Dagur - 03.01.1998, Side 10
10- LAUGARDAGUR 3 .JANÚAR 1998
ÞJÓÐMÁL
Lög og reglur iiut
rafmagnseftirlit
ÁSGRÍMUR JÓNSSON
RAFMAGNSIÐNFRÆÐINGUR
SKRIFAR
Undanfarið hafa birst greinar í
dagblöðum þar sem breytingar á
rafmagnseftirliti eru gagnrýndar.
Þessi gagnrýni hefur náð ejrum
alþingismanna sem taka undir
hana það kröftuglega að farið
hefur fram utandagskrárumræða
á alþingi um málið.
En hvað er það sem gagnrýnt
er og hverjir eru það sem mest
eru áberandi í þessari gagnrýni?
Gagnrýnin
Sveinbjörn Guðmundsson fyrrv.
umdæmiseftirlitsmaður á Aust-
urlandi skrifar grein í Dag reynd-
ar undir nokkuð villandi fyrir-
sögn, „Eldvarna og slysavarnamál
einkavædd". Þar kemur eftirfar-
andi kemur fram.
1. Rafmagnseftirlit ríkisins auk
rafveitna hefur fram til ársins
1993 haft með höndum raf-
magnseftirlit sem hefur reynst
bæði skilvirkt og ódýrt. Svar: a)
Fram til ársins 1993 unnu raf-
magnseftirlitsmenn samkvæmt
reglugerð um raforkuvirki. Engar
reglur voru settar um túlkun
þeirrar reglugerðar.
Því varð túlkun þessarar reglu-
gerðar oft misvísandi þar sem að
í mörgum tilfellum túlkuðu eftir-
litsmenn reglugerðina eftir sínu
höfði.
Samráð var í lágmarki enda
erfitt um vik þar sem eftirlits-
menn voru dreifðir um landið og
höfðu litla möguleika til sam-
ráðs. Þetta leiddi af sér margar
túlkanir á sömu reglum og í
framhaldi af því oft óskilvirkt eft-
irlit.
Nýtt fyrirkomulag skyldar raf-
magnseftirlitsmenn til að vinna
samkvæmt verldagsreglum sem
túlka reglurnar. Þetta er túlkun
Löggildingarstofu sem fer með
yfireftirlit í umboði ráðuneytis.
Auk þess gerir Löggildingar-
stofa kröfu til þess að forstöðu-
menn rafskoðunarstofa sitji sam-
ráðsfundi til samræmingar á
vinnubrögðum, til að taka af-
stöðu til breytinga vegna þróunar
og til að gera skoðanir eins eins-
Ieitar og unnt er. Því fullyrði ég
að rafmagnseftirlit er mun skil-
\'irkara eftir breytingu en fyrir.
Ódýrara áður?
b) Odýrt, fullyrðir umdæmiseftir-
litsmaðurinn fyrrverandi. Ekki
nefnir hann nein dæmi fullyrð-
ingu sinni til stuðnings. Þó kem-
ur fram hjá honum að fyrir breyt-
ingu hafi starfað 40 manns við
rafmagnseftirlit á Iandinu. Eitt-
hvað hefur það kostað og ekki
eru ríkisstofnanir frægar fyrir
lágan kostnað við þau störf sem
þær hafa með höndum. Hann
nefnir dæmi um kostnað sam-
kvæmt núverandi kerfi þar sem
ein dagsferð kostar að hans sögn
kr. 111.000.00 og fimm daga
„stofuheimsókn" eins manns til
RARIK á Austurlandi sem kost-
aði RARIK kr. 956.270.00
Ekki veit ég hvort þessar tölur
eru réttar. En sé svo, vil ég benda
á að með einkareknum rafskoð-
unarstofum er hægt, t.d. með út-
boðum, að ná mun hagstæðari
samningum en þau dæmi sem
fyrrverandi umdæmiseftirlits-
maður nefnir.
Fjármálastjóm Rarik
Ef RARIK greiðir þessar upp-
hæðir fyrir skoðanir vil ég meina
að fullyrðingar umdæmiseftirlits-
mannsins fyrrverandi séu frekar
áfellisdómur yfir Qármálastjóm
RARIK en nýjum lögum um raf-
majgnseftirlit.
