Dagur - 03.02.1998, Side 6
6-PRIÐJUDAGUR 3.FEBRÚAR 1998
Tkgpr
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
ÓG ÞVERHOLTI lii, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pátursson
OG 460-6192 Gráta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Simbréf ritstjórnar: 460 6171cakureyri) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Sjómannadeiía
í fyrsta lagi
Þegar hvín í fallöxi sjómanna og flotinn stefnir til lands stend-
ur þetta uppúr: skaði þjóðarbúsins verður mikill, hann var
Iöngu fyrirséður, og deilan verður leyst - einhvern tímann.
Spurningin er bara hversu miklu verður að kosta til - loks þá
allt er komið í óefni. Og hvers vegna allt verður að fara í
óefni? Þriðja verkfall sjómanna á fáum árum vegna kvóta-
brasks er vitnisburður um að tiltölulega einföld framkvæmda-
stjórn í samfélaginu hefur brugðist.
í öðru lagi
Sjómenn hafa haft lausa samninga í meira en eitt ár, vandinn
hefur verið fyrir allra augum mun lengur. Löngu er ljóst að
þessi deila tæki ekki enda við samningaborð útgerðarmanna
og sjómanna. Utgerðarmenn eru oft bæði seljendur og kaup-
endur afla; stjórnvöld búa fiskveiðum (með réttu) svo stífan
laga- og reglugerðaramma að þau eiga beina málsaðild. Að tala
um „frjálsa" samninga í þessu samhengi er gjörsamlega út í
hött.
í Jjriðja lagi
Pólitísk forysta hefði þurft að koma til fyrir löngu. Auðvitað er
fáránlegt að hlaupa upp til handa og fóta nú fyrst og huga að
breyttum lögum. En hjá því verður þó varla komist. Ekki setja
lög á verkfallið, heldur tilefni þess. Deilan um kvótabrask nær
til dæmis aðeins til lítils hluta allra veiða; það flokkast undir
klaufastjórn að láta slíkt mál stöðva fiskveiðar Islendinga, ekki
bara einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar. Þetta er engin
venjuleg kjaradeila og verður að skoðast sem slík - og þó miklu
fyrr hefði verið.
Stefán Jón Hafstein.
Spennandi prófkjör
Þá er komin niðurstaða í próf-
kjörið hjá R-listanum. F)TÍr
prófkjörið var Garri búinn að
læra það af stjórnmálaspek-
ingunum að það væri óvissan
sem einkenndi aðdraganda
prófkjörsins. Þess vegna væri
það Ifka svona spennandi.
Prófkjörsreglurnar þóttu tals-
vert flóknar og þess 'eðlis að
erfitt væri að spá fyrir um úr-
slit. Þegar til kom þótti al-
menningi reglurnar þó hreint
ekki flóknar, í það
minnsta virtust þær
ekki fæla menn frá
þátttöku. Mistök
þeirra Ffeykjavíkur-
listamanna gagnvart
prófkjörsreglunum
lágu í kynningunni á
þeim. Hefði það bara
verið sagt strax að þetta væru
bara sömu reglur og gilda í vali
á Eurovisionlögum.
Margir sigurveg-
arar
En hafi óvissan einkennt að-
draganda prófkjörsins þá er
óhætt að segja að óvissan ein-
kenni ekld síður eftirköstin.
