Dagur - 08.01.1998, Side 12

Dagur - 08.01.1998, Side 12
12- FIMMTUDAGUR 8.JANÚAR 1998 Xhyptr ÍÞRÓTTIR Ovíst hvort leiMð verði í kvöld Veik von um að karf- an rúlli í kvöld. Dom- arar langt frá því að vera ánægðir með til- hoð KKÍ. Stðrt skref afturáhak, segja jjeir. Kristinn Albertsson, formaður dómaranefndar KKI, sagðist vera nokkuð bjartsýnn á að dóm- arar mættu til leiks í DHL-deild- inni í kvöld. „Eg vona að minnsta kosti að málið Ieysist. Eg treysti samningamönnum okkar, beggja vegna borðsins, til að ganga frá málinu þannig að allir geti vel \ið unað. En vonin ein er ekki nóg,“ sagði Kristinn Albertsson. Annars vildi hann sem minnst um samningana segja, aðeins að þeir væru á mjög viðkvæmu stigi. Eins og fram hefur komið í Degi, leikur vafi á því hvort dómararnir mæti, þar sem enn hefur ekki verið gengið frá launamáium þeirra eftir að þeir þurftu að greiða skatt af Iaunum sínum. Á formannafundinum í fyrrakvöld var ákveðið að bjóða dómurum deildarinnar upp á einhverja hækkun en á móti spara á öðrum sviðum, m.a. með því að legggja af eftirlitsdómara- kerfið sem verið hefur við Iýði í nokkur ár. Það finnst dómurum stórt skref afturábak og eru ekki tilbúnir til að taka því þegjandi. Stefnan hefur verið að fjölga dómurum á Ieikjum og taka upp þriggjadómara kerfi, að hætti NBA, svo það skýtur skökku við þegar KKI forystan vill nú fækka dómurum á stórleikjum. Dómarar sem Dagur talaði við voru undrandi á hve illa undir- búnir forystumenn KKI mættu til fundarins í fyrrakvöld. Einn sagði að þeir hefðu nákvæmlega ekkert vitað hvað þeir ætluðu að bjóða og því hafi árangur fund- arins orðið mun minni en efni stóðu til. — GÞÖ Óvíst með Goldin Enn er óvist hvort Vladimir Goldin, sem leikið hefur með KA-liðinu í handknattleik í vet- ur, fái leyfi til að koma hingað til lands að nýju og Ieika með lið- inu, en hann var sem kunnugt er kvaddur í herinn í heimalandi sínu í síðasta mánuði. „Eg ræddi við umboðsmann hans í gær og hann tjáði mér að þetta mál yrði komið á hreint á fundi sem haldinn verður á morgun (í dag), þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fundi sem haldinn var í dag (í gær). Eg hef hins vegar oft fengið þessi sömu svör og það kæmi mér ekki á óvart þó þetta mundi dragast eitthvað lengur, en ég tel um helmingsmöguleika á því að hann spili með okkur," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA-manna, þegar Dagur ræddi við hann í gær. Yala koniinn! Hinn erlendi leikmaðurinn í KA-Iiðinu, Karim Yala, sem á dögunum var neitað um vega- bréfsáritun til Italíu, er hins vegar kominn til Akureyrar og mætti á fyrstu æfingu sína eftir jólaleyfið í gær. Hann verður í liði KA-manna sem leikur gegn króatíska líðinu Badel Zagreb í Meistarakeppni Evrópu á Akur- eyri á sunnudaginn. Þorvaldur Makan samdi við Öster Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, framherji knattspyrnuliðs Leift- urs frá síðasta sumri, gekk í gær- dag frá þriggja ára samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Oster. „Eg náði því í gegn sem ég vildi fá og það réði mestu um þessa ákvörðun. Þá eru aðstæð- ur mjög góðar hjá félaginu og meðal annars hefur liðið yfir- byggðan æfingavöll," sagði Þor- valdur. I samningum er ákvæði um hve hátt hlutfall falli í skaut sænska liðsins, ef Þorvaldur verður seldur, innan eins til tveggja ára og gefur það vissu- lega hugmyndir um að forráða- menn sænska liðsins Iíti á Þor- vald sem góða fjárfestingu fyrir framtíðina. Sænska Iiðið hóf æfingar í gær og Þorvaldur kvaðst búast við því að hann héldi utan strax eftir helgi. Akurnesingurinn Stefán Þórðarson er leikmaður með Öster og nokkrar breytingar munu verða á liðinu, meðal ann- ars var helsti markaskorari Iiðs- ins í