Dagur - 03.02.1998, Page 3

Dagur - 03.02.1998, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 - 3 FRÉTTIR Stjómvöld gefa verkfallinu viku Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hteypir Helga Laxdal inn í Karphúsið eftir hádegi í gær, þegar lokatilraun til að afstýra verkfalli á fiskiskipaflotanum hófst. Húsinu var siðan lokað og fréttabann hefur veríð á samninganefndum að ósk ríkissáttasemjara. Stjómarliðar gefa verkfalli eina viku en síðan komi til laga- setningar. Rætt um kvótabanka til að upp- ræta kvótabrask. Þingmenn stjórnarflokkanna, sem Dagur hefur rætt við, telja víst að ríkisstjórnin muni ekki bíða leng- ur en fram yfir næstu helgi með að setja lög til lausnar sjómanna- deilunni, takist sjómönnum og útgerðarmönnum ekki að semja fyrir þann tíma. Við upphaf samningafundar í deilu sjómanna og útvegsmanna í Karphúsinu í gær, benti fátt til annars en að verkfall kæmi til framkvæmda á fiskiskipaflotanum á miðnætti sl. nótt. Enginn árang- ur varð á 12 tíma sáttafundi sl. sunnudag og ekkert í spilunum eftir hádegi í gær sem gaf þeim bjartsýnustu von um að hægt yrði að afstýra því að fimm þúsund sjómenn sigldu í land. KvótabanM og lágmarksverð Samkvæmt heimildum Dags voru forystumenn sjómanna að vél- stjórum meðtöldum komnir á þá skoðun að kvótabanki og lág- marksverð á þorsk, ýsu, karfa og ufsa gæti hugsanlega orðið mögu- leiki að lausn. Með kvótabanka yrðu öll viðskipti með aflaheim- ildir sýnilegar og erfiðara að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum. Með tilkomu lágmarksverðs væri einnig búið að markaðstengja fiskverð með ákveðnu gólfi. Hinsvegar höfðu útvegsmenn hafnað hugmyndum um kvóta- banka. Sömuleiðis var vilji fyrir því að hækka veiðiskyldu útgerða úr 50% í 70%. Samkvæmt heimildum úr her- búðum stjórnarliða á Alþingi er talið að tvö af aðal atriðum laga- setningar til lausnar sjómanna- deilunni yrði aukin veiðiskylda báta af úthlutuðum kvóta. Sú veiðiskylda yrði 60 til 70%. Þá er rætt um að stórauka vald hinnar svo nefndu úrskurðarnefndar. Sú nefnd á að sjá til þess að lög séu ekki brotin á sjómönnum með því að láta þá taka þátt í kvótakaup- um eða kvótaleigu útgerðar- manna. Tímákaup A sunnudag fór mestur tími samninganefnda í að ræða hækk- un á kauptryggingu og tímakaupi. Utvegsmenn hafa boðið sjómönn- um að þessir þættir hækki í sam- ræmi við þær prósentuhækkanir sem samiö var um í kjarasamn- ingum verkalýðsfélaga á sl. ári. Hinsvegar hafa vélstjórar viljað fá meiri hækkun á sínu tímakaupi. Þeir rökstyðja það m.a. með því að járniðnaðarmenn, sem vinna með vélstjórum þegar sldp er í slipp, hafi fengið töluvert meira í upphafshækkunum sínum en aðr- ir í fyrra. Miuuihlutmn Þeir sem gerst þekkja til telja að krafa sjómanna um markaðsteng- ingu sjávarfangs skipti í raun að- eins máli fyrir minnihluta flotans, eða þann sem er í beinum við- skiptum við vinnslur og/eða veiða fyrir aðra. Það mun vera um ná- Iægt þriðjungi flotans, ísfiskskip og vertíðarbátar, sem á við verð- myndunarvandamál að stríða í bolfiski. Meirihluti flotans er með afla sinn markaðstengdan. Ymist með því að selja allan sinn afla á fiskmarkaði eða á heimsmarkaði eins og t.d. frystitogarar. Sömu- Ieiðis mun meirihluti loðnuflot- ans selja afla sinn til óskyldra að- ila, þótt ávallt séu til dæmi um það að verksmiðjur greiði lægra verð til eigin skipa. — GRH W/Á Danski sendiherrann mun afhenda Sig- urði Jóhannessyni Riddarakross Dannebrogsorðunnar í dag fyrir störf hans. Sigurður fær Riddarakross Margrét II Danadrottning hefur sæmt Sigurð Jóhannesson ræð- ismann Riddarakrossi Danne- brogsorðunnar fyrir mikið og gott starf hans í þágu Dana, eins og segir í frétt frá Danska sendi- ráðinu. Sigurður sem býr á Ak- ureyri hefur verið ræðismaður Dana sl. 9 ár og hefur unnið að hagsmunamálum Dana á marg- víslegan hátt. Hann hefur t.d. aðstoðað sjúklinga frá Austur- Grænlandi sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahúsið á Akureyri og komið á mikilvægum sambönd- um í atvinnu- og útflutnings- málum. Ennfremur segir sendi- ráðið að Sigurður hafi lagt sitt af mörkum til eflingar dönsku- kennslu og danskrar menningar- miðlunar á Islandi. „Þegar tækifæri hefur gefist hef ég reynt að hljmna að sam- skiptum þessara landa, en þessi viðurkenning hefur í sjálfu sér enga þýðingu fyrir mig. Þetta er kvittun fyrir störf í þágu danska ríkisins," sagði Sigurður í sam- tali við Dag. — Bt> Nýtr fajífjárfestar í Frjálsa fj ölmiölim Gert ráö fyrir fagfjár- festuin inn í Frjálsa fjölimðlim og félagið hugsanlega opnað síð- ar. íslenska útvarpsfélagið hefur selt 35% hlut sinn í Frjálsri fjölmiðlun til feðganna Sveins R. Eyjólfsson- ar og Eyjólfs Sveinssonar. Hluta- bréf FF eru nú öll á einni hendi en kaupverðið færst ekki uppgef- ið. Eyjólfur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri FF, segir að með kaupunum sé ákveðnum áfanga lokið. „Við stöndum frammi fyrir mjög spennandi tækifærum og töldum heppilegt að breyta eign- arhlutnum til að geta horft til framtíðar. Við gerum ráð fyrir að einhverjir fagfjárfestar komi að félaginu í kjölfarið og hugsanlega Eyjólfur Sveinsson. verður það opnað síðar.