Dagur - 03.01.1998, Qupperneq 7

Dagur - 03.01.1998, Qupperneq 7
LAVGARDAGVR 3. JANÚAR 1998 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL 1 1 l 1 1 1 1 } 1 1 1 Á nýja árinu munu augun beinast mjög ad kosningaslagnum í höfuðborginni, þar sem kjósendur velja aftur á milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna Sigfússonar. Speimandiár ELIAS SNÆ- LANDJONS SON RITSTJÚRI SKRIFAR Nýtt ár er runnið upp. Ár byggðakosninga og pólitískra umbyltinga sem enginn veit nú hvert muni leiða. Ár óhefð- bundinna framboða í mörgum bæjarfélögum. Líklega einnig ár nokkurs óróleika í samskiptum stjórnarflokkanna. Með öðrum orðum: spennandi ár frá sjónar- hóli þeirra sem fylgjast af áhuga með íslenskum stjórnmálum. Augu margra munu beinast að höfuðborginni næstu mán- uði. Þar verður baráttan um völdin einna hörðust í komandi kosningum. En önnur fjölmenn bæjarfélög verða einnig í sviðs- ljósinu vegna samfylkingar vinstrimanna - ýmist A-flokk- anna einna eða fleiri hópa. Út- koma þeirra framboða mun ráða miklu um þær ákvarðanir sem teknar verða síðar á árinu um samfylkingu á landsvísu í næstu Alþingiskosningum. Misheppnuð prófkjör? Reykjavíkurlistinn verður í sviðsljósinu næstu vikurnar vegna prófkjörsins sem fram fer á hans vegum. Fyrirkomulag þess er frekar hefðbundið. Með því er gerð tilraun til að þjóna tveimur herrum í senn: flokk- unum sem að R-Iistanum standa og almennum kjósend- um. Forvitnilegt verður að sjá hvort niðurstaðan skilur við báða þessa aðila sátta, annan eða hvorugan. Flvort formið leiðir af sér sterkan lista eða veikan. Það er engan veginn gefið að prófkjör skili sterkum fram- boðslista. Dapurlegur listi sjálf- stæðismanna í höfuðborginni er besta dæmið þar um. Ef eft- irsóknarverðir frambjóðendur fást ekki til að fara í prófkjör þá er ekki við því að búast að nið- urstaðan verði áhugaverð. Grátbroslegt er að fylgjast með tilburðum sjálfstæðis- manna til að bæta fyrir það í kjörnefnd og fulltrúaráði sem mistókst í prófkjörinu. Von þeirra er sú að það styrki list- ann að fá Guðrúnu Pétursdótt- ur fyrrverandi forsetaframbjóð- anda í áttunda sætið. Á því er þó sá alvarlegi ágalli að inn- koma hennar á listann eftir að prófkjörið er afstaðið undir- strikar vantrú flokksforystunnar á listanum. Þá sýnir það harla lítið traust á þeim sem kusu í prófkjörinu að henda ungum manni sem kjörinn var í bar- áttusætið og setja þar inn í stað- inn fulltrúa flokkseigendanna. Slagur foringjanna Það verður væntanlega eitt af verkefnum Reykjavíkurlistans í komandi kosningabaráttu að sýna fram á að hann hafi stjórn- að borginni síðustu árin á ein- hvern annan hátt en sjálfstæð- ismenn hefðu gert undir forystu Árna Sigfússonar, og þá vænt- anlega á „alþýðlegri" máta: Með öðrum orðum frekar stjórnað fyrir fólkið en fyrirtækin. Ymsum hefur þótt nokkuð skorta á að markalínan á milli stjórnarhátta þessara tveggja afla hafi verið og sé skýr - og telja jafnvel að hún sé vart fyrir hendi; að borgin hafi verið rek- in með mjög hliðstæðum hætti og gerst hefði ef sjálfstæðis- menn hefði haldið meirihlutan- um árið 1994. Kannski er þetta ein afleiðing þeirrar staðreyndar að skil á milli stjórnmálaafla eru orðin harla óljós um þessar mundir. Skarpar andstæður í stjórnmál- um finnast vart lengur eftir að „stóru hugsjónirnar" grófust undir stórgrýtinu úr Berlínar- múrnum. Munurinn