Dagur - 03.01.1998, Side 2

Dagur - 03.01.1998, Side 2
2 —L AUGARDAGVR 3.JANÚAR 1998 ro^ti IÉTTIR Ég er sáttur við söluna, sérstaklega vegna þess að menn fá rétta mynd af bókinni við lestur, ólíkt þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélag■ inu, “ segir Ingólfur Margeirsson rithöfundur um Sálumessu syndara, umdeildasta rit jólabókaflóðsins. ■ I w k mk 1 1 Umræðan hafði milal soluahm Umdeildasta jólabókin, Sáliimessa syndara, hlýddi engum markaðslögmálum að sögn höfundar hennar, Ingólfs Margeirssonar. Kærumálin nú komin til ríkissaksóknara. Umdeildasta rit jólabókaflóðsins, Sálu- messa syndara eftir Ingólf Margeirs- son, endaði ekki í hópi söluhæstu bóka þótt hún vermdi toppsætin framan af skv. könnun Félagsvísindastofnunar. Ingólfur, sem jafnframt er útgefandi ritsins, segir að enn eigi eftir að koma í Ijós hvernig þróunin verði á skipti- bókamarkaðnum en alls hafi farið af lager á sjötta þúsund eintaka. Eins og frægt er orðið er í bókinni rituð ævisaga geðlæknisins og sálkönn- uðarins Esra Péturssonar og hafa ber- söglar lýsingar Esra haft í för með sér Iögreglurannsókn og brottrekstur hans úr læknafélaginu. Lögreglurannsókn- inni er nú lokið og málið komið til rík- issaksóknara, sem enn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákært verður. Víst er að engin bók hlaut meiri umfjöllun fýrir jólin en Ingólfur segir hins vegar erfitt að gera sér grein fyrir hvort áhrif- in hafi verið neikvæð eða jákvæð á söl- una. „Auðvitað hafði umræðan mikil áhrif og ég er viss um að hún breytti kaupendahópnum til muna. Þessi um- ræða er einstæð en maður hefur engar forsendur til að meta áhrifin. Það giltu í raun engin markaðslögmál vegna þessarar einstæðu stöðu,“ segir Ingólf- ur. Ingólfur segist mjög sáttur við söl- una miðað við hve bókin lenti í mildu fárviðri. „Sérstaklega vegna þess að menn fá rétta mynd af bókinni við lest- ur, ólíkt þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu. Þessi bók á eft- ir að lifa vertíðina af og ég er ánægður með það. Hún er óvenjuleg á allan hátt, enda Esra mjög sérstakur maður.“ Ahugi Islendinga á að Iesa Sálu- messu syndara, nær Iangt umfram það sem sölutölur greina frá. Þannig má nefna sem dæmi að biðlistar eftir rit- inu á bókasöfnum eru Iengri en þekkst hefur og hafa allt að 200 manns verið að bíða eftir bókinni á einstökum söfn- um. Bókin er 98% sálfræðisaga að sögn Ingólfs þótt margir kunni að telja vegna umræðunnar að um hálfgert klámrit sé að ræða. — Bl> Framboðsmálin í höfuðborginni eru á fleygi- ferð. Daginn fyrir gamlársdag kom samráð Reykjavíkurlistans saman með frambjóðendum og ræddi tilhögun prófkjörs í lok þessa mánaðar. Samkoinulag cr um að gefa út sameiginleg kynn ingarblöð og opna prófkjörsmiðstöð sem allir hafi not af. Mcnn vilja ekki hleypa kostnaði upp úr öllu valdi fyrir frambjóðcndur... Hjá sjálfstæðismönnum er það nýjasta slúðrið að Guðrún Pét- ursdóttir sé að snúast, og hætti við að vera með á listanum. Ástæðan? Lítill stuðningur manna á meðal. Fullyrt er að Vilhjálmur Vilhjáhnsson borg- arfulltrúi liafl brugðist vægast sagt þurrlega við ráðagerðum um að fá Guðrúnu á listann, og athygli vakti að Árni Sigfússon, sein hefur verið áberandi fáorður um málið, talaði um að setja hana í NÍUNDA sætið á listanuin í gamlársþætti rásar 2. Heillandi tilboð fyrir Guðrúnu?... Gunnar Gissurarson. Enn er verið að funda og deila innan Alþýðuflokksins í Reykjavík vegna niðurstöð- unnar í forvali fulltrúaráðs flokksins um hvaða sjö ein- staklingar skyldu taka þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans. Þar féll sem kunnugt er Guim- ar Gissurarson varaborgarfull- trúi. Síðast í gær var fundað og þá vegna alvarlegra ásakana, væntanlega frá her- búðum Gunnars uin að Ingvar Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins, hafi beitt sér á skrifstofum flokksins gcgn Gunnari. Vitað er að ungliðar vildu margir vcg Gunnars sem minnst- an og