Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL jy^ar ______ Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstodarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7oso Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar augiýsingadeiidar: creykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrij 551 6270 (reykjavík) Úíj*.líiistvrkir Kvennalista í fyrsta lagi Kvennalistinn hefur nú kvatt sér hljóðs vegna ágreinings um út- gáfustyrki, sem úthlutað er til þingmanna. Stendur deilan um hvort Kristín Astgeirsdóttir, sem sagt hefur skilið við Kvennalist- ann, eigi að fá tæpar tvær milljónir í sinn hlut, en það mun láta nærri að vera þriðjungur þingmannahlutar í útgáfustyrk til þingflokksins. Almenningur, sem stendur utan við þessa deilu og er ekki innvígður á uppboðsmarkaði útgáfustyrkja Alþingis, spyr hins vegar í hvað þessir peningar séu ætlaðir? Hvers vegna er þeim úthlutað til þingflokka í hlutfalli við styrk þeirra og at- kvæðamagn. í öðru lagi Svarið sem fólk fær er að þingmenn þurfi að kynna sjónarmið sín og stefnu og eðlilegt sé að sú úthlutun sé í einhverju sam- ræmi við fylgi. Hið rökrétta í stöðunni væri því, ef Kristín Ast- geirsdóttir á ekki rétt á útgáfustyrk, að skera niður styrk þing- flokks Kvennalista sem nemur hennar hluta! Olíklegt er þó að slíkt teldist lausn í deilunni, sem aftur undirstrikar að tímabært er að endurskoða þessa rausnarlegu útgáfustyrki í heild sinni. Það væri strax skref í áttina að breyta þeim í framlög til sérfræði- aðstoðar við þingmenn. Þannig væri í raun verið að styrkja lög- gjafarvaldið - þingmenn hafa næg önnur tækifæri til að koma hugmyndum sínum og stefnu á framfæri. í þriðja lagi I dag er í reglunum svigrúm til túlkunar og því um Ieið svigrúm til ágreinings. Kvennalistaþingkonur hafa notað þetta svigrúm til hins ítrasta. Ágreiningur þeirra og yfirlýsingar eru hat- rammari en menn eiga að venjast hjá íslenskum stjórnmála- mönnum. Það er líka kaldhæðni örlaganna að einmitt Kvenna- Iistinn - ímynd siðprýðinnar í íslenskum stjórnmálum - skuli láta sín síðustu spor í pólitík verða heiftúðugan stríðsdans um skiptingu opinberra styrkja til eigin útgáfustarfsemi. Fjármála- ráðherra hefur sent samráðherrum sínum belgvettlinga að gjöf til að lina handarhöggin frá Davíð. í ljósi heiftarinnar vegna út- gáfustyrks er spurning hvort boxhanskar séu ekki gjöf við hæfi handa þingkonum Kvennalista ? Birgir Guðmundsson Tarsan flytur til Akureyrar Garri hefur alltaf átt bágt með að þola vol og væl. Þess vegna er hann eldheitur stuðnings- maður Jakobs Björnssonar og bæjarstjórnarmeirihluta hans. Garri hefur meira að segja átt- að sig á að hverju bæjarstjórn- armeirihlutinn stefnir sem er talsvert afrek í ljósi þess að meirihlutinn sjálfur hefur ekki gert sér grein fýrir því. Framtíðar- sýn meiri- hlutans Nú um stundir reka bæjarbúar upp ramakvein yfir því að bærinn sé ekki fjölskylduvænn. Leikskólagjöld eru þau hæstu á land- inu, dýrast í sund, launin lág og framboð menningar og af- þreyingar minna en á suð- vesturhorninu. Garri hefur jafnvel heyrt einstaka hjáróma rödd, úr þessum vælu- og úr- tölukór, segja að bærinn sé að tapa samkeppninni um fram- tíðaríbúa sína með stefnuleysi í málefnum þölskyldunnar. Forráðamenn bæjarins hafa aftur á móti bent réttilega á það að miðað við hnattstöðu er þolanlegt veðurfar og það sem er ekki síður mikilvægt, að töluvert er um trjágróður. Trjágróður bæjarins var lengi vel einn af fáum fögru hár- brúskum á þessu berrassaða landi. Garra þykir þ\'í einsýnt hvert meirihlutinn stefnir varðandi framtíð bæjarins og leggur því til við bæjarstjórn að á næsta fundi verði sam- þykkt eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Akureyrar gerir að tillögu sinni að stofnuð verði nefnd til að kanna þann möguleika að hinn háæru- verðugi lávarður Greystoke, stundum nefndur Tarsan apa- bróðir, flytjist til bæjarins." Garri dagsins getur svo fylgt með sem greinargerð með til- lögunni. Hvað með Jane og bömin Það eina sem veldur Garra áhyggjum varð- andi þetta háleita framtíðarmarkmið er að í öðrum sveitarfé- lögum vaxa Iíka tré. Telur Garri í ljósi þess að Tarsan hefur feng- ið nokkra nasasjón af vest- rænni menningu, talsverða hættu á því að hann setji ekki fyrir sig að trén á suð-vestur- horninu séu litlu lægri. Því gæti reynst nauðsynlegt að fækka trjám og lækka þau í öðrum bæjarfélögum. Nokkuð er um liðið síðan Garri frétti síðast af Tarsan og hver veit nema að ómegð komi í veg fyrir að þau Jane geti hugsað sér að flytja til Ak- ureyrar. Eins