Dagur - 08.01.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 08.01.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8 . J A N Ú A R 1998 - 11 Thyptr. ERLENDAR FRÉTTIR Einræktada ærin Dolly er frægasta sauðkind í heimi. Nú er þess e.t.v. skammt að bíða að bandarískir vísindamenn leiki sama teikinn á mönnum. Staðráðinii í að ein- rækta manneskju Sérvitur bandarískur vísindamaður segir sér ekkert að vanbún- aði að hefja einrækt- un á mönnum. Vísindamaður í Chicago í Bandaríkjunum, G. Richard Seed, segist hafa safnað til sín hópi lækna sem sé ekkert að van- búnaði að einrækta manneskju, og best sé að drífa í því sem fyrst áður en Bandaríkjaþing banni það. Þá segir hann að átta manns hafi þegar boðið sig fram til að láta einrækta sig. Seed hefur tekið þátt í ýmis konar rannsóknum á frjósemi allt frá þvf snemma á áttunda áratugnum, en sem stendur tengist hann ekki neinum há- skóla né rannsóknarstofu. Ymsir sem þekkja Seed segja að hann sé nokkuð sérvitur í skoðunum og lýstu efasemdum um að hann léti verða af þessu. Aðrir segja hins vegar að Seed búi )íir bæði þeirri tækniþekkingu sem til þarf og sé nógu róttækur í hugsun til þess að framkvæma einræktun manna. „Richard er stórsnjall vísinda- rnaður," segir Harrith Hasson, yfirmaður við Weiss Memorial sjúkrahúsið í Chicago. Hann hefur starfað með Seed. „Hann er svolítið ruglaður, en við þurf- um öll að vera svolítið rugluð til að ná þetta langt. Og ef einhver getur gert einræktun manna að veruleika þá væri það maður eins og Richard Seed.“ Svo virðist sem Seed sé fyrsti vísindamaðurinn til þess að lýsa því skýrt og skorinort yfir að hann bæði geti og ætli sér að einrækta mannlega veru. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, lagði á síðasta ári bann við því að fjármagn frá ríkinu verði notað til þess að gera tilraunir með ein- ræktun manna, og hann fór þess einnig á Ieit við einkafyrirtæki að þau fylgi sjálfviljug banni á ein- ræktun manna. í kapphlaupi við þingið Siðanefnd bandarískra Iæknavis- inda lagði til á síðasta ári að þingið setti Iög sem gerðu ein- ræktun manna ólöglega, þar eð hún feli í sér læknisfræðilega áhættu sem sé meiri en svo að við megi una auk þess sem afar djúpstæðar siðferðisspurningar séu í húfi. Ekkert þeirra frum- varpa sem þegar hafa verið lögð fram hafa þó náð í gegnum allra fyrstu stig í umíjöllun þingsins. Skoska sauðkindin Dolly öðl- aðist heimsfrægð á síðasta ári fyrir að vera fyrsta spendýrið sem vísindamönnum tókst að ein- rækta. Ef aðferðinni yrði beitt á menn væri byrjað á einni frumu - hvaða frumu líkamans sem er - sem væri tekin úr líkama sjálf- boðaliða sem vill Iáta einrækta sig. Erfðavísunum úr þessari frumu yrði síðan komið fyrir í eggfrumu, sem búið væri að taka erfðavísana úr. Að því búnu yrði eggfrumunni komið fyrir í legi konu sem gengi með fóstrið og myndi í fyllingu tímans fæða barn sem væri erfðafræðilega ná- kvæm eftirlíking af upphaflega frumugjafanum - jafn líkur hon- um að öllu leyti eins og eineggja tvíburi. Vantar ekkert nema fjármagn Seed kynnti fyrirætlun sína fyrst á málþingi fósturtæknimanna í Chicago þann 5. desember sfð- astliðinn. A þriðjudaginn var staðfesti hann í símtali að hann væri kominn með hóp lækna sem væru reiðubúnir til að vinna með honum. Undirbúningur væri þegar á lokastigi og átta manns, fjögur pör, hefðu þegar verið valin úr hópi sex para sem hefðu boðist til að láta einrækta sig. Seed vildi hvorki nefna nöfn sjálfboðaliðanna né Iæknanna sem vinna með honum. Vinnan færi fram í Ieiguhús- næði þangað til ný rannsóknar- stofa verður byggð, sagði Seed og viðurkenndi að ein ástæðan fyrir því að hann væri að kynna fyrir- ætlun sína væri sú, að hann von- aðist til að það myndi auðvelda fjáröflun til verksins. Yuri Verlinsky, framkvæmda- stjóri erfðafræðistofnunar við 111- inois Masonic læknisfræðimið- stöðina í Chicago, sagðist hafa heyrt um fyrirætlanir Seeds og sagðist ekki efast um að Seed eða einhver með svipaðan bak- grunn gæti gert einræktun manna að veruleika. „Nánast all- ir sem geta framkvæmt ICSI- frjóvgun geta cinræktað," sagði Verlinsky. „I öllum góðum líf- fræðirannsóknarstofum þar sem hægt er að gera erfðagreiningu og eiga við frumur er hægt að einrækta." Serlinsky sagðist samt efast um að Seed léti verða af því. Hcfui rejmsluna Aðrir, þar á meðal bróðir Seeds, Randolf, sem er skurðlæknir í Chicago, eru ekki jafn vissir um það. Hann segir Seed hafa mikla reynslu af því að skipuleggja starf rannsóknarhópa á umdeild- um sviðum líffræði og læknisvís- inda. A áttunda