Dagur - 08.01.1998, Side 8

Dagur - 08.01.1998, Side 8
8- FIMMTUDAGUR B. JANÚAR 1998 Thypr. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Sex freista eiidnrkj örs í tilefni þess að prdf- kjðr flokkaima og óháðra sem standa að Reykj avikur-listanum í borgarstjóm fer fram 31. janúar næst- komandi leitaði Dagur til þeirra 6 núverandi borgarfulltrúa sem gefa kost á sér í próf- kjörinu. Spumingin var aðeins ein, hvers vegna fólk ætti frekar að kjósa þá en einhverja aðra í próf- kjörinu. Sameiginlegt prófkjör hjá þeim flokkum og óháðum, sem standa að Reykjavíkur-listanum við borg- arstjórnarkosningarnar í vor, fer fram laugardaginn 31. janúar. Prófkjör á borð við þetta hefur aldrei fyrr verið reynt. Hér verður um að raeða bæði prófkjör innan hvers flokks fyrir sig en tengist samt sem sameiginlegt prófkjör. Hver flokkanna fjögurra, sem einnig eru með óháða frambjóð- endur innan sinna vébanda, mega tilnefna 7 manns í prófkjör- ið. Þátttakendur í prófkjörinu eiga að velja einn flokk og síðan frambjóðendur. Sá flokkur sem fær flest atkvæði í prófkjörinu fær fyrsta sætið á listanum og sá frambjóðandi innan hans sem fær flest atkvæði hreppir því efsta sæti Iistans. Og þannig raðast síðan í Qögur efstu sætin en byrj- ar þá aftur á þeim sem næst flest atkvæði hljóta þar til kemur að 8. sæti R-listans, það sæti á Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. Hún tekur ekki þátt í próf- kjörinu en er sjálfskipuð í 8. sæt- ið eins og síðast. Eflaust er þessi prófkjörsaðferð umdeild en margir halda því þó fram að aðferðin sé í raun sú eina sem fær sé í prófkjöri, þegar fjór- ir flokkar standa að lista eins og R-listanum. Allir sem flokks- bundnir eru í flokkunum fjórum og þeir sem Iýsa yfir stuðningi við R-listann mega taka þátt í próf- kjörinu. Allir núverandi borgarfulltrúar R-listans, nema einn, gefa kost á sér í prófkjörinu. Guðrún Og- mundsdóttir úr Kvennalista verð- ur ekki með og mun útskiptaregla Kvennalistans spila þar inn í. Nú sækja margir að sætum þessara 6 sem setið hafa í borgarstjórn á yf- irstandandi kjörtímabili og gefa kost á sér áfram. Dagur spurði sex-menningana hvers vegna þátttakendur í prófkjörinu ættu frekar að kjósa þá en aðra sem gefa kost á sér. Pétur Jónsson. Mörgiun verkefnum ólokið „I fyrsta Iagi er það svo að Reykja- víkur-Iistinn hefur gert marga góða hluti og er byrjaður á mörg- um öðrum sem ekki verður lokið við fyrr en á næsta kjörtímabili. Þess vegna þurfum váð, sem setið höfum fyrir Reykjavíkur-listann, að fá tfma til að Ijúka þeim. Af þeim sem hafa boðið sig fram í prófkjörinu fyrir Alþýðu- flokkinn er ég í raun sá eini sem nú þegar hef reynslu af störfum í borgarstjórn og borgarráði. Þó ekki væri fyrir annað tel ég að fólk eigi að kjósa mig umfram aðra til að ljúka þeim góðu verk- um sem Reykjavíkurlistinn hefur byrjað á og Ijúka mun á næsta kjörtímabili,“ sagði Pétur Jóns- son, borgarfulltrúi úr Alþýðu- flokki. Sigrún Magnúsdóttir. Stórkostlegir hlutir í fræðslmnálum „Ég gef kost á mér áfram af tveimur ástæðum. I fyrsta Iagi vil ég að passaður verði áfram sam- eiginlegur sjóður borgarbúa, jafn vel og gert hefur verið á