Dagur - 09.01.1998, Qupperneq 4

Dagur - 09.01.1998, Qupperneq 4
20 - F Ö S T V U A C, U R 9 .JANÚ Ali 1998 rD^tr UMB ÚÐALAUST Eriðrik og fatæklingarnir Friðrik Sophusson er ráðherra í ríkisstjórn Islands og eins og flestir ættu að vera farnir að vita hefur hann umsjón með Ijármál- um þjóðarinnar. Hann var í Sjónvarpinu í gærkvöldi og tal- aði þar í Kastljósþætti um góð- ærið sem nú ríkir í landinu eins og ailir ættu líka að vera farnir að vita. Góðærið í landinu er nú þvílíkt að kýr eru úti á beit fyrstu vikuna í janúar og kóngulær eru enn á ferðinni í heimahúsum þótt þær ættu allar að vera löngu dauðar eða að minnsta kosti í vetrardvala eða hvað það nú er sem kóngulær gera á veturna. Þetta góða veður er eins og menn vita ein bless- unarleg afleiðing af farsælli rík- isstjórn Davíðs Oddssonar og því vel til fundið af Sjónvarpinu að ræða þetta góðæri í upphafi nýs árs og fá fjármálaráðherra til að tjá sig. Gallinn var bara sá að áherslan í Kastljósþættinum var ekki á þetta góða veður, heldur á það hvort góðærið hefði skilað sér til þeirra sem verst væru staddir í þjóðfélaginu. Vélin talar! Það er alltaf dálítið merkileg reynsla að sjá Friðrik Sophusson reyna að tjá sig um hlutskipti þeirra sem minna mega sín í þessu samfélagi. Jú, jú, hann reynir, opnar á sér munninn og lokar honum aftur með taktföstu millibili og það heyrist hljóð, meirog minna öll réttu hljóðin, en þau eru öll einhvern veginn fölsk, orðin passa ekki saman þó þeim virðist snyrtilega raðað upp og málfræðilega rétt, eða kannski öllu heldur: þetta er dá- lítið eins og að heyra tölvu tala, maður skilur orðin og veit að undir venjulegum kringumstæð- um hefðu þau kannski einhverja merkingu, en í hátalara tölvunn- ar fer aldrei milli mála að orðin eru bara orð sem fylgja eínhverri vélrænni formúlu, það er ekkert á bak við þau. Þegar Friðrik Sophusson talar um hlutskipti hinna gæfusnauðu í góðærinu þá er svo átakanlega augljóst að hann veit ekkert hvað hann er að tala um. Hann fer í Sjónvarpið til að tala um góðærið sítt, tilbú- inn með alla snotru frasana sína um þenslu, greiðslu skulda þjóð- arbúsins og þar fram eftir götun- um, og hann er með nýtt bindi i tilefni dagsins sem hann hefur ugglaust fengið í jólagjöf og er bara nokkuð ánægður með, og allt stefnir sem sé í huggulega kvöldstund og þá vill fréttamað- urinn fara að tala um atvinnu- Ieysi, fátæktarmörk og félags- málaaðstoð. Og þarna er mætt kona sem kveðst hafa meðal sinna skjólstæðinga fólk sem býr nánast við neyð í öllu góðærinu. Nú var ekki svo að skilja að Frið- rik Sophusson fyrtist við þó menn vildu fara að varpa skugga á góðærið hans, fjarri þvf, Friðrik Sophusson fyrtist eiginlega aldrei við; geðprýðin er partur af þessu undur vel heppnaða forriti - maðurinn er greinilega svo vel heppnaður tappi að það hálfa væri nóg, lukkunnar pamfíll holdi klæddur. Hann fyrtist sem sagt Ijarri því við. En hann var bara einhvern veginn alveg á gati; vissi svo augljóslega ekkert af hverju þetta fólk var að eyða orðum að einhverri fátækt, hafði svo aug- ljóslega ekki græna glóru um af hverju þetta umræðuefni gæti stafað. Einhvern tíma hefði ég sennilega ályktað sem svo að þarna væri dæmi um glæpsam- legt skeytingarleysi Ijármálaráð- herrans, fyrirlitningu hans á þeim sem ekki eru jafn heppnir og hann sjálfur, mannvonsku, jafnvel, eða eitthvað í þá áttina. En ég er löngu hættur að trúa því. Mér sýnist að Friðrik Soph- usson sé algjörlega einlægur í sinni alltumlykjandi vanþekk- ingu á hlutskipti fátækra á Is- landi. Þetta er náttúrlega meiren lítið undarlegt, þar sem Friðrik hefur verið íjármálaráð- herra samfleytt í bráðum sjö ár, og áður en hér var blásið á góð- æri þá stýrði hann fjármálaráðu- neytinu í illyrmislegustu kreppu sem hér hafði verið í þó nokkuð langan tíma. Hann ætti því að hafa kynnst ýmsu, og ég hef sterkan grun um að það komi reglulega til hans á skrifstofuna fólk sem er í vanda statt, mikl- um vanda statt, sem það sér ekki út úr, og þar sem það fer ekki framhjá nokkrum manni að Friðrik Sophusson er með eyru á höfðinu, þá skyldi maður ætla að hann hefði heyrt hvað fólkið er að segja. Það eralltafmerkileg reynsla að sjá Friðrík Sophusson tjá sig um hlutskipti þeirra sem minna mega sín. Jú, jú, hann reynir, opnar á sérmunninn og lokar honum aftur ogþað heyristhljóð, meira og minna öll réttu hljóð- in, en þau eru öll ein- hvem veginn fólsk. Feitir fátæklingar En sú virðist bara ekki vera raunin. Það var nánast eins og hann tryði því varla að til væri það fólk sem gæti talist fátækt. Ég þekki ykkur ekki, söng