Dagur - 17.01.1998, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 17. JASÚAR 1998
TIL LEIGU
VERSLUNARHÚSNÆÐI
Ráðhústorg 9, fyrsta og önnur hæð.
Einnig Ráðhústorg 1, 2. hæð,
skrifstofuhúsnæði.
Upplýsingar í síma 462 7422.
ÞJÓDMÁL
ÓSKILAHROSS
Glæsibæjarhreppi er í óskilum jörp hryssa líklega
komin á fjórða vetur, ómörkuð.
Hefur verið í óskilum mikið á annað ár án
vitneskju fjallskilastjóra.
Nánari upplýsingar í síma 462 6872.
Fjailski lastjóri.
Lögreglan á Akureyri
Mötuneyti
Laust starf við matseld í mötuneyti lögreglustöðvarinnar á
Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Verkamannasambands íslands og fjármálaráðherra
f.h. ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar gefa yfirlögregluþjónar.
Fegfuráarsamkeppni
Noráurlanis 1993
Tclíið er á móti ábendingum í Fegurðarsambeppni
Norðurlands sem fer fram í Sjallanum í mars 1998,
í síma 462 2770 (Sjallinn) og 462 5266, Sigurður.
Stúlburnar munu taka Jaátt í vörukynningum,
tískusýningum og sitja fyrir á auglýsingamyndum
auk jress aá taka jrátt í keppninni
Ungfrú Noráurland 1998.
A E» U P
AKUREYRARBÆR
Styrkir vegna námskostnaðar
og verkfæra- og tækjakaupa
fatlaðra
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki vegna námskostn-
aðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra samkv. 27. gr. laga um
málefni fatlaðra nr. 59/1992 og reglugerðar þar að lútandi.
Styrkur vegna námskostnaðar er ætlaður til greiðslu útlagðs
kostnaðar vegna námsgagna og vegna námskeiðs- og skóla-
gjalda.
Styrkur vegna verkfæra- og tækjakaupa er ætlaður til að auð-
velda fötluðum að skapa sér atvinnu með heimavinnu eða sjálf-
stæðri starfsemi.
Til ráðstöfunar á þessu ári eru kr. 1.200.000,- Úthlutað er tvisvar
á ári og mun fyrri úthlutun fara fram 15. mars og þurfa umsóknir
að berast fyrir 15. feb. nk.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar veitir Hulda Stein-
grímsdóttir á Vinnumiðlun Akureyrar, Glerárgötu 26, 600 Akur-
eyri, í síma 460 1470.
Karlar, krónur
og konur
ARNAR
SVERRIS-
SON
sálfræðingur
Ein af meginforsendum jafnréttis
kynjanna séð af sjónarhóli karl-
manna, er að Iosna undan fyrir-
vinnukvöðinni. En það blæs ekki
nógu byrlega á þeirri siglingu.
Undiralda væntinganna er ofur-
þung og hnikar réttri stefnu. Trú-
lega gildir í þessu tilliti það sama
um íslenska karlmenn og banda-
ríska. Samkvæmt rannsóknun
velkjast þeir ekki í vafa um, hverj-
um „hnossið" skal falla í skaut.
Einmitt þeim.
Fyrirviimiu'
Kvenfrelsunarbaráttan síðustu
áratugi hefur m.a. skilað konum
þeim árangri, að valkostir um
störf hafa aukist. Þannig er þeim
kleift að starfa utan veggja heim-
ilis sem fyrirvinnur eða innan
þess við heimilisstörf. Svo má
velja beggja blands. Þá er ótalin
fjórða Ieiðin eða leið hinnar ein-
stæðu móður, sem ýmist þiggur
framfærslu frá hinu opinbera
og/eða barnsföður eða axlar alla
ábyrgð á uppeldi barna og fram-
færslu. Slíkar kvenhetjur eru
mýmargar í íslenskri sögu. Mis-
munandi sjálfsaflafé stuðlar eðli-
lega að ýmsum tilbrigðum við þá
framfærsluleið. A vegum bresku
nefndarinnar um jöfn tækifæri
karla og kvenna (British Equal
Opportunities Commission) var
fyrir 5 árum eða svo gerð könnun,
sem leiddi í ljós að um sjötíu af
hundraði breskra kvenna lagði af
mörkum til heimilisins með
sjálfsaflafé, en um helmingur
þess hóps óverulega eða sem nam
afrakstri hlutastarfs. Ætla má, að
íslenskur veruleiki sé svipaður
hinum breska að þessu Ieyti. Því
er það, að venjulega býðst karl-
mönnum eða feðrum einungis
einn raunverulegur valkostur, þ.e.