Iiðnu kjörtímabili. Ég treysti okkur hjá Reykjavfkurlistanum best til að gera það. I öðru lagi býð ég mig fram til að ljúka því verki í skóla- málum, sem hafið var á yfirstand- andi kjörtímabili, og standa uppi í lok næsta kjörtímabils með alla skóla einsetna þar sem vinnu nemenda Iýkur á milli ldukkan 14.00 til 15.00 á daginn. Þegar maður hefur hafið eitthvert verk vill maður af eðlilegum ástæðum Ijúka því. Ég hef verið formaður skóla- málaráðs og tel að þar hafi gerst stórkostlegir hlutir í fræðslumál- um borgarinnar. Þeim er ekki öll- um lokið og verður ekki fyrr en í lok næsta kjörtímabils þegar komið verður fram á nýja öld. Þá verður gaman að standa upp og hætta, enda draumur hvers stjórnmálamanns að fá að Ijúka Borgarstjórnarflokkur Reykjavikuriistans ræður ráðum sinum eftir sigurinn 1994. - mynd: gs þeim verkum sem hann hefur byrjað á. Þetta er megin forsend- an fyrir því að ég gef kost á mér í prófkjörinu og óska eftir endur- kjöri,“ sagði Sigrún Magnúsdótt- ir, borgarfulltrúi úr Framsóknar- flokki. Kom með nýja sýn „Mig langar að fá annað kjör- tímabil til þess að vinna áfram að þeim málum sem ég hef hafið í æskulýðs- og íþróttamálum, sem og í jafnréttismálum. Og þegar spurt er hvers vegna fólk ætti frekar að kjósa mig en aðra þá bendi ég á að ég tel mig hafa komið með nýja sýn inn í borgar- fulltrúahópinn, meðal annars vegna þess að ég er yngsti borgar- fulltrúinn. Ég tel að ýmislegt, sem ég hef verið að gera í mínum málaflokkum, sé eitthvað sem menn hafa ekki verið að leiða hugann að hingað til. Staðreynd er að með nýju fólki koma nýir siðir. I æskulýðs- og íþróttamálum hafa verið reyndar nýjar Ieiðir. Ég tel að borgarfull- trúi, sem hefði verið búinn að sitja lengi, hefði ekki komið með svo nýjar og ferskar hugmyndir, sem ég tel mig hafa komið með á því kjörtímabili sem er að Ijúka. Ég vona að ég fái að vinna að þessum málum áfram auk þess sem ég er með margar nýjar hug- myndir í handraðanum," sagði Steinunn V. Óskarsdóttir, borgar- fulltrúi úr Kvennalista. Ilöfiim náð ótrúlega mikluiii árangri „Nú set ég störf mín að borgar- málum til margra ára undir mæli- ker stuðningsmanna Reykjavíkur- listans og vona að fólk vilji veita mér stuðning til að starfa að þeim áfram. Saman höfum við náð ótrúlegum árangri á fjórum árum og samstaðan hefur verið okkar leiðarljós. Það sem er stærst eru straumhvörfin í þróun leikskóla- og grunnskólamála. Það sem mér þykir persónulega vænst um er ný hugsun sem birt- ist í nýju aðalskipulagi og unnið hefur verið eftir í umhverfis- og umferðarmálum. Jafnvægi á milli allra þátta umferðar. Nú getur fólk í stórauknum mæli ferðast um gangandi og hjólandi og að- gengismál fatlaðra hafa stórbatn- að. Ég nefni einnig menningar- borgina Reykjavík árið 2000. En e.t.v. þykir mér allra vænst um að okkur tókst að koma á hverfamiðstöð f Grafarvogi, sem er stjórn þess hverfis. Hún er fyrsta skrefið í að færa völdin úr Ráðhúsinu út í hverfin til fólks- ins, beint og milliliðalaust. