Dagur - 08.01.1998, Síða 6

Dagur - 08.01.1998, Síða 6
6 -FIMMTUDAGUR 8 . J A N Ú A R 1998 ÞJÓÐMÁL Otgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: 563-1615 creykjavi'kj 460-6191 OG 460-6192 (AKUEYRI) Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Aukin aðstoð við fátækar þjóðir í fyrsta lagi Aðstoð ríkari þjóða heims við þróunarríkin hefur verið gagn- rýnd á undanförnum árum. Ekki síst aðstoð sem farið hefur tii margra landa í Afríku. Þar hafa komið fram í dagsljósið mörg dæmi um afar illa meðferð á því fjármagni sem átt hefur að bæta lífskjör og menntun íbúanna. Spillingaröfl hafa leikið lausum hala, einkum í löndum þar sem meira og minna ein- ræði hefur ríkt langtímum saman. Engu að síður hefur víða náðst nokkur árangur af þessu þróunarstarfi, bæði á vegum al- þjóðlegra stofnana, einstakra ríkja og hjálparsamtaka. Og fáir draga í efa siðferðislega skyldu auðugra þjóða heims til að hjálpa meðbræðrum sínum sem búa við neyð og hörmungar. í öðru lagi Þróunaraðstoð lslendinga hefur verið til endurskoðunar að undanförnu, enda sætt gagnrýni. Halldór Asgrímsson, utan- ríkisráðherra, rakti ítarlega í grein í Degi á þriðjudaginn þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur nú markað til að efla og bæta þessa aðstoð við fátæk ríki. Þar kom fram að starfsemi Þróun- arsamvinnustofnunar Islands verði aukin og áhersla lögð á vandaðan undirbúning verkefna. I þessu skyni verði framlög til stofnunarinnar aukin verulega næstu sex árin; þau muni á þessu tímabili hækka úr 172 milljónum króna á ári í allt að 500 milljónir. í þriöja lagi Utanríkisráðherra boðar að vaxtarbroddurinn í þróunaraðstoð íslendinga næstu árin verði á vegum Þróunarsamvinnustofn- unarinnar sem nú starfar í fjórum löndum Afríku og hefur 20 Islendinga að störfum á erlendri grund. Afram verði sinnt verkefnum í fiskveiðum og fiskirannsóknum en líka tekið til hendi í mennta- og heilbrigðismálum. Vonandi ber hin nýja stefnumörkun þann árangur að betur takist til í framtíðinni. Standa þarf svo vel að aukinni aðstoð við fátækar þjóðir að ís- lenskir skattborgarar þurfi ekki að efast um að peningum þeirra sé vel varið. Elías Snæland Jónsson. Með kosmnga- hálsmenið Garri tók eftir því í sjónvarps- þættinum Dagsljósi í fyrra- kvöld að Guðrún Pé var komin með kosningahálsfestina um hálsinn. Guðrún bar einniitt þetta sérstæða hálsmen sitt oft í forsetakosningabaráttunni, sem er eðlilegt því menið er stórglæsilegt. En hún kom fram með ýmsar fullyrðingar þarna í þættinum sem athygl- isverðar hljóta að teljast. Til dæmis framkvæmdi Guðrún mjög flott töfrabragð þar sem hún lét fyrst 100 króna pening hverfa úr lófa sér en Iét pen- inginn síðan birtast aftur. Áður en hún lét peninginn birtast aftur gaf hún út þá yfirlýsingu að ef það tækist myndi hún hik- laust sækjast eftir því að verða fjármálaráðherra Islendinga, því hún gæti þá látið hundraðkallana birtast í tonnatali í ríkis- kassanum. Margir tóku þessu sem gríni hjá Guðrúnu, en það er mikil einföldun. Skýr skilaboð Guðrún var með þessum orð- um sínum að senda forustu Sjálfstæðisflokksins mjög skýr skilaboð. Þegar er vitað að borgarstjórnarframboð er ekki eina járnið sem hún hefur í eldinum. Framboð til Alþingis er sterklega inni í myndinni hjá henni sem valkostur líka þó enn sé óljóst hvort það yrði í Reykjajvík eða á Reykjanesi þar sem frændgarður hennar hefur mikil og sterk ítök í þétt- býliskjörnum. Formaður flokksins, Davíð Oddsson rit- höfundur, hefur hins vegar takmarkaðan áhuga á að fá Guðrúnu í þingflokkinn, enda V hafa þau tvö eldað grátt silfur frá fyrstu tíð. I ljósi þess að fjármálaráðherrann núverandi er að hætta í pólitík, verður gáskafull tilkynning Guðrúnar Pé um að hún gæti vel hugsað sér að verða fjármálaráðherra, þrúgandi áminning uni þann möguleika að hún geti farið fram í alþingiskosningum, sem er það sem Davíð síst af öllu vill. Getur ekki hætt viö Yfirlýsing Guðrúnar er því Iaglegt útspil til að styrkja stöðu hennar gagnvart borgarstjórnarframboði. Forustan verður enn ákafari að koma henni á borgarstjórnarlistann og möguleiki Guðrúnar á góðri stöðu á listanum eykst í réttu hlutfalli við aukinn áhuga forust- unnar á að halda henni utan þingflokksins. Það vinn- ur hins vegar verulega gegn möguleikum Guðrúnar að hún hefur nú gefið það svo af- dráttarlaust í skyn að hún hafi áhuga á framboðinu til horg- arstjórnar að henni er nánast ekki stætt á því að hætta við ef hún mögulega á kost á sæti. Ef hún hættir við fram- boð nú þá er það í annað sinn sem hún hættir við, því hún dró sig til baka í forsetaslagn- um eins