“ Eyjólfur vill engin nöfn nefna í þessu samhengi, en segir að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum um hvort eða hverj- um verði seldur eignarhlutur í fé- laginu. Hann segir fjölbreytni nauðsynlega í fjölmiðlaumhverf- inu og er viss um að dagblöðin lifi af samkeppni við rafræna miðla, en Fijáls fjölmiðlun hefur haslað sér völl á báðum sviðum. „Við seldum þessi bréf, einfaldlega til að taka inn hagnaðinn. Avöxtunin hefur verið mjög viðunandi og nú er rétti tíminn fyrir okkur að fara út. Við ætlurn að leggja áherslu á aðra þætti í rekstrinum en á hinn bóginn er eðlilegt að feðgamir haldi áfram með sitt,“ segir Jón Olafsson, stjórnarformaður Is- lenska útvarpsfélagsins. Bæði Jón Ólafsson og Eyjólfur Sveinsson sögðu samskipti Frjálsrar fjölmiðlunar og íslenska útvarpsfélagsins hafa verið á mjög jákvæðum nótunum og allir væru sáttir með málalok. - BÞ Framkvæmdastjóri Sæplasts hættir Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík, hefur sagt starfi sínu lausu og það orðið að samkomulagi milli hans og stjómar félagsins að hann láti þegar af störfum. Kristján hefur starfað hjá Sæplasti frá árinu 1987, fyrst sem sölu- og markaðs- stjóri og síðar sem framkvæmdastjóri. Hann segir það vega þyngst í þessari ákvörðun sinni að hann hafi ekki náð viðunandi árangri í rekstri félagsins og því sé rétt að gefa öðrum tækifæri. Pétur Reimarsson, forveri Kristjáns í starfi fram- kvæmdastjóra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Ár- vers í Þorlákshöfn, verður félaginu til aðstoðar næstu vikur, eða þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra. íkveikja á Akureyri? Þrír brunar hafa orðið á Akureyri, þrjár helgar í röð. Sá síðasti varð í söluturninum Messanum aðfaranótt sunnudags. Mjög mikill reykur og hiti var f versluninni þegar slökkviliðið kom á vettvang en reykkafarar réðu niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Töluvert tjón varð í brun- anum og leikur grunur á íkveikju, þar sem búið var að brjóta rúðu í versluninni þegar slökkviliðið kom á vettvang. .Mlt gekk að óskum hjá slökkviliðinu um helgina en viku áður komu upp vandræði í stórbruna á Dverghóli, m.a. vegna þess að ekki náðist í menn við upphaf brunans. Kærir bæiidasamtokm Þorsteinn H. Gunnarsson, bóndi á Reykjum í Húnavatnssýslu, hefur kært fyrirkomulag það sem Bændasamtök Islands hafa ákveðið að viðhafa við atkvæða- greiðslu um nýjan búvörusamn- ing og samstarfssamning bænda- samtakanna og landssambands kúabænda. Þátttaka í atkvæða- greiðslunni er bundin við þá sem eiga kvóta og það telur Þorsteinn eltki standast. I yfirlýsingu frá honum segir m.a. að þessi hugmyndafræði sé ekki ný í sögu þjóðarinnar þ\a' í kosningum 1834 hafi kosning og atkvæðagreiðsla verði bundin við eignamenn. Hins vegar sé ekkert ákvæði í samþykktum bænda- samtakanna um að félagsréttindi séu bundin \dð að eiga kvóta. Þorsteinn bendir á að í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu séu 22 bændur en aðeins 3 komi til með að hafa atkvæðisrétt um nýjan búvörusamning. Kærði fyrir Visa en ekki Verslunarráð „Jú, ég gerði það í aukastarfi sem lögmaður - en ekki fyrir hönd Versl- unarráðsins," svaraðijónas Friðrik Jónsson, starfsmaður Verslunarráðs- ins, spurður hvort rétt væri hermt að það hefði verið hann sem kærði nýlegan úrskurð samkeppnisráðs varðandi kreditkortaviðskipti til áfrýj- unamefndar samkeppnismála. Heyrst hefur af nokkurri óánægju með- al kaupmanna yfir því að lögmaður Verslunarráðs skyldi kæra fyrir Visa, þar sem það. gengi gegn hagsmunum þeirra. „Eg er bara óháður lögmaður og hef ekki afstöðu í þessu máli,“ sagði Jónas, sem kærði málið fyrir Visa-Island. I kjölfar kærunnar ákvað nefndin að að verða við beiðni Visa um að fresta banni við að hækka verð á vöru ef hún er greidd með kreditkorti.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.