Ingvar er imgliði, en hann neitar staðfast- lega að hafa misnotað aðstöðu sína. Gunnar og hans fólk vill Ingvar burt cn ekkert bendir þó til þess að framkvæmdastjórastaðan sé að losna_ vegna þcssa máls... FRÉTTAVIÐ TALIÐ Bjami Grímsson fiskimálastjóri Botnfiskaflinn á árinu 1997 var 436þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatöl- um og heildarafli nær2,2 milljónir tonna, þar af loðna 1,3 milljónir tonna. „Þorskafli hefur aukist milli almanaksár- anna 1996 og 1997 en hins vegar hefur dregið úr ýsu-, ufsa-, karfa- og grálúðuafla þannig að afli annarra botnfisktegunda hef- ur heldur dregist saman, og úthafskarfaafli á Reykjaneshrygg verulega. Það kemur mér ekkert á óvart miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í ársbyrjun 1997 en þorsk- urinn kemur upp og er um 200 þúsund tonn en um 6 þúsund tonn fengust auk þess af þorski í Barentshafi. Þorskafli ádslandsmið- um er því í fyrsta skipti í þrjú áFmeiri en 200 þúsund tonn, sem er mjög jákvætt. Botnfisk- aflinn er því um 469 þúsund tonn en var um 7 þúsund tonnum meiri árið á undan en var þá sá Iægsti sem hafði verið í um 50 ár.“ — Hefur þorskurinn verið verndaður of mikið ú kostnað annarra tegunda? “Það er svolítið sérstakt með rækjuna að kvartað er yfir minni rækjuveiði nú. Það er rétt að það hefur veiðst minna af henni á Flæmingjagrunni, eða 6 þúsund tonn á móti 20 þúsund tonnum árið áður en afli á heimamiðum jókst nokkuð milli ára. Afli í öðrum tegundum eins og ýsu hefur dregist saman svo varla er það vegna ofverndunar þorsksins. Þorskafli mim aukast um allt að 20 prósent Ég sé engar forsendur til annars en aflinn á árinu 1998 verði svipaður afla ársins 1997 en skilyrðin í hafinu munu halda áfram að auka þorskaflann, en það ræst auðvitað af ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og hver verður heimilaður kvóti á næsta fiskveiðiári. Ég lield að hann aukist um 10 til 20%. Rækjuveiðin mun hins vegar dragast saman, líklega á bilinu 5 til 10%. Inníjarðarrækjan hefur ekki verið eins spræk og oft áður og það er kvartað yfir því að þorskurinn sæki t.d. inn á Arnaríjörð og Isafjarðardjúp og éti upp rækjuna." — Hverjar eru aflahotfumar ú veiðutn utan fiskveiðilögsögunnar á árinu 1998? “Dohrnbankaveiðin fór upp í 2.700 tonn úr u.þ.b. 500 tonnum og vonandi verður stígandi í þeim veiðum. Veiðar í Barentshafi verða ekki lakari en á síðasta ári þrátt fyrir að togurum kunni eitthvað að fækka á þeir- ri slóð, eða á bilinu 5 til 10 þúsund tonn og veiðar á Flæmingjagrunni verða eflaust eitt- hvað svipaðar að magni til. Túnfiskveiðar djúpt suður af landinu sem til þessa hafa verið stundaðar af japönskum skipum munu freista einhverra en þær eru bundnar aljjjóð- legum kvótum og ég er ekki búin að sjá það að Islendingar séu búnir að krækja í alþjóð- legan túnfiskkvóta. Þetta er kannski eins og að hleypa viðvaningi í laxveiðiá, viðvaningur- inn veiðir lítið meðan sá reyndi veiðir mikið. Verið er að horfa björtum augum til Hatton Rockall-svæðisins og þar eru tvö línuskip á veiðum og ásóknin þangað mun aukast. Ég held síðan að veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum muni aukast." — Mun verkfall vélstjóra 16. janúar, ef af verður, skaða verulega t'slenska útgerð? „VerkföII skaða alltaf. Ef það skellur á verður það langvinnt, en reynslan segir mér að það leysist rétt fyrir verkfallsboðun eða á tveimur fyrstu sólarhringum verkfallsins. Ef ekki, verður það langvinnt, það ber mikið á milli en verið er að deila um keisarans skegg og verðmyndunin er mjög viðkvæm. Það er ekki einkamál sjómanna og útvegsmanna hvernig verðmyndunarmálin eru leyst, það snýr ekki síður að fiskveiðistjórnunarkerfinu í landinu. Deilan er því ekki eingöngu kjara- mál. Atkvæðagreiðsla sjómanna um verk- fallsboðun 2. febrúar nk. stendur til 5. janú- ar og síðan verður talið 8. janúar. Vonandi kemur ekki til verkfalls." — GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.