Meg- as. Jú, reyndar, einu sinni rumskaði einhver minning í kolli hans - þá hafði Margrét Frí- mannsdóttir verið að tala um slíkt fólk og þar sem síðan var augsýnilega ætlast til að íjár- málaráðherra segði eitthvað, þá var hann reyndar svo stórmann- Iegur að segjast ekki efast um að slíkt fólk væri til. Nánast eins og hann hefði fyrst íhugað þann möguleika að segja Margréti bara vera að ljúga þessu. En reyndar kom fljótt í ljós að hann skildi enn ekki um hvað var ver- ið að tala. Sú eina skýring sem Ijármálaráðherra þjóðarinnar síðastliðin sjö ár virtist nefnilega hafa á takteinum á því hvers vegna sumt fólk sé í vanda statt í peningamálum, hún hljóðaði þannig að fólkið hefði eytt um efni fram. Reist sér hurðarás um öxl, eins og hann orðar það æv- inlega sjálfur, þegar hann neyð- ist til að leiða hugann að þessu fólki. Nú var það að vísu rétt hjá fjármálaráðherra, sem hann tók fram, að það er dálítið erfitt að tala um fátækt þegar hún er orðin að hagfræðilegu hugtaki, reikningsmælikvarða, hlutfalli af meðaltekjum; orðið hefur sem sagt verið tekið herskyldi af hag- fræðingum en er hætt að þýða eitthvað sem fólk finnur á sjálfu sér. Það er líka rétt hjá íjármála- ráðherra að það er auðvitað eng- in leið að útrýma fátækt í þess- um skilningi, ef þeir skulu alltaf teljast fátækir sem hafa undir helmingi af meðallaunum burtséð frá því hver þau meðal- laun eru. Því er réttast að fara varlega í að nota orðið fátækt, þetta er viðkvæmt orð og það gæti vöknað í púðrinu, eins og þar stendur. Þetta leiðir hugann að því að einu sinni fóru blaða- menn í Bandaríkjunum á stúf- ana til að finna fátæka fjöl- skyldu, einhvers konar vísitölu- fátæklinga þar í landi, og þegar fátæka fjölskyldan fannst kom í ljós að hver einasti meðlimur hennar reri svo í spikinu að menn gátu sig varla hreyft. Mælikvarði á fátækt sem Iíf við hungurmörk gilti þarna augljós- lega ekki lengur. Ekki homun að kenna þó konum fjölgi? En þótt við skulum sem sagt fara gætilega með þetta orð, þá er samt enginn vafi á því að hér á íslandi er til fátækt fólk, fólk sem hefur annaðhvort svo lág laun fyrir vinnu sína að það er engan veginn sæmandi í þessu fræga góðæri, eða hefur hrein- lega enga vinnu, og það er stór- einkennilegt að heyra fjármála- ráðherra þjóðarinnar koma hvað eftir annað af fjöllum þegar slfkt fólk berst í tal. I sjónvarpsþætt- inum í gærkvöldi var honum vissulega bent á að það fólk sem konan frá félagsmálastofnuninni þyrfti að eiga við í vinnunni hefði alls ekki reist sér hurðarás um öxl, það hefði hreint ekki einu sinni bolmagn til þess, og honum var líka bent á að lækk- un skulda hjá Húsnæðisstofnun væri ekki merki um að þetta fólk hefði það skár en áður, því þetta fólk hefði alls ekki fengið nein lán hjá Húsnæðisstofnun, en ekkert af þessu virtist kveikja neinn neista í brjósti Qármála- ráðherra. Hann vissi engu betur en áður um hvað málið snerist. Jú, einhverjir væru atHnnulausir en það væri þá bara fólk sem ekki hefði kossumer verið 100% starfsmenn, og er áreiðanlega hollt og gott fyrir atvinnulaust fólk að fá það svo klippt og skor- ið frá kannski næstæðsta manni landsins, og fyllir atvinnuleys- ingja ábyggilega miklu sjálfs- trausti og eldmóði við atvinnu- Ieitina. Svo viðurkenndi Friðrik að margar konur væru atvinnu- lausar, jú, jú, en samt hefðu ná- kvæmlega jafn margar konur vinnu og fyrir einhverjum viss- um árafjölda - það væri ekki honum að kenna þó konum hefði óvart fjölgað síðan þá og þessar aukakonur væru allar meirog minna atvinnulausar. Þetta er bara hann Friðrik Ég vissi eiginlega ekki hvort maður ætti að hlæja eða gráta yfir þessu, svo ég yppti að end- ingu bara öxlum. Þetta er bara hann Friðrik. Hann er að vísu fjármálaráðherra íslensku þjóð- arinnar, en þetta er samt bara hann Friðrik. Að ég skuli vera að eyða tíma í að gera veður út af einhveiju sem hann segir eða gerir. Hann verður líka hvort sem er bráðum orðinn forstjóri Landsvirkjunar eða eitthvað álíka og þarf þá ekki Iengur að búa bara við ráðherralaunin sem eru kannski skuggalega nærri fá- tæktarmörkum. En þangað til Iegg ég til hann verði bara feng- inn í Sjónvarpið til að tala um veðrið. Þó ég hafi aldrei orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að spjalla við Friðrik Sophusson um veðrið, þá er ég reyndar viss um að það er ósköp svipað því og hlýða á hann tala um þá sem minnst mega sín. Ástríðan eitt- hvað ámóta. Nema líklega hefur hann meira vit á veðrinu. Pistill llluga varfluttur í morgunútvarpi Rdsar 2 í gær.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.