Dagur - 24.01.1998, Page 10

Dagur - 24.01.1998, Page 10
26 - LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 LÍFIÐ í LANDINU Dýrmæt utanhússsýning. Svavar Guðni ásamt eiginkonu sinni, Bernice, sem er frá Cayman-eyjum í Karíbahafi, ásamt nokkrum verka Svavars Guðnasonar myndlistarmanns, sem eru í eigu Svavars Guðna sonar hans. mynd: eól. 55 Engin fölsuð mynd frá mér SvavarGuðni Svavarsson, annar eifingja listaverka- auðs Svavars heitins Guðna- sonarlistmálara, segistbúa svo vel aðgeta sannað upp- runa hvers einasta verks sem eríhans eigu. „Það er næstum því verið að saka mann um glæp, svona svipað og maður væri að prenta fímmþúsundkalla. Nema hvað þetta er mildu meira verðmæti. Um falsanir á málverkum föður míns vissi ég ekki fyrr en í þessari viku. Sannleikur málsins er sá að ég seldi tvær myndir til Gallerí Borgar, það mun hafa verið í apríl í fyrra, ég var að beijast við að koma konunni minni heim frá Caymaneyjum og láta gera við húsið og reyna að halda því,“ sagði Svavar Guðni Svavarsson byggingameistari, sonur Svav- ars heitins Guðnasonar Iistmálara. Hann er annar tveggja erfingja fjölda listaverka, sem Svavar skildi eftir sig. Sannað, skjalfest og vottfest Svavar Guðni segir að staðreyndin sé sú að hverri einustu mynd í sinni eigu fylgi pappírar, listasaga verksins frá upphafi, og þar sé það vottfest að myndirnar hafi verið skoðaðar úr dánarbúi, arfshluta Svavars Guðna Svavarssonar, af Gunnari Kvaran listfræðingi og Herði Agústssyni listmálara. Síðan kemur embættisstimpill skiptaráðanda með undirritun Ragnars Hall. OIl verkin eru númeruð og skrásett í skrá sem ævinlega er handbær. Svavar segir að tryggilega hafi verið frá þessu gengið, pappírinn sé plastaður þannig, að ef reynt er að opna plastið, þá er viður- kenningin í raun ónýt. „Það er engin fölsuð mynd á markaðn- um, sem komið hefur frá mér, og eins og ég segi þá er einfalt mál að sanna upp- runa verkanna minna, sem eru geymd við kjöraðstæður. Eg var svo heppinn að búa svona um hnútana á sínum tíma, og það Afkastalitill málari Dánarbú Svavars Guðnasonar Iistmálara, sem lést 79 ára gamall árið 1988, skiptist milli tveggja erfíngja, Svavars Guðna og ekkju listamannsins, Astu Kristfnar Ei- ríksdóttur. Svavar Guðnason var braut- ryðjandi í íslenskri abstraktlist. Hann lifði og starfaði í Danmörku frá 1935 til 1951 og var einn málaranna í svonefndum Cobra-hópi, sem mjög var áberandi í dönsku listalífi. „Pabbi var einn afkastaminnsti íslenski listmálarinn sem verið hefur uppi. En hann var vandvirkur og gagnrýninn. Hann málaði kannski eina mynd meðan Kjarval málaði hundrað, ég tala nú ekki um Erró með fjölmarga listmálara í vinnu í Taílandi og í París, hann málaði þúsund á móti einni hjá pabba. Pabbi vildi hrein- lega ekki selja verkin sfn. Til dæmis var mjög falast eftir einni mynd hvað eftir annað, Hestaati, sem ég á núna, en fólk fékk hana bara ekki keypta," segir Svavar. Hann segir að þrátt fyrir lítil afköst hafi fjölmargar myndir komið í sinn hlut og hafí hann orðið að borga margar milljónir í erfðafjárskatt. Þrjú tilboð hafi sér borist í allar myndirnar. Þjóðverjar hafí til dæm- is viljað kaupa vegna þess að pappírarnir sem fylgdu voru pottþéttir. Þeir hafi frek- ar ríljað slíkar myndir en þær sem aðeins voru áritaðar. Svavar Guðni er fluttur heim til Islands ásamt Bernice konu sinni. Hún sá snjó- komu í fyrsta sinn á ævinni í vikunni, þegar fyrsta alvöru hríðin brast á í höfuð- borginni. Svavar Guðni segir að það hafi verið eftirminnilegt þegar eiginkonan sá snjóinn, gleði hennar hafi verið mikil. Sá alvöru snjó í fyrsta sinn á ævinni Svavar kann vel við kuldann og snjóinn, en hitinn á Caymaneyjum er of mikill fyr- ir hann. Hann hefur aldrei getað búið þar lengur en í tvo mánuði í einu. Þau Bern- ice giftust fyrir nærri tveim árum með mikilli viðhöfn á eyjunum. Bernice hafði starfað sem öryggisvörður á flugvelli eyj- anna, og seinna í Iöggjafarþinginu. Caymanar eru enskumælandi, eyjarnar sem Kristófer Kólumbus fann á 16. öld, voru lengi bresk nýlenda. Arið 1959 fengu þær sjálfstjórn, en eru af mörgum taldar eign bresku krúnunnar. Ibúar eru örfáir og landið eitt hið fámennasta í ver- öldinni. Á miðvikudaginn snjóaði í fyrsta sinn á þessum vetri í Reykjavík svo eitthvað bragð væri að. Guðni Svavar segir að kona sín hafi þann dag í fyrsta skipti á ævinni séð alvöru snjódrífu. „Þið hefðuð átt að sjá hana. Hún var svo innilega glöð, þetta var stórkostlegt," sagði Svavar Guðni. Hann segir að betri gjöf hefði hann ekki getað gefið henni. Reyndar var þetta á 64 ára afmæli Svavars. Svavar Guðni er afar líkur föður sínum, sumir segja að hann hafi nánast verið klónaður. Hann er einkabarn listamanns- ins. Hann segir að engu að síður hafi sín ekki verið getið í fjórum eða fimm bókum sem út hafa komið um Svavar Guðnason. Hann hafi verið talinn lausaleiksbarn. „Annars eru ekki til nein lausaleiksbörn, - bara lausaleiksforeldrar," sagði Svavar Guðni. En þeir feðgar kynntust vel og áttu vel saman. Svavar Guðni hefur reynt fyrir sér sem Iistamaður, sýndi tvisvar skúlptúra, og gekk vel. Við málverkið hef- ur hann lítið reynt. „En ég skal segja þér eitt, að svo mikið efni var í mig lagt í upphafi og þvílíkt al- efii að börnin hans pabba urðu nú ekki fleiri," sagði Svavar Guðni. -JBP I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.