Dagur - 13.01.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 13.01.1998, Blaðsíða 8
8 - ÞRIÐJUDAGUR 1 3 . J AN Ú A R 1998 ÞRIDJUDAGUR 1 3 . JANÚAR 1 99 8 -9 FRÉTTASKÝRING Deilan bitnar á bömimi ---1 VALGERÐUR JOHANNS DOTTIR SKRIFAR Samningameiui Trygg- ingastofnimar em bjartsýnni en áður á að deilan við sérfræði- lækna leysist fljót- lega, en á meðan bíða barnaíj ölskyldur og eldra fólk með að fara til sérfræðinga. „Aðsókn barnafólks og gamal- menna hefur snarminnkað frá því þetta hófst. Það er fyrst og fremst það fólk sem hefur ekki efni á því að koma,“ segir Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, einn fjölmargra sérfræðinga sem sagt hafa upp samningum við Trygg- ingastofnun. I orði eiga allir Is- Iendingar rétt á læknisþjónustu án tillits til efnahags. A borði geta aðeins þeir efnameiri nýtt sér þjónustu ákveðinna sérfræð- inga. Þessi staða er þó ekki afleið- ing pólitískrar stefnumótunar, heldur illvígrar kjaradeilu sér- fræðilækna og Tryggingastofnun- ar ríkisins. Tæpur þriðjungur þeirra um það bil 380 sérfræðilækna sem hafa verið á samningi við stofn- unina hafa sagt upp og rúmlega 70 eru þegar hættir. Þar af eru nær allir bæklunar-, þvagfæra-, skurð- og háls-, nef- og eyrna- læknar. Uppsagnir eru enn að berast og í desember sögðu á þriðja tug lækna upp samningum sínum við Tryggingastofnun, þorri þeirra kvensjúkdómalæknar. Lækna fyrst og rukka svo Læknar og ríkið eiga í kjaradeilu og eins og venjulega í slíkri stöðu bitnar deilan harðast á þeim sem síst skyldi. Það hefur komið fyrir að sjúklingar Einars hafa ekki átt fyrir reikningnum og það verður þá bara að hafa það, segir hann. „Enginn almennilegur læknir rukkar fyrst og læknar svo. Það eru margir sem geta ekki borgað og þá bara sinnir maður þeim og horfir framhjá greiðslunni. En ég verð Iíka var við að fólk hættir við að koma, þegar það heyTÍr upp- hæðirnar og ég hef áhyggjur af því fólki.“ Bæklunarlæknir sem Dagur ræddi við sagði um það bil 70 manns á biðlista hjá sér, sem biðu þess eins að deilan Ieystist. Eldra fólk og öryrkjar væru þar í meiri- hluta. Helmmgshækkun Það getur kostað 16-20 þúsund að láta setja rör í eyru, sem er algeng aðgerð á börnum, - en væri lækn- irinn á samningi hjá TR þyrfti sjúklingurinn að borga helmingi lægri upphæð. Marga munar um minna. Viðtal hjá háls-, nef- og eyrnalækni kostar nú um 3500 krónur, en kostaði áður 2500. Þar af greiddi sjúklingurinn um 1700 krónur þannig að hann borgar nú rúmlega helmingi meira en áður fyrir viðtal. Fyrir algenga aðgerð á fæti get- ur sjúklingur nú búist við að þurfa að greiða bæklunarlækninum tæpar 40 þúsund krónur, eða rúmlega helmingi meira en áður. Viðtalið kostar 3000 krónur. Endar ná ekki saman Sérfræðilæknar vilja fá hærri greiðslur fyrir sín verk en kveðið v'ar á um í samningi þeirra við Tryggingastofnun. Þeir telja að í mörgum tilvikum standi þær greiðslur hvergi nærri undir kostnaði. Einar Sindrason segir að ungir læknar sem komu sér upp aðstöðu og tækjum í háls-, nef- og eyrnalækingum hafi kom- ist að raun um að endar náðu ekki saman á taxta Trygginga- stofnunar. Hann nefnir sem dæmi að eyrnasmásjá, sem sé undirstöðutæki í greininni, kosti ekki undir einni milljón króna. „Það kostar álíka mikið að koma upp aðstöðu fyrir háls-, nef- og eyrnalækni og fyrir tannlækni, en skattskýrslur sýna að þeir eru ekki hálfdrættingar á við tann- lækna í tekjum,“ segir Einar. Aróðuishragð Kristján Guðjónsson, deildar- stjóri sjúkratryggingadeildar og starfsmaður samninganefndar Tryggingastofnunar, segir viður- kennt að greiðslur í einstaka greinum kunni að vera of lágar, tæknin sé sífellt að breytast og ný og dýrari tæki komi á markað. Sumar sérgreinar séu hins vegar ágætlega haldnar og einnig sé spurning hvort sum þessi starf- semi eigi yfirhöfuð heima á stof- um úti í bæ. Hann nefnir dýrari bæklunaraðgerðir sem dæmi. „Spurningin er hvort ríkið eigi að vera greiða aðstöðu á stórum skurðstofum út um allan bæ, þegar tækin og aðstaðan er til á sjúkrahúsunum, sem kannski stæðu ónotuð á meðan." Sérfræðilæknar og samninga- menn Tryggingastofnunar eru að ræða málin og svo virðist sem menn séu nokkuð vonbetri um árangur en verið hefur. Það slitn- aði upp úr í desember, en það segir Kristján að hafi að hluta verið áróðursbragð hjá sérfræð- ingum. Ljóst sé að verulega hafi dregið úr komum til sumra Iækna, ekki síst skurð- og bækl- unarlækna. Fólk dragi það í lengstu Iög að fara í dýrari að- gerðir, en læknarnir hafi vonast til að það fólk kæmi ef það væri orðið úrkula vonar um að samn- ingar væru á næsta leiti. Meiri samningsvilji Viðræður hófust svo að nýju eftir áramótin, en það hvessti heldur um helgina. Sérfræðingar brugð- ust ókvæða við ummælum Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar, í fréttum Ut- varpsins en hann líkti uppsögnum læknanna við hryðjuverk gegn al- mannatryggingakerfinu. Læknar lýstu yfir að þeir myndu ekki taka þátt í fundum með Karli Steinari fyrr en hann hefði dregið ummæli sín til baka. Forstjórinn virðist ekki á þeim buxunum, en í raun virðist þetta ekki hafa mikil áhrif á samningaviðræðurnar. „Þetta tefur ekkert starfið sem betur fer," segir Kristján. Vinnuhópar deiluaðila eru að fara yfir gjaldskrár og kostnað við aðgerðir í hverri sérgrein fyrir sig. Kristján er nokkuð bjartsýnn á að deilan leysist fljótlega. „Eg er bjartsýnni en ég hef verið áður. Það virðist vera þarna meiri samningavilji en verið hefur.