Dagur - 03.01.1998, Page 4
4-LAUGARDAGVR 3. JANÚAR 1998
FRÉTTIR
Atviimuþróimarátak á Seyöisfiröi
1998
Vegna flutnings starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins úr Seyðisfjarðar-
kaupstað hefur verið unnið að tillögum um sérstakt atvinnuþróunar-
átak í kaupstaðnum sem verður styrkt af Byggðastofnun, en í samráði
við formann Atvinnuþróunarfélagsins og framkvæmdastjóra Atvinnu-
þróunarstofu. Einnig hefur hafnarstjóri kynnt hugmyndir um mark-
aðssetningu fyrir skemmtiferðaskip í samvinnu við Þróunarstofu
Austurlands og Austfar hf. sem tengist atvinnuþróunarátakinu.
Skipting stöðuheimilda lögreglu-
maima vekur furðu
Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi sýslumannsins á
Seyðisfirði hefur lýst furðu sinni á þeirri skiptingu stöðuheimilda
Iögreglumanna sem ríkir milli lögrgluumdæma og er ekki að mati
nefndarinnar í neinu samræmi við víðfeðmi starfssvæðis, viðfangs-
efni eða íbúaíjölda.
Þrifnaöi á ísvélum er mjög viða ábótavant þó hjá sumum séu þau mál alltafí lagi.
Hávaði frá eimsvala
Sex íbúar við Hafnargötu 46 og 44b hafa mótmælt hávaða sem skap-
ast við gangsetningu eimsvala við frystihúsið og eru gerðar kröfur um
að dregið verði úr hávaðanum. Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar
Dvergasteins hefur tekið málaleitan vel en bæjarstjóra og bæjarverk-
fræðingi falið að fylgja málinu eftir.
Takmörk Evrópusamrunans
“Europe - The limits to intergration”
David Steel lávarður flytur fyrirlestur um Evrópumál á Hótel Borg
þriðjudaginn 6. janúar kl. 12.15. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðher-
ra flytur ávarp í upphafi fundar. David Steel var formaður Frjálslynda
flokksins í Bretlandi um 12 ára skeið. Hann var þingmaður 1965-
1997, en situr nú í lávarðadeild breska þingsins. Hann var um árabil
talsmaður flokks síns í utanríkismálum og hefur látið þau mál til sín
taka með margvíslegum hætti. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er
öllum opinn. Að lokinni framsögu verða almennar umræður og fyrir-
spumir.
Samband ungra framsóknarmanna
VÁTRYGGINGAFÉLAG
ÍSLANDS HF
Vátryggingarfélag íslands hf. Akureyri, óskar
eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem
skemmst hafa í umferðaróhöppum.
1. Hyundai Elantra stw. árgerð 1996
2. Toyota Hilux D/C árgerð 1993
3. Citroen XM árgerð 1991
4. M. Benz 190E árgerð 1988
5. Subaru 1800 sedan árgerð 1987
6. Saab 900 Gli árgerð 1983
Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunar-
stöð VÍS að Furuvöllum 11 mánudaginn 5. jan-
úar nk. frá kl. 9.00 til 16.00.
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00
sama dag.
Tvö af jjrein sýn-
um ófuUnægjandi
Óþrifagerlar allt of
margir í 66% sýna úr
mjólkurísvéliun í
september.
„Magapínugerlar“ í
7. hverju sýni valda
Hollustuvemd enn
meiri áhyggjum.
„Mesti vandinn tengist hreinlæti
á ísvélunum, sem virðist mjög
víða alveg ófullnægjandi. Hjá
sumum er þetta alltaf í lagi en
aðrir koma illa út trekk í trekk,
sem er auðvitað alveg óásættan-
legt. Starfsfólkið á þessum stöð-
um virðist ekki fá nægilega þjálf-
un í að þrífa vélarnar, auk þess
sem alltaf er verið að skipta um
fólk,“ sagði Franldín Georgsson
hjá Hollustuvernd. Þar er nýlega
Iokið sérstakri úttekt á 180 sýn-
um af ís úr vél og ísblöndu
(shake) frá rúmlega 130 stöðum
víðs vegar um landið. Um 66%
sýnanna reyndust ófullnægjandi,
varðandi örveruástand, sem er
sýnu verri útkoma en í samsvar-
andi úttektum 1994 og 1990.
