Dagur - 24.01.1998, Page 15

Dagur - 24.01.1998, Page 15
/ LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 2Í.JANÚAR 199 8- 31 Hinrik'pegir i séu brseður. þvf svolítið af honum enda fór ég með honum út um allt. 5 eða 6 ára hafði ég t.d. farið inn á alla skemmtistaði í Reykjavík. Það kom til af því að hann var að spila í hljómsveitum og var að passa mig £ leiðinni. Tók mig með. Eg var bara settur á bakvið og sá allan pakkann. Það hafði bara góð áhrif á mig.“ Hann segir að það tmfli ekk- ert að þeir séu bræður. „Eg veit ekki hvað ætti að trufla. Kannski ég sé með aðeins meira hár en hann.“ Stíll leikara... „Það er engum sama hvernig hann lítur út,“ segir Hinrik að- spurður um stíl leikara. „Það skiptir mig máli hvernig ég er til fara. Sem leikari, í þetta opin- beru starfi, þá hefur maður ákveðna ábyrgð. Aðallega gagn- vart unglingum. Börn og ungl- ingar horfa upp til leikara. Við verðum að gæta að því hvað við segjum og hvernig við erum.“ Um klæðaburðinn segist hann vilja vera í góðum fötum og helst ekta. „Eg vil föt sem tengjast náttúrunni. Fötum eins og vinkonu minni henni „Sunn- e\oi“ (þá á hann við leðutjakk- ann sinn). „Sunneva" er úr ís- lensku hreindýri og mokka- skinni. Eg hef gaman af þannig fötum og það kemur sennilega til af því að mér finnst Italir mjög skemmtilegir. Þeir eru miklir fagurkerar og ég er alger fagurkeri í mér.“ Hann er líka alinn upp við það að vera snyrtilega til fara og segir foreldra sína alltaf hafa passað upp á það. „Að alast upp við tónlist, leikhús og myndlist hefur líka skipt máli. Þetta er ekkert annað en hafa smá form- skyn. Eins og að elda góðan mat.“ HBG Hinrik talar um að hann hafi allt annan grunn að byggja á en Egill enda sé töluverður aldur- munur á þeim. „Þegar ég var 6 ára var hann að fara að heiman. Eg smitaðist Hinrík Ólafsson leik- arí og söngvarí ræðirlíf leikara ...og stíl leik- ara... Líf leikara... „Hvernig er það líf? Það er ósköp venjulegt líf held ég,“ seg- ir Hinrik aðspurður um líf leik- arans. „Það sem kannski er frá- brugðið lífi annarra er að leikar- ar takast á við ýmsa hluti sem fólk fær ekki tækifæri til að takast á við. Kynnast öllum kimum þjóðfélagsins og alls konar hlutum sem aðrir kæra sig ekki um að kynnast. Ætli megi ekki segja að líf leikarans sé eins og líf sjómannsins. Það þarf að veiða þegar fiskast." Hinrik var ánægður í Leik- Iistarskóla Islands. „Þegar ég hugsa til baka vildi ég að allir gætu farið í gegnum þetta nám. Leiklistarnám er nefnilega ekki bara tengt leiklist. Það er tengt lífinu og þar er þreifað á öllum hlutum sem snerta manninn og mannlegt líf. Þetta er ofsalega hollt, maður tekst á við sjálfan sig og þetta er mikil naflaskoð- un, bæði andlega og líkamlega." Naflaskoðunin á líka við um þær persónur sem leikarar leika og þessar vikurnar er Hinrik að kynnast baróninum og föðurn- um í Söngvaseiði, von Trapp. „Eg er að leita að aristókratan- um í mér til að finna samlíkingu með okkur. Það er ansi erfitt því ég er ekta Islendingur sem þekk- ir ekki stéttaskiptingu af eigin raun. A þeim tíma sem söngleik- urinn gerist var hugsunarháttur- inn allt annar en í dag, og þess vegna er ekki auðvelt að tileinka sér hann til að skilja persónuna. Söngleikurinn sjálfur er hins vegar klassískur og ætli ég nái ekki karakternum f gecnum tón- listina." m Leiklist og tónlist á Hinrik óneitanlega sameiginlegt með bróður sínum, Agli Ólafssyni. „Þeir sem þekkja mig ekki tala um mig sem bróður Egils en innan stéttar- innar er ég alltaf Hin- rik Ólafsson. Við bræð- urnir eigum margt sameiginlegt en erum samt ólíkir karakterar. Hann er af ‘68 kynslóð- inni en ég af lykiabarna- kynslóðinni." íuTenhanaMYNO^os Hinrik í„Sunnevu". Hún er íalgjöru uppáhaldi hjá honum, úrhreindýri og mokkaskinni. „Ég vil föt sem tengjast náttúrunni, “ seqir hann.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.