Dagur - 09.01.1998, Page 11

Dagur - 09.01.1998, Page 11
Xfc^UT' FÖSTUDAGUR 9 . JANÚAR 199 8 - 27 LÍFIÐ í LANDINU ;-v: SPJALL ' -j K , , -■ fFFl ™ " jjí'l „Nýsköpunar- sjóðurEyjafjarð- arverðurstofn- aðurá næstunni y :: -' ogstefntaðþví v: W að hlutafé hans verði um einn 4 | jj gjj|i WfmÉÉ j 1 milljarður króna. “ : Hákon Hákonarson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar. Milljaröur er draumastaðan Þessa frétt mátti lesa í Degi þann 7. jan. og í tilefni hennar var rætt við Hákon Hákonarson, formann atvinnumálanefndar Akureyrar og stjórnarmann í Iðnþróunarfélaginu. „Eg vil taka það fram af marg- gefnu tilefni, að það eru sveita- stjórnirnar sem taka ákvörðun um það hversu mikið hlutafé verður lagt í þetta fyrirtæki, ef af því verður. Iðnþróunarfélagið hefur verið að gera marga góða hluti á undanförnum árum, en okkur fannst, nokkrum í stjórn- inni, að það væri kominn tími til að setjast niður og horfa til framtíðarinnar,“ segir Hákon Hákonarson. „I gamla Dagshúsinu eru sam- ankomnar fjórar ágætar stofnan- ir sem vinna að atvinnumálum og þar er mikið af góðu og vel menntuðu fólki. Meðal annars með tilliti til þess, fannst okkur Atvinnuástand hér hefurbatnað verulega. nauðsynlegt að endurskoða stefnumörkun Iðnþróunarfé- lagsins og í framhaldi af því var sett á stofn nefnd, sem skilaði svo tillögum sínum." Öflugur atvinuumálasjóður Niðurstaða úr vinnu nefndar- innar var í stuttu máli sú, að settur yrði á stofn öflugur at- vi n n u m á 1 a sj ó ð u r, hvað hann héti skipti ekki máli, en að hann fengi talsvert fé til umráða. Fé sem hægt væri að ráðstafa til áhættufjárfestingar og tilrauna- verkefna ýmiskonar í atvinnu- þróun. „Það væri draumastaða ef slikur sjóður hefði yfir að ráða milljarði í eigin fé, en það verð- ur að sjá hvað setur. Ef menn vilja gera þetta „grand“ og fylgja eftir þeim hugmyndum sem eru í stjórn Iðnþróunarfélagsins og ég tel að séu í stjórn atvinnu- málanefndar lfka, þá þurfum við Akureyringar að leggja í þetta verulegt fé. Við erum hlutfalls- lega stærstir í félaginu, um 70% af því og það skiptir verulegu máli hvernig bæjarstjórnin hér á Akureyri tekur á málinu, hvort hún samþykkir þessar tillögur eða breytir þeim eitthvað. En meginmarkmiðið er að auka at- vinnu á Akureyri og í Eyjafirði og menn eru að horfa til þess að laða hingað bæði íslenska og erlenda atvinnustarfsemi. At- vinnuástand hér hefur batnað verulega og það er fjarri því að hér sé eitthvert neyðarástand, en mér finnst sjálfum að allar vinnufúsar hendur eigi að geta haft starf," segir Hákon að lok- Þjóðhátíðarsteimnmng í hléi Gleðilegt nýtt bíóár. Ég er mætt- ur. Myndin sem ég sá þessa vik- una hefur góða tónlist, frábæran leik, fallega ástarsenu, ótrúlega vel gerða leikmynd, frábært hand- rit, ástarþríhyrning, vonda karl- inn, góða karlinn, kaldan húmor, góðan húmor, væmni. Hún er Iöng, en mér leið ekki eins og hún væri löng (þarf að skýra það eitthvað frekar), sýndi okkur enn og aftur að peningar eru ekki allt (ég veit allt um það), er hreint frábær, kom mér skemmtilega á óvart, meistaraverk. Þetta er myndin Titanic. Sýnd í Borgarbíói á Akureyri þar sem röð er út að dyrum kvöld eftir kvöld. Búið að vera uppselt frá fyrsta sýningardegi. Biðröð á sal- erni í hléi (eins og á góðri þjóð- hátíð). Heilu saumaklúbbarnir koma saman á myndina. Fólk sem sá Dansar við úlfa síðast í kvikmyndahúsi kemur á Titanic (sbr. gamall blaðamaður í hett- unni). Ég verð að viðurkenna að ég vissi lítið annað en að Titanic væri dýrasta mynd sem gerð hef- ur verið til þessa áður en ég sá hana. Svo bjóst ég við allt öðru frá Ieikstjóranum James Camer- on. Myndin er snilld. Ég fékk á tilfinninguna að ég væri einn af farþegunum í þessu sögulega skipi Titanic (á þriðja farrými). Myndin náði ótrúlegum tökum á áhorfandanum. TroðfuIIt Borg- arbíó og allir mjög sáttir að mér virtist. Annað er ekki hægt. Auð- vitað var ástin og afbrýðissemin í aðalhlutverkum. Ég veit að það er ekkert nýtt í kvikmyndum. En hvernig það allt var fléttað sam- an í aðdragandanum að þessu hrikalegasta sjóslysi sögunnar var hrein snilld. Þetta er mynd sem var löng í mínútum talið en aldrei Ieiddist manni. Leikmyndin er hrikaleg. Ótrú- lega trúverðug. Endalok