Dagur - 03.02.1998, Qupperneq 4
4-ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998
Tkypr
FRÉTTIR
L.
Ahaldahúsið á Suðnreyri endurbyggt
Bæjarráð Isafjarðarbæj-
ar hefur samþykkt að
ganga til samninga við
Arna Arnason á Suður-
eyri um endurbyggingu
á áhaldahúsi á Suður-
eyri. Tilboð Arna var
5.462.704 krónur, sem
er 91% af kostnaðará-
ætlun. Onnur tilboð
voru frá Einari og Vali
að upphæð 7,5 milljón-
iit króna, frá Agústi og
Flosa að upphæð 7,8
milljónir, frá Naglanum
að upphæð 8,1 milljón og frá Trésmiðjunni að upphæð 7,8 milljónir
króna. Eiríkur og Einar Valur áttu lægsta tilboð í 1. áfanga safna-
hússins í Isafjarðarbæ og hefur verið lagt til að því tilboði verði tek-
ið. Tilboð þeirra var 34,7 milljónir króna, sem er 94% af kostnaðará-
ætlun. Einnig bárust tilboð frá Garðamúr að upphæð 36,9 milljónir
króna og frávikstilboð að upphæð 36,5 milljónir króna og frá Tré-
smiðjunni og Naglanum að upphæð 38,9 milljónir króna.
Frá Suðureyri, en þar stendur til að endurbyggja
áhaldahúsið.
Þorleifur Pálsson ráðinn hæjarritari
Þorleifur Pálsson hefur verið ráðinn bæjarritari á Isafirði en þrjár
umsóknir bárust um starfið, en auk Þorleifs sóttu um starfið Agnes
Karlsdóttir og Magnús Ólafur Hansson. Þorleifur Pálsson var áður
framkvæmdastjóri Hrannar hf. sem gerði út flaggskip ísfirðinga,
Guðbjörgu, en útgerðin sameinaðist Samherja á Akureyri sem kunn-
ugt er. Rúnar Vifílsson skólafulltrúi, sem sagði upp starfi sínu þegar
bæjarstjórn klofnaði í afstöðu sinni til „Norðurtangamálsins", hefur
dregið uppsögn sína til baka.
ViðhaldskostnaðiiT snjóflóðagarða á
Ofanflóðasjóð
Umhverfisnefnd
ísaljarðarbæjar vill
vekja athygli á því
að verði stöðug-
leiki snjóflóðagarð-
anna á Flateyri
ekki nægjanlegur
megi búast við
verulegu viðhaldi á
þeim og telur um-
hverfisnefnd að
viðhaldskostnaður
Umhverfisnefnd Isafjarðarbæjar telur að viðhaldskostn- af þessum sökum
aður vegna snjóflóðagarða á Flateyr/ eigi að falla á eigi að falla allur á
Ofanflóðasjóð. Ofanflóðasjóð.
U mhverfisnefnd
Ieggur til að óskað verði eftir styrk úr ofanflóðasjóði til styrkingar á
þeim húsum sem lenda innan þess svæðis sem þrýsdbylgja hefur
áhrif á samkvæmt bréfi Umhverfisráðuneytisins.
Nýsmíði fyrir Skagamenn
Skipasmíðastöðin hf. á ísafirði hefur gengið frá samningi um smíði á
30 tonna, 15 metra löngu stálskipi fyrir Stapavík á Akranesi og mun
báturinn verða gerður út á draganótaveiðar. Skipasmfðastöðin er að
ljúka smíði á 18 metra Iöngu skipi fyrir Reykjaborg í Reykjavík sem
afhent verður í aprílmánuði. Skaga-skipið er þriðja nýsmíðaverkefni
Skipasmíðastöðvarinnar á síðustu tveimur árum.
Dægradvöl á Torfnesi
Nýr leiKskóli, Dægradvöl á Torfnesi, verður formlega tekinn í notkun
1. febrúar. Húsið er 725 fermetrar að stærð með leikrými á efri hæð.
Byggingarkostnaður nemur um 81 milljón króna, þar af nemur
kostnaður við lóð 9 milljónum króna. í húsinu verða tvær heilsdags-
deildir og tvær hálfsdagsdeildir með sveigjanlegri vistun fyrir allt að
132 börn yfir daginn, en hámark 88 börn samtímis. Við Dægradvöl
verða 22 stöðugildi.
Opið prófkjör hjá sjálfstæðismönnum
FuIItrúaráð sjálfstæðisfélaganna í IsaQarðarbæ hefur ákveðið að
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar
23. maí nk. verði valdir í opnu prófkjöri laugardaginn 21. febrúar nk.
Kjörnefnd flokksins hefur auglýst eftir dllögum til framboðs í próf-
kjörinu sem berast þurfa eigi síðar en 7. febrúar nk.
Tveir og hálfur ísfirðingur til Nagano
Tveir ísfirðingar verða meðal íslensku keppendanna á Vetrarólymp-
íuleikunum í Nagano í Japan, sem verða settir 7. febrúar nk. Þetta
eru þau Sigríður B. Þorláksdótdr og Arnór Þ. Gunnarsson, sem
munu keppa í svigi. Reykvíkingurinn Jóhann Haukur Hafstein er
einnig meðal keppenda, og tekur þátt í stórsvigi, en hann hóf sinn
skíðaferil á Isafirði. Hann er sonur Péturs Hafstein, forseta Hæsta-
réttar og fyrrverandi sýslumanns og forsetaframbjóðanda. — GG
Fá áramótáheit
gegn reykLngiun
Lítið selst af nikótín-
lyfjum í apótekum.