á milli stjórnmálaflokka kristallast þess í stað einkum í persónu- leika foringja þeirra flokka sem hverju sinni keppa um hylli kjósenda. Þannig verður það einnig í höfuðborginni í vor. Þótt R-Iist- inn og Sjálfstæðisflokkurinn muni leggja fram stefnuskrár og fegra sig og verk sín í áróður- spésum og auglýsingum, verður slagurinn í vor fyrst og fremst spurning um foringja. Það mun einfaldlega ráða úrslitum hvort þeir kjósendur sem færa sig gjarnan á milli framboðalista frá einum kosningum til ann- arra - og skipta þar af leiðandi mestu máli ef mjótt er á mun- unum - vilja heldur hafa sem borgarstjóra; Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttir eða Árna Sig- fússon. Það veikir auðvitað stöðu Árna Sigfússonar í þeim per- sónuslag ef forysta Sjálfstæðis- flokksins opinberar þá trú sína að hann valdi ekki hlutverkinu og þurfi Guðrúnu Pétursdóttur í baráttusætið til að eiga ein- hvern raunhæfan möguleika á að endurheimta meirihlutann í borgarstjórn. Ef flokkurinn treystir Árna ekki til að vinna borgina, af hverju ættu kjós- endur þá að gera það? Vinstriframboð Reykjavíkurlistinn er að sjálf- sögðu ólíkur öðrum sameigin- legum framboðum næsta vors að því mikilvæga leyti að annar ríkisstjórnarflokkanna er þar innanborðs. Framsóknarmenn standa sem kunnugt er að R- listanum í Reykjavík, en eru að berjast við A-flokkana í flestum öðrum fjölmennum bæjarfélög- um á landinu. I þessu felst að víða utan höf- uðborgarinnar hafa sameiginleg framboð vinstrimanna litla möguleika á að ná hreinum meirihluta. Þeir geta hins vegar hæglega orðið stærsta einstaka stjórnmálaaflið í mörgum bæj- arstjórnum - og þar með sá að- ili sem gæti baft forystu um myndun nýs meirihluta. Það er þegar á hreinu að sam- fylking flokka og flokksbrota til vinstri mun bjóða fram sameig- inlega lista í flestum bæjarfé- lögum í vor. Gangi þau framboð almennt séð vel gætu úrslit bæjarstjórnarkosninganna léitt til umtalsverðra breytinga á hinu pólitíska landakorti. Vítamínsprauta - eða sprengja? Sigur samfylkingarframboða í vor myndi þannig tvfmælalaust virka sem vítamínsprauta í við- ræðunum um sameiginlegt framboð sömu afla á landsvísu. Á sama hátt kann það að sprengja þær viðræður í loft upp ef sameiginlegu A-flokka- framboðin ná ekki tilætluðum árangri. Það er því meira í húfi í vor en meirihluti í stjórnum einstakra bæjarfélaga. Eins og formenn A-flokkanna áréttuðu í áramótagreinum sín- um í Degi á gamlársdag verður viðræðum um samstarf á lands- vísu haldið áfram. Munurinn á áherslunum er hins vegar alveg Ijós. Sighvatur Björgvinsson vill fá ákvörðun sem fyrst um sam- eiginlegt framboð með Alþýðu- bandalaginu í næstu þingkosn- ingum. Margrét Frímannsdóttir mælir með samfylkingu án þess að nefna sérstaklega sameigin- Iegt framboð og Ieggur áherslu á að sterk málefnastaða sé lykil- orðið í tilraun flokkanna til að ná saman. Mikið er lagt undir í samfylk- ingarmálum vinstrimanna. Flokkarnir eiga eftir að stíga yfir margan þröskuldinn áður en áfangastað er náð og ýmsir einstaklingar og hópar kunna að heltast úr lestinni á leiðinni - eins og þegar er komið á dag- inn hjá Kvennalistanum. En fyrir áhugamenn um ís- Iensk stjórnmál verður spenn- andi að fylgjast með ferðinni sem kann að breyta pólitíska lit- rófinu verulega.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.