Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 8

Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 8
8- LAVGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 FRÉTTASKÝRING rO^ftr Hver vill ge i sl avirk; Bretar eru unLhverfis- sóðar og varla húsum hæfir í samfélagi þjóð- auna. Áður íyrr var kolareykur Bretlauds víðfrægur um verold víða. í dag senda þeir uágranuaþjóðum sín- uin geislavirk efni sem ógna fiskimiðum þeirra, lífi og heilsu iuaima. Norðmenn glíma þessa dagana við þá eiturógn sem berst með hafstraumunum frá Sellafield. I gær óskaði danski sósíalíski þjóð- arflokkurinn SF eftir samnorræn- um aðgerðum til að stöðva meng- unina. Islensk stjórnvöld verða að bregðast fljótt við og freista þess að fá umhverfisráðherra Breta, Michael Meacer, til viðræðu um Sellafield-stöðina. Flún er ekkert einkamál Breta. I gær sögðu menn í fisksölufyrirtækjum á Is- landi að ef ekki yrði að gert, gæti mengun fiskimiðanna orðið fyrsta skrefið til að gera Island óbyggilegt. Menn vildu einfald- lega ekki borða matvæli sem hugsanlega væru geislavirk. Nor- rænir stjórnmálamenn voru í gær á fuilri ferð með umræðu um að- gerðir gegn mengun af völdum geislavirkra efna sem koma frá enskum endurvinnslustöðvum í Sellafield. Eflaust hefur málið verið rætt í Vonarstrætinu í Reykjavík, þar sem umhverfis- ráðuneytið hefur aðsetur. Við sömu götu sat þingmaðurinn Hjörleifur Guttormsson í gær og undirbjó aðgerðir á Alþingi og í umhverfisnefnd þingsins. Mengunin vofir ekki yfir við Is- landsstrendur að sagt er - sagt að hennar muni ekki gæta fyrr en á næstu öld. En auðvitað er betra að hefjast handa strax og krefjast úrbóta. Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður, líklega með meira vit á umhverfismálum en starfs- bræður hans á þingi, sagði í gær við Dag að hann myndi taka Sellafield-málið upp á Alþingi strax og það kemur saman undir lok mánaðarins. Byrjunin er veik geislun, en... Breskur sóðaskapur í náttúrunni er farinn að hafa áhrif á norður- slóðum. Við mynni Oslóarljarðar má greina afleiðingar af losun á geislavirkum efnum frá endur- vinnslustöðinni Sellafield, sem er á vesturströnd Englands við ír- landshaf. Norðmenn hafa verið minntir á að mengunin á sér eng- in landamæri. I skeldýrum og þangi finna menn örla fyrir geislavirkni, sem ekki var þar áður. Magnið er lítið, og enn sem komið er ógnar það ekki heilsu manna. En jafnvel lítið magn kann að skaða hagsmuni fiski- manna og þeirra fyrirtækja sem selja fisk og fiskafurðir. Markaðir eru viðkvæmir. Hver vill borða geislavirk matvæli - jafnvel þótt í litlu magni sé? Svari hver fyrir sig. Ljóst er að umhverfisráðherrar Norðurlandanna munu láta mál- ið til sín taka. An efa mun Guð- mundur Bjarnason hafa tekið upp símann og slegið á þráðinn til kollega sinna í Danmörku og Noregi, jafnvel í Svíþjóð, enda þótt menn leiki tveim skjöldum í kjarnorkumálum þar í landi, og ráðfært sig við þá. Það er þörf á þéttri samvinnu þjóðanna. Svend Auken, þingmaður SF í danska þjóðþinginu, sagði í gær að það Iægi á að taka næstu skref í málinú. Viðræður við ríkisstjórn Tony Blairs þurfi að fara fram fyr- ir ráðherrafundinn í svokölluðum Oslóar- og Parísarsamþykktum, OSPAR, sem er fjölþjóðleg stofn- un sem fylgist með umhverfis- málum hafsins á norðaustur Atl- antshafi. Sérfræðingar hér á landi hafa bent á að alllangur tími muni líða áður en mengun frá Sellafield getur haft áhrif hér á landi, 2-4 ár að þeirra mati. Þá er bent á að geislavirku efnin þynnist út hægt og bítandi eftir því sem þau ber- ast lengra með hafstraumunum. Sumir segja að geislavirkra efna muni aldrei gæta hér á landi. En hver veit slíkt með vissu? Teknisíum notað við óntskoðun Geislavirka efnið teknisíum, sem fer með hafstraumunum til ná- grannalanda Englands, er grunn- efni sem mönnum hefur tekist að framleiða á rannsóknarstofum. Efni þetta er meðal annars notað á Iæknastofum víða um heim, ekki síst við svokallaða ómskoðun á sjúklingum, sem nú færist svo mjög í vöxt. Mælingar á