Lyf á síðasta snúningi
send frá Akureyri á
útsölur í Reykjavík.
Ef marka má Iitla sölu á nikótín-
lyfjum í janúar, hafa fáir reyk-
ingamenn strengt þess heit að
hætta um síðustu áramót eða
a.m.k. fáir staðið við það. Böðv-
arjónsson, lyfsali hjá Akureyrar-
apóteki, segist ekki geta greint
meiri sölu í janúar en í desember
á nikótínlyfjurri. „Kannski eru
menn enn minna áhugsamir um
þetta en endranær. Til dæmis
var mjög lítil aðsókn á námskeið
hjá krabbameinsfélaginu og það
stóð jafnvel til að fella það niður
vegna dræmrar þátttöku,“ segir
Böðvar.
Oftar en ekki hefur verið tölu-
verð sala á nikótínlyljum í janú-
ar en nú hafa lyfsalar verið með
ýmis tilboð fyrir reykingamenn.
„Við vorum að senda frá okkur
nikótínlyf sem voru komin á síð-
asta snúning og áttu að fyrnast í
næsta mánuði. Þetta fór á af-
sláttarprís fyrir sunnan og það
segir manni að meira hefur verið
pantað inn í Iandið en seldist.
Það er ekkert tilkynnt þegar að
nikótínplásturinn er hættur að
hanga á þegar tilboð eru annars
vegar,“ segir Böðvar.
Vímulaust land hvað?
Böðvar segir að þjóðin haldi kol-
vitlaust á málunum í tengslum
við reykingavarnir. Allt miðist við
að bjarga mönnum upp úr
brunninum í stað þess að byrgja
hann í upphafi. Fræðslu í skóla-
starfi sé ábótavant. „Það gildir
um þessi fíkniefnamál öll að
menn verða að byija neðar í
kerfinu, allt niður í 8 ára aldur.
Það er t.d. nánast ekkert fjallað
um þetta Lion Quest fræðslu-
efni sem er mikið þarfaþing. Svo
hefur maður verið að bíða eftir
því að heyra hvernig menn ætli
sér að standa við markmiðið
Vímulaust land árið 2002. Það
bólar ekki beint á því,“ segir
Böðvar. — BÞ
Báðir aðilar kaimast við
orðrom um sameiningu
Þvi er haldið fram að
á bak við tjöldin sé
uiinið að því að reyna
að sameina sjávarút-
vegssýningamar sem
eiga að fara fram á
sama tíma hér á landi
á næsta ári. Fullyrt er
að aðeins önnur
þeirra lifi af.
„Ég hef heyrt þennan orðróm
eins og þú en kannast ekki við að
nokkrar viðræður séu í gangi um
að sameina sjávarútvegssýning-
arnar. Ef slíkar viðræður væru í
gangi mýndi ég vita af þeim,“
sagði Ellen Ingvadóttir, fulltrúi
Nexus fyrirtækisins, sem ætlar
að halda sjávarútvegssýningu í
Kópavogi á næsta ári. Fyrirtækið
hefur verið með sjávarútvegssýn-
ingarnar hér á landi sl. 15 ár.
Jón Hákon Magnússon hjá
KOM, sem er í forsvari fyrir þá
aðila sem fengu LaugardalshöII-
ina undir sjávarútvegssýningu á
Ellen Ingvadóttir kannast við orðróm
um sameiningu en kannast ekki við
viðræður.
næsta ári, tók undir með Ellen
hvað orðróminn varðar.
„Ég hef heyrt hann en get full-
yrt að engar viðræður eru í
gangi. Við buðum samstarf strax
í upphafi og buðumst líka til að
kaupa Nexus út úr sýningarhaldi
hér á landi en því var hafnað,"
sagði Jón Hákon.
Eins og komið hefur fram í
fréttum hafa allir stærstu sjávar-
útvegssýningaraðilar á íslandi
Iýst yfir stuðningi við Nexus og
sýninguna í Kópavogi. Ellen
Ingvadóttir sagði að hún fyndi
fyrir miklum meðb)T við sýningu
þeirra og þá ekki bara hjá
stærstu sýningaraðilunum held-
ur þeim minni líka sem og al-
menningi. Mörgum í Reykjavík
þætti súrt í broti að fyrirtækið
skyldi þurfa að leita út íyrir borg-
ina eftir sýningarstað eftir 15 ára
uppbyggingarstarf í þessum mál-
um hér á Iandi.
Jón Hákon og félagar buðu
sem kunnugt er 24 milljónir í
leigu fyrir Éaugardalshöllina og
yfirbuðu þar með Nexus, sem
bauð 14 milljónir. Nú um mán-
aðamótin eiga þeir að greiða
helminginn af þessari upphæð,
samkvæmt útboðsskilmálum.
Jón Hákon sagði í gær að við það
yrði staðið.
Þess má að lokum geta að
Nexus hefur þegar tryggt sér um
600 hótelherbergi í Reykjavík
meðan á sýningunum stendur og
veldur það samkeppnisaðilanum
nokkrum erfiðleikum en Ieitað
er leiða til úrlausnar þeim
vanda. — S.DÓR