Dagur - 09.01.1998, Side 6
22-FÖSTUDAGUR 9.JANÚAR 19 9 8
LÍF OG FJÖR
Vetrarsport ‘98
Áhugamenn um vetrarferðir og
útivist geta glaðst um helgina,
þótt lítill sé snjórinn enn sem
komið er. í íþróttahöllinni á Akur-
eyri verður um helgina stórsýn-
ingin Vetrarsport ‘98, þar sem
sýndar verða allar helstu nýjung-
ar tengdar vetrarferðum. Sýndir
verða jeppar, vélsleðar, öryggis-
tæki, fatnaður og fleira. Á úti-
svæði verður markaður með not-
aða vélsleða. Sýningin er opin á
laugardag frá 10 -17 og á sunnu-
dag frá 13-17.
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar
Dagana 8. og 9. janúar kl. 20 og 10. og 11. janúar kl. 17, verða Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar haldnir í Háskólabíói. Á efnisskrá er Ijúf og létt Vínar-
tónlist eftir Johann Strauss, Franz Lehár, Robert Stolz o.fl.
Hin glaðværa Vínarborg hefur verið samnefnari tónlistar, fegurðar og yndis-
þokka í hugum Evrópubúa um aldaskeið. Á nítjándu öld voru dansleikir borgar-
innar þekktir um alla álfuna og í hugum hinna siðavandari þóttu þeir jafnvel
jaðra við léttúð og ósiðsiðsemi. Sólrún Bragadóttir er einsöngvari á tónleikun-
um og hljómsveitarstjóri er Mika Eichenholz.
Leirhestar
Laugardaginn 10. janúar opnar Egill Snæ-
björnsson sýningu í Galleríi 20 fm. Opnun-
in verður kl. 16 og eru allir boðnir velkomn-
ir. Boðið verður upp á veitingar. Gallerí 20
fm. er staðsett í kjallaranum að Vesturgötu
10a. Til að finna galleríið, þurfa gestir að
ganga inn lítið sund, niður stiga og til
hægri. Sýningin verður opin til sunnudags-
ins 25. janúar. Opnunartími er frá miðviku-
degi til sunnudags frá kl. 15-18.
Verkið Leirhestar er margþætt. Það fjallar
fyrst og fremst um amatörisma, í öðru lagi
um samvinnu og í þriðja lagi um hesta og
leir.
Bestu blaðaljósmyndirnar 1997
Blaðamannafélag íslands og Blaðaljósmyndarafélag Islands
standa fyrir sýningu á þestu blaðaljósmyndum nýliðins árs í
Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin verður opnuð formlega laugar-
daginn 10. janúar nk. kl. 14 og þá verða veitt verðlaun fyrir bestu
myndir í hverjum efnisflokki og jafnframt útnefnd „Blaðaljósmynd
ársins 1997".
Alls eru um eitt hundrað Ijósmyndir á sýningunni að þessu sinni
sem dómnefnd valdi af þeim nær fimm hundruð myndum sem
bárust í keppnina.
Efnisflokkar á sýningunni eru: Almennar fréttir, íþróttir, daglegt líf,
portrait, myndsyrpur, skop og feature.
Sýningin í Gerðarsafni verður opnuð fyrir almenníng kl. 15 á
laugardag og verður opin daglega nema á mánudögum fram til
25. janúar.
Daisy á nýju ári
Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry er jólaleikrit Leikfélags Akureyrar og verður fyrsta
sýningin á nýju ári á laugardagskvöld á Renniverkstæðinu við Strandgötu. í leikritinu
segir frá Daisy Werthan, bandarískri konu af gyðingaættum og samskiptum hennar
við þeldökkan bílstjóra sinn. Það eru þau Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson sem
fara með aðalhlutverkin í sýningunni.
Líkamsnánd á
Kjarvalsstöðum
Líkamsnánd er heiti sýningar á norrænni
samtímalist sem opnuð verður á Kjar-
valsstöðum laugardaginn 10. janúar. Á
sýningunni eru verk eftir ýmsa viður-
kennda norræna listamenn sem eiga
það sameiginlegt að hafa fengist við
mannslíkamann sem tjáningartæki,
benda á hvernig hann kemur upp um
bælingar okkar, fjalla um hann sem sam-
safn einstakra líkamshluta og nota hans
sem tákna.
Á meðal þeirra sem eiga verk á sýning-
unni eru: Peter Bonde og Cristian
Lemmerz frá Danmörku, Elin Wikström
og Lars Hammarström frá Svíþjóð, llkka
Sariola, Satu Kiljunen, Olli Summanen
og Philip von Knorring frá Finnlandi og
Marianne Heske frá Noregi. íslensku
þátttakendurnir í sýningunni eru Þorvald-
ur Þorsteinsson, Helgi Þorgils Friðjóns-
son, Hulda Hákon, Daði Guðbjörnsson
og Birgir Snæbjörn Birgisson.
Sýningin verður opin frá 10. janúar til 1.
mars 1998.
mælir með...