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að tryggja það að Sjálfstæðisflokkur- inn fái a.m.k. annað tækifæri til að vera í stjórnarandstöðu," sagði Guðrún Agústsdóttir, horgarfull- trúi úr Alþýðubandalaginu. Guðrún Ágústsdóttir. Árni Þór Sigurðsson. MiMl breyting til hins betra „A yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið í forsvari fyrir nokkra stóra málaflokka í borgarstjórn, meðal annars dagvistarmálin, sem var oddamál Reykjavíkurlistans fyrir síðustu kosningar. Ég hygg að flestir séu sammála um að þar hafí orðið mikil breyting á til hins betra. Ég tel mig hafa skilað góðu starfi þar, sem og í hafnarmálum. Eins hjá Strætisvögnum Reykja- víkur en ég tók þar við stjórn 1996 af Arthuri Morthens. Þegar á allt er litið tel ég að störf mín í borgarstjórn á þessu kjör- tímabili gefí tilefni til að veita mér brautargengi áfram í borgarstjórn Reykjavakur. Ég tel að ég hafi sýnt að ég á erindi þangað," sagði Arni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi úr Alþýðubandalagi. Alfreð Þorsteinsson. Bera verk sín undir kjósendur „Ég svara spurningunni þannig að fólk sem tekur þátt í prófkjörinu hefur möguleika á að kjósa fimm af þeim sem gefa kost á sér en ekki bara einn. I prófkjörinu bera borgarfulltrú- ar, sem gefa kost á sér áfram, verk sín undir kjósendur. Vonandi hef ég afrekað eitthvað á kjörtímabil- inu, sem skilar mér árangri í próf- kjörinu," sagði Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi úr Framsóknar- flokki. Göngubrautir opnar Enn er ekki nægur skíðasnjór í Hlíðarfjalli við Akureyri frekar en á öðrum skíðasvæðum lands- ins, en hins vegar er nægur snjór í göngubrautinni, sem nýlega hefur verið flóðlýst og hún lögð spori daglega. Skíðaskólinn fer af stað um leið og nægjanlegur snjór kemur, undir slagorðinu: „Það geta allir lært á skíðum.“ Bílastæðin í Hlíðarfjalli hafa verið stækkuð um helming og um miðjan janú- armánuð kemur nýr troðari á svæðið. Miklar breytingar verða á gjaldskrá skíðasvæða á kom- andi vetri, þ.e. það kostar nú 600 krónur fyrir fullorðna og 300 krónur fyrir börn, burtséð frá tímalengd. Ekkert kostar í barnalyftur en 200 krónur fyrir fullorðna. Vetrarkort kostar 9.000 krónur en 4.500 fyrir börn, en engir hópafslættir verða veittir. Opnunartímar verða rýmkaðir, m.a. meira opið á kv'öldin. I Bláfjöllum er nánast enginn snjór en spáð er kólnandi veðri og því kann að snjóa þar á næstu dögum. Nýr troðari er væntan- legur þangað í upphafi „skíða- vertíðarinnar", en sá eldri fer á Hengilssvæðið. Troðarinn af Hengilssvæðinu fer hins vegar austur í Vík, þar sem sett hefur verið upp ný lyfta. Fyrir þá sem ekki hafa biðlund eftir snjónum má geta þess að sett hefur verið upp toglyfta á Snæfellsjökli. Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur segir að búast megi við kólnandi veðri um allt iand og snjómuggu á Vestfjörðum og á annesjum Norðurlands. — GG Gleðilegt nýtLár þökkum viðskiptin á liðnum árum Við hjá KEA Byggingavörum höfum á liðnum árum leitast við að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu með aukinni áherslu á vöruúrval og gæði. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og munum kynna fjölda nýjunga á þessu ári. Gerðu þér ferð - þaö borgar sig Sími: 460 3500

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.