Dagur - 08.01.1998, Blaðsíða 4
é -FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
FRÉTTIR
Milljón í hátíðarsýningu
Borgarráð hefur samþykkt að veita Leikfélagi Reykjavíkur einnar
milljónar króna aukafjárveitingu. Þetta er gert til að standa straum af
kostnaði vegna hátíðarsýningar f Iðnó í desember sl. í tilefni af 100
ára afmáeli félagsins.
Leiguiithoð á Höllinni
Borgin hefur falið Innkaupa-
Borgin hefur ákveðið að láta fara fram
lokakað útboð á Laugardaishöiiinni vegna
Sjávarútvegssýningarinnar.
stofnun Reykjavíkurborgar að
annast framkvæmd á lokuðu
leiguútboði á Laugardalshöll
vegna sjávarútvegssýningar í
september á næsta ári. Fyrir
borgarráði liggja þegar tvær
umsóknir og verður hlutaðeig-
andi gefinn kostur á að taka
þátt í útboðinu. Undirbúningur
útboðsskilmála og framkvæmd
útboðsins verður unnin í sam-
ráði við borgarritara og fram-
kvæmdastjórn ITR.
ISAFJARÐARBÆR
HeHhrigðisstofnun tsafjarðarhæjar
Um áramótin voru sex heilbrigðisstofnanir á norðanverðum Vest-
fjörðum sameinaðar undir heitinu Heilbrigðisstofnunin, Isafjarðar-
bæ. Þetta eru Sjúkraskýlið á Þingeyri, Heilsugæslustöðin Þingeyri,
Öldrunarstofnun Önfirðinga, Flateyri, Heilsugæslustöðin á Flateyri,
Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði og Heilsugæslustöðin á ísafirði. Ekki
er gert ráð fyrir umtalsverðri breytingu á daglegri starfsemi þeirra
þjónustueininga sem hér eiga hlut að máli, heldur fyrst og fremst
stefnt að stjórnunarlegri hagræðingu og aukinni skilvirkni. Nýr
stjórnarformaður er Magdalena Sigurðardóttir. Um áramótin urðu til
17 nýjar stofnanir af þessum toga, t.d. Heilbrigðisstofnunin, Patreks-
firði og Heilbrigðisstofnunin, Bolungarvík.
Uppkaup á fasteignum á snjóflóða-
hættusvæði
Umhverfisráðuneytið hefur sam-
þykkt að styrkja ísafjarðarbæ til
uppkaupa á á fasteignunum Sól-
bakka og Sólbakka 6 á Flateyri.
Eigandi Sólbakka 6 er reiðubúinn
til að selja fasteignina á stað-
greiðslumarkaðsvirði en afstaða
eiganda Sólbakka liggur ekki fyrir.
Bæjarráð hefur einnig samþykkt að
ganga til samninga við eigendur
fasteignanna Hjallavegur 2, Goða-
tún 14, Unnarstígur 6 og Ólafstún
6, 7 og 9 á Flateyri. Allar áður-
nefndar fasteignir eru á snjóflóða-
hættusvæði.
Umfangsmikium snjófióðavörnum hef-
ur verið komið upp ofan við Fiateyri en
engu að síður hefur reynst þörf á að
kaupa upp nokkur hús þar.
Rangfærslur, dylgjur og sleggju-
dómar
Jón Reynir Sigurvinsson, Ragheiður Hákonardóttir, Kristinn Her-
mannsson, Magnea Guðmundsdóttir og Eggert Jónsson í fræðslu-
nefnd Isafjarðarbæjar hafa Iátið bóka eftirfarandi: „Undirritaðir
harma það að núverandi meirihluti varð ekki við beiðni fræðslu-
nefndar dags. 25. nóvember sl. um að fresta ákvörðun um valkostþar
til skýsla VSÓ um úrbætur í húsnæðismálum Grunnskólans á Isa-
fírði hefði verið kynnt fyrir íbúum bæjarfélagins. Núverandi meiri-
hluti hefur hvorki rætt né ritað um skýrslu VSÓ og hagstæðustu leið-
ina örðuvísi en með rangfærslum, dylgjum og sleggjudómum. Af
hálfu núverandi meirihluta hefur hvorki farið fram málefnaleg um-
ræða um hagkvæmustu leiðina né haldbær rök verið færð fyrir því
hvers vegna þessi leið er talin ófær. Þessi framkoma núverandi meiri-
hluta verður ekki skilin á arinan veg en þann að fræðslunefnd, kenn-
arar Grunnskólans og bæjarbúar almennt eigi ekki að skipta sér frek-
ar af úrbótum í húsnæðismáium Grunnskólans á Isafirði.“
Mál forstöðiunanns Hlífar til rairn-
sóknar
Mál forstöðukonu Dvalarheimilisins Hlífar er nú til umfjöllunar hjá
bæjarlögmanni og líkur á að óskað verði eftir opinberri rannsókn
málsins. Forstöðukonan sagði upp störfum eftir að hafa verið ásökuð
um að hafa dregið sér fé frá verslun dvalarheimilisins. - GG
Sex hásetum á Helgafellinu var sagt upp störfum vegna þess að þeir neituðu að standa vaktir um borð um jólin.
Nú hefur fjórum verið boðin vinna.
