Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 16

Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 16
32 - LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 LÍFIÐ í LANDINU Gunnar Sverrisson Pistilhöfundur er einn af þeim sem liggur löngum fyrir framan sjónvarpið þegar beinar útsend- ingar eru frá enska boltanum, í stað þess að ryksuga og þurrka af og sinna makanum í framhjá- hlaupi, eins og allt siðmenntað fólk gerir auðvitað á kvöldum og um helgar. Því fer ekki hjá því að „Guðjónarnir bak við tjöldin", fótboltalýsingameistararnir séu orðnir góðkunningjar manns og heimilisvinir, þó konan hafi á þeim illan bifur. Þegar þessir snillingar eru að lýsa erlendum leikjum, þá fáum við ekki einungis umfjöllum um það sem er að gerast á vellinum, heldur einnig greinargóðar upp- lýsingar um ætterni leikmanna, áhugamál, hjúskaparstöðu þeirra og annað smálegt, þannig að við veréum gjörkunnug persónuleg- Jófiannes Sigunjónsson skrifar um högum þessara manna og er auðvitað gaman og forvitnilegt. Veljum íslenskf! En hversvegna fáum við ekki svona upplýsingar þegar verið er að Iýsa íslenskum leikjum? Óvíða er áhugi á ættfræði meiri en á Islandi og forvitni um hagi náungans. En þegar t.d. Valur eða KR eru í beinni í sjónvarp- inu, þá er ekkert minnst á einkalíf leikmanna, og þeir verða okkur því jafnvel fjarlæg- ari en bresku strákarnir og við vitum miklu minna um okkar stráka en Bretana. Sennilega álíta íþróttafréttamenn að hér þekki hvort sem er allir alla og því óþarfi að kynna íslenska leik- menn eins náið og enska. En óskaplega væri nú gaman ef við fengjum að heyra í sjónvarpinu annað veifið Iýsingu á borð við eftirfarandi af íslenskum fót- boltaleik: Hitler litli „Samúel markvörður - en faðir hans er pfpulagningmaður og nýskilinn við eiginkonu sína til margra ára, móður Samúels - hendir boltanum út til hægri og þar tekur Bjarni bakvörður við honum - en faðir Bjarna var Iengi starfsmaður hjá Eimskip og er af Þúfnavallaætt - og Bjarni brýst upp kantinn fram hjá Snorra - en Snorri fékk haustið 1992 einkunnina 7,3 á miðsvetrarprófi í landafræði f Miðbæjarskólanum - og boltinn hrekkur af Snorra og út af. Ingólfur - sem var tekinn ölvað- ur undir stýri í Borgarnesi í febrúar s.l. - tekur innkastið og kastar beint inn á miðjuna til Valtýs - en Valtýr er lærður tré- smiður og missti löngutöng hægri handar í hjólsög í fyrravor þegar hann kom timbraður í vinnuna og ekki tókst að græða puttann á aftur - og Valtýr skall- ar boltann áfram á Adolf - en Adolf er nokkuð uppstökkur leikmaður sem sálfræðingar rekja til þess að hann var alltaf uppnefndur Hitler litli í barna- skólanum - og Adolf nikkar bolt- anum inn á Arnar. Einkíilífið inna n vallar En Arnar vann um árabil í snyrtivöruverslun í sinni heima- byggð - og tekur nú á rás upp miðjuna - en hann las Basil fursta í æsku - og hann Ieikur nú á mann og nálgast markið og býr sig undir að skjóta - en Arn- ar er að langfeðgatali kominn af traustum sjómönnum í Hrísey og gildum bændum í Gull- bringusýslu - og hann lætur nú vaða á markið - en Arnar þykir hagyrðingur góður og vann m.a. þriðju verðlaun í vísnasam- keppni útvarps Austurlands þeg- ar hann var í menntaskóla og hann var þá trúlofaður Dórótheu Dýrleifsdóttur sem nú starfar sem kjarneðlisfræðingur í Californíu, en það slitnaði upp úr sambandi þeirra þegar Arnar hélt drukkinn framhjá henni með Bergdísi Sveindóttur frá Dratthalastöðum, og til gamans má geta þess að Bergdís er nú reyndar gift Geir Magnússyni, vinstri útherja Vals, en Valur á einmitt að spila í beinni útsend- ingu hjá okkur eftir hálfan mán- uð. Veriði sæl! Já, Já. Góðir áhorfendur. Meðan ég var að koma þessum grund- vallarupplýsingum á framfæri þá, eins og þið sáuð, skoraði Arnar. Og bann bætti við öðru marki skömmu síðar og rétt fyr- ir leikslok skoraði Bjarni þriðja markið. Og ég veit að þetta fór ekki framhjá ykkur því þetta gerðist allt saman fyrir framan nefið á ykkur á skjánum, þannig að þið bljótið að hafa séð þetta allt saman og óþarfi að vera nokkuð að lýsa því. Og eins og þið sjáið er leiknum nú löngu lokið og leikmenn farnir heim og við biðjumst afsökunar á því að aðrir dagskrárliðir hafa færst aftur um 2 klukkutima og fréttir heljast því ekki fyrr en kl. hálf

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.