Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 7
%W
LAUGARDAGUR 2 4 . / A N Ú A R 1998 - 7
RITS TJÓRNARSPJALL
Clinton og kynlífi ö
asta umhverfi sínu og eiga því
auðvelt með að umbera.
Umheimurinn hlýtur hins veg-
ar að hafa verulegar áhyggjur af
þessum nýjustu uppákomum í
lífi Clintons. Þeir sem leita til
Bandaríkjanna eftir sterkri for-
ystu við að reyna að leysa ýmis
alvarlegustu vandamál heims-
byggðarinnar sjá núna í Hvíta
húsinu mann sem þarf sífellt að
vera að veija sig í fjölmiðlum og
jafnvel fý'rir dómstólum.
Persónulegt traust milli þjóð-
arleiðtoga skiptir miklu máli í al-
þjóðlegum samskiptum ríkja. Ef
fram fer sem horfir - hversu
Iengi mun þá Bill Clinton njóta
þess trausts sem er bráðnauð-
synlegt til þess að hann geti beitt
sér með árangri á alþjóðavett-
vangir
Einkum er hætt við að sífellt
veikari staða Clintons vegna kyn-
lífsmálanna muni gera honum
erfitt um vik að beita sér af skyn-
semi í málum sem snerta áhrifa-
mikla hópa bandarískra kjósenda
beint. Það á bæði við um friðar-
ferlið í Miðausturlöndum og
sambúðina við Kúbu - en þar er
brýn þörf fyrir djarfa nýhugsun
af hálfu bandarískra stjórnvalda.
Söguleg heimsókn
Heimsókn Jóhannesar Páls páfa
til Kúbu er sögulegur atburður
sem hefur vakið mikla athygli og
nokkrar vonir um breytta stöðu
þessa eyríkis sem verið hefur
pólitískur fleinn í holdi Banda-
ríkjanna í um fjörutíu ár.
Allt frá því að Fídel Kastró
hrakti einræðisherrann Batista,
og bandarísku mafíuna, frá völd-
um á Kúbu hefur sambúðin við
Bandaríkin verið erfið. Stjórn-
völd í Washington hafa áratug-
um saman reynt að svelta Kastró
til hlýðni með viðskiptabanni
sem enn var hert á skömmu íyrir
síðustu forsetakosningar í
Bandaríkjunum til að friðþægja
þeim íjölmörgu bandarísku kjós-
endum sem eru flóttamenn frá
Kúbu, eða afkomendur flótta-
manna.
Það var íyrst og fremst vegna
fjandskapar bandarískra stjórn-
valda sem Kastró hraktist í nær
banvænan faðm sovéskra leið-
toga. Kúba varð háð stórfelldri
sovéskri aðstoð sem gufaði upp
þegar Sovétríkin hrundu. Eftir
sat bandaríska viðskiptabannið
eins og spennitreyja.
Þótt náðst hafi mikill árangur
á sumum félagslegum sviðum á
Kúbu (læsi er til dæmis mun al-
gengara en í öðrum ríkjum á
svæðinu) er efnahagur landsins
afar bágborinn og pólitískt frelsi
óþekkt. Hinir bjartsýnu spá því
að heimsókn páfans muni smám
saman hafa í för með sér að
Kastró opni fyrir aukið frelsi í
efnahagslífínu.
Sumir telja reyndar að heim-
sókn páfa gefi forsetanum í
Hvíta húsinu einstakt tækifæri
til að aflétta viðskiptabanninu af
Kúbu og hrinda þannig af stað
atburðarás sem hljóti fyrr en síð-
ar að leiða til pólitísks frelsis á
eynni. Til slíkra verka þarf hins
vegar sterkan forseta sem hefur
tíma og orku til annars en að
koma sér í, og bjarga sér úr
ómerkilegum kynlífshneykslum.
Bandarísk stjórnmál minna
stundum á ótrúlegan reyfara.
Þau einkennast oft af hatursfull-
um átökum þar sem öllum
brögðum er beitt; tilgangurinn
helgar meðalið rétt eins og hjá
spænska rannsóknarréttinum
forðum daga. Allt er leyfilegt til
að klekkja á pólitískum andstæð-
ingum.
Fjölmiðlar og stjórnmálastofn-
anir Bandaríkjanna engjast
gjarnan vikum, mánuðum og
jafnvel árum saman út af
ómerkilegustu uppákomum, ekki
síst ef þær tengjast með ein-
hverjum hætti kynlífi. Ein slík
hryðja gengur nú yfir bandarísku
þjóðina. Þannig hafa ýmis alvar-
Iegustu og eldfimustu átakamál
heimsbyggðarinnar horfið í
skuggann að undanförnu vegna
gengdarlauss áhuga bandarískra
fjölmiðla á kynfærum Bill Clint-
ons forseta, en þau á hann að
hafa sýnt einhverjum kvenmanni
óumbeðið fyrir mörgum árum
suður í Arkansas. Hún vill fá
stórfé í bætur fyrir þessa lífs-
reynslu, og nýtur til þess öflugs
stuðnings pölitískra andstæðinga
forsetans.