Fjónun boðin vinna
Sjómaimafélagið vill
að ðlliun sem sagt var
upp af Helgafellinu
verði boðin vinna
„Það hefur fjórum af þeim sex,
sem sagt var upp störfum, verið
boðin vinna aftur. Eg veit ekki
hvað verður en okkur þykir þetta
ósanngjarnt og viljum að öllum
verði boðin vinna. Ég veit að
strákarnir eru á sama máli,“
sagði Jónas Garðarsson, formað-
ur Sjómannafélags Reykjavíkur,
um stöðuna í máli sex-menning-
anna, sem reknir voru af Helga-
fellinu milli jóla og nýárs.
Hann segist hafa litið á það
sem sameiginlegt hagsmunamál
Sjómannafélags Reykjavíkur og
Samskipa að fá hina dönsku út-
gerð Helgafellsins til að ráða alla
mennina aftur.
„Hins vegar er staða Samskipa
þröng þar sem fyrirtækið er að-
eins með tvö leiguskip, frá þessu
danska fyrirtæki, og síðan eitt
skip á ströndinni," sagði Jónas.
Hann sagði að málið væri ekki
útrætt og að fundur sé boðaður í
deilunni, sem forsvarsmenn Sjó-
mannafélags Reykjavíkur Iíta
mjög alvarlegum augum.
- S.DÓR
Sameming í
A - Húnavatnssýslu
Sameiginlegur fundiir
10 sveitarstjórna í
Austiir-HiLiiavatns
sýslu hefur samþykkt
að skoða frekar kosti
sameingar sveitarfé-
laganna.
Boðað hefur verið til fundar 20.
janúar nk., en fyrir þann fund
eiga sveitarstjórnirnar að hafa
tekið afstöðu til þess hvort þær
eru reiðubúnar til frekari um-
ræðna um sameiningu sveitarfé-
laga í héraðinu. Þrátt fyrir það
hafa sveitarstjórnir Svínavatns-
hrepps, Sveinsstaðahrepps og
Bólstaðarhlíðarhrepps þegar lýst
því yfir að þær séu ekki fylgjandi
sameiningu í Austur-Húnavatns-
sýslu að sinni.
Eitt sveitarfélaganna, Vind-
hælishreppur, telur aðeins 32
íbúa, og verður ekki kosin ný
sveitarstjórn í þeim hreppi í vor,
áður mun fara fram sameining
að boði félagsmálaráðuneytis við
annað eða önnur sveitarfélög.
Oddvitinn, Jakob H. Guð-
mundsson á Arbakka, segir að
sameiningarviðræður hafi farið
fram í fyrra \dð Engihlíðarhrepp
og Skagahrepp en á nýbyrjuðu
ári standi þær aðeins yfir við
Skagahrepp og verður ramma-
samningur Iagður fram á fundi
nk. föstudag. Ekki hafi verið
grundvöllur fyrir frekari viðræð-
um við Engihlíðarhrepp, oddviti
þeirra hafi slegið þær af. Vind-
hælishreppur og Skagahreppur
liggí3 þó ekki saman, á milli
kemur Höfðahreppur (Skaga-
strönd). Fram til ársins 1939
voru Skagahreppur, Vindhælis-
hreppur og Höfðahreppur eitt
sveitarfélag. Það ræðst því síðar
í mánuðinum hvort sveitarfélög-
um í Austur-Húnavatnssýslu
fækkar aðeins um eitt fyrir
næstu sveitarstjórnarkosningar,
eða hvort sameiningin verður
mun víðfeðmari. Sameining
austan og vestan við Austur-
Húnvetninga, þ.e. í Skagafirði
og Vestur-Húnavatnssýslu kann
að virka sem hvati á það en einn-
ig á það sjónarmið fylgi að rétt sé
að bíða og læra af þeirri reynslu
sem fæst af áðurnefndum sam-
einingum. — GG
Meðaltekjur eim
hæstar á Vestfjörðum
Medal atvimmtekjiir
hækkuðu nær þrefalt
meira á Austfjörðum
en Vestfjörðum árið
1996, þar sem tekjur
eru samt ennþá hæst-
ar á landinu.
Miklu minni hækkun á tekjum
sjómanna en Iandkrabba á síð-
asta ári er ekki síst um það kennt
að atvinnutekjur Vestfirðinga
hækkuðu helmingi minna
(4,5%) en landsmeðaltal og ein-
ungis þriðjung á við tekjur á
Austurlandi, sem hækkuðu um
11,5% að meðaltali. Ennþá voru
framtaldar meðaltekjur samt
hæstar á Vestljörðum árið 1996,
rúmlega 150 þús. kr. á mánuði,
samkvæmt úrvinnslu Þjóðhags-
stofnunar. En Iægstar voru þær
hjá grönnum þeirra á Norður-
Iandi vestra, um 131 þúsund.
Munurinn var rúmlega 14%, eða
hátt í 230 þúsund á árinu 1996.
Tekjur Vestfirðinga voru nær
7% yfír iandsmeðaltali í fyrra,
samanborið við 11% árið áður.
Reyknesingar fylgja fast á eftir
og rífleg tekjuhækkun á árinu
fleytti Austfirðingum 2% yfir
landsmeðaltalið. Reykvíkingar
eru með atvinnutekjur á lands-
meðaltalinu en launþega á
Norðurlandi eystra vantar næst-
um 7% upp á að ná því. — HEI