Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 11

Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 11
í>g?u' LÍFIÐ í LANDINU v o o r ítjh \i i i ii r r ui\ru nni«T« n PRIÐJUDAGVR 2 3 . DESEMBER 1997 - 27 Marga litla stráka dreymir um að verða slökliviliðsmenn. Sumirláta drauminn verða að veruleika og eijin þeirra er Bjöm Gíslason, varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur. Slysalausjól,takk „Það er hátíöleg stemmning hér á aðfangadagskvöld," segir Björn. „Við reynum að hafa það huggulegt, það er sameiginlegt borðhald hjá okkur. Vaktaskipti eru kl. 19.30, þannig að þeir sem fara af vaktinni, koma beint heim í steikina en þeir sem koma, eru væntanlega búnir með sína.“ Slökkviliðið er á tveim stöðum í borginni og það eru 16 manns á vakt í einu. 9 menn á Tungu- hálsi og 7 menn í Skógarhlíð- inni. Um hátíðarnar er alltaf hætta með kertaskreytingar og rafmagn og Slökkviliðið brýnir stöðugt fyrir fólki að fara var- lega. „Það er ekkert eins leiðinlegt eins og það að kvikni í hjá manni um hátíðarnar, það skemmir alla stemmningu hjá fólki. Og það verður aldrei of oft sagt að fólk eigi að fara varlega með rafmagn. Við höfum séð fjöltengi tengt í fjöltengi, jafnvel 3-4 saman og allt í sömu Við þurftum að slökkva í sumurn brennunum. innstungunni," segir Björn. „1 nýjum húsum á að slá út, en það er ekki þannig í gömlum húsum víða og mikil eldhætta sem getur skapast af þessu.“ Mikill annatimi Um jól og áramót er mikill annatími hjá Slökkviliðinu, oft rnargir smáeldar sem kvikna. Þvf er ekki mikill friður til hátíðar- halda, en um áramót eru 4 aukamenn á vakt. „Eg man eftir einum jólum, þá var mjög þurrt og við lentum í miklum sinueldum," segir Björn. „Og eitt árið var óskaplega mikið rok og við þurftum að slökkva í sumum brennunum. En ekki get ég sagt að það hafi verið vinsælt hjá smáfólkinu," bætir hann við. Svo voru það áramótin sem var svo þurrt, þó það væri frost, að flugeldarnir kveiktu í sinu út um allan bæ. Fólk skaut upp flugeldum eins og það var vant og stóð svo í því að slökkva sinu- elda. Það var löng biðröð eftir okkur og við urðum að leiðbeina fólki í gegnum síma með slökkvistarf. Þangað sem fólk svo réð ekki við eldinn og hann var kannski kominn heim að húsum, fórum við strax. Þetta var ntikið álag.“ I bílum slökkviliðsins eru 2 tonn af vatni, sem dugar að öllu jöfnu til að slökkva venjulega íbúðaelda. Ef hins vegar eldur- inn er meiri en svo að það dugi, þá er farið á næsta brunahana, en þeir eru með um 400 m millibili. „Við óskum landsmönnum gleðilegra og slysalausra jóla og brýnum fyrir þeim að fara var- lega um hátíðarnar," segir Björn að lokum. VS NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Meðan bæði hné eru jafngömul... Þórarinn Vigfússon er kempa af gamla skólanum, nú kominn á ní- ræðisaldur og búsettur á Húsavík þar sem hann hefur alið allan sinn aldur. Þórarinn stundaði sjó- inn um árabil og var lengi for- maður á aflaskipunt. og rnargar sögur til af æðruleysi hans og karlmennsku við viðsjálar aðstæð- ur á sjó og landi. „Þórarinn er maður sem lætur sér hvorki bregða við bana eða dauða," sagði einn félaga hans um hann. Og Þórarinn, sem starfaði um árabil sem hafnarvörður á Húsa- vík eftir að hann kom í land, hefur alltaf búið að þessu