gæti berangurs- legur klæðaburður hans feng- ið hann til að rýna í húshitun- arkostnaðinn. Það væri mikil synd og dapurlegur endir málsins ef Tarsan setti fyrir sig þau atriði sem bæjarbúar hafa verið að væla um. Sér- staklega í Ijósi þess sem bær- inn getur boðið manni eins og Tarsan. GARRI GnmdvaUaratriði .Algjört grundyallaratriði". „Mál- efnin ráða“. I umræðunni um framvindu stjórnmálanna á næstunni er flokkakerfið skot- spónn þeirra sem vilja stokka upp og sækja fram fyrir hönd þeirra systra „félagshyggju" og „vinstristefnu". Litla systir, „kvenfrelsi", fylgir með. Þegar ofþreyta gerir vart við sig hjá þeim sem ekki eiga langlundar- geð á eilífðarlager koma gamlir vinir til skjalanna: „grundvallar- atriði" og „málefnin ráða“; fylgi- sveinar þeirra sem vilja fara sér hægt og athuga málin og kanna stöðuna til hlítar og varast vítin og fara sér að engu óðslega og gæta þess að flokkarnir lifi sínu lífi með gögnum og mismiklum gæðum. Sem sagt: engin sam- fylking nema samkomulag hafi náðst um „algjör grundvallarat- riði“ og að „málefnin ráði“. Gott og vel. Dæmi úx sögimni Sjö ár eru ekki langur tími í póli- tík. 1991 var sögulegt ár. Ungur borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins nýkominn úr skyndilegu strand- höggi í formannsbúðir Þorsteins Pálssonar var að reyna fyrir sér í landsmálapólitík. Alþingiskosn- ingar, vinstri stjórn Stein- gríms Hermannssonar, Jóns Baldvins Hannibals- sonar og Ólafs Bagnars Grímssonar hafði staðist áhlaup þessa unga manns og haldið meirihluta á Al- þingi. Búnir að kveða nið- ur höfuðandstæðing ís- Iensks efnahagaslífs: verð- bólgudrauginn. Koma á þjóðarsátt. Þessir gömlu refir landsmálanna gátu þess vegna dæmt þennan Davíð nokkurn Oddsson til fjögurra ára útlegðar á Alþingi og ráðið ríkj- um í lýðveldinu. Niðurstaðan varð sú að ryðja braut til þess að sterkasti foringi Sjálfstæðis- flokksins frá dögum Ólafs Thors gæti orðið til. Málefnið réði, al- gjört grundvallaratriði þess að ekki var hægt að mynda vinstri stjórn. Hvaða mál svo stórt? Auðvitað muna menn að það var afstaðan til Evr- ópska efnahagssvæðisins sem réði úrslitum. Hún var slíkt grundvallaratriði. Nú er ekki langt um liðið og mætti því ætla að það mikla stórmál sem sldpti sköpum um framvindu ís- lenskra stjórnmála væri hinn mikli Þrándur í Götu þeirra sem enn eru að paufast við að samfylkja félags- hyggjumönnum, vinstrafólki og þeim sem \ilja tala um kven- frelsi. En hver er raunin? Enginn talar um EES! ENGINN. Sem hornsteinn í umræðu um framtíð íslensltra stjórnmála er þetta mál ekki á dagskrá. Enginn flokkur boðar úrsögn úr EES komist hann til valda eftir næstu kosn- ingar. Er tii sá stjórnmálamaður sem gerir úrsögn úr EES að úr- slitaatriði varðandi sam\innu á vinstri kantinum? Hér skiptir engu hver hafði „á réttu að stan- da“. Niðurstaðan stendur. Óhög- guð, og enginn sækir að henni. Lærdómur Nú væri freistandi fyrir dálkahöf- und að varpa púðurkerlingu inn í stjórnmálaumræðuna: „Og hvaða lærdóm geta nú flokkarnir dregið af þessu?“ Spyrja af mikl- um alvöruþunga um hvað hafi orðið um grundvallaratriðið og málefnið. Hin spurningin er þó miklu áhugaverðari: Hvaða lær- dóm draga kjósendur af? sv<a]rad Á Krístín Ástgeirsdóttir aðfá þriðjung afút- gáfustyrk Kvennalist- ans? Lára Margét Ragnarsdóttir þingmaður Sjáflstæðisflokks. ,Af hverju ekki? Kristín Ástgéirs- dóttir var kjörin á þing á veg- um Kvenna- listans, en stendur nú utan flok- ka. Eg hef enn ekki tekið afstöðu til þessa máls, en finnst spurn- ingin hinsvegar ekki óeðlileg." Steingrímiix J. Sigfússon þingmaðurAlþýðubandalags. ,Já, ég er þeirrar skoðunar að þegar þingmenn starfa sjálf- stætt hvort sem þeir hafa náð kjöri f sérfram- boðum eða standa utan þing- flokka af ástæðum sem hafa komið upp - þá eigi þeir að njóta hlutfallslega sömu réttinda og aðrir þingmenn. Mér finnst það liggja í eðli þessa fjárstuðnings við stjórnmálastarfið og lýðræð- ið, sem þessar greiðslur eru.“ Lúðvik Bergvinsson þittgmaður Alþýðufloltks. „Ég þekki ekki nægi- lega vel hugsunina á bak við útgáfu- styrkinn. En ef þetta er styrkur til þing- flokka, þá þarf að minnsta kosti tvo til að geta myndað þingflokk. En ef hugs- unin er hinsvegar styrkur per þingmann, Jjá er erfitt að ganga framhjá Kristínu.“ Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokks. „Fljótt á litið finnst mér það ekki óeðli- legt, en hef á hinn bóginn ekki kynnt mér málið nægilega vel til þess að kveða uppúr með það, með skýrum hætti nú.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.