... Heita matnum í matvörubúðinni í Mjóddinni. Þarna eru úrvals steikur, fiskur og
kjöt, frábær matur.
... Bókinni um Einar Ben.
Allir eru að tala um hana, allir eru að lesa hana, ef þú ert
ekki nú þegar í þeim hópi þarftu að verða það svo þú sért
viðræðuhæf/ur. Helgin er góð til að byrja!
... Kokkabók Sigga Hall sem kom út hjá Stöð 2 fyrir jól og
seld er í Sjónvarpskringlunni. Frábær kokkabók fyrir þá
sem vilja prófa létta og góða rétti - nú eða halda veislu.
Þetta er auðveld og góð matreiðslubók.
... ferð í sundlaugarnar í kvöld og þá sérstaklega í gufuna. Hitinn tekur streituna
úr líkamanum og hressir andann. Góður sundsprettur í köldu vatninu teygir vel á
öllum vöðvum. Ómetanlegt að byrja helgina í sundi. Þá nýtist tíminn svo vel um
helgina.
NORDURLAND
Pollurinn Akureyri
Nú um helgina mun hljómsveitin SÍN
leika á veitingastaðnum „Við Pollinn"
á Akureyri. Hljómsveitin leikur létta
tónlist sem allir geta sveifiað tánum
með.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Listasafn Kópavogs
•Mánudaginn 12. janúar hefst síðari
hluti tónleikaraðar þessa vetrar í
Listasafni Kópavogs. Sópransöng-
konan Auður Gunnarsdóttir og
Jónas Ingimundarson píanóleikari
eru með alíslenska efnisskrá á þess-
um tónleikum, lög eftir nokkra af
okkar fremstu tónskáldum.
Vin, athvarf Rauöa kross
íslands
Rauði kross (slands hefur rekið Vin,
athvarf fyrir geðfatlaða í tæp 5 ár á
Hverfisgötu 47. Athvarfið er opið
virka daga frá kl. 9.30-16.30 og býð-
ur gestum upp á margvíslega þjón-
ustu og stuðning. Hópur gesta vinn-
ur að myndlist og kallar sig listaaka-
demíu Vinjar. Þau opna myndlista-
sýningu á verkum sínum í Ráðhúsi
Reykjavíkur, föstudaginn 9. janúar kl.
15. Sýningin stendurtil 20. janúar.
Hitt húsiö
í tilefni afhendingar íslensku tónlist-
arverðlaunanna 1998 var efnt til
verðlaunasamkeppni um hönnun á
verðlaunagrip. Verðlaunin eru
250.000 kr. sem Landsbanki Islands
veitir. Fjöldi skemmtilegra tillagna
hefur nú borist og verður opnuð sýn-
ing á þeim í Gallerí Geysi, Hinu hús-
inu við Ingólfstorg, laugardaginn 10.
jan. kl. 16. Verður dómnefnd þá búin
að kveða upp úrskurð sinn og við-
komandi listamanni veitt vinnings-
upphæðin væna. Þar sem þátttak-
endur senda inn tillögur sínar undir
dulnefni og þeirra rétta nafn er í lok-
HVAÐ ER A SEYÐI
uðum umslögum, sem verða ekki
opnuð fyrr en við verðlaunaafnhend-
inguna, verður ekki hægt að hafa
samband við þáttakendur fyrir opn-
un sýningarinnar og eru þvi hér með
hvattir til að mæta á opnunina.
Jónas Viöar sýnir í
Gailerí Fold
Laugardaginn 10. jan. kl. 15. opnar
Jónas Viðar Sveinsson sýningu á
olíumálverkum í baksal Gallerís
Foldar við Rauðarárstíg.
Sýninguna nefnir listamaðurinn
ÍMYNDIR. Hún stendur til 25. janúar.
Gallerí Fold er opið daglega frá kl.
10 - 18, laugardaga frá kl. 10-17 og
sunnudaga frá kl. 14-17.
Kínaklúbbur Unnar
Kynning á ferð til Kína 15. mai - 5.
júní verður haldin á veitingahúsiriu
Sjanghæ, Laugavegi 28, sunnudag-
inn 11. janúar kl. 19.
Félag eldri borgara
Félagsvist í Risinu kl. 14 i dag, allir
velkomnir. Göngu Hrólfar fara í
venjubundna göngu um borgina kl.
10 á laugardag, frá Risinu. Lögfræð-
ingurinn er til viðtals á þriðjudag,
panta þarf tíma á skrifstofu félags-
ins, síma 552 8812.
Nýlistasafniö
Laugardaginn 10. janúar verða
nokkrar sýningar opnaðar. Pálína
Guðmundsdóttir sýnir nýleg málverk
í forsal.
Hildur Bjarnadóttir sýnir verk unnin í
textil og Einar Garibaldi Eiríksson
sýnir nýleg landslagsmálverk í Súm-
sal. Sýningarnar eru opnar daglega
nema mánudaga frá kl. 14 -18 og
þeim lýkur 25. janúar.