Dagur - 03.01.1998, Side 12

Dagur - 03.01.1998, Side 12
12- LAUGARDAGUR 3.JANÚAR 1998 Stærsta, dýrasta og glæsilegasta mynd ársins. Titanic er meistaraverk leikstjðrans James Cameron, sem þekktur er fyrir Terminator myndirnar, Aliens og True Lies. Það neistar á milli Leonardo DiCaprio og kate Winslett í aðalhlutverkunum. umgjorð, leikmynd og tæknibrellur í Titanic eru á heimsmælikvarða enda hefur ekkert verið sparað til við að endursegja þessa mðgnuðu sögu um mesta sjðslys aldarinnar. Hugsaðu stór á nýja árinu, hugsaðu TITANlCi http://WWW.NET. IS/BORGARBÍÓ lciiArbíí 13 DIGITAL SOUND SYSTEM Rafiðnaðarmenn Óskum eftir Rafiðnaðarmönnum og raf- virkjanemum til starfa við nýbyggingu Norð- uráls á Grundartanga. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Möguleiki á góðum launum fyrir rétta menn. Séð verður fyrir fæði, gistingu og fl. Lysthafendur sendi skriflegar umsóknir til Elpro sf. með uppl. um aldur og starfsreynslu. Elpro sf. Stangarhyl 6, 110 Reykjavík. ÍÞRÓTTIR L Hálfdán kiöriiui hjáFH Hálfdán Þórðarson, handknattleiksmadur, var kjörinn íþróttamadur FH við hátíðlega athöfn i Kapiakrika á gamiársdag. Allar deildir félagsins tilnefndu þrjá íþróttamenn og Háifdán hiaut kosningu sem íþróttamaður FH í fyrsta sinn. Þess má geta að Örn Arnarson sundkappi var valinn íþróttamaður Hafnarfjarðar fyrir skömmu. mynd: fe Daníel Smári fyrstur í mark Daníel Smári Guðmundsson úr Armanni, varð fyrstur í mark í Gamlársdagshlaupi IR, sem haldið var á síðasta degi ársins. Daníel Smári kom í mark á 31,52 mín. en Finnbogi Gylfa- son úr FH varð annar á 32,28. I kvennaflokki varð Bryndís Ernstdóttir hlutskörpust. Hún kom í mark á 37,11 mín. en Laufey Stefánsdóttir úr FH hljóp á 38,03 mín. Mótið var þreytt við ágætar að- stæður f vesturbæ Reykjavíkur og þátttakan hefur aldrei verið jafn góð, því keppendur voru um 265 talsins. VELD OG GOÐ LEIÐ AÐ KOMA SKIPULAGI UOSMYNDASAFNIÐ GFedi6myndir’ Skipagata 16 - 600 Akureyrl - Slmi 462 3520 - Fax 462 3324 pPediSmynd‘r: FAÐU YFIRLIT5MYND NÆST ÞEGAR ÞU IÆTUR FHAMKiyyLlk LJf • KA-menn á Ítalíu Handknattleikslið KA hélt til Italíu snemma í gærmorgun, en liðið mun leika við ítalska Iiðið Trieste í Meistarakeppni Evrópu á sunnudaginn. KA-menn geta nú stillt upp sínu sterkasta Iiði, í fyrsta sinn í tvo mánuði og Iandsliðsmaður KA-manna, Björgvin Björgvinsson, er á með- al leikmanna liðsins. Bæði KA og Trieste eru stiga- laus í keppninni, eftir tvo fyrstu leiki sína. Þess má geta að leikn- um verður lýst í Ríkisútvarpinu, en útsending hefst kl. 10. Birkir til Svíþjóðar Birkir Kristinsson, sem leikið hefur með norska Iiðinu Brann á undanförnum tveimur árum, mun að öllum líkindum ganga frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Ómar Freyr kjörinn íþróttamaður Dalvíkur Ómar Freyr Sævarsson, frjáls- íþróttamaður var kjörinn íþróttamaður Dalvíkur, en kjör- inu var lýst þann 30. desember. Ómar Freyr er aðeins þrettán ára gamall, en er mjög fjölhæfur og keppir í spretthlaupum jafnt sem Ianghlaupum, spjótkasti sem og langstökki svo aðeins nokkrar greinar hans séu nefnd- ar. Ómar Freyr sló Eyjafjarðar- met Sigvalda Júlíussonar, núver- andi útvarpsmanns, í 1500 metra hlaupi sem sett var árið 1966 og met hans í þeirri grein, 4,32 mín., er innan lágmarks FRÍ 2000 hópsins, þó sjálfur sé Ómar Freyr of ungur til að fara í þann hóp. Meistaramót TBR Opna meistaramót TBR í badm- inton verður haldið í húsakynn- um félagsins í dag og á morgun og hefst keppni kl. 10 báða dag- ana. Leikið verður í einliða-, tví- liða- og tvenndarleik í þremur flokkum, meistaraflokki, A-flok- ki og B-flokki. Bergkamp gagnrýnir drykkjuskap Dennis Bergkamp, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, sagði í viðtali við eitt ensku blaðanna í vikunni að það væri ekki óalgengt að áfengislykt væri af sumum leikmönnum liðsins á æfingum. Bergkamp sagði að hann hefði ekki kynnst slíku áður, hjá öðrum liðum sem hann hefði leikið með. Arsene Wenger, stjóri Lund- únaliðsins, svaraði því til að drykkja leikmanna væri ekki vandmál hjá klúbbnum. Hún heyrði sögunni til. Irwin með Man. Utd. áný Varnarmaðurinn Denis Irwin, er nú kominn í leikmannahóp Manchester Gnited eftir meiðsl- in gegn Feyenoord í Evrópu- keppninni í haust. Búist er við þvf að Irwin leiki sinn fyrsta leik eftir meiðslin í stórleik ensku bíkarkeppninnar, viðureign Manchester United gegn Chel- sea, sem er núverandi bikar- meistari.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.