MeiniUa við að finna matar-
eitnmarbakteríur
Franklín segir auðvitað reynt að
fylgja þessu eftir, og fá menn til
að bæta þrifin á ísvélunum, en
það virðist gífurlega erfitt. Ut-
koman segi kannski ekki að var-
an sé mjög hættuleg til neyslu.
Aðallega séu þetta gerlar sem
benda til að hreinlæti sé ábóta-
vant. „En í hluta sýnanna (14%)
fundust líka svokallaðir Bacilus
cereus yfir viðmiðunarmörkum, í
miklu meira mæli en áður, sem
veldur okkur töluverðum áhyggj-
um,“ sagði Franklín. Þessi bakt-
ería geti valdið matareitrun ef
hún er í miklu magni. „Og okkur
er auðvitað meinilla við að finna
matareitrunarbakteríur í matvör-
um.“
B. cereus segir Franklín jarð-
vegsbakteríu, sem raunar sé al-
geng í matvælum og geti verið í
hrámjólk. Þar sem þær séu mjög
hitaþolnar sé ekki óeðlilegt þótt
þær finnist líka í örlitlum mæli í
ísblöndunni. „En sé hún hins
vegar geymd of lengi og/eða við
óeðlilegt hitastig, þá geta þessar
bakteríur byrjað að fjölga sér, og
það er einmitt það sem við erum
hræddir við.“ Franklín tekur
fram að að ísblandan komi yfir-
leitt í góðu lagi frá framleiðend-
unum.
Viðhorfin þurfa að breytast
„Það sem þarf að gera er að brey-
ta viðhorfum manna til þessarar
framleiðslu. Og að þess verði
krafist að það geti ekki hver sem
er farið að vinna við ísvélar án
þess að fá nauðsynlega þjálfun í
að þrífa þær.“ Það þyrfti að koma
á stað námskeiðum fyrir starfs-
mennina, kannski í samvinnu
heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem
framleiða þessar ísblöndur, sem
oft útvega ísvélarnar líka, og
hugsanlega framleiðenda vél-
anna. Þar þyrfti að þjálfa starfs-
fólkið, taka út meðhöndlun ís-
blöndunnar á staðnum og taka í
gegn hvernig staðið er að þrifum
vélanna. „Komi í Ijós að einhverj-
ar þeirra geti ekki framleitt ís
innan eðlilegra viðmiðunar-
marka þá eru þær bara eitthvað
gallaðar," sagði Franklín Georgs-
son. — HEI
A-deildtn nú orðin
10.000 manna sjóður
Tilkyiiiiinguiit iiin
flutning yfír í A-defld
Lífeyrissjóðs starfs-
iii a n n a ríkisins fjölg-
aði gífurlega á rúmri
viku.
A-deild Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríldsins (LSR) telur nú
orðið um 10.000 sjóðfélaga og er
þar með orðin einn af stærstu iíf-
eyrissjóðum landsins. Forsvars-
menn sjóðsins reyndust sannspá-
ir um að þúsundir manna myndu
tilkynna sig síðustu dagana, því
alls reyndust rétt um 5.000 ríkis-
starfsmenn hafa tilkynnt flutn-
ing yfir í A-deildina, þegar allt
var talið. Þeim hafði þá fjölgað
úr aðeins 200 um viku fyrir
eindaga (1. des.).
„í nýja sjóðnum - A-deildinni -
eru nú orðnir um 10.000 manns,
þannig að þetta er þegar orðinn
mjög fjölmennur og sterkur líf-
eyrissjóður,“ sagði Haukur Haf-
steinsson, framkvæmdastjóri
sjóðsins. Annars vegar séu þetta
um 5.000 manns sem færðu sig
úr B-deildinni (eldri deildinni),
sem er um fjórðungur þeirra sem
þar voru. Og hins vegar tæplega
5.000 manns sem byrjaðir voru
að borga í A-deildina áður.
Þá síðarnefndu segir Haukur
annars vegar þá (u.þ.b. 2.000)
sem hafa verið nýráðnir á þessu
ári og hins vegar fólk sem fyrst
á þessu ári hefur öðlast rétt til
aðildar að sjóðnum, m.a. laus-
ráðnir starfsmenn og fólk í
minna en 50% starfi, sem áður
borgaði í Söfnunarsjóð lífeyris-
réttinda. Um 15.000 manns eru
enn eftir i B-deildinni, þannig
að sjóðfélagar Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins telja nú alls
um 25.000 manns. — HEI