Dagur - 23.12.1997, Page 7
Xfc^MT'
ÞRIÐJUDAGUR 2 3 . DE SEMBER 1997 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Nýja svínasteiMn
Hana er frábært að nýta ofan á
brauð. Það er um að gera að
smyrja stóra brauðsneið og mælt
er með óseyddu rúgbrauði. Yfir
sneiðina er gott að setja vænar
flísar af steik og þá góða hrúgu
af rifnu rauðkáli, niðursoðnum
perum fínt sneiddum, sýrðum
gúrkum og soðnum sveskjum.
Ekki má gleyma að setja svolítið
af nýmöluðum, svörtum pipar
yfir steikina. Svona sneið er heil
máltíð út af fyrir sig.
Allra best er að setja
stökka puru með en ólík-
legt að hún sé til svona
daginn eftir. HBG
* ”
hverju eggi, setja smátt brytjað
hangikjötið út í eggjablönduna
og fylla tartalettur að %. Síðan
skal baka þetta í ofni á vægum
hita þar til eggin stífna.
Hamborgar-
hrygguriim
Afgangana af honum má nýta á
marga vegu. Það er t.d. sniðugt
að sjóða pasta, helst grænt,
bræða þá rjómaost og setja brytj-
að kjötið út í. Setja skal álíka
mikið af osti og kjöti. Gott er að
setja smá pipar út í ostinn og
nokkrar skeiðar af parmesanosti
yfir.
Kalkiiiiiiiiiii
Við afgangana af kalkúninum er
um að gera að búa til kalkún-
apæ. Þá er keypt frosið smjör-
deig, það flatt út og sett í eldfast
mót. Brytjuðu kalkúnakjöti er
stráð yfir deigið og þá sósunni
þar á eftir. Síðan má setja deig-
lok yfir en þá þarf að Idippa gat í
miðjuna svo að gufan komist út
án þess að gera deigið rakt. Gott
er að pensla yfir pæið með
slegnu eggi og það þarf að bak-
ast við 200°C hita þar til kakan
verður gullinbrún.
Það erekki ólíklegtað
afgangurverði af
jólamatnum því
gjaman er lagt mikið í
hann.
Þegar verða afgangar er um að
gera að nýta þá vel, gera vel við
jólasteikina, svo Margrét Krist-
insdóttir, hússtjórnarkennari við
Verkmenntaskólann á Akureyri
kemur með smá leiðbeiningar
um nýtingu afganga.
Rjúpa og gæs
Það erfrábært að brytja rjúpurn-
ar eða gæsirnar í sósuna og hita
mjög, mjög hægt. Helst skal hita
blönduna í tvöföldum potti
þannig að gufan af vatninu sjái
um hitunina. Þá er engin hætta á
að brenni við. Síðan er upplagt
að setja heitar kartöflur út í og
bera fram rauðkál með. Ekki er
verra að hafa heitar tartalettur til
að setja sósublönduna í.
Hangi-
kjötið
Það er alltaf gott
kalt en það er líka
gott í eggjakökur.
Slá saman eggjum
og rjóma, 1 msk.
rjómi á móti
fiokk
Rokkferiei rakinn
I tónlist Gildrunnar frá Mosfellsbæ má finna allt
frá Zeppelin til U2, sykurballaða til sveitarokks. A
glæstri tvöfaldri geislaplötu, Gildran í tíu ár, er
áratugs ferill sveitarinnar rakinn. Þar er að finna
helstu smíðar þeirra félaga en einnig hinar fram-
sæknu og umdeildu túlkanir á House of the rising
sun og Vorkvöldi í Reykjavík. Það er Undraland -
Tónaílóð, sem stendur að þessari útgáfu með
sveitinni og er ástæða til að þakka fyrir framtakið.
Gildran var ekki vinsælasta sveit landsins, en
framlag hennar til íslensks rokks er ótvírætt. Þá
var leitun að betri og kraftmeiri sviðsframkomu.
Það getur umsjónarmaður síðunnar staðfest eftir
að hafa m.a. séð strákana hila upp fyrir eilífðarrokkarana yndislegu, Status Quo, f
Reiðhöllinni fyrir hartnær áratug.
;rði garðinn fyrst frægan
30 árum, en hann söng
m.a. með hinni vinsælu danshljómsveit Pónik og
hefur í seinni tíð verið fastagestur á plötum Geir-
mundar Valtýsonar. A vegum Tónaflóðs er nú
komin út fyrsta einherjaplata Ara, sem kallast Allt
sem þú ert. Er platan óvenjuleg um það að Ari
kyrjar við undirleik margra góðra manna lög frá
hinum fornfrægu „sænsku víkingum". Utkoman er
bara hin bærilegasta enda Ari ekki að leita langt
yfir skammt tónlistarlega, því margt er nú líkt með
þessum lögum og mörgum sem Geirmundur karl-
inn hefur verið að „klambra saman". I þessu er einhvers konar skandinavískur sam-
hljómur, þannig að aðdáendur „Geirmundarsveiflunnar'* finna hér sitthvað kunnug-
legt.
Ari og Vikingalögin
Söngvarinn Ari Jónsson g(
með Roof tops fyrir um
Orkurokk
Rokkfjóreykið unga úr Hafnarfirði, Woofer, kom
sér vel á framfæri í sumar með útgáfu á þriggja
Iaga smáplötu en nú hefur stóra platan litið dags-
ins ljós. Það er ljóst að mikil orka er til staðar hjá
Woofer og fínn drifkraftur. Minnir áferð tónlistar-
innar og stíll á ekki ómerkari sveitir en Smashing
Pumpkins og Skunk Anansie. Tíu lög prýða plöt-
una og teljast öll býsna góð. Fremst má þó kannski
telja Græna tréð, Grimmd og Oðinn, sem að auki
hafa hina bærilegustu texta.
/6\ /uujifitf/ir. pérint
t ffutnimf) okknr
þekktmlu wntjvam
Ástarinnar vegna
Ástarperlur er 18 laga skífa þar sem er að finna
margar af vinsælli ástarballöðum sem sungnar
hafa verið á íslensku á seinni árum. Þarna eru
smellir á borð við Karen með Bjarna Ara, Eg man
hverja stund, sem Pálmi Gunnars og Guðrún
Gunnars syngja, Engin orð, með Ólafi Þórarins-
syni og Aldrei ég gleymi með Ernu Gunnars. Þetta
má teljast hið þokkalegasta safn í það heila og ætti
að ylja mörgum ástardúfunum og kannski ein-
hverjum fleirum um hjartaræturnar.