Það fer algerlega eftir þ\á við
hvern er talað hvaða túlkun
fæst á niðurstöðunum. Árni
Sigfússon, oddviti sjálfstæðis-
manna, og Svavar Gestsson,
alþingis- og eiginmaður, eru
t.a.m. sammála um að Alþýðu-
bandalagið sem flokkur hafi
komið út sem sigurvegari próf-
kjörsins. Helgi Hjörvar sem
flestir segja að hafi komið, séð
og sigrað, er lítillátur með per-
sónulegan árangur sinn og
virðist alls ekki sammála þeim
Svavari ogÁrna Sigfússyni um
að sigurvegarinn sé Aljiýðu-
bandalagið. Þvert á móti virð-
ist Helgi telja að það hafi ver-
ið kosningabandalagið sjálft,
V
frekar en einstakir flokkar,
sem var sigurvegari. Sigrún
Magnúsdóttir hefur líka lýst
því yfir að niðurstaðan sé
„ák\'eðinn sigur“ fyrir Fram-
sóknarflokkinn sem hafi kom-
ið út mjög sterkur í prófkjör-
inu.
Margir sigraðir
En þótt ýmsar útgáfur séu til
um hverjir séu sigurvegarar
prófkjörsins þá eru
þær ekki færri útgáf-
urnar um hverjir hafi
tapað. Árni Sigfús-
son hefur þcgar skil-
greint Alþýðuflokk-
inn og framsókn sem
aðila sem töpuðu.
Tap Alþýðuflokksins
sé að hafa misst Pétur Jóns-
son út og fengið í staðinn
Helga Pétursson kenndan við
RIO, framsókn og Kópavog.
Viðbrögð Guðrúnar Ágústs-
dóttur benda eindregið til að
hún telji sig hafa tapað, úr því
hún náði ekki fyrsta sætinu
eins og hún vildi. Þá er Árni
Þór augljóslega búinn að tapa
sínu sæti þótt sumir segi raun-
ar að hann hafi Iíka unnið sig-
ur af því hann fékk mikið per-
sónufylgi. Fjöldi sigurvegara
og fjöldi jjeirra sem tapa hafa
gert jjað að verkum að Garri er
nánast í sömu óvissunni núna
og hann var fyrir prófkjörið,
ekki síst vegna þess að yfirlýst-
ir sigurvegarar eru oftar en
eldd jjeir sömu og lýstir eru
sigraðir. Ovissan sem ein-
kenndi aðdragandann hefur
einfaldlega flust yfir á úrslitin.
Þetta má j)ví svo sannarlega
skilgreina sem sérstaklega
spennandi prófkjör.
GARRl.
JÓHANNES
SIGURJÓNS
f SON
skrifar
V'- 5
Pissa þeir enn
í skóinn sinn?
Ef ekki hefur komið til krafta-
verk í gær eða snémma í morg-
un, þá stendur nú yfir sjómanna-
verkfall þegar og ef þetta er les-
ið. Þetta mun vera þriðja sjó-
mannaverkfallið á fjórum árum
og kröfur nú eru svipaðar og
áður, að hlutur sjómanna taki
mið af markaðsverði á fiski.
Þrátt fyrir að hin fyrri verkföll
hafi verið leyst, þá hafa þær
lausnir auðsjáanlega verið tíma-
bundnar og þar tjaídað til einnar
nætur. Það staðfestir verkfallið
nú. Það hefur hingað til ekki
fundist lausn á þessum málum
sem sjómenn sætta sig við til
langframa.
Bráðabiigðalausnir
Það er því alveg ljóst að ef ekki
verður gengið betur frá málum
nú en í fyrri samningum, heldur
enn og aftur blásið til bráða-
birgðalausnar, þá horfum við
fram á reglubundin sjómanna-
verkföll á næstu árum.
Það er framtíð-
arsýn sem enginn
getur búið við.
Hvorki sjómenn,
útgerðarmenn né
heldur þjóðin í
heild sem þeir eru
hluti af. Til þess
er of mikið í húfi.
Erlendir kaup-
endur íslensks
sjávarfangs munu
heldur ekld sætta
sig við að þurfa að
lifa við það óör-
yggi sem reglu-
bundin verkföll,
árlega eða annað
hvert ár, skapa. Þeir munu ein-
faldlega snúa sér til annarra
landa J)ar sem samskipti sjó-
manna og útgerðarmanna eru
með þeim hætti að ekki þarf að
óttast verkföll og brostna sölu-
samninga.
