Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 12

Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 12
12- LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 Leikskólakennarar Akureyrarbær óskar eftir að ráða leikskólakennara við Leikskólann Kiðagil. Eftirfarandi stöður eru lausar frá 1. mars nk.: 1 staða deildarstjóra, 4 stöður almennra leikskólakennara. Um er að ræða 100% stöður, einnig kemur til greina að ráða í hlutastöður. Laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra leikskólakennara eða STAK við launanefnd sveitarfélaga. Upplýsinqar um störfin veitir leikskólastjóri Kiðaqils í síma 462 1761. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og skal þeim skilað þangað. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Starfsmannastjóri. Stærsta, dýrasta og glæsilegasta mynd ársins. Titanic er meistaraverk leikstjórans James Cameron, sem þekktur er fyrir Terminator myndirnar, Aliens og True Lies. Það neistar á milli Leonardo DiCaprio og Kate Winslett í aðalhlutverkunum. Umgjörð, leikmynd og tæknibrellur í Titanic eru á heimsmælikvarða enda hefur ekkert verið sparað til við að endursegja þessa mögnuðu sögu um mesta sjóslys aldarinnar. Hugsaðu stór á nýja árinu, hugsaðu TITANIC CcrGArbic JtjflfA Staða deildarstjóra við l Heilsugæslustöð Húsavíkur er laus til umsóknar. Fyrsta janúar 1998 var Sjúkrahús Þingeyinga og Heilsugæslustöðin á Húsavík sameinuð í eina stofnun. Við þessa sameiningu var gerð breyting á stjórnskipulagi stofnunarinnar. Nú vantar að ráða til starfa við stofnunina deildarstjóra á heilsugæslustöðina. Starfið felur í sér stjórnun, áætlanagerð, þátttöku í stefnumótun hinnar nýju stofnunar, ýmiskonar forvarnarstarf, ungbarnaeftirlit, heimahjúkrun, skólahjúkr- un og heilbrigðisfræðslu. Við leitum að hjúkrunarfræðingi með reynslu af heilsugæsluhjúkrun og/eða stjórnun, einstaklingi sem hef- ur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu nýrrar stofnunar og takast á við ný og krefjandi verkefni. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1998. Nánari upplýsingar gefur Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri í síma 464 0542 eða 464 0500. Heilbrigðisstofnunin Húsavík, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri. ÍÞRÓTTIR rD^tr Stórleikiir í KA-heiniiIinu íslandsmeistarar KA í handknatt- leik taka á móti Badel Zagreb frá Króatíu í Evrópukeppni Meistara- liða á sunnudaginn. Leikurinn hefst kl. 16.00 í KA-heimilinu. Blaðamaður Dags heyrði hljóðið í Jóhanni G. Jóhannssyni, fyrirliða KA, um átökin um helgina. „Ahorfendur verða ekki sviknir af handknattleiknum sem verður í KA-heimilinu á sunnudag. Zagreb er án efa eitt besta lið heims um þessar mundir fyrir utan kannski Barcelona frá Spáni. Við töpuð- um stórt fyrir þeim á útivelli en nú mætum hins vegar í þennan leik til þess að vinna og það má ekki bera neina virðingu fyrir þessum körlum. Liðið mun æfa á föstudag og laugardag og koma svo saman í hádeginu á sunnudag fyrir leikinn. Við töpuðum fyrir Celje hérna heima fyrir áramót og vorum ósáttir við það tap. Við erum enn ekki búnir að sigra í riðlinum en eigum við ekki bara að byrja á því núna!