Eg vil benda fyrrum umdæmis-
eftirlitsmanni á gr. 1.6.3. í reglu-
gerð um raforkuvirki frá
23.12.1993. Þar segir:
Löggiltir rafverktakar skulu
fara yfir eigin verk að þeim lokn-
um samkvæmt skilgreindum
verklagsreglum, sem RER (nú
Löggildingarstofan) samþykkir
og tilkynna þau til rafveitu. Þetta
gildir bæði um nýjar veitur og
breytingar á veitum í rekstri.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Öldungadeild:
Innritun í öldungadeild skólans verður dagana 5. og 6.
janúar frá kl. 8.15 til 19.00 á skrifstofu skólans.
Fjarkennsla:
Innritun í fjarkennslu skólans verður dagana 5., 6. og 7.
janúar frá kl. 8.15 til 15.00.
Innritun í fjarkennslu er í gegnum síma 461 1710.
Fyrirvari verður um fjölda í fjarkennslu.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 461 1710.
Kennslustjóri öldungadeildar og fjarkennslu VMA.
Námskeið í svæðameðferð verður haldið á
Akureyri 5.-23. janúar.
Fullt nám sem allir geta lært.
Mæting að Geislagötu 12b uppi, kl. 10.00 f.h. mánudaginn
5. janúar. Kennari: Sigurður Guðleifsson,
sími 587 1164.
„Það að láta að þvi liggja að þeir ræki ekki skyldur sinar er hreinn atvinnurógur I
garð rafverktaka. Ef það er hinsvegar rétt að þetta eftirlit rafverktaka sé ekki fram-
kvæmt eða rafveitur skili ekki niðurstöðum rafverktaka til Löggildingarstofu þá er
það lögbrot, “ segir Ásgrimur Jónsson m.a. í grein sinni.
Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir
að allir rafverktakar á landinu
eru rafmagnseftirlitsmenn,
þ.e.a.s., sinni þeir faglegum
skyldum sínum.
Þeir yfirfara verk sín og sann-
prófa með skoðun og mælingum
að þau séu í fullkomnu lagi. Að
því loknu skila þeir niðurstöðum
eftirlits síns til rafveitu sem
sendir þær til Löggildingarstofu.
Atvinnurógur
Það að Iáta að því Iiggja að þeir
ræki ekki skyldur sínar er hreinn
atvinnurógur í garð rafverktaka.
Ef það er hinsvegar rétt að þetta
eftirlit rafverktaka sé ekki fram-
kvæmt eða rafveitur skili ekki
niðurstöðum rafverktaka til Lög-
gildingarstofu þá er það lögbrot.
Tilgangurinn með úrtaksskoð-
un er m.a. að tryggja það að eft-
irlit rafverktaka með eigin verk-
um sé skilvirkt.
100% skoðun á neysluveitum
eins og gagnrýnendur krefjast er
bæði mjög dýr og einnig van-
traust á löggilta rafverktaka. Það
er í raun lítillækkandi fyrir raf-
verktaka að láta opinberan emb-
ættismann koma og skoða ein-
falda raflögn að t.d. kæliskáp eða
fjölgun tengla um einn.
Grein í Degi miðvikudaginn
17. des. s.l. er mér alveg óskiljan-
leg. Samkvæmt undirfyrirsögn er
það minn skilningur að greinin
sé byggð á skoðun Ogmundar
Jónassonar alþingismanns og for-
manns B.S.R.B.
Þar er haft eftir rafverktaka að
allt sé f upplausn. Hvað er í upp-
lausn og hvers vegna? Meira fúsk
og brunahætta vaxandi. Hvernig
er hægt að staðhæfa þetta? Hver
eru rökin? Eða er verið að hræða
fólk vísviandi til að ná fram vilja
rökþrota minnihluta?
Faglcg vituml
Sannleikurinn er sá að virði raf-
verktakar og rafveitur lög og
reglugerð sem byggð er á lögum,
eykst fagleg vitund rafiðnaðar-
manna. Skoðun leiðir í Ijós hverj-
ir eru hæfir til að taka að sér og
bera ábyrgð á rafverktöku og
hverjir ekki. Þeir sem ekki eru
hæfir skríða í felur. Þeir tilkynna
ekki verk sín. Það hefur reyndar
alltaf verið hegðun þeirra sem
vanhæfir eru. Gagnrýni þeirra
sem ekki fara að lögum er reynd-
ar ekki svara verð. Þetta ættu
þingmenn að vita manna best.
Þeim rafverktökum sem ekki
treysta sér til að vinna í þessu
nýja starfsumhverfi má benda á
endurmenntunarnámskeið sem
haldin eru á vegum Rafiðnaðar-
skólans.