“ Ekki enduxgreitt Sérfræðingar hafa verið gagn- rýndir fyrir að vísa sjúklingum til Tryggingastofnunar með reikn- inga sína, þótt þeim ætti að vera Bammargar fjölskyldur, gamalt fólk og öryrkjar hefur ekki efni á að fara til þeirra lækna sem sagt hafa upp samningum við Tryggingastofnun. Einföld aðgerð hjá háls-, nef- og eyrnalækni, semáður þurfti að greiða 10-11 þúsund krónur fyrir, kostar sjúklinginn nú helmingi meira. - mynd: pjetur fullkunnugt um að þeir fengjust ekki greiddir þar. Það var einnig á Halldóri Asgrímssyni, formanni Framsóknarfíokksins, að heyra á Bylgjunni nýlega að þess væru dæmi að læknar siguðu sjúkling- um á framsóknarmenn sérstak- lega, enda væri aðeins við þá að sakast. Sérfræðilæknar vílja ekld kann- ast \áð þetta en Kristján segir þó nokkuð um að fólk komi með reikning til Tryggingastofnunar og telji sig eiga rétt á endur- greiðslu. Stofnuninni sé hins vegar ekki heimilt að greiða reikninga frá læknum sem ekki séu með samningvið hana. Henni sé heldur ekki heimilt að endur- greiða fólki, þegar og ef samning- ar takist við sérfræðinga. „Það eina sem hægt er að gera er að benda fólki á að geyma reikningana til vonar og vara. En þeir fást ekki endurgreiddir án at- beina Alþingis," segir Kristján. Brot á réttindum sjiUdinga Margrét Frfmannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins og fulltrúi í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis, er ekki sátt við lagatúlk- un heilbrigðisráðuneytis og Trygg- ingastofnunar. Hún telur að verið Bæklimarlæknir sem Dagur ræddi við sagði um það bil 70 mairns á bið- lista hjá sér, sem biðu þess eins að deilan leystist. Eldra fólk og öryrkjar væru þar í meiribluta. sé að brjóta lögin um réttindi sjúklinga með því að mismuna fólki á þann hátt sem óneitanlega sé gert í dag. Ileilbrigðisráðuneytið hljóti að verða að tryggja réttindi allra þeirra sem þurfi að leita til sér- fræðinga sem og þeirra sem þegar hafi gert það og Iagt út verulegar fjárhæðir. „Ráðherra hlýtur að leggja fram frumvarp til laga til þess að breyta þessu og heimila þessar greiðslur þannig að staðið sé við lög um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga. Ef ekki þá munum \áð að sjálfsögðu gera það.“ Framsóknarflokkurinn Akureyri - nærsveitir Almennur stjómmálafundur verður haldinn á Foss-hótel KEA miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30. Frummælandi: Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Guðmundur Bjamason landbúnaðar- og umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður taka einnig þátt í umræðum og svara fyrirspumum. Allir velkomnir F ramsóknarflokkurinn Yfirlæknar Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi, auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. Yfirlæknir handlækningasviðs. Leitað er eftir lækni með alhliða þekkingu og reynslu í skurðlækningum, kvensjúkdó- mum eða bæklunarlækningum. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1998. Yfirlæknir fæðinga- og kvensjúkdómasviðs. Leitað er eftir lækni með sérfræðiviðurkenningu í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1998. Búseta á Selfossi eða nágrenni er skilyrði fyrir veitingu í stöðurnar. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Landlækni, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Bjarna Ben. Arthurssyni, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Sjúkrahús Suðurlands, við Árveg, 800 Selfossi. F LANDSPITALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Líffræðingur / meinatæknir óskast á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar. Um er að ræða fullt starf sem felur m.a. í sér vinnu með kynfrumur og fós- turvísa, ætagerð og frumuræktanir. Upplýsingar veitir Júlíus Gísli Hreinsson líffræðingur, sími 560 1175. Umsóknir berist til Þórðar Óskarssonar yfirlæknis fyrir 26. janúar 1998. Félagsráðgjafi óskast á barna- og unglingageðdeild sem fyrst í fullt starf til eins árs. Starfið er á barnadeild og felst m.a. í vinnu í þverfa- glegu teymi. Félagsráðgjafamenntun áskilin. Reynsla í starfi og þekking á fjölskylduvinnu nauðsynleg. Upplýsingar veitir Kristín Kristmundsdóttir yfirfélagsráðgjafi í síma 560 2500. Umsóknir berist til Guðlaugar Magnúsdóttur yfirfélagsráðgjafa, geðdeild Landspítalans, sími 560 2600. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.