æðru- leysi og lítt verið að fjargviðrast yfir því „þó gefi á bátinn" á þurru landi. Fyrir nokkrum árum kenndi hann sér slæmsku í hægra hné og eftir dúk og disk tölti hann til læknis og bauð honum að líta á hnéð ef hann hefði nokkurn áhuga á slíku. Læknir skoðaði hnéð í krók og kring og sagði Þórarni hvað væri að. Og bað hann svo að leyfa sér að Iíta á hitt hnéð. „Nei, það er alveg óþarfi að líta á hitt hnéð vinurinn, þau eru nefnilega bæði jafngömul." Svaraði kernp- an og botnaði lítið í þessum samanburðarfræðum doktorsins. Og spunnu gárungar úr þessu máli nýtt spakmæli, sem sé: „Eigi skal haltur ganga meðan bæði hné eru jafngömul." JS. SMÁTT OG STÓRT Góður á jóluimm Jólin nálgast og menn eru smátt og smátt að komast í hátfðar- skap. Menn hugsa meira um þá sem minna mega sín í þjóðfélag- inu þegar nær dregur þessari hátíð. Stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs vill að atvinnu- lausir fái jólauppbót eins og launafólk í landinu. Páll Pétursson er að hugsa málið, en á meðan sendi hann landslýð í blaða- viðtali jólaboðskap sem gott er að hugleiða um hátíðarn- ar. Postullegur boðskapur Páls hljóðaði svo: „Það væri auðvitað voða gaman að geta gefið öllum sem allra mest og vera góður við alla.“ Ég vona svo sannarlega að landsmenn láti viðleitni Páls verða sér leiðarljós í verkum þeirra um jól sem á öðrum tímum. Hið milda yfirvald Það er alltaf freistandi fyrir stjórnmálamenn að höfða til þess sem fer í taugarnar á fólki. Fátt er eins pirrandi og að fá stöumælasekt; maður tefst í búð eða spjallar aðeins of Iengi við kunningja á götu og verður fimmhundruð krónum fátækari fyrir það eitt að spyrja frétta af fjölskyldu viðkomandi. Hingað til hef ég haft það fyrir sið að verða sjálfum mér sárreiður fyrir að láta sektina falla á mig. Nú stígur Arni Sigfússon fram og lýsir ástandinu í bílastæðismálum í borginni, þannig að það sé eins og í ráðstjórnarríkjunum. Árni ætti að prófa að borga ekki í bílastæði í New York eða hvaða borg sem er í heiminum, líka þeim sem skoðanabræður hans annarsstaðar ráða ríkjum. Eftir slíka reynslu, þar sem hann þyrfti að greiða háa sekt fyrir að fá bíl sinn afhentan, færi hann líldega að líta á vinkonu sína Ingi- hjörgu Sólrúnu sem milt og sanngjarnt yfirvald. Freakkortiii I miðri umræðunni um fríkortin, gefa ungir framsóknarmenn út spilastokk með myndum af þingliði sínu. Gárungarnir voru ekki lengi að uppnefna þessi ágætu spilakort og kalla þau aldrei ann- að en freak-kort. 1x2 á Verð- bréfajiiitgi Þeir voru margir aðdáend- ur Manchester United sem fögnuðu þeim fréttum að hægt sé að kaupa hlut í fé- laginu hjá Verðbréfastof- unni. I framhaldi af þessu geta menn sagt með þunga: „Þetta er mitt Iið í enska boltanum." Þetta vekur hins vegar spurningar um það sem KR-ingar eru að spá með sinn meistaraflokk, en sem kunnugt er velta menn þar á bæ fyrir sér þeim möguleika að breyta Vesturbæjarveldinu í hlutafélag og selja það erlendum að- ila. Væri ekki nær að bjóða stuðningsmönnum félagsins að kaupa hlut í félaginu frekar en að selja það í heilu lagi til útlanda. Það er hins vegar aldrei að vita nema að forráðamönnum félagsins hafi tekist að verða sér úti um útflutningsbætur með félaginu. UMSJÚN Hafliði Helgason

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.