Dagur - 17.01.1998, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGUR 17. JANÚAK 1998
FRÉTTIR
Dgur
VESTURLAND
Hraðkaup í Borgamesi
Hagkaup opnar nýja verslun í Borgarnesi, Hraðkaup. Stefán Haralds-
son verslunarstjóri segir þetta nýja tegund verslunar sem eigi eftir að
koma víðar um landið. Vöruval verður þrengra en almennt gerist í Hag-
kaupsverslunum og vörur forpakkaðar, það verður t.d. ekki kjötborð í
versluninni. Stefán segir verslanir þessarar tegundar eiga eftir að koma
víðar um landið.
Eignarhaldsfélög um afrétti
Sex sveitarfélög í Borgarfjarðarhéraði kjósa um sameiningu í dag. Vilji
er til þess að stofna eignarhaldsfélög um afrétti núverandi hreppa í
sameiginlegu sveitarfélagi og binda eignaraðildina við lögbýli.
Meira hyggt í Borgamesi
Fyrsta skóflustunga að fjór-
um parhúsaíbúðum var tekin
í Borgarnesi um síðustu
helgi. Það er Pálmi Ingólfs-
son byggingameistari á Háls-
um í Skorradal sem byggir.
Húsin eru byggð úr stein-
steyptum samlokueiningum
frá Loftorku.
Tólf íbúar í nágrenninu
undirrituðu mótmælaskjal
þar sem fyrirhuguðum fram-
kvæmdum var mótmælt á
þeirri forsendu að skortur
væri á leiksvæði fyrir börn og
bílastæðum fyrir íbúa. Arið
1991 skrifuðu sextíu og einn íbúí í nágrenninu undir mótmæli við því
að byggð yrði íbúðablokk á lóðunum sem parhúsin nú rísa á, en það
stóð þá til. Ekkert varð af byggingu blokkarinnar.
Öryggismyndavélar misheppnaðar
Öryggismyndavélar sem settar voru upp í Jaðarsbakkalaug á Akranesi
gegna ekki hlutverki sínu sem skyldi. Nokkur „blind“ svæði komu í Ijós
í Iauginni þegar myndavélarnar sem voru fjórar höfðu verið teknar í
notkun. Seljandi þeirra bætti við fimmtu vélinni á sinn kostnað. Ann-
að vandamál fylgir vélunum, en þegar ljósin í sundlauginni eru kveikt í
skammdeginu blindast myndavélarnar. Það eru því lítil not af þeim við
þær aðstæður. Seljandinn ætlar að reyna að Ieysa þetta vandamál sem
fyrst en blindu svæðin verða ekki Iagfærð fyrr en næsta haust þegar
tæmt verður úr lauginni. - OHTt
Nýr vegur um Sámsstaðamúla
Skipulagsstofnun hefur hafið athugun á frummati á umhverfisáhrifum
vegna lagningar nýs vegar um Sámsstaðamúla í Árnessýslu, það er frá
gatnamótum við Búrfellsvirkjun að Þjórsá við Sandafell. Um er að ræða
3,5 km. langan nýjan vegkafla, sem mun stytta leiðina um 2,1 km. mið-
að við núverandi veg. Miðað er við að framkvæmdir hefjist snemmsum-
ars á þessu ári. Búist er við að umferð um þessa leið muni vaxa mikið
á næstu árum vegna virkjunarframkvæmda á hálendinu.
Guðni vill fréttir af Suðurlandi
Guðni Ágústsson alþingismaður telur brýnt að Ríkis-
útvarpið bæta fréttaþjónustu sína á Suðurlandi en
hann telur kjördæmið afskipt í þessum efnum, borið
saman við önnur kjördæmi. Á fundi á Akureyri fyrr í
vikunni sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, að nauðsyn væri fyrir Sjónvarpið að
efla fréttaþjónustu sína til dæmis á Norður- og Aust-
urlandi, en Guðni telur að ekki sé síður mikilvægt að
Ríkisútvarpið taki sig á í fréttaflutningi af Suður-
landi, hvort heldur er í sjónvarpi eða útvarpi.
Jákvæður sameiningarandi í
nppsveitum
Fjögur sveitarfélög af sjö í uppsyeitum Árnessýslu hafa gefið jákvætt
svar um vilja til þátttöku í umræðum um sameiningarmál. Að sögn Sig-
urðar Inga Jóhannssonar formanns undirbúningsnefndar, hafa þegar
komið jákvæð svör frá hreppsnefndum Þingvallasveitar, Laugardals-
hrepps, Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Enn er beðið svara úr
Grímsneshreppi, af Skeiðum og úr Gnúpvetjahreppi. Frestur til að
skila inn svörum er fram til nk. þriðjudags, 20. janúar. Nú þegar hefur
verið unnin allmikil undirbúningsvinna vegna sameiningarmála og all-
ar tölulegar staðreyndir eiga að liggja fyrir, en ef allt gengur upp er rætt
um að kjósa um sameiningartillögu samhliða sveitarstjórnarkosningum
í vor. — SBS
Guðni Ágústsson.