að gjörast fyrirvinna í fullu starfi
og sinna heimilis- og fósturskyld-
um utan vinnutíma. I áður-
greindri rannsókn kom nefnilega
einnig í Ijós, að 5% karla sinna
eingöngu heimilisstörfum en 30%
kvenna. Eigi konur á hinn bóginn
velmegandi fyrirvinnu kjósa 70%
þeirra að sýsla heima við.
HlutsMpti karlanna
Eftir tiltölulega nýlegum athug-
unum að dæma, leggja bandarísk-
ir karlar almennt meira af mörk-
um en kynsysturnar til að full-
nægja sameiginlegum þörfum
fjölskyldunnar. Skerfur karla árið
1991 var 61 stund á viku í saman-
burði við 56 stundir kvenna. Þeg-
ar fyrir tuttugu árum var hlutfall-
ið svipað. I erli hvunndagsins eru
því Iíkur til, að álag karla sé
meira. Og hvað bera þeir svo úr
býtum? Rannsóknir benda til eft-
irfarandi: Þeir njóta síður nær-
andi samvista við börnin sín, tapa
forsjá barna sinna miklu oftar,
umgengisréttur er oftar á þeim
brotinn, þeir verða fremur fyrir
ofbeldi, falla fremur fyrir eigin
hendi, ánetjast oftar fíkiefnum,
örkumlast oftar, njóta síður heil-
brigðisþjónustu og ævi þeirra er
til muna styttri. Þrátt fyrir þetta
/ rannsókn kom nefnilega einnig I Ijós, að 5% karla sinna eingöngu heimilisstörf-
um en 30% kvenna. Eigi konur á hinn bóginn velmegandi fyrirvinnu kjósa 70%
þeirra að sýsla heima við“, segir Arnar m.a. í grein sinni..
hlutskipti telja þeir sig hamingju-
samari en konur. Kyndugt kyn,
ekki satt! (En væntalega á þetta
við um þá karlmenn, sem enn
standa uppréttir, þegar rannsókn-
ir fara fram.)
Nýlega var í ársskýrslu Félags-
málastofnunar Reykjavíkur greint
frá því, að „ný stétt“ kæmi í aukn-
um mæli við sögu hjá stofnun-
inni. Hún er skipuð fátækum
feðrum. Þessi staðreynd kynni að
gefa svipaðar vísbendingar um
stöðu karla og nokkurra ára
bandarískar rannsóknir um efna-
hag karla og kvenna, er hafa
heimilisrekstur með höndum.
Eignir kvenna í þessum hópi eru
umtalsvert meiri en karla. Raunar
er það svo, að þegar árið 1963
(árið sem John F. Kennedy var
myrtur og afi minn elskulegur féll
frá) komst bandaríska hagstofan
að því, að fyrir réttum 37 árum
höfðu ógiftar konur betur til hnífs
og skeiðar en ógiftir kynbræður
þeirra. Þetta er undrunarefni ekki
síður en sú staðreynd, að meðal
auðugustu einstaklinga Banda-
ríkjanna (eign: 500.000 dalir eða
meira), sem eru 1.6% þjóðarinn-
ar, eru konurnar auðugri en kyn-
bræðurnir.
