýningunni og gjörþekkjum hvert annað. „Það er þó eitt sem Veiga saknar sér- staklega á Akureyri að þessu sinni. „Það er gamla Leikhúsið. Á ferð með frú Daisy er sett upp á Renniverkstæðinu, sem er að vísu skemmtilegt að mörgu leyti, en mér þykir vænna um Leikhús- ið sjálft. Það er miklu skemmti- legra f mínu gamla húsi.“ HBG i Veitum hagstæð 1 lán til kaupa á 1 landbúnaðarvélum , .7 ' SP-FJARMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201 Það lekur aðeins einn ■virkan dag aö korna póstinum þínum til skila SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.