áratugnum unnu þeir bræðurnir saman að því að þróa fijóvgunartækni og síðar tóku þeir þátt í tímamóta- rannsóknum sem urðu til þess að fyrst tókst að flytja fósturvísi úr einni konu f aðra. Þessar aðferðir, sem þá þóttu afar róttækar, eru nú orðnar al- gengar bæði í dýralækningum og almennum læknavísindum. „Þegar við fyrst byrjuðum á þess- um tiiraunum sögðu allir að hann væri kominn út á bann- svæði,“ sagði Randolph Seed. „Og nú 25 árum síðar er sama sagan að endurtaka sig. Hann er fullkomlega fær um að gera þetta ef hann fær fjármagn." Mark Sauer, yfirmaður við Columbia-Presbyterian læknis- fræðimiðstöðina í New York, sagðist hafa töluverðar áhyggjur af fyrirætlunum Seeds. „Lítill vafi leikur á því að hægt er að gera þetta. Spurningin er hvort það sé rétt að gera það, og þá hver skilyrðin eigi að vera?“ - Washington Post Stjómarherinn afhendir þorpshúum vopn ALSIR - Eftir síðustu fjöldamorðin í vestur- hluta Alsírs greip stjórnarherinn til þess ráðs að dreifa vopnum meðal íbúa í afskekktum þorpum á því svæði. íslamskir bókstafstrúar- menn hafa myrt nokkur hundruð manns þar á síðustu dögum og hafa íbúar þorpanna flúið beimili sín í stórum stfl. Frásögnum fjölmiðla ber þó ekki saman um fjölda þeirra sem látist hafa. I gær var svo skýrt frá því að 62 menn hefðu verið myrtir í viðbót og virðist ekkert lát á morðæðinu. Frá því 1992 hafa meira en 40 þúsund manns látið Iífið í átökum í Alsír. Liamine Zerouai, forseti Alsírs. Umdeildar heræfingar á Miðjarðar- hafinu ÍSRAEL - Arabaríki gagnrýndu í gær harðlega eins dags heræfingar sem sjóherir ísraels, Tyrklands og Bandaríkjanna stóðu fyrir í austur- hluta Miðjarðarhafsins í gær. Yfirmaður jórdanska sjóhersins fylgdist einnig með æfingunum. Um björgunaræfingu var að ræða, en gagn- rýni arabaríkjanna beinist einkum að sífellt nánara hernaðarsamstarfi Tyrklands og ísraels. Verðhréf falla enn í Asíu HONGKONG - f gær var enn verðhrun á verðbréfamörkuðum í Suð- austur-Asíu, og urðu stóru verðbréfamarkaðirnir í Hongkong og Singapúr langværst úti. í Hongkong lækkaði Hang-Seng-vísitalan um nærri sex prósent. Þá lækkuðu gjaldmiðlar flestra ríkja í þessum heimshluta töluvert, með indónesísku rúpíuna í fararbroddi. Loftárás á Sierra Leone SIERRA LEONE - Nígerísk herflugvél varpaði í gær þremur sprengj- um á höfuðborg Sierra Leone, Freetown. Að sögn hersins í Sierra Le- one olli árásin þó engum skaða, hvorki á mannvirkjum né fólki, en mikil ringulreið varð í höfuðborginni. Þetta er fyrsta árásin af þessu tagi frá því að friðarsamningar milli ríkjanna voru undirritaðir á síð- asta ári. Takmarkaður útflutningur hefst um helgina ÍRAK - írakar hefja takmarkaðan útflutning á olíu nú um helgina, en í gær var tilkynnt að Sameinuðu þjóðirnar muni heimila þeim að selja ákveðið magn af olíu í skiptum fyrir matvæli og nauðsynjar. AIls mega þeir selja olíu fyrir tvo milljarða bandaríkjadala á næstu sex mánuð- um. Pik Botha verður sóttur til saka SUÐUR-AFRÍKA - Pik Botha, fyrrv'erandi forseti Suður-Afríku, þarf að mæta fyrir rétt vegna þess að hann hefur ítrekað neitað að mæta fyrir sannleiksnefndina svokölluðu sem rannsakar mannréttindabrot sem framin voru á tímum aðskilnaðarstjórnarinnar. Tveggja grunaðra leitað DANMÖRK - Dansku Iögreglunni hafði í gær ekkert orðið ágengt í leit sinni að afsöguðu höfði Litlu hafmeyjunnar sem hvarf á þriðju- dag, en tveggja manna er leitað sem grunaðir eru um verknaðinn. Talið er að það muni kosta allt að 800 þúsund ísl. krónur að setja nýj- an haus á styttuna, sem var reist 1913. Þegar hausinn hvarf í fyrra sinnið árið 1964 fundust hvorki sökudólgarnir né höfuðið, en lista- maður nokkur, Jörgen Nash, hefur síðar viðurkennt verknaðinn. Hann neitar þ\a þó að eiga nokkurn hlut að máli í hausstuldinum núna. Arið 1983 var einnig unnið skemmdarverk á styttunni þegar önnur hendi hennar var söguð af. Beðið eftir skýrslunni FÆREYJAR - Paul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, átti í gær fund með færeyskum ráðamönnum og Jonathan Motz- feld, formanni grænlensku heimastjórnarinn- ar. Rasmussen átti síðan að halda heim aftur í gærkvöld eftir stutta heimsókn til I’æreyja, þar sem hann fékk almennt kaldar kveðjur. Rasmussen sagðist þó bíða í eftirvæntingu eft- ir niðurstöðum rannsóknarskýrslu um banka- hneykslið sem birt verður í næstu viku, og ekki óttast útkomuna þótt margir Færeyingar séu sannfærðir um að þá komi í ljós að danska rík- isstjórnin hafi að hluta borið ábyrgð á því hvernig fór. Paui Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.