Dagur - 17.01.1998, Blaðsíða 1
\
1
\
Hækkar helmmgi
meira en vísitalan
Öfugt við það sem flestir halda hefur matvara
verið að hækka mikið umfram hækkurt
neysluverðsvísitölunnar.
Matvæli hækkuðu ríf-
lega tvöfalt meira en
öunur heimilisútgjöld
á nýliðnu ári - sem var
þriðja árið í röð sem
slíkt hefur gerst.
Sú „þjóðsaga" að matvörur hækki
minna en allt annað á ekki lengur
við rök að styðjast. Verð á matvör-
um hefur nú í þrjú ár í röð hækk,-
að tvöfalt meira heldur en vísitala
neysluverðs í heild, samkævæmt
skýrslum Hagstofunnar. Matvöru-
verð hækkaði þannig um tæp 5% í
fyrra en neysluverðsvísitalan bara
rúm 2%. Frá janúar 1995 hefur
matvöruverð hækkað samtals um
tæp 12% á sama tíma og aðrar
vörur og þjónusta hækkuðu jafn-
aðarlega um 5%, en neysluverðs-
vísitalan í heild um tæplega 6%.
Lífseig „þjóðsaga“
„Þjóðsagan" virðist hafa fæðst á
næstu þrem til fimm árum þarna
á undan. Matvöruverð hækkaði
miklu minna en annað
vöruverð frá 1990 til
1992. Og stóð síðan nán-
ast í stað næstu þrjú árin,
til 1995, á sama tíma og
aðrar vörur og þjónusta
hækkaði um 9% að jafn-
aði. Kaupmenn og fleiri
hafa síðan keppst við að
telja fóki trú um að þetta
Iöngu liðna „matargóð-
æri“ sé enn við lýði
þakkað það allri sam-
keppninni - þótt þróun-
in hafi snarsnúist fyrir
um þrem árum.
KartöfLui hækkað uin
100% - ávextir/græn-
meti um 30%
Verðhækkanir hafa verið
mjög mismunandi milli
vöruflokka. Kartöflur kosta nú
100% meira en fyrir þrem árum
og grænmeti og ávextir eru nú
30% dýrari. Feitmeti hefur hækk-
að um 13% á tímabilinu, brauð-
og kornvörur kosta næstum 12%
meira en fyrir þrem árum og
mjólkurvörur/egg næstum 11%
meira. Kjötið hefur á hinn bóginn
hækkað helmingi minna, rúm 6%
og fiskurinn sáralítið, eða ein-
ungis 2%. Gosdrykkir kosta um
8% meira og þjóðardrykkurinn
kaffið hefur nú hækkað um næst-
um fjórðung á minna en ári.
Verðlækkun á fötum, bjór og
bílum
Allt annað er uppi á teningnum
þegar Iitið er á aðra þætti heimil-
isútgjaldanna. Fatnaður er núna
heldur ódýrari en fyrir þrem
árum, bjór og áfengi líka, útgerð
heinrilisbílsins kostar rúmlega 2%
minna, og tryggingar heimilisins
eru 3% ódýrari en fyrir þrern
árum. Rafmagnstæki hafa lækk-
að ennþá meira (5%) og síminn
kannski allra mest (11%).
Veitingahúsa- og hótelþjónusta
hefur m.a.s. hækkað talsvert
minna en maturinn úti í búð, eða
um 8% á þrem árum og orlofs-
ferðirnar þó helmingi minna. I
húsgagna- og búsáhaldabúðum
hafa prísarnir stigið um 6-7% á
tímabilinu. Seljendur lesefnis og
ýmiss konar tómstundastarfsemi
hafa teygt sig talsvert lengra (9%).
Hins vegar er aðeins 3% dýrara að
hita og lýsa upp hjá sér.
- HEI
Prófkjörin
að reirna
sitt skeið
„Það er mín skoðun að prófkjör
hjá stjórnmálaflokkunum séu að
renna sitt skeið á enda. Fólk er
ekki tilbúið til að berjast hvert
gegn öðru og eiga svo að snúa
bökum saman í kosningabaráttu
rétt á eftir, ef til vill óánægt með
sína stöðu eftir prófkjörið," sagði
Jón Guðmundsson, formaður
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Garðabæ, en aðeins 7 manns
gáfu kost á sér í prófkjör flokks-
ins þar í bæ.
Hann segir að allt eins geti far-
ið svo að prófkjör fari ekki fram
hjá sjálfstæðismönnum í Garða-
bæ. Fólk sem leitað hefur verið
til segist tilbúið að vinna fyrir
flokkinn, jafnvel taka sæti á list-
anum, en ekki að fara í prófkjör.
Það verður fulltrúaráðsfundur,
sem haldinn verður síðar í þess-
um mánuði sem tekur ákvörðun
um hvað gert verður. — S.DÓR
Skíðamenn norðanlands hafa tekið gleði sína eftir snjóleysið í vetur. Gleðin skein úr andlitum þeirra sem nýttu sér fyrsta
tækifærið ti! skíðaiðkunar þennan veturinn i Hlfðarfjalli á Akureyri. - mynd: bös
i
t
Borgarfulltrúarnir Alfreð Þorsteinsson
og Pétur Jónsson skoða nýútkomið ,
eintak R-listablaðsins á prófkjörsmið- ,
stöðinn/ í gær. - mynd: bg .
Prófkjörið
öllum opið
Kosningamiðstöð Reykjavíkurlist-
ans vegna prófkjörsins sem haldið ,
verður í lok janúar var opnuð í !
gær. Frambjóðendurnir 28 voru
að sjálfsögðu mættir á staðinn, en
tilgangurinn með sameiginlegri
kosningamiðstöð er m.a. að draga
úr kostnaði þeirra við að kynna
sig. Þátttaka er öllum borgarbú-
um heimil, en ekki bundin við að-
ild að flokkunum sem að Reykja-
víkurlistanum standa. Miðstöðin
verður opin eftir hádegi alla daga
og eftir helgi verður hægt að kjósa
þar utankjörstaðar. Sjálft próf-
kjörið verður31. janúar og verður
kosið á 5 stöðum í borginni.
Suðurpótsfararnir þrir.
Uppboð
Suðurskautsfararnir þrír, Olafur
Örn Haraldsson, Haraldur Örn
Ólafsson og Ingþór Bjarnason,
hafa ákveðið að bjóða upp GPS
staðsetningartækið sem þeir not-
uðu í. nýafstaðinni ferð sinni.
Tækið verður boðið upp á sýning-
unni Vetrarlíf '98 í húsi Ingvars
Helgasonar og selt hæstbjóðanda.
Andvirði tækisins ætla þremenn-
ingarnir að Iáta renna til Iþrótta-
sambands fatlaðra.
Blýfast hjá
sjómöimiun
„Þetta er alveg blýfast," segir
Benedikt Valsson, framkvæmda-
stjóri Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins.
Enginn árangur varð af tveggja
tíma sáttafundi sjómanna og út-
vegsmanna í gær. Ríkissáttasemj-
ari hefur boðað þá til fundar
klukkan 10 þriðjudaginn 20. jan-
úar nk. - GRH
Kynbundið launamisrétti verður
ekki leiðrétt með hugarfars-
breytingu einni saman. Til þess
þarf pólitískar ákvarðanir.
14 dagar
í prófkjör Reykjarvíkurlistans
Perfecta c
Neysluvntnsdalur
SINDRI ^
-sterkur í verki
SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024