Öryggiseftirlit hlýtur alltaf að
vera í þróun. Fái Löggildingar-
stofan, rafskoðunarstofur, Sam-
orka og Landssamband Islenskra
Rafverktaka frið til að þróa skoð-
anir samkvæmt þessum nýju lög-
um er ég viss um að fyrirtæki í
rafiðnaði stækka og verða þar
með hæfari til að fást við flókin
verkefni sem nútíma tækni
krefst. Það minkar hættu á því að
erlend fyrirtæki hasli sér völl í
þessu fagi hér á landi. Stefna nú-
verandi ríkisstjórnar er því bæði
þjóðhagslega hagkvæm og hvetj-
andi til aukinnar fagmennsku.
Hvernig geta virtir þingmenn
haldið því fram að kerfi sem
byggt er á útboðsstefnu ríkis-
stjórnarinnar og úrtaksskoðun-
um sé dýrara en ríkisrekið kerfi
þar sem embættismenn skoða
hvert einasta viðvik rafverktaka,
kanske allt niður í minnstu smá-
atriði?
AUir rafverktakar vita að raf-
skoðunarstofur útdeila ekki refsi-
punktum. Rafskoðunarstofur
skoða á hlutlausan hátt sam-
kvæmt verklagsreglum sem Lög-
gildingarstofa semur. Rafverktak-
ar sem ekki skila af sér verkefn-
um sem standast reglugerð fá
refsistig f hlutfalli við galla á
verkefninu. Refsingin er fólgin í
auknu eftirliti með verktakanum.
Reglugerðin gerir ekki ráð fyrir
því að rafverktaki sem skilar
vandaðri vinnu sé undir stöðugu
eftirliti. Löggildingarstofan hefur
reyndar ekki tekið þetta kerfi í
notkun ennþá.
Áfrýjimarmögiileiki
Ef rafverktaki er ósáttur við nið-
urstöður rafskoðunarstofa er
honum í Iófa lagið að áfrýja til
Löggildingarstofu sem úrskurðar
í ágreiningsmálum. Rafskoðun-
arstofa þarf að vinna samkvæmt
faggiltu gæðakerfi og vinni hún
ekki samkvæmt því á hún á
hættu að missa starfsleyfi sitt.
Hvernig geta menn fullyrt að
meirihluti rafverktaka hafi mót-
mælt þessari laga- og reglugerð-
arbreytingu? Hafa menn spurt
Landssamband Islenskra Raf-
verktaka? Hafa þeir spurt Sam-
orku?
Meira uni Skátagilið
BRYNJÓLFUR
' BRYNJÓLFS-
j SON
w' SKRIFAR
I Degi þann 13. desember skrif-
ar Sólveig Baldursdóttir mynd-
höggvari um Skátagilið sem
grænt svæði og þó hún nefni
ekki mftt nafn í greininni er hún
samt að mótmæla hugmynd
minni um bílastæði í Skátagil-
inu. Hún hefir ákveðnar óskir
uppi um þetta svæði í tengslum
við göngugötuna og birtu í
henni. Eg held að óskir okkar
beggja rúmist ágætlega í Skáta-
gilinu vegna þess hvað það er
langt. Efrihluti þess getur mjög
vel farið undir bílastæði án þess
að skyggja á birtuna í göngugöt-
unni og neðri hluti þess sem nær
alveg að Göngugötunni gæti
rúmað óskir Sólveigar um grænt
svæði. Þörfin fyrir bílastæði á því
svæði sem ég skrifaði um í Degi
þann 2. desember sl. er augljós
og þarf því að bregðast við henni.
Byggingar þær sem þarna hafa
verið byggðar kalla á umferð
fólks um þær og slíkri umferð
fólks fylgir þetta bílastæðavanda-
mál.“ Að setja fleiri bílastæði inn
í miðbæ er að fara aftur til fortíð-
ar og við megum ekki við slíku,“
segir Sólveig að lokum í grein
sinni. Eg veit ekki til hvaða for-
tíðar hún er að vísa því slíkar
framkvæmdir eru stöðugt á döf-
inni og þykja nauðsynlegar. í því
sem ég kalla fortíð voru engin
bílastæði því svo fáir áttu bíla að
ekki var til vandræða. Þarna
kemur líklega til aldursmunur á
okkur tveimur sem þessi skrif
eiga.