Dagur - 30.12.1997, Side 1

Dagur - 30.12.1997, Side 1
m Löngu grafinn draumur Einstæð óskólagengin móðir með tvö böm og óvinveittan lánasjóðfærinni í virtum breskum leiklistarskóla. Hvað gerir hún? Fer! Glódfs Gunnarsdóttir var farsæll eró- bikkkennari og stundum áberandi í skemmtanalífinu fyrir nokkrum misser- um. Núna komin f hinn harða heim bres- ka Ieikhússins og staðráðin að láta á sig reyna. Hingað til allt gengið vel: hún tek- ið þátt í sýningum, komin með umboðs- mann og staðfestan óbiluð. Edda og Gísli Rúnar „Leikhúsið var gamall, grafinn, gleymdur draumur," segir Glódís, en hún var sem barn í öllum helstu sýningum síns tíma enda í ballett. Síðan bara hvarf leikhúsið þar til fyrir nokkrum misserum að hún fór í raddþjálfun sem leikfimikennari til Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars. Þau vöktu upp gamla Ieikhúsdrauginn. Og hvað gerir einstæð móðir með tvo unga drengi, ekkert langskólapróf og því síður digra sjóði? Hún fer samt í inntökupróf. Inntökuprófið stóð heilan dag, hún var látin syngja, dansa og leika frá klukkan 9 til 19. IVIeð hjálp Eddu og Gfsla Rúnars komst hún svona langt, en þarna varð hún að standa fyrir sínu. Og þrátt fyrir að há- skólapróf sé inntökuskilyrði hleyptu báðir skólarnir henni inn. „Eg valdi Guildford School of Acting," segir Glódís, „þar eru öguð vinnubrögð." Yfirstéttarenska Glódís varð að læra yfirstéttarensku og æfa sig í skoskum, írskum og þýskum hreim, syngja og dansa. Hún stóð við sitt, móðir með tvö hörn, lærði alltaf heima og skilaði verkefnum: „Ég var 5-6 árum eldri en hinir krakkarnir og með brennandi þörf, mér var hleypt inn vegna þroska og reynslu og það kom í ljós að þó ég væri mamma með tvö börn þá kunni ég að skipuleggja mig og vinna - ekkert síður en hin.“ Eigið leikhús Eftir útskrift í ársnámi tók hinn harði heimur við. „Maður verður að koma sér á framfæri sjálfur," segir hún. „Þetta er endalaust puð við að ota sínum tota, kom- ast í kynni við fólk, rétta fólkið, heilsa, fá nafnspjöld, Iáta vita af sér.“ Og málið er að ná sér í umboðsmann. Án hans er von- laust að komast að. Og til að fá umboðs- menn til að Iíta við sér þarf að komast á svið. Svo þær stofnuðu sitt eigið Ieikhús, fimm úr árganginum: „Ein sænsk, ein írsk, þrjár breskar og ég. Fimm stelpur." Þær Ieigðu svið, sáu um leikmynd, bún- inga, hljóð, auglýsingar og kynningar. Veggspjald var hannað á Islandi, „sýndi nakta konu og vakd óhemju athygli í London," segir Glódfs, sem fékk aðalhlut- verkið og nafnið sitt í blöðin. Ekki lítið mál. Og svo uppskar hún: 1 nóvember vann hún sinn mikilvægasta sigur: fékk umboðsmann! Hún viðurkennir að þetta sé skrítið, fyrst f stað gangi leildistin út á að ná sér í umboðsmann. Þetta er gamall vinalegur karl, um sjötugt, og hefur reynslu, kom Sean Connery í Bond-hlut- verkið. Róðurinn verður þungur fyrir Gló- dísi: það eru ekki mörg hlutverk fyrir ung- ar, Ijóshærðar, útlenskar stúlkur í ensku leikhúsi. Hún hefur þegar hafnað því að Ieika sænska fegurðardís sem Iætur lífið í hasarmynd á stuttu pilsi með brjóstin úti um allt. „Hættan er sú að taki maður svona hlutverk Iosni maður ekki úr því feni." Næsta ár er árið „Þetta hefur oft verið fjárhagslega erfitt, andlega og líkamlega.“ Fyrirheit Lána- sjóðs námsmanna brugðust, en það gerðu bakhjarlar heima ekki. Og svo vann hún með, á bar ef ekki vildi betur. Strákarnir (6-9 ára) eru búnir að vera ánægðir í ensk- um skóla, en tveggja tíma akstur í og úr vinnu og til að koma þeim að heiman og heim er slítandi. „Við búum úti í sveit, helgarnar fara í hugleiðslu og göngur til að byggja sig upp.“ Glódís vinnur núna á skrifstofu hjá hugbúnaðarfyrirtæki sam- tímis því að hlaupa í hljóðver að syngja, eða hringja, eða... Nú verða strákarnir heima hjá ættingjum eina önn meðan hún Ieggur allt f sölurnar. I apríl verður Glódís með í uppfærslu Sveins Einarssonar á at- riðum um konurnar í Islendingasögunum. Það verður í London, og smá von um að komast með það stykki á Edinborgarhátíð- ina ef vel gengur. Hún er komin of langt til að hætta. -SJH. i Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum Reiknaðu með SP-FJÁRMÖGNUN HF n SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.