fyrra, Hans Ecklund, seldur til Kína. - mynd: pjetur ÍÚ með einkarétt á enska boltamun fram yíir aldamót Forsv’arsmenn Islenska útvarpsfélagsins boðuðu til blaðamannafund- ar í gær þar sem kynntur var nýr samningur félagsins vdð Canal + um einkarétt á sjónvarpsútsendingum frá ensku knattspyrnunni fram yfir aldamót. IU er fyrsta sjónvarpsfélagið í heiminum sem fær einkarétt á þessum útsendingum eftir að Canal + keypti dreifingarréttinn ál 10 milljónir punda í haust. Að sögn Páls Baldvins Baldvdnssonar, dag- skrárstjóra Stöðvar 2 og Sýnar, er Canal + leiðandi fyrirtæki í dreif- ingu á íþróttaefni. I ljósi stöðu ÍÚ í dreifingu íþróttaefnis taldi Canal + það best í stakk búið til að dreifa íþróttaefni fýrirtækisins hér á landi. A myndinni eru Valtýr Björn Valtýsson deildarstjóri íþróttadeildar 10, Hreggviður Jónsson útvarpsstjóri og Páll Baldvin Baldvinsson dagskrárstjóri. Urslit Fjölmargir leikir voru háðir á ís- landsmótinu í handknattleik í gærkvöld og urðu úrslit þeirra þessi: 1. deild kvenna: FH-Fram 25:17 Haukar-Grótta/KR 27:17 ÍBV-Stjarnan 21:22 Víkingur-Valur 17:21 Eftir þrettán umferðir er Stjarnan í toppsætinu með 22 stig, Haukar hafa 17 stig, Grótta/KR 16, FH 12, ÍBV og Víkingur 11, Valur 10 og Fram 3. Grótta/KR og ÍBV hafa aðeins leikið tólf leiki. Bikarkeppni karla: Fylkir-HK 26:27 íkvöld Karfa-Ú rvalsdeild ÍA-KR kl. 20.00 Skallagr.-Tindastóll kl. 20.00 Grindavík-Valur kl. 20.00 Þór-Haukar kl. 20.00 Njarðvík-Keflavík kl. 20.00 Tólftu umferð mótsins lýkur annað kvöld með viðureign KFÍ og IR sem fram fer á Isafirði. INNLENT Skallamir styrkia hópjjm Knattspyrnulið Skallagríms úr Borgarnesi hefur styrkt leik- mannahóp sinn verulega undan- farna daga. Skagamaðurinn Haraldur Hinriksson er genginn til liðs við Skallana aftur. Kefl- víkingurinn Unnar Sigurðsson, sem lék með Breiðabliki á síð- ustu Ieiktíð, hefur skipt yfir í Skallagrím sem og Bolvíkingur- inn Rúnar G. Guðmundsson. Þá eru forráðamenn Skallanna í enn frekari viðræðum við leik- menn sem þeir vilja fá til liðs við félagið. Allir komu þeir aftur Allir komu þeir aftur Bandaríkja- mennirnir sem léku með úrvals- deildarfélögunum í körfubolta fyrir jól. Það hafa stundum orðið slæmar heimtur á þeim eftir að þeir fara heim í jólafrí, sbr. Herman Myers hjá Grindavík á síðustu leiktíð, sem mætti ekki fyrr en honum datt sjálfum í hug eftir að mótið var hafið á ný. Sá síðasti, Warren Peebles hjá Val kom til landsins í gær. Reyndar kom Marcus Grant ekki aftur til KR þar sem ekki tókst að gera samning við hann í tæka tíð. Hann fór til Finnlands þar sem hann lék áður en hann kom til KR. Kristiun Einarsson meiddur Svo gæti farið að Kristinn Ein- arsson leiki ekki meira með Njarðvíkingum í vetur. Hann hefur verið meiddur í hné lengst af leiktíðinni og eingöngu leikið á viljanum einum saman. FCrist- inn, sem mætti á sína fyrstu æf- ingu í fyrradag síðan í byrjun desember, var ekki tilbúinn í slaginn þrátt fyrir mikinn viija og Ieikur þva ekki með UMFN gegn Keflvíkingum í kvöld. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Njarðvíkinga því Kristinn hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins í mörg ár. — GÞÖ Sýnt beint frá Sdiladming Kristinn Björnsson og Arnór Gunnarsson verða á meðal kepp- enda á fjórða heimsbikarmóti vetrarins í svigi sem fram fer í Schladming í Austurríki í kvöld. Islenskir skíðaáhugamenn geta fylgst með keppninni í beinni sjónvarpsútsendingu á Ríkissjón- varpinu laust fyrir kl. 17 og síðan verður síðari umferðin sýnd í heild sinni, eftir ellefu-fréttir. Allir bestu svigmenn heims verða væntanlega á meðal kepp- enda, þar á meðal ítalinn Alberto Tomba, sem sést hér að neðan.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.