Tjaldað til
einnar nætur?
Margir eru svart-
sýnir á að deilan
leysist á næst-
unni. En þó eru
ýmsir sem sjá
teikn um að þetta
verði stutt verk-
fall. Og benda í
því sambandi á að
í málið blandist
hagsmunir hóps
sem hingað til
hefur ekki verið
áberandi í fyrri
samningum, sem
sé hlutabréfaeigendur. Peninga-
menn og þar með valdaaðilar í
samfélaginu, eiga mikilla hags-
muna að gæta ef verkfall dregst á
langinn, sem hefur óhjákvæmi-
Iega í för með sér að gengi hluta-
bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum
mun lækka verulega.
Þetta geta stórir hluthafar,
sem krefjast arðs af sínum bréf-
um, ekki sætt sig við. Þannig að
þessi öflugi hópur kemur hugs-
anlega til með að hafa áhrif á
lausn verkfallsins með því að
beita sér bak við tjöldin.
Það er a.m.k. alveg ljóst að
pressan á samningamönnum
verður gríðarleg, á þeim standa
öll spjót til samninga. Hugsan-
Iega láta samningamenn undan
pressunni fyrr en síðar. En ef
ekki verður búið svo um hnúta
að hægt sé að gera jjví skóna að
verkföllum á næstu árum hafi
einnig verið afstýrt, þá hafa
menn aðeins pissað í skóinn
sinn, tjaldað einu sinni enn til
einnar nætur.
Kristján Ragnarsson á leið á
samningafund.
SDurföw
svaurad
Erþörfá sérstakri
stjómsýslu- og eftirlits-
nefnd á vegum
Alþingis?
Sigurður Gizurarson
sýslumaður á Akranesi.
„Eg er ekki
frá því að
slíkt væri vel
til fundið. Þó
Ríkisendur-
skoðun og
Umboðs-
maður Al-
þingis séu
sjálfstæðar
stofnanir á
vegum Alþingis, sem eiga að
veita framkvæmdavaldinu að-
hald, þá er það Alþingi sjálft sem
skal hafa á hendi meginþátt
þessa eftirlits og aðhalds. Sú
hætta er fyrir hendi að skýrslur
fyrrnefndra stofnana fái ekki
málefnalega meðferð og um-
ræðu á Alþingi, heldur ráði til-
finning því hvort einn og einn
þingmaður lesi skýrslurnar og
taki einstaka þætti þeirra til um-
ræðu og meðferðar."
Einar Kr. Guðfiunsson
þingmaður SjálJ'stæðisflokks.
„Já, ég held
að það væri
mjög til bóta
til þess að
skýrslur sem
að undir-
stofnanir AI-
þingis, svo
sem Rtkis-
endurskoð-
un og Um-
boðsmaður Alþingis, fengju til-
hlýðilega, sjálfstæða og efnislega
umljöllun í þinginu."
Gísli S. Einarsson
þingmaður Alþýðufloklts.
„Það getur í
ákveðnum
tilvikum ver-
ið gott að
hafa sérstaka
nefnd sem
fjallar um
ákveðin mál
er Iúta að
stjórnsýsl-
unni. Um
einstök mál leikur stundum vafi
á um hvernig með skuli farið, og
nefni ég þar hvernig skipta eigi
fjármunum til útgáfumála milli
flokka. Mörg fleiri mál mætti
nefna.“
Ólafur Þ. Harðarson
dósent í stjómmálafræði við Háskóla
íslands.
„Það er mjög
mikilvægt að
Alþingi hafi
öflugt eftirlit
með stjórn-
sýslunni og
fram-
kvæmdavald-
inu. Ná-
kvæmlega
hvernig það er gert er tæknilegt
útfærsluatriði, en fljótt á litið
virðist nefnd af þessu tagi geta
hentað prýðilega til þess.“