Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 2
2 -LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998
D^tur
FRÉTTIR
Hefnigirni ræður feröinni segir Kristín Ástgeirsdóttir þingkona.
Kveimalistiim
dregiim í svaðið
Fyrmin samherjar í
Kvennalistamnn deila nú
af mildlli heift um pen-
inga.
„Mér þykir afskaplega leiðinlegt að
horfa upp á mína íyrri samherja sýna
kvennasamstöðu með þessum hætti og
mér finnst þær vera að draga Kvenna-
Iistann niður í svaðið með framkomu
sinni. Það er hefnigirni sem þarna ræð-
ur ferðinni," sagði Kristín Astgeirsdótt-
ir þingkona í gær. Þá hafði þingflokkur
Kvennalista, sem hefur mótmælt því að
Kristín fái útgáfustyrk á Alþingi, rætt
við formenn þingflokkanna og forseta
þingis og fengið því framgengt að
greiðslu útgáfustyrks til þingflokka er
frestað og málið skoðað á ný.
Miklir peningar
Málið snýst um það hvort Kristín Ást-
geirsdóttir, sem sagt hefur skilið við
þingflokk Kvennalistans, eigi að fá
1900 þúsund krónur í útgáfustyrk eða
hvort þær Guðný Guðbjörnsdóttir og
Kristín Halldórsdóttir eigi að fá þessa
peninga til viðbótar þeim 7 milljónum
sem þingflokkur þeirra fær nú þegar.
Um tvennskonar styrki er að ræða
til þingflokkanna. Annars vegar 47
milljónir króna til að kaupa sérfræði-
aðstoð og verða það rúmar 600 þúsund
krónur á hvern þingmann. Þá peninga
fær Kristín. Hins vegar er svo um að
ræða 130 milljónir króna til útgáfu-
starfsemi. Rúm 12% skiptast jafnt
milli þingflokkanna, en afgangurinn
eftir atkvæða- og þingmannafjölda
flokkanna.
Kristúiar það sem Krístinu ber
„Við erum með sterk rök fyrir okkar
máli og teljum að ekki sé verið að fara
eftir þeim reglum sem gilda. Þess
vegna hefur verið fallist á kröfu okkar
um að betur sé farið ofan í þetta mál.
Kristín á fullan rétt á peningum til
greiðslu á sérfræðiaðstoð þingmanna
og fær þá samtals 658 þúsund krónur
á ári. En með því að veita henni út-
gáfustyrk er verið að fara út fyrir þær
reglur sem gilda og veita hættulegt for-
dæmi. Útgáfustyrkurinn til þingflokka
er samkvæmt umsókn þingflokka. Hún
getur því ekki sótt um hann því hún er
ekki þingflokkur og hún hefur ekki sótt
um þennan styrk. Þess vegna voru
þetta mistök hjá úthlutunarnefndinni,"
sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, formað-
ur þingflokks Kvennalistans.
Engar vinnureglur
„Nefndin hefur bara það verksríð að
úthluta þessari ákveðnu upphæð. í
sjálfu sér eru engar vinnureglur fyrir
nefndina að fara eftir nema hefðin sem
mótast hefur á löngum tíma. Nefndin
var sammála um að eðlilegt væri að
Kristín Ástgeirsdóttir fengi útgáfu-
styrk. Kristín segist ætla að skrifa bók
um kvennabaráttuna og það tel ég að
falli undir þennan útgáfustyrk. Hún er
væntanlega í bókinni að höfða til þess
hóps sem hefur kosið hana á þing,“
sagði Egill H. Gíslason, framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins, sem sæti á
í úthlutunarnefnd útgáfustyrksins.
- S.DÓR
Kiyddpían Mel B. og Fjölnir
Þorgeirsson eru á leið í hnapp
helduna samkvæint frétt í
Hello. í þessu vinsælasta slúð-
urblaði heims segir að Mel og
Fjölnir, sem blaðið segir vera
fyrrverandi hnefaleikakappa,
séu leynilega trúlofuð. Blaðið
hcfur eitir vini Mel og Fjölnis
að þess muni ekki vera langt
að bíða að þau gangi í það hcilaga. Verði svo mun
Hello vafalaust standa vaktina þvf þar á bæ láta
menn sig ekki vanta með Ijósmyndavélamar
þegar fræga fólkið gengur í það heilaga.
Fjölnir
Þorgeirsson.
í heita pottinum cr um fátt
meira talað en svívirðingar
þær sem kvennalistakonur
núverandi og fyrrverandi ausa
hvcrjar yfir aðra. Einn pott-
verji sagði þetta h'kast þvf sem
gerist í hjónaskilnuðum.
Hjónin reyni að vera kurteis
og yfirveguð að minnsta kosti
á yfirborðinu, þangað til komi
að peningamálunum, þá veröi allt vitlaust.
í pottinum fyrir norðan voru menn að velta fyr-
ir sér af hverju leikskólakennaranemar í Háskól-
anum á Akureyri væru svona illir yfir því að gefa
ætti félögum þeirra í fóstur- og þroskaþjálfaskól-
anum tækifæri á að útskrifast í vor frá nýjum
uppeldisháskóla með háskólapróf í sínum fræð-
um. Skýring segja kunnugir er ekki síst sú að
nemendumir á Akureyri gerðu ráð fyrir að verða
þeir fyrstu scm úskrifuðust sein háskólamennt-
aðir leikskólakcimarar, en nú stefnir í að fóstur-
skólanemar skjóti þeim ref fyrir rass.
Línuritin sýna
fjögurra daga
veðurhorfur á
hveijum stað.
Línan sýnir
hitastig, súluritið
12 tíma úrkomu
en vindáttir og
vindstig eru
tilgreind fyrir
neðan.
Sunnan kaldi
og hlýnandi
veður.
Dálítil súld
um sunnan-
og
vestanvert
landið en
annars þurrt.
Færð á vegiuit
Víða var hálka í gær en annars þokkalegt vetrarfæri almennt.
Lágheiði var mokuð.