Dagur - 03.02.1998, Qupperneq 9

Dagur - 03.02.1998, Qupperneq 9
T 8- ÞRIÐJUDAGUR 3.FERRÚAR 1998 FRÉTTASKÝRING ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 - 9 VALGERÐUR JÓjlAWS DOTTIR Veruleg endumýjim varð á framboðslista Reykjavíkurlistans í prófkjöri um helgina, en þrátt fyrir það virð- ast flestir nokkuð sáttir við niðurstöð- una. Niðurstaðan í prófkjöri Reykja- víkurlistans virðist almennt mæl- ast vel fyrir innan hans, þótt ekki séu allir jafn ánægðir. Þátttakan í prófkjörinu var meiri en jafnvel þeir bjartsýnustu höfðu þorað að vona, en alls kusu tæplega 8600 manns, eða ríflega helmingi fleiri en eru skráðir í flokkana fjóra. Liðlega 6500 kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember en það var lokað og því ekki alveg sambærilegt. Konur hafa oft farið illa út úr prófkjörum en sú varð ekki raun- in hjá Reykjavíkurlistanum um helgina. Hlutfallið getur ekki orð- ið jafnara en það varð - í sætun- um sjö eru fjórir karlar og þrjár konur og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri verður sem kunnugt er í áttunda sæti listans. Veruleg endumýjun Vel þykir einnig hafa tekist til \dð að hlanda saman ungu fólki og því reyndara. Það varð veruleg endurnýjun í hópnum. Sex af 7 núverandi borgarfulltrúum gáfu kost á sér í prófkjörinu, fjórir halda sæti sínu en tveir falla og inn koma þrír nýir menn