Dagur - 03.01.1998, Side 1
Gagnrýna eftírlit
með flugeldum
Lðgreglan sinnir ekki
eftirliti sem skyldi,
enda annar einn mað-
ur því varla, að mati
framkvæmdastj óra
Landsbjargar. Rakin
orsök fjöldaslysa
vegna blysa? Vafi með
tryggingar.
Meira seldist af flugeldum um
áramótin en nokkru sinni fyrr að
talið er. Þannig segir Björn Her-
mannsson, framkvæmdastjóri
Landsbjargar, að nánast alls stað-
ar á landinu hafi orðið metsala
hjá Landssambandi björgunar-
sveita, en afkoman er að veru-
legu leyti háð flugeldasölu. Björn
gagnrýnir hins vegar harðlega
hve lítið eftirlit er með flugelda-
innflutningi og vottun
sprengigóss sem landsmenn
kveikja í.
„Blys sprungu út um allt
land“
Fjöldi fólks slasaðist á gamlárs-
kvöld og leitaði sér Iæknisaðstoð-
ar þegar blys reyndust gölluð og
sprungu £ höndum manna. Björn
segir að Landsbjörg hafi ekki selt
gallaða vöru heldur hafi gölluðu
hlysin annars vegar verið seld í
skúr í Skeifunni og hins vegar við
Umferðarmiðstöð BSI. Rann-
sókn hafi leitt í ljós að svo virðist
sem kínverjar hafi verið settir á
prik vegna mistaka framleiðenda
í Kína. „Maður hefur heyrt sögur
út um allt land af gölluðum blys-
um. Þetta sprakk allt meira og
minna og það er skrýtið að mis-
tökin uppgötvist ekki fyrr en búið
er að selja þúsundir stykkja af
þessum blysum,“ segir Björn.
Óviðuuandi eftirlit
Að líkindum er ekki við innflytj-
endur að sakast í þessum efnum
en brýnt er að efla eftirlitið frá
því sem nú er, að sögn Björns.
„Menn geta flutt eins mikið inn
af flugeldum og þeir vilja, en eft-
irlitið er sáralítið. Það þarf bara
að fara með pappíra inn á löggu-
stöð og svo er þetta stimplað af
manni sem e.t.v hefur lítið vit á
búnaðinum. Það er einn lög-
reglumaður í þessu starfi og
Birna Ýr Magnúsdóttir, eitt fjölmargra
fórnariamba frá gamlárskvöld/, sem
slasaðist á hendi eftir að gallað blys
sprakk i höndunum á henni.
hann þarf einnig að sjá um allar
brennurnar. Hvernig í ósköpun-
um á hann að komast yfir þetta
allt?“
Kemur á óvart
Skarphéðinn Njálsson, varðstjóri
hjá lögreglunni í Reykjavík,
sagði í gær að hann ætlaði ekki
að rökræða eitt né neitt að sinni
við Björn Hermannsson, enda
ætti eftir að ræða niðurstöður
eftirlits með flugeldum á sam-
ráðsfundi. „Við höfum m.a. leitað
til Landsbjargar um hvað við
Ieyfum og hvað ekki. Eftir hverja
vertíð höldum við samráðfund,
þar sem Qórir stærstu innflytj-
endurnir eru kallaðir til og þekk-
ing og reynsla þeirra lögð til
grundvallar fyrir afgreiðslu mála.
Við erum einnig f góðu samstarfi
við eldvarnaeftirlitið. Þetta er í
fyrsta skipti sem mér berst til
eyrna frá Landsbjörg að menn
séu óánægðir með eftirlitið,"
sagði Skarphéðinn.
