Dagur - 08.01.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGVR 8.JANÚAR 1 998 - 13
ÍÞR Ó T TIR
Ásgeir Már á
leiðinni til KA
Mike Tyson var ekki í neinu jólaskapi, eftir að hafa bitið Evander Hofyfieid, en sá síðarnefndi segist reiðubúinn
tii að mæta Tyson að nýju.
Ásgeir Már Ásgeirsson, miðvall-
arleikmaður Fram í úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu, hefur í
hyggju að ganga til liðs við 1.
deildarlið KA. Ásgeir hefur átt í
viðræðum við KA-menn að und-
anförnu og aðilarnir hafa komist
að munnlegu samkomulagi, að-
eins á eftir að skrifa undir.
Ásgeir Már er 25 ára gamall og
vann sér fast sæti í Framliðinu
um mitt sl. sumar og hefur leik-
ið með því undanfarin ár. Hann
hefur hins vegar dvalist í Banda-
ríkjunum í vetur, þar sem hann
er við nám. Ljóst er að KA-menn
ætla sér stóra hluti í 1. deildinni
næsta sumar, en fyrr í vikunni
gekk knattspyrnudeild félagsins
frá samningi við Patrick Fel-
Ásgeir Már Ásgeirsson.
tendahl, 23 ára gamlan varnar-
mann frá sænska liðinu Vester-
ás. Svo gæti farið að annar Svíi
gangi frá samningi við KA-menn
í dag. Sá er framlínumaður og
einnig frá Vesterás, en nafn hans
fékkst ekki uppgefið í gærdag.
Tveir til Everton
Tveir af yngri leikmönnum KA-
liðsins halda um næstu mánaða-
mót til Englands, þar sem þeir
munu æfa með varaliði Everton,
en vonir standa til að þeir fái
einnig að spreyta sig á æfingum
aðalliðsins. Þetta eru þeir Atli
Þórarinsson og Jóhann Trausta-
son, sem báðir hlutu eldskírn
sína með meistaraflokki KA í
fyrra.
Holyfield er tilbúiiiii
að slást við Tyson
Bandaríski hnefaleikarinn
Evander Holyfield, sem er viður-
kenndur heimsmeistari af IBF
og WBA sambandinu, hefur lýst
þ\a' yfir að hann sé tilbúinn til að
fara í hringinn að nýju og mæta
Mike Tyson, þrátt fyrir að Tyson
hafi bitið hluta af eyra hans,
þegar þeir áttust við í Las Vegas
lokjúní á síðasta ári.
„Eg hef fyrirgefið honum og er
reiðubúinn til að gefa honum
annað tækifæri," sagði Holyfield
í spjalli við þýska fréttamenn í
vikunni. Flolyfield sagði þó að
hann hefði meiri áhuga á að
mæta Lennox Lewis, meistara
WBC-sambandsins, en með því
að sigra Lewis, gætu öll þrjú
meistarabeltin verið á einni
hendi. Hins vegar hefur gengið
illa að fjármagna bardagann því
bæði Lennox og Holyfield vilja
fá drjúgan skilding í sinn hlut,
en búast má við því að það yrði
létt verk af fjármagna bardaga á
milli Tyson og Holyfield ef þeir
mættust að nýju.
„Eg hef mun meiri áhuga á að
berjast við Lewis og mig langar
til að sjá hvor okkar sé sá besti í
heiminum. Þriðji bardaginn við
Tyson yrði hins vegar einnig
gríðarlega stór,“ sagði Holyfield.
Til þess að af bardaga Holyfi-
eld gegn Tyson geti orðið, þá
þarf sá síðarnefndi að fá aflétt
keppnisbanni, sem hann var
dæmdur í, fyrir að bíta stykki úr
eyranu á Holyfield. Tyson var
dæmdur í bann í ótiltekinn tíma
í júlí sl., en hann getur farið
fram á að refsingu sinni verði
aflétt í júlí.
Ragnar Þór til Vals
Ragnar Þór Jónsson, sem verið
hefur besti maður Vals á undan-
förnum árum, mun reima á sig
körfuboltaskóna aftur og leika
með Val á næstunni. Ragnar
stundar nám í Boston í vetur en
er heima í löngu jólafríi um
þessar mundir. Eftir að hafa
mætt á æfingar hjá Val fyrir jól
þar sem hann æfði með Warren
Peeples, sagðist hann ekki halda
aftur vestur um haf fyrr en hann
hefði fengið tækifæri til að leika
með þeim manni. Ragnar mun
leika með Val á móti Grindavík
og Þór og næsta víst er að hann
mun styrkja Valsliðið mikið í
botnbaráttunni. — GÞÖ
I
1
AKUREYRARBÆR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 12. janúar 1998 kl. 20-22 verða bæjarfulltrú-
arnir Jakob Björnsson og Heimir Ingimarsson til viðtals á
skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð.
Bœjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem
aðstœður leyfa.
Síminn er 462 1000.
Veitingahúsið Greifinn óskar
eftir framreiðslunemum
á Fosshótel KEA.
Nánari upplýsingar og umsóknir
teknar niður mánudaginn 12. janúar
frá kl. 9.00-12.00 á Hótel KEA.
Framsóknarflokkurinn
Viðtalstímar
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra
og Magnús Stefánsson alþingismaður verða til viðtals
í Dalabúð í Búðardal fimmtudaginn 8. janúar
kl. 17.00-19.00.
Allir velkomnir
Framsóknarflokkurinn
Sýslumaðurinn á Húsavfk
Útgarði 1, 641 Húsavík,
s. 464 1300
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Útgarði 1, Húsavík,
þriðjudaginn 13. janúar 1998 kl.
10.00 á eftirfarandi eignum:
Austurvegur 18, Þórshöfn, þingl.
eig. Jóna Birna Þóroddsdóttir,
Gunnlaugur Snorrason og Þórs-
hafnarhreppur, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður verkamanna.
Álftanes, Aðaldælahreppi, þingl.
eig. Völundur Hermóðsson, gerðar-
beiðendur Kristján Stefánsson,
Lögrún sf., Sparisjóður Svarfdæla
og Vátryggingfélag íslands hf.
Brúnagerði 1, Húsavík (neðri hæð),
þingl. eig. Meindýravarrnir íslands
ehf., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður.
Einarsstaðir, Reykjahreppi, þingl.
eig. Páll Helgi J. Buch, Guðrún
Benediktsdóttir og Guðný J. Buch,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins og Stofnlánadeild landbún-
aðarins.
Garðarsbraut 13, Húsavík (efri hæð
og ris), þingl. eig. Svavar Krist-
mundsson, gerðarbeiðendur Sam-
skip hf., Sýslumaðurinn á Húsavík,
Tryggingamiðstöðin hf. og Vátrygg-
ingafélag (slands hf.
Garðarsbraut 81, Húsavík, íb. 0301
50%, þingl. eig Jónas Sigmarsson,
gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Húsavík.
Hamrar, 2.000 fm. lóð ásamt húsi,
Reykjadal, þingl. eig. Valgerður
Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslu-
maðurinn á Húsavík.
Smiðjuteigur 7b, Reykjahverfi,
þingl. eig. Stöplar hf., gerðarbeið-
endur íslandsbanki hf. höfuðst. 500
og Sýslumaðurinn á Húsavík.
Stórhóll 77, Húsavík, þingl. eig.
Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir og
Sigurður Helgi lllugason, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður verka-
manna.
Sýslumaðurinn á Húsavík,
7. janúar 1988.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, ftr.