teknisíum-inni- haldi í kílói af þangi við Noreg sýna töluna 175 becquerel núna - fimm sinnum meira magn en í Iok ársins 1996. I rækjunni góm- sætu, sem fiskimenn fá í mynni Oslóarljarðar og selja við bryggju í Osló, mældist í fyrsta sinni geislavirkt innihald teknisíum, að vísu aðeins 2 becquerel í einu kílói, en geislavirkni samt. Geislavarnir ríkisins fylgjast með geislun á Islandsmiðum og SELLAFIELD-kjarnorkuverið og endur- vinnslustöðin i Englandi. Fyrir þrem árum fékk verið leyfi ti/ að s/eppa í hafið 20-földu magni af efninu teknisíum, geislavirku efni, sem nú er byrjað að herja á strendur næstu nágrannalanda. gera það allreglulega. í frétt í þessu blaði hefur Sigurður Magnússon, forstöðumaður Geislavarna, lagt áherslu á að nú þurfi vöktun stofnunarinnar að aukast. Allir hljóta að sjá að það er eðlileg ósk. Starfsbróðir Sig- urðar í Noregi, Per Strand, spáir Friðsæl og náttúruleg ímynd hreinleika i fiskveiðum á íslandi er í hættu vegna geisiamengunar frá Sellafield. Á innfellda kortinu af hafstraumum norðurhafa, úr bók G. Dietrich og fleiri haffræðinga, sést hvernig geislavirk efni berast norður á bóginn eftir straumum, þeg- ar þau komast út úr „drullupollinum" írskahafi. Leiðin liggur að suðurhluta Noregs, þaðan norður með ströndinni að Jan Mayen, - og þaðan suður á bóginn að norðurströnd íslands. - mynd: gs að geislun í norskum höfum muni á komandi árum fara upp í 1000 becquerel í kílói af þangi. í rækju, humri, krabba og bláskel muni menn mega búast við geig- vænlegri aukningu á geislun. Enn sem komið er sé þó engin ástæða til að vara við þessum afurðum hafsins. Fer eins fyrir fiskiniim og enska nautakjötinu? „Jafnvel þóo þetta hafi ekki frek- leg áhrif á lffríkið, þá er það svo að allt umtal um geislavirkni get- ur skemmt fyrir sölu á íslenskum fiski. Við leggjum alltaf áherslu á að fiskurinn okkar sé úr hreinasta sjó í heimi. Menn eiga að vera vel á verði og bera ugg í brjósti gagnvart hættunni. Svona má ekki ganga til. Þetta gæti orðið al- gjör sprengja fyrir efnahagslíf okkar og hugsanlega flýtt fyrir þvf að hér yrði óbyggilegt land,“ sagði Róbert B. Agnarsson, fjármála- stjóri SIF hf., eins stærsta söluað- ila íslensks físks í öðrum löndum. Sölumenn afurða okkar hafa skiljanlega áhyggjur af þróun mála, umræðan ein getur valdið misskilningi og vandræðum á mörkuðum. Róbert sagði að það eitt að rætt væri um hugsanlega mengun í matvælunum væri hættulegt. Hann benti á nautakjötið í Englandi um árið sem dæmi. Þar varð mikið fár í kringum hugsan- lega mengun í kjötinu, sem í raun var aldrei sönnuð. Kjötmarkaður Englendinga hefur aldrei síðan borið sitt barr. Enskur hamborg- ari er í augum flestra ávísun á Kreutzfeldt-Jacob veikina. Samfálag siðaðra þjóða Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður og líffræðingur, var að störfum á skrifstofu sinni við Vonarstrætið í gær. Aðspurður sagðist hann íhuga að koma með Sellafield-málið fyrir Alþingi þeg- ar það kemur saman að nýju í lok janúar, auk þess að ræða það í umhverfisnefnd. Hjörleifur hefur verið mikill vökumaður í hópi Iandsfeðranna gagnvart mengun og náttúru- spjöllum. Þekking hans á mála- flokknum er afburða góð og ekki umdeild. Hjörleifur hefur ítrekað bent á hættuna frá Sellafield, Dounray í Skotlandi og Cherbo- urg í Frakklandi. Þetta hefur hann gert á Alþingi og eins á nor- rænum vettvangi. Árið 1993 var mikið baráttuár gegn auknum umsvifum í Thorp-endurvinnsl- unni í Sellafield. Sú stækkun olli miklum og margvíslegum mót- mælum, innan Bretlands sem utan. Alþingi Islendinga mót- mælti, en stjórn Majors hlustaði ekki á rök, allra síst umhverfis- ráðherrann John Gummer. I umræðum á Alþingi árið 1993 gagnrýndi umhverfisráðherra Is- lands, Ossur Skarphéðinsson, framkomu Breta í þessu máli. Hann var orðinn yfir sig þreyttur á þrákelkni breskra yfirvalda sem hundsuðu öll tilmæli, en horfðu aðeins til milljarða punda samn- inga við Japani og iðnríki í Evr il

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.