Vafi með tryggingar
Skarphéðinn sagði að rannsókn á
gölluðu blysunum væri ekki lokið
en í gær beindist grunurinn sér-
staklega að því hvort raki hefði
komist í blysin með fyrrgreindum
afleiðingum. Oljóst er hvort selj-
endur eru tryggðir fyrir tjóninu,
en Skarphéðinn sagði að trygg-
inga væri ekki sérstaklega krafist
þegar leyfí væru veitt. — Bt>
Heilsugæsla
í uppnámi
Ófremdarástand blasir við í
heilsugæslumálum Rangárvalla-
sýslu eftir að tveir af þremur
heilsugæslulæknum sýslunnar
hafa sagt upp störfum. Þórir B.
Kolbeinsson, heilsugæslulæknir
á Hellu, segir að enginn hafi sótt
um þessar tvær stöður. Hann
segir að það haldist í hendur við
þá óvissu sem ríkir í kjaramálum
heilsugæslulækna sem bíða eftir
úrskurði kjaranefndar.
Guðrún Zöega, formaður
kjaranefndar, sagði að það stytt-
ist í úrskurð nefndarinnar í
kjaramálum lækna og annarra
sem heyra undir nefndina. Hún
vildi hinsvegar ekki nefna neina
tímasetningu um það hvenær úr-
skurðir nefndarinnar muni sjá
dagsins ljós. Fyrr í vetur hafði
hún opinberlega gefið í skyn að
kjaranefnd mundi birta úrskurði
sína um áramótin. — GRH
Hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, afhend/r eftirmanni sínum, Karli Sigurbjörnssyni, lyklavöldin að Biskupsstofu í
gærmorgun. Sr. Karl sagði m.a. við það tækifæri að höfuðverkefni hans á næstunni yrði að vinna að innri uppbyggingu
kirkjunnar. - gg/mvnd: pjetur
Ólafur Ragnar Grimsson, nýr banda-
maður i tóbaksvörnum.
Vonbrigði
með tóbaks-
veróhækkun
Reykingamenn verða frá og með
gærdeginum að borga rúmum
10% meira til að iðka Iöst sinn,
eftir hækkun ÁTVR á tóbaki.
Verðbreytingin er fyrst og fremst
vegna ákvörðunar ríkisstjórnar-
innar að hækka verð á tóbaki en
Þorsteinn Njálsson, formaður
Tóbaksvarnanefndar, var von-
svikinn í gær. ,,Við bjuggumst við
miklu meiri hækkun enda brýnt
að draga úr tóbaksneyslu ungs
fólks. Eg hefði viljað sjá pakkann
fara í 500 krónur.“ Algengt verð
á vindlingapökkunum verður um
350 kr. eftir hækkunina.
Reykingar eru á hraðri uppleið
hjá ungmennum og þeir sem
leiðast út í fíkniefni byrja undan-
tekningalítið á tóbaksreykingum
skv. könnunum. „Við vonum að
ríkisstjórnin komi á móts við
okkur en \'ið erum afskaplega
ánægð með að hafa eignast jafn
öflugan bandamann og forseti
Islands er. Vonandi tekur stjórn-
in hann sér til fyrirmyndar,11 seg-
ir Þorsteinn. — Bt>
Unglæknadeil-
an að leysast?
Lækningaforstjórar stóru spítal-
anna hafa nú til skoðunar tillög-
ur ungra lækna og er líklegt að
senn náist samkomulag sem
bætir unglæknum lækkun á yfir-
vinnuprósentunni.
Að sögn Birgis Jóhannssonar,
varaformanns ungra lækna, var
á félagsfundinum í gær einhug-
ur um að reyna leið sem felur í
sér að unglæknar ná fram göml-
um baráttumálum er lúta að
meðal annars vinnutilhögun,
ritun læknabréfa, fræðslustörf-
um og frágangi á vöktum. „Það
hefur fundist flötur sem byggja
má á,“ segir Birgir. — FÞG
Ólikar
áherslur
Bls.
Premium
miðlarar
Wmmmmm
Alfa Laval
Vflrmnskiptar
SINDRI Vv,
-sterkur í verki
I 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI