Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 5
 ÞRIÐJUDAGUR 30.DESEMBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFID í LANDINU L STEFÁNSSON V 1 Þjóðleikhúsið: HAMLET eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Sami og Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Frumsýnt á Stóra sviðinu 26. desember. Hvernig á að láta þá veru sem kallast „nútímamaður" átta sig á pælingum eins og þeim sem Hamlet Danaprins veltir sér upp úr og taka þær alvarlega, - öllum þessum efasemdum, hiki og hugam'li þegar hann ætti að „kýla á“ að drepa kónginn, föð- urbróður sinn, eins og hver ann- ar athafnamaður? Var hann bara að leika geðsjúkling eða var hann í raun sjúkur? Elskar hann móður sfna kynferðislega (Odípusarkomplexinn)? Hvað felst í hugleiðingum hans um að öldin sé úr liði? Og öllu því samspili kynfýsnar og valdabar- áttu sem leikurinn lýsir? Nei, það er enginn endir á umhugs- unarefnum þegar þetta leikrit er annars vegar. En stjórn Þjóðleikhússins virðist ekki gefa þessu mikinn gaum. Hún ræður ungan leik- stjóra til að setja upp Dana- prinsinn, ungt fólk sett í flest hlutverk og sýningin gerð að nokkuð svo poppuðu sjói, með tilheyrandi hávaða, hljóðnemum sem stundum er öskrað í, stund- um notaðir að hætti frétta- manna, byssuskotum, eldglær- ingum og öðrum umsvifum. I samræmi við þetta eru svo skræpóttir búningar. - Þetta er sjálfsagt lánleg markaðssetning, enda hefur sú listgrein, ef svo má kalla, verið ástunduð með góðum árangri við Þjóðleikhúsið hin seinni ár. Sýningin er sem sagt Qörug, hrá, uppáfinninga- söm, klúr og fremur yfirborðs- Ieg leikstjórasýning. Það má hafa gaman af henni, en harm- leikurinn um Hamlet Danaprins lætur mann nokkurn veginn ósnortinn. En skiptir það ein- hverju máli ef hægt er að drífa unga hressa fólkið, diskókyn- slóðina, í leikhús til að sjá Shakespeare? Til þess er leikur- inn væntanlega gerður. Baltasar Kormákur setti upp „Leitt hún skyldi vera skækja" á Smíðaverkstæðinu sem frægt varð og vel gekk. Sú sýning er forsenda þess að hann fær nú að glíma við Hamlet. Ymislegt er að sjálfsögðu áþekkt með þessum sýningum og sum brögðin sem notuð eru þau sömu. Þarf ekki annað en nefna vatnið sem leikararnir ausa hér yfir sig, að vísu í minna mæli en í Skækjunni. Og svo eru sams konar fiff eins og það að láta ljósið elta Stefán Jónsson, sem hér leikur Hóras, langt út í sal. Þetta sem nú var sagt er al- menn lýsing á sýningunni og þeim blæ sem á henni er. Það er vitaskuld rétt að gefa ungum leikstjóra slíkt tækifæri. Hins vegar verður að ætlast til þess að hver nýr leikstjóri reyni að leita persónulegra leiða í glímunni við inntak verksins en láti sér ekki nægja að busla á yf- irborðinu. Ég fæ ekki séð að Baltasar Kormákur hafi náð sannfærandi tökum á þessu verkefni. Það er ekki Iangt að líta til uppsetningar Kjartans Ragnarssonar á Hamlet í Iðnó. Hún var vissulega umdeild og sumt í henni orkaði tvímælis. Mig minnir þó að í heild hafi sú sýning borið vott um öllu meiri virðingu fyrir viðfangsefninu en þessi uppsetning Baltasars. Ýmislegt var hér vel gert hjá einstökum leikendum en miður gætt samræmis í því hvernig hlutverkin voru Iögð upp. Tök- um Kládíus konung sem Ingvar E. Sigurðsson lék af sinni kunnu leikni. Hann verður furðuleg fígúra sem ekki er hægt að finna neitt samræmi í. Aðra stundina er hann eins og Hamlet í diskó- takti sífurslegur nöldurseggur, stund- um fláráður þrjótur, lostasjúkur hippi, jafnvel einu sinni líkur Kristi sjálfum. Það er erfitt að finna dramatískt vit í þessum mikla örlagavaldi leiksins eins og hann birtist hér. Og Hóras, vinur Hamlets, í meðförum