Dagur - 09.01.1998, Síða 10

Dagur - 09.01.1998, Síða 10
26 - FÖ STUDAGUR 9.JANÚAR 1998 LÍFIÐ í LANDINU Missum ekki j ólasveininn og Vínlands- farana Um áramót er gott að líta um öxl og spá í spilin. Athuga hvernig kortin voru gefín á iíð- andi ári og hvort stokka þurfi spilin og gefa upp á nýtt. Fljótt á litið eru Islendingar að spila af sér á tveim borðum að minnsta kosti. Finnar eru búnir að stela jóla- sveininum og þúsund ára afmæli Vín- landsferða er um það bil að ganga ís- Iendingum úr greipum. Islendingar geta haft rífandi tekjur af Jólasveinin- um ef rétt er á spilum haldið og nú verður að verja ríkisfang Sveinka. Til að byrja með þarf að reisa myndarlegt verkstæði og heimili handa stórfjöl- skyldu Jólasveinsins áfast flugstöð Leifs Eiríkssonar svo erlendir sem innlendir biðfarþegar geti eytt þar tímanum. Gott er að reisa manmirkin um leið og flug- stöðinni er breytt vegna Schengen sam- komulags um ytri Iandamæri Evrópu og þau verði söm að gæðum og mannvirk- in í Disneylandi. Aðstaðan verði svo leigð einstakling- um undir hvers konar rekstur sem teng- ist jólunum beint eða óbeint og opið allt árið: Verkstæði, verslanir, veitinga- sala, minjagripir, fslenska hestinn, jafn- vel ódýrt jólasveinahótel og annað sem andríku fólki dettur í hug. Leigunni verður að stilla í hóf svo rekstur beri sig enda skilar höfuðstóllinn sér í ríkiskass- ann eftir öðrum leiðum. Ríkið verður að eiga mannvirki, vörumerki og önnur réttindi til að rekstur stöðvist ekki eða réttindi verði seld úr landi. Vekja þarf athygli heimsbyggðarinnar á Iögheimili Jólasveinsins með hvers konar samvinnu \ið flugfélög og ferða- þjónustu, framleiðendur leikfanga og annarrar söluvöru, skemmtigarða í öðr- um löndum, á veraldarvefnum og eftir öðrum leiðum. Ef vel gengur draga Jólasveinaheimarnir fljótt að gesti til Iandsins upp á eigin spýtur. Vínlandsferðir þola enga bið og verð- ur að setja vinnuhópa strax af stað til að samræma dagskrána og koma öllum framkvæmdum undir einn hatt. Ilraða verður að endurbyggja fæðingarbæ Leifs Eiríkssonar í Dölum og þá er kominn maklegur staður til að beina ferðafólki. Gömlu Vínlandsfararnir voru landkönnuðir en þó fyrst og fremst sjó- menn og verslunarmenn og því er rétt að samtök sjómanna og verslunar- og viðskipta taki þátt í afmælinu. Vín- landsferðir eru ekki bara íslensk afrek heldur Iíka sameiginlegur arfur Norður Evrópu. Strax má breyta biðsalnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar í eina allsherjar Vín- landsstofu og bjóða upp á efni til kynn- ingar og sölu. Enginn farþegi má sleppa um Keflavíkurvölí án þess að vita und- an og ofan um ferðir Islendinganna fyr- ir þúsund árum. Kólumbus er maður- inn sem fann ekki Ameríku. Jólasveinninn og Vínlandsfararnir eru íslenskar þjóðargersemar og ekkert má til spara að halda ríkisfangi þeirra. Farsælt komandi árl Efsti hluti brúðartertu (í mörg- um enskumælandi löndum) heitir kaka brúðgumans og er yfirleitt ávaxtakaka til þess að hún geymist fram að fyrsta brúðkaupsaf- mælinu, en þá á að borða hana. Wilhelm II, Þýskalandskeisari var með visinn handlegg, og leyndi því með því að hafa höndina á sverðinu eða halda á hönskum. A Galapagoseyjum er skjaldbökuteg- und sem hefur upplyfta skelina að framanverðu svo hún eigi auðveldara með að lyfta höfðinu og borða kaktus- greinar. Stefánsdóttir skrifar •Ríkin Tennessee og Missouri eru umkringd fleiri ríkjum en nokkur önnur. Að Tennessee liggja