og menn muna. Frambjóðandi með sögu um að hætta við framboð áður en yfir lýkur á ekki milda mögu- leika í framtíðinni. Garri er því ekki í nokkrum vafa um að Guðrún fari í framboð, enda er hálsmenið komið á sinn stað CARRI. Guðrún Pétursdóttir. JÓHANNES '4 4 v ' 'J SIGURJÓNS SON skrifar Því ég á hvergi heima Ekki er öll vitleysan eins og þröngt er nú setinn Skorradalur- inn. Þar hafa lögmál byggðaþró- unar á Islandi á þessari öld verið þverbrotin. Hingað til hefur fólk streymt úr dreifbýlinu í þétthýlið en að undanförnu hefur verið stöðugur straumur flóttafólks úr Reykjavfk og frá Þýskalandi í Skorradal, þar sem menn helga sér lögheimili í rústum útihúsa og hjalla sem kærulausustu heil- brigðiseftirlitsmenn myndu á augabragði dæma óíbúðarhæf. Og glöggir hreppsnefndar- menn og löglærðir sýslumenn standa ráðþrota frammi fyrir þessum sérkennilegu þjóðflutn- ingum. Skrásetja skal alla Skorra- byggð Hvenær er maður með lögheim- ili og hvar og hvenær er maður ekki með Iögheimili þar? Þetta er hin snúna spurning sem kerfið stendur gagnvart. Og kerfiskallar velta vöng- um eins og litlir Hamletar og slá í og úr og eng- inn veit hvað til bragðs á að taka. Pontí- us vísar málinu til Pílatusar og hann sendir það til baka og þvær hendur sínar af þeim tötrughypjum sem nú streyma inn í dalinn Skorra. Þetta sérlega einfalda mál hef- ur súrrast saman í einn ógurleg- an Gordionshnút. Sýslumaður er hugsanlega vanhæfur þar sem hreppstjórinn starfar hjá þeim fýrrnefnda. Þjóðskrá getur ef tilvill leyst málið með almennri manntals- skráningu, líkt og Heródes lét gera forðum. Og hugs- anlega geta rannsókn- arlögreglu- menn kannað hvort hér hafa verið brotin lög um lögheimili, tilkynningu að- setursskipta og kosningalög. Allt þetta mun ugglaust taka nokkra mánuði eða ár og þá taka við áfrýjanir út og suður. Farinn til Monaco! Þetta er hið besta mál fyrir menn á borð við mig og Björn skattaflóttamann Borg. Eg tel sem sé að skatturinn íþyngi mér verulega hér á íslandi, ekki síður en hann gerði Birni áður í Sví- þjóð. I mörg ár hef ég vitað af lít- illi kjallaraíbúð við Grimaldi stræti númer 169 suður í Monaco. Þangað hefur mig lengi langað til að flytja Iögheimili mitt, en talið vonlaust mál og ólöglegt. En eftir að Skorradals- málið kom upp sé ég mér leik á borði og flyt umsvifalaust út og borga aungva skatta næstu árin, meðan kerfið reynir að knýja mig til afturbata í lögheimilisflutn- ingum. Fyrst handboltamaður búsett- ur í Þýsklandi getur skráð lög- heimili sitt í Skorradal, þá hlýtur blaðamaður á Húsavík að geta gjört hið sama í Monaco, eða hvað? Er eðlilegt að Uiunn hæstu embættismenn þjóðarinnarfái sömu prósentuhækkun launa og aðrir? Axi Skúlason Jfamkvæmdastjóri ASÍ: „Mér finnst að það eigi sama reglan að gilda fyrir alla þegar samið er um prósentu- hækkun. Þess- ir höfðingjar eru miðaðir við það sem gerist á almenna vinnumarkaðnum. Á meðan ekki er samið um að hafa þetta ein- hvern veginn öðruvísi er mjög erfitt að gera eitthvað í því. Ef þeir fara eftir reglunni núna þá eiga þeir Iíka að gera það í önnur skipti. Það gerðist hinsvegar ekki í júlí í fyrra þegar þeir fengu um- fram það sem aðrir fengu.“ Einar Oddur Kristjánsson alþittgismaður: „I þessu tilfelli er það ofur- eðlilegt að það sé úthlutað prósentu- hækkunum vegna þess að það var samið um það. Þannig að ég sé ekkert athuga- vert við þetta og Kjaradómur hefur ábyggilega unnið þetta hárrétt. Hinsvegar hafa stundum verið stigin þau skref að semja um krónutöluhækkun á öll Iaun. Það er ekki hægt nema einstaka sinnum vegna þess að við getum ekki raskað þessum launahlut- föllum." Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku á Sigiufirði: „Það hefur aldrei að mínu viti verið eðli- legt að laun væru hækkuð í prósentum. Eg hef verið tals- maður þess að laun hækkuðu í krónutölu og á þann hátt að þeir lægst launuðu mundu fá flestar krónurnar en þeir hæst- launuðu þær fæstu. Þessi hækk- un Kjaradóms er svo sem eftir öðru sem kemur frá þessu liði sem ræður ríkjum í landinu og kemur ekki á óvart.“ Ögmundnr Jónasson formaðurBSRB og þingmaðurAl- þýðubaudalags og óháðra: „Nei. Mér finnst að ekk- ert eigi að ger- ast sjálfkrafa í þessum efn- um. Ég hef lengi bent á að þetta fyrir- komulag með Kjaradóm og kjaranefnd sé með öllu ó\áðunandi. Þetta eru orðn- ar andlitslausar vélar sem sjá til þess að hæst launaða fólkinu séu jafnan tryggðar sömu hlutfalls- hækkanir og öðrum og oft gott betur. Þá vega prósentin mis- þungt í krónum talið hjá lág- launa- og hálaunafólki."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.