Stefáns Jónssonar, sem hefur eins og fyrr sterka nærveru á sviðinu, er sömuleiðis furðuleg- ur. Hvernig skilur leikstjórinn hann? Látum vera þótt hann skjóti Hamlet vin sinn að lok- um, hér er hvort sem er mikil skothríð, en hvers vegna á hann að vera blindur eða því sem næst? Hvers vegna er gervið svona? Að ekki sé nefnt hvernig blindur eða hálfblindur maður gat séð vofuna. Annars er atriðið með vofunni hið hjákátlegasta. Eitt enn sem undrun vekur er hið tvöfalda gervi Ófelíu sem Þrúður Vilhjálmsdóttir leikur. Þetta er leitt því Þrúður gæti vafalaust unnið vel úr þessu hlutverki ef hún fengi það. Eftir að leikurinn æsist tekur hún á sig furðulegt glyðrugervi og skiptir um háralit svo hún er nánast óþekkjanleg. Heilsteypt- ustu persónurnar, frá upphafi til loka, eru Geirþrúður sem Tinna Gunnlaugsdótlir fer prýðilega með og Erlingur Gíslason sem gerði sér þánn mat úr Pólóníusi að unun var á að horfa. Og textameðferð Erlings er með sérstökum ágætum. Það hefur löngum verið svo að í hverri Hamletsýningu bein- ist mest athygli að titilhlutx'erk- inu og þess nýtur Hilmir Snær Guðnason f þetta sinn. En í rauninni er slík stjörnudýrkun á hlutverki í ósamræmi við það leikstjóraílipp sem einkennir þessa sýningu. Ég hefði kosið að sjá Hilmi Snæ í sviðsetningu þar sem meiri áhersla væri lögð á innri vinnu í hlutverkinu. En það breytir ekki því að innan þess ramma sem settur er skilar leikarinn þessu margbrotna hlutverki vel, jafnvel einkar vel með köflum. Hann nýtur æsku- þokka síns, hefur gott vald á hreyfingum og raddbrigðum og fór einkar fallega með sumar einræðurnar, eins og hina fræg- ustu „Að vera eða ekki vera“. Það er ekki honum að kenna þótt atriðið þegar Hamlet ætlar að vega Kládíus þar sem hann liggur á bæn yrði mátth'tið, þar kom gróf túlkun leikstjórans til og dró frá textanum. En Hilmir Snær náði dýpst í hinu átaka- mikla uppgjörsatriði Hamlets við móður sína, og þar naut hann líka ágæts mótleiks Tinnu. I heilu lagi er glíma leikarans við Hamlet honum til sóma. Sveinn Geirsson leikur Laertes nokkuð ungæðislega. Steinn Armann Magnússon bjó til allgóða fígúru úr Gullin- stjarna hirðmanni og Sigurður Siguijónsson var skemmtilegur grafari. Sigurður Iék einnig leik- ara og var það óþarflega skop- gert hlutverk sem skrifast á reikning leikstjórans. Um aðra er fátt að segja. Leikmyndin er sérkennileg með eins konar íkonamyndum enda ættuð frá Litháen og orðin kunnugleg hér. Hefði ekki mátt Iáta heimamenn spreyta sig á þessu? Tónlistin var sérkennileg blanda, mátti heyra bæði popp og Jón Leifs og allt þar á milli. Lýsingin var einkar markviss og oft bæði sterk og frumleg. Erlingur Gíslason átti fjörutíu ára leikafmæli á annan í jólum og var þess minnst í Iok frumsýning- ar og hann maklega hylltur. Erl- ingur er einn okkar allra mikil- hæfasti leikari og sem aðrir miklir leikarar verður hann sífellt betri með aldrinum - nokkuð sem kannski er umhugsunarvert í allri æskudýrkuninni í þjóðfélag- inu - sem þessi sýning er raunar dæmi um. Erlingur flutti ágæta ræðu í lok sýningar, minntist þeirra merku leikstjóra sem eink- um mótuðu hans kynslóð á fyrstu árum Þjóðleikhússins, og óskaði þess að lokum að því tækist í framtíðinni að laða til sín rjómann af hinu unga og upp- rennandi leikhúsfólki í landinu. Undir það skal heils hugar tekið. En þá leyfist manni líka að vona að sá andi og stíll, sú virðing fyrir listinni og vöndugleiki sem leik- arar eins og Erlingur bera jafnan með sér, fái að dafna sem best þar í húsinu. Hvort þessi sýning á Hamlet er í heilu lagi til marks um það er annað mál.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.