“ sagði Jó- hann. Það er vel hægt að taka undir orð fyrirliðans um getu Króatanna. Liðið sem mætir til KA-menn voru ósáttir viö tapið fyrir Celje fyrr i kepninni. Akureyrar er skipað tólf leik- mönnum og eru níu þeirra króat- ískir landsliðsmenn. Liðið tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleik evr- ópukeppni meistaraliða í fyrra og árið þar áður í úrslitaleik evrópu- keppni bikarhafa fyrir Bidasoa frá Spáni. Liðið hefur orðið króatísk- ur meistari og bikarmeistari síð- ustu sex árin og hefur það verið nánast formsatriði fyrir félagið. Liðið vann alla leiki sína með miklum mun. Það ætti því enginn áhugamaður um góðan hand- knattleik að missa af Ieiknum við króatana á sunnudaginn. - JJ Kristinn í 1. sæti Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Olafsfirði, sigraði á Evrópu- bikarmóti sem haldið var í Donn- ers Bachwalb í Austurríki í gær- dag. Kristinn kom í mark 68/100 úr sekúdnu á undan Diedier Plaschy frá Sviss. Þrír íslendingar tóku þátt í mótinu, Arnór Gunn- arsson hafnaði í 36. sæti. Þá féll ITaukur Arnórsson úr keppni í fyrri ferðinni. Mótið í gær var það fjórða sem Kristinn tekur þátt í í Evrópubik- arnum og hafði hann best náð 3. og 4. sæti. Ljóst er að Kristinn er meðal efstu manna í stigakeppni mótsins, en stigaröðin lá ekki fyr- ir í gærdag fyrir vinnslu blaðsins. Þremenningarnir, Kristinn, Haukur og Arnór taka þátt í öðru heimsbikarmóti á sama stað, í dag. Kristinn Björnsson. Beint á Laugardagur 10. janúar. RÚV kl. 16.00 Handholti - bikarkeppnin Afturelding-ÍBV Stöð 2 kl. 14.50 Enski boltinn Man. United-Tottenham SÝN kl. 19.25 Spænski boltinn Atletico Madrid-Real Madrid Sunnudagur 11. janúar. Stöð 2 kl. 13.30 ítalski boltinn AC Milan-Roma SÝN kl. 13:00 íslenski boltinn Islandsmótið innanhúss SÝN kl. 15.50 Enski boltinn Derby County-BIackburn Rovers skjániun SÝN kl. 18.50 Nýr golfþúttur - 19. holan (Views of golf) SÝN kl. 19.25 ítalski boltinn Udinese-Napoli SÝN kl. 21.20 Ameríski fótboltinn (NFL) San Francisco 49ers - Green Bay Packers Þetta er úrslitaleikurinn í Þjóð- ardeildinni en sigurvegarinn mætir Pittsburgh Steelers eða Denver Broncos (úr Ameríku- deildinni) í úrslitaleik (Super Bowl) 25. jan nk. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn og Stöð 2. Miðvikudagur 14. janúar. SÝN kl. 19.40 Enski boltinn (Bikarkeppnin 3. umferð) Port Vale-Arsenal UM HELGINA HANDBOLTI Bikarkeppnin - 8 liða úrslit í meistarafl. karla: Laugardagur Grótta/KR-Valur kl. 16:00 UMFA-ÍBV kl. 16:00 Sunnudagur Fram-Haukar kl. 20:00 Bikarkeppni kvenna: Laugardagur Haukar-ÍBV kl. 16:00 Stjarnan-Valur kl. 16:30 FH-Víkingur kl. 17:00 Sunnudagur Grótta/KR-Fram kl. 17:00 KARFA Bikarkeppni karla - 8-liða úrslit: Sunnudagur KFI-IR kl. 20:00 Grindavík-Haukar kl. 20:00 Njarðvík-ÍA kl. 20:00 Valur-Stjarnan kl. 20:00 Bikarkeppni kvenna: Laugardagur KR-Grindavík kl. 14:00 ÍR-ÍS kl. 14:00 Keflavík-KFÍ kl. 18:00 Skallagrímur situr hjá. KNATTSPYRJVA íslandsmótið í innanhússknatt- spyrnu hefst um helgina, en þá er Ieikið í 1. deild karla og kvenna og í 4. deild karla í Laugardalshöll og Austurbergi. Keppni í 1. deild karla hefst kl. 10 í dag og stendur til 19 og úrslitakeppnin hefst kl. 13 á morgun. Keppni í 1. deild kvenna hefst í Austurbergi kl. 14 í dag og verður framhaldið í Laug- ardalshöll frá því kl. 9.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.