Allra síðustu daga hefur komið
fram í dagsljósið að pólitískir
fjandmenn Clintons, saksóknar-
inn sem árum saman hefur verið
að Ieita, án árangurs, að hugsan-
legum misgjörðum Clintons í
fasteignabraski vina hans í
Arkansas fyrir áratugum, og FBI,
bandaríska alríkislögreglan, hafa
sameiginlega verið að rannsaka
meintar uppáferðir forsetans í
Hvíta húsinu, og beitt þar meðal
annars leynilegum segulbands-
upptökum eins og tíðkast í
slöppum Hollywoodkrimmum.
Bandarískir fjölmiðlar taka and-
köf yfir þessum ósköpum og eru
jafnvel farnir að tæpa á því að nú
verði að reka forsetann í útlegð
eins og Richard Nixon forðum
daga.
Pólltísk flogaveiki
Það hættulega fyrir umheiminn
við slfka pólitíska flogaveiki er
auðvitað sú staðreynd að Banda-
ríkin eru eina stórveldið á hnett-
inum og ráða því rniklu um hvað
gerist í heiminum, til góðs og
ills. Hvort sem mönnum líkar
það betur eða verr þá er forset-
inn í Hvíta húsinu í Washington
helsti leiðtogi jarðarbúa. Hann
þarf að vera í stakk húinn til að
beita sér á alþjóðavettvangi af
skynsemi, yfirvegun og ákveðni.
Tilraunir til að ýta friðarferl-
inu milli Israelsstjórnar og
Palestínumanna af stað á nýjan
leik og koma þannig í veg fyrir
hatrömm átök, flókin og hættu-
leg refskák umheimsins við
Saddam Hussein og morðingja-
hirð hans í Irak, og söguleg ferð
Jóhannesar Páls páfa til Kúbu,
eru aðeins þrjú stórmál sem síð-
ustu daga hafa fallið í skuggann
vegna yfirþyrmandi áhuga
bandarískra og þar með alþjóð-
Forsetahjónin i Hvita húsinu - Bi/I og Hillary Clinton - horfa hér til himins, en pólitísk óvedursský hrannast nú í lofti yfir Was-
hington vegna kvennamála forsetans.
legra íjölmiðla á kynlífi Clintons.
Táknrænt fyrir ástandið voru
sjónvarpsútsendingar frá sam-
eiginlegum blaðamannafundi
Yasser Arafats og Clintons í
H\a'ta húsinu, en þar snerust all-
ar spurningar fréttamanna um
meint framhjáhald forsetans.
I hugum þeirra sein stýra
hinni alþjóðlegu fréttamaskínu
er stríð eða friður í Miðaustur-
löndum augljóslega smámál
samanborið við kvennafar for-
seta sem virðist næstum því jafn
hömlulaus í þeim efnum og einn
helsti pólitíski dýrlingur Banda-
ríkjamanna á þessari öld - John
F. Kennedy.
Rúinn trausti?
Það eru tiltölulega fá ár síðan
bandarískir fjölmiðlar fengu
þennan gífurlega áhuga á kynlífi
stjórnmálamanna. Þeir minntust
til dæmis aidrei á skrautleg
kvennamál Kennedys forseta á
meðan hann var á lífi. En nú er
öldin önnur. Það liggur við að
stjórnmálamenn vestra þurfi
ekki aðeins að hafa hreint saka-
vottorð heldur líka hreint kyn-
lífsvottorð.
Hins vegar eru það ekki aðeins
bandarísku fjölmiðlarnir sem
sökkva sér ofan í slík mál af
sannkölluðum trúarhita. Stjórn-
málamennirnir sjálfir eru óragir
við að nota áburð af þessu tagi
gegn andstæðingum sínum.
Þannig hafa repúblíkanar verið
drifkrafturinn á bak við margra
ára málarekstur á hendur Clint-
on forseta - málarekstur sem
hefur kostað skattborgara vestra
gífurlega fjármuni en engum ár-
angri skilað.
Fram til þessa hefur banda-
ríska þjóðin látið sér fátt um
finnast. Hún hefur þannig kosið
Clinton í tvígang sem forseta
Bandaríkjanna þrátt fyrir enda-
Iausar sögusagnir um alvarlega
skapgerðarbresti sem virðast
hvað eftir annað hafa leitt hann
út á vafasamar brautir f einkalíf-
inu. Nýlegar skoðanakannanir
sýna að hann nýtur enn mikilla
vinsælda meðal þjóðarinnar.
Clinton virðist einn af þessum
stjórnmálamönnum sem banda-
rískur almenningur er reiðuhú-
inn að fyrirgefa næstum því hvað
sem er. Hvað veldur þessu er eitt
af þessum óútskýranlegu íýTÍr-
bærum f mannssálinni. Hugsan-
lega er ástæðan sú að í slíkum
mönnum endurspeglast algeng-
ur mannlegur breyskleiki sem
svo margir kannast við úr nán-
ELIAS
SNÆLAND
JÓNSSON
RITSTJÓRI
SKRIFAR