Sjálfstæði kvenna
Seint verður í jafnréttisbaráttunni
Iögð nægilega rík áhersla á nauð-
syn þess, að konur geti séð sjálf-
um sér farborða. Það er án efa
eitt allra stærsta hagsmunamál
karla (og þá um leið kvenna að
sjálfsögðu). I ljósi yfirlýstrar sjálf-
stæðisþrár kvenna, sem auðvitað
er í alla staði sanngjörn og sjálf-
sögð, vekur það nokkra undrun,
hversu fáar þeirra stíga í raun
skrefið til efnahagslegs sjálfstæðis
°g fylgja þannig í fótspor merkra
formæðra eins og Auðar djúpúðgu
og Olafar Loftsdóttur. Það er
varla leiðum að líkjast, enda skipa
þær sér á bekk með sjálfri
Kleópötru, Elísabetu hinni fyrstu,
Katarínu keisaraynju og blóði
drifnu Maríu.
Karlar leggja margir hverjir
konum lið í sjálfstæðisbaráttunni,
því körlum er unnvörpum hlýtt til
kvenna og vilja veg þeirra sem
mestan. Sérstaklega er minnis-
stæð viðleitni álversforstjórans
brottflutta, sem árum saman
bauð íslenskum konum þjálfun til
starfa í vellaunaðri vinnu við hlið
feðra og bræðra í álverinu. Þær
þekktust því miður fáar boð hans.
Hlýhugur og rausnarskapur veitu-
stofnana Reykjavíkurborgar í garð
kvenna, sem vilja mennta sig í
verkfræðum, er einnig kunnur
(Og vafalaust er þess ekki lengi að
bíða að borgaryfirvöld veiti karl-
mönnum styrki til að mennta sig í
hjúkrunar- og uppeldisfræðum.)
Opnar dyr
Hví er það, að konur grípa ekki
gæsina oftar en raun ber vitni?
Dyr „kvennafangelsisins'1 standa
galopnar. Innan seilingar er gull
og grænir skógar karlaveldisins.
Er skýringarinnar ef til vill að
leita í hugskoti kvennanna sjálfra.
Mér er nær að halda, að svo geti
verið. Eg hef nefnilega haft því
láni að fagna, að kynnast fjölda ís-
lenskra atgerviskvenna ungra að
árum, sem hafa valið sér frama-
braut innan umönnunar, uppeldis
og aðhlynningar. Þær hafa kennt
mér geysimargt um reynsluheim
kvenna. I spjalli við eina þeirra
um daginn bar á góma starfsval
kvenna á Islandi í kjölfar þess, að
við reyndum að skýra, hvers
vegna íslenskar konur væru eftir-
bátar kynsystra sinna á Norður-
löndum i öllu því, er lyti að stjórn-
málum og opínberri stjórnsýslu.
Ég Iýsti undrun gamals baráttu-
jaxls um jafnrétti kynjanna á
þeirri staðreynd, að ungar konur
færu nú fjöld og sæktu sér starfs-
frama í hefðbundnum og „kven-
legum" láglaunastörfum og benti
í einfeldni minni á þann auðsæja
valkost að drífa sig á togara og
draga fisk úr smugunni. Það hlyti
að vera affararsælla ungri konu,
sem vildi renna traustum stoðum
undir efnahagslegt sjálfstæði sitt.
Viðmælandi minn brosti undur-
blítt og bjóstumkennanlega. Um-
hyggjan skein úr heiðbláum aug-
um hinnar bernsku gjörvileika-
konu, þegar hún svaraði að
bragði: „Það er svo kalt og ónota-
legt í smugunni. Fari ég þangað
get ég Iítið sinnt börnunum mín-
um.“ Því næst gjörðist hún ábúð-
arfull og bætti svo við: „Auk þess
ætla ég að ná mér í fyrirvinnu."
Spyr nú karl hinn fávísi: Hvar eru
fósturlandsins Rannveigar?