Dagur - 03.02.1998, Síða 1
I
i-
81. og 82. árgangur - 22. tölublað
Léttvín og bjór lækka í
verði en sterkt hækkar
Verð á léttum víiiiim
mun lækka en verð á
sterku áfengi hækkar
ef stjómarfmmvörp
sem em á lokastigi
verða samþykkt. Nýtt
vímuefnavamarráð í
landinu á að taka við
hlutverki þeirra sem
fyrir em.
Gera má ráð fyrir að ríkisstjórnin
afgreiði á fundi sínum í dag laga-
frumvörp sem snerta verðlagn-
ingu á víni, bjór og áfengi í versl-
unum ATVR og nýtt vímuefna-
varnarráð, sem koma á í stað
Afengisvarnarráðs og tóbaks-
varnaráðs. Verðlagningu á
áfengum drykkjum verður ger-
breytt frá því sem nú er.
Nú eru áfengir drykkir, sem
seldir eru í verslunum ATVR,
verðlagðir eftir innihaldi alkó-
hólmagns þeirra en að mjög litlu
leyti eftir gæðum. Á þessu á að
verða breyting, að sögn Friðriks
Sophussonar fjármálaráðherra.
Gert er ráð fyrir þremur óskyld-
um verðflokkum bjórs, víns og
eimaðs áfengis. Þetta mun þýða
að rauðvín, hvítvín og rósavín
mun lækka í verði sem og bjór en
áfengi eins og vodka, gin og
wisky, svo dæmi séu tekin,
hækka í verði.
Þessi nýja aðferð við verðlagn-
ingu þýðir í raun að hægt verður
að hækka eina tegund en láta
hinar óhreyfðar en það hefur
ekki verið gert í meira en áratug.
Verslunarráð Islands hefur
sótt nokkuð stíft að leyft verði að
selja bjór og vín í matvöruversl-
unum og vilji er fyrir þ\T meðal
margra sjálfstæðismanna að svo
verði gert. Aftur á móti er and-
staða við það meðal þingmanna
Framsóknarflokksins en þó i
munu nokkrir þeirra vera málinu
hlynntir. Andstaðan er enn hins
vegar það mikil innan Framsókn-
arflokksins að ljóst þykir að ,
breytingar af þessu tagi verða í
ekki gerðar að sinni. <
Lög um vímuvarnarráð eins og 1
Áfengisvarnarráð og Tóbaks-
varnaráð eru orðin gömul og
sögð vera börn sfns tíma. Þess ,
vegna hefur verið ákveðið að
leggja fram lagafrumvarp um
nýtt vímuefnavarnarráð sem tek-
ur við hlutverki þeirra sem og
öllum öðrum vímuefnavörnum í
landinu.
I tengslum við þessi Iagafrum-
vörp þarf að breyta fleiri lögum
og er það á vegum dómsmála- 1
ráðuneytisins. Samkvæmt heim-
ildum Dags er stefnt að því að af-
greiða þessi lagafrumvörp frá
ríkisstjórninni á ríkisstjórnar-
fundi í dag. — S.DÓR
Spurtiun
fleminál
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra sagði í umræðum á Alþingi
í gær að hann ætlaði að leita
svara við því hjá lögreglustjóra,
hvort skjöl og annað er snertir
fleiri sakamál en fíkniefnamis-
ferli Franklins Steiners, hefðu
horfið úr vörslu lögreglunnar.
Fram kom í skýrslu Atla Gísla-
sonar, setts rannsóknardómara í
Steiner málinu, að gögn í málum
sem vörðuðu Franklin Steiner
höfðu týnst. Lögreglustjórinn
í Reykjavík ákvað að hefja innan-
hússrannsókn á hvarfinu en nið-
urstaða hefur ekki fengist.
Miklar umræður og snarpar
urðu á Alþingi í gær um skýrslu
dómsmálaráðherra um Franklin
Steiner-málið og var dómsmál-
ráðherra gagnrýndur fyrir að
birta ekki skýrslu Atla um málið,
en hann sagði það á valdi ríkis-
saksóknara.
Hörð gagnrýni kom einnig
fram á vinnubrögð lögreglunnar
í málinu og á reynslulausn
Franklins Steiner á sínum tíma.
- S.DÓR
Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson hiutu íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1997. Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, veitti verðlaunin á Bessastöðum í gær. Guðbergur hlaut viðurkenninguna fyrir skáldsöguna „Faðir og móðir og dul-
magn bernskunnar“ en Guðjón fyrir ævisögu Einars Benediktssonar, fyrra bindi. - mynd: pjetur
Borgarstjóri
ræður 9. sætinu
„Það er borgar-
stjórans að
ákveða þetta,
hver fer í ní-
unda sætið og
ekki annarra,"
segir Árni Þór
Sigurðsson.
Árni náði ekki
inn í sjö manna
hópinn sem val-
inn var í próf-
kjöri Reykjavík-
urlistans um helgina, en fékk
eigi að síður mjög góða kosn-
ingu. Guðrún Ágústsdóttir hefur
bent á að hann hljóti að koma
sterklega til greina í 9. sæti list-
ans, en Árni segir ekki tímabært
að ræða það.
„Það var um það talað að borg-
arstjóri tilnefndi í þetta sæti og
það stendur. Hún mun væntan-
Iega tala við þá sem hún telur
koma til greina, þegar ' henni
finnst það tímabært og mér
finnst ekki rétt að aðrir séu að tjá
sig um það á þessu stigi máls-
ins.“
Sjú fréttaskýringu á bls. 8-9.
Árni Þór
Sigurðsson.
mmmmmmmm
GabrieMT
(höggdeyfar)
C)
varahlutir
Hamarshöfða 1-112 Reykjavík
Sími 567 6744-Fax 567 3703
9BIACK&DECKER
__Handverkfæri
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024