þessa magnaða skips eru svo vel gerð í myndinni að manni virtist að ver- ið væri að sýna heimildarmynd. Kaldur veruleikinn þegar Titanic er að sökkva náði allri minni at- hygli. Leikurinn náði algjöru há- marki og var mjög sannfærandi. Það er erfitt að setja sig í spor fólks sem lendir í slíkum hörm- ungum eins og stærsta sjóslys sögunnar var. En leikstjórinn nær beint inn að hjarta áhorfandans og samúðin er mikil. ÞM miður hef ég ekki kynnt mér sögulegar staðreyndir um Titanic-slysið út í ystu æsar. En það er ekki óvitlaust að þeir sem eiga eftir að sjá myndina gerðu það svona rétt til að fræðast meira. Sögulegar staðreyndir og skáldsagan í myndinni trufla hvort annað neitt. Þetta er hreint frábær blanda. SMáTTOGSTÖRT Sir Ómar Sjaldan eru menn sammála um hverjir séu verð- ugir þegar kemur að orðuveitingum forseta Is- lands á hátíðarstundum. Sennilega eru þó flestir sammála um að Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur, textasmiður, þátta- gerðarmaður o.fl. hafi átt orðuna, sem hann fékk um áramótin, skilið. Hann hefði getað fengið hana hvort heldur er fyrir að skemmta þjóðinni í 40 ár, eða hina stórkostlegu þátta- gerð sína í sjónvarpi. Gárungar eru samt uppi með skemmtileg heit vegna orðuveitingarinnar og kalla Ómar nú sín í milli Sir Ómar Ragn- arsson. Samviskubitið Kolbrún Bergþórsdóttir er sann- trúaðasti krati sem uppi hefur ver- ið á þessu Iandi. Hennar menn í pólitíkinni hafa um árabil verið þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson. Hún hafði uppi mynd af þeim félögum þegar hún vann á Alþýðublaðinu og tók síðan myndina með sér þegar hún hóf störf á Degi. Hún bað þá fé- laga að árita fyrir sig myndina. Össur skrifaði: Til Kolbrúnar, sannrar samvisku Alþýðuflokksins. Astarkveðja Össur. Síðan var skorað á Jón Baldvin að gera betur í sinni áritun. Hann skrifaði: Til Kollu, ævarandi samviskubits Alþýðuflokksins. Astarkveðja Jón Baldvin. Vegna flokksms Við sögðum á dögunum frá yrkingum á Alþingi millum þeirra séra Hjálm- ars Jónssonar og Guðrúnar Helga- dóttur. En það hafa fleiri en séra Hjálmar ort um Guðrúnu. Þeirra á meðal snillingurinn Stefán Jónsson meðan hann var samþingsmaður Guðrúnar. Hann var þingmaður Al- þýðubandalagsins eins og Guðrún og þótti Stefáni hún stundum fyrirferð- armikil á þingflokksfundum enda aldrei logn í kringum Guðrúnu Helgadóttur. Eitt sinn fór Guðrún til útlanda á vegum þingsins og dvaldi þar nokkurn tíma. Stefáni líkaði vel kyrrðin í þing- flokksherberginu eftir að Guðrún var farin út og orti: Það er lán í sjálfu sér, sérlega vegna flokksins, að Guðrtín Helga. okkar er annarsstaðar, loksins. Kynferðisleg áreitni I Urvali eru skemmtilegir fróðleiksmolar um salt. Þar segir að fá efni taki salti fram hvað hjátrú varðar. Salt rotnar ekki og ver önnur efni rotnun. Þess vegna er það oft látið tákna eilífðina. Salt var áður fyrr torfengið og dýrmætt og því var komið á þeirri trú að hver sá sem léti salt fara til spillis ætti eftir að gráta eitt tár fyrir hvert saltkorn sem hann glataði. En til þess að illspá rætist ekki á sá sem fyrir spánni verður að taka fáein saltkorn milli fingra sér og fleygja yfir vinstri öxlina því þar situr Andskot- inn, sem þá fær saltið í augun og getur ekki staðið í því að láta illspána rætast meðan hann er að gráta það úr sér. I Egyptalandi hinu forna var salt talið ör\'a lynhvötina og því var dónaskapur að bjóða dyggðum prýddum konum salt. Það leiddi til þess að hver maður, karlkyns eða kvenkyns, átti sinn saltstauk svo engin hætta væri á að menn væru að ósekju sakaðir um kynferðislega áreitni við konur með því að rétta þeim saltið. Grái kötturiim Steingrímur J. Sigurðsson alþingismaður stóð upp á þingi rétt fyrir jólaleyfi þingmanna og skammaði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra fyrir að vera að lesa upp á pöbbnum Gráa kettinum á sama tíma og atkvæðagreiðsla stóð yfir um fjárlögin á Alþingi. Forsætisráðherra reiddist athugasemdinni en lofaði þó bót og betrun. I tilefni þessa orti Sigurður Óskar Pálsson fyrrum kenn- ari: Þjóðföður ei þola má þingstöifum að gleyma, þótt skemmti góðum gestum á gráa kettinum breima. UMSJÓN Sigurdór Sigurdórsson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.