Kent- ucky, Missouri, Arkansas, Mississippi, Alabama, Georgia, Norður Karolína og Virginia. Að Missouri liggja Iowa, Nebraska, Kansas, Oklahoma, Arkansas, Tennesee, Kentucky og Illin- ois. I enskri tungu eru sex orð þar sem tvö u koma fyrir saman. Þau eru: Muumuu, vacuum, continuum, duum- virate, duum\dr og residuum. HVAÐ A E G A Ð GERA Vandræðaleg staða Sæl Vigdís. Astæðan fyrir því að ég hef samband við þig er sú að ég er í heldur vandræða- legri stöðu. Þannig er, að ég sendi auglýs- ingu í einkamáladálk ónefnds dagblaðs og fékk nokkur svör. Einn þeirra sem svaraði reyndist vera alveg yndislegur maður og nú erum \að saman. En ég skammaðist mín fyrir að hafa verið svo örvæntingar- full að nota einkamáladálka, svo að ég sagði vinum mínum að ég hefði hitt hann á blindu stefnumóti sem vinkona mín hefði sett upp fyrir mig. Og svo beit ég höfuðið af skömminni með því að segja ættingjunum að ég hefði hitt hann í vinn- unni. Nú líður mér illa yfir því að hafa skrökvað, fyrir utan hvað það væri vand- ræðalegt ef það kæmist upp. Gott að þú skulir sjá að þér, þó ekki sé nema vegna þess hve óþægilegt er að Iáta standa sig að því að skrökva. Þó það sé óþægilegt, þá er sennilegt best fyrir þig að tala við þá sem þú skrökvaðir að og segja satt. Það er eins og að fara til tannlæknis, maður kvíðir því oft mikið en svo er það ekkert vont. Það er engin skömm að því að kynnast fólki í gegnum einkamáladálka, það gera margir og vertu endilega ekki að biðjast afsökunar á því. Vigdís svarar í símaun! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 11 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Grænt er gott! Flestir hafa heyrt eitthvað um húsasótt og þau vandamál sem skapast af henni. NASA, geimferðastofnun Bandarfkjanna, hefur undanfarin tvö ár rannsakað nýjar leiðir til að laga húsasótt og eins og svo oft vill verða, þá er Iausnin afar einföld. Stofujurtir. Venjulegar grænar stofujurtir, svo sem Gerbera, lilja, bergflétta, presta- fífill og fleiri reyndust taka til sín ýmis eiturefni í talsverðum mæli. Þetta hefur verið rannsakað kerfisbundið með því að setja hverja plöntu fyrir sig í glerbúr og dæla inn ákveðnum skammti af viðkom- andi efni. Eftir nokkurn tíma var svo magn efnisins mælt aftur í andrúmsloft- inu og það kom í ljós að það hafði minnk- að umtalsvert. Þau efni sem helst hafa verið rannsökuð eru Benzene, sem m.a. ertir augu og húð, formalín, sem ertir slímhúð augna, nefs og háls og tríklóríð. Þegar svo geimfarar fara að ferðast Iangar vegalengdir í geimnum og settar verða upp geimstöðvar með varanlegum bústöðum manna, þá má búast við því að plöntur verði notaðar þar í miklum mæli til að halda loftinu hreinu og súrefnis- ríku. En þangað til getur mannfólkið ein- faldlega ræktað garðinn sinn og reynt að hafa mikið af plöntum heima hjá sér til að minnka mengun. Lesandi hringdi og kvaðst sakna mjög rakspíra sem hann hefði notað um árabil en fengi ekki lengur. Hann vildi vita hvort það væri möguleiki á því að finna út hvort þessi rakspíri kæmi til með að fást hér aftur. Hann heitir Noxima og er frá Proctor og Gamble. Dagur hafði samband \áð íslensk Am- eríska verslunarfélagið, sem er umboðs- aðili Proctor & Gamble og fékk þær upplýsingar að ekki væri á döfinni að flytja inn þennan ákveðna rakspíra, m.a. vegna óhagstæðra tolla. Þannig að viðkomandi lesandi og aðr- ir sem vilja nota þennan rakspíra, fá hann ekki hérlendis á næstunni a.m.k.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.