Velvilji í stjóm-
arflokkunum
Farþegar SVR fagna
lokuii Hafiaarstrætis
Háskóliim á Akureyri
fær vflyrði um batn-
andi tima.
„Ég náttúrlega fagna því vel ef
styðja á Háskólann á Akureyri.
Við höfum barist fyrir að fá bygg-
ingaráætlun fjármagnaða og
samþykkta og þetta er mikil við-
urkenning á þeirri starfsemi sem
hér hefur farið fram og gagnsemi
hennar fyrir landið allt. Við verð-
um varir við aukna viðurkenn-
ingu, bæði frá almenningi og
stjórnmálamönnum og það er
mjög dýrmætt að fá svona yfir-
lýsingu frá formanni annars
stjórnarflokksins," segir Þor-
steinn Gunnarsson rektor Há-
skólans á Akureyri.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, segir mjög jákvæðan
vilja hjá ráðherrum beggja
stjórnarflokka til að flýta upp-
byggingu Háskólans á Akureyri
og leggja fram það fé sem til þess
þarf. Þetta kom fram á almenn-
um fundi framsóknarmanna á
Akureyri £ fyrrakvöld. Halldór
sagði á fundinum að reynslan
sýndi að Háskólinn á Akureyri
útskrifi fólk sem kjósi umfram
annað háskólafólk að setjast að
úti á Iandi og á tímum mikillar
búseturöskunar hljóti slíkt að
teljast jákvætt. Ráðherra varar
við því að menn festist í hug-
myndum um að Háskólinn á Ak-
ureyri sé í samkeppni við Há-
skóla Islands. Vöxtur og frekari
uppbygging Háskólans á Akur-
eyri sé framfaramál allrar þjóðar-
innar.
„Brýnast hjá okkur er að bygg-
ja upp kennsluhúsnæði hér á
Nemendur Háskúlans á Akureyri létu s/g dreyma um stærri og betri skóla i gær enda ætlar
Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokks/ns að beita sér fyrír auknum fjármunum ti/
stofnunarínnar. mynd: bös
nýja háskólasvæðinu við Sólborg
þannig að kennslan fari öll fram
á sama stað og njóti þjónustu
bókasafnsins sem þegar hefur
flust þangað. Kostnaðurinn við
fyrsta áfanga kennsluhúsnæðis-
ins er um 250 inilljónir króna,“
segir Þorsteinn Gunnarsson.— bþ
SVR leggst gegn
opnun Hafnarstrætis.
Eykur umferöarör-
yggi farþega og stnöl-
ar aö ineiri stundvísi
vagna. Eflir almenn-
ingssamgöngur.
„Við teljum mjög mikilvægt að
Hafnarstræti sé lokað fyrir al-
mennri bílaumferð frá Pósthús-
stræti að Lækjargötu," segir Árni
Þór Sigurðsson stjórnarformað-
ur Strætisvagna Reykjavíkur.
Hann segir að það sé ekki for-
svaranlegt út frá umferðaröryggi
farþega SVR að hafa þennan
hluta götunnar opinn fyrir bíla-
umferð. í því sambandi bendir
hann m.a. á að farþegar SVR
þurfa að ganga yfir götuna frá
skiptistöðinni á Lækjartorgi þeg-
ar þeir fara upp í sína vagna. Þar
fyrir utan hafa tímamælingar
staðfest að vagnarnir verða fyrir
miklum töfum á leið sinni frá
miðbænum og uppá Hlemm
þegar þessi hluti Hafnarstrætis
Það er ekki aðeins að nýjustu vagnar SVR séu brosandi þessa dagana heldur einnig far-
þegar og vagnstjórar. Með því að loka hluta Hafnarstrætis fyrir almennri umferð eru meiri
likur en ella að strætó geti haldið timaáætlun frá miðbæ og uppá Hlemm.
hefur verið opinn fyrir almennri
umferð. Það helgast m.a. af mun
þyngri umferð einkabíla frá
Hafnarstræti og upp Hverfis-
götu. Það bitnar svo aftur á
stundvísi vagna SVR.
Árni Þór segist ekki hafa orðið
var við annað en almenna
ánægju bæði meðal farþega og
vagnstjóra SVR að hafa þennan
hluta Hafnarstrætis lokaðan.
Hann gerir ekki ráð fyrir að
borgin muni breyta þessari
ákvörðun sinni þrátt fyrir áköf
mótmæli kaupmanna. I það
minnsta mundi stjórn SVR leggj-
ast gegn öllum slíkum áformum.
Þar fyrir utan væri lokun göt-
unnar í anda þeirrar stefnu borg-
aryfirvalda að efla almennings-
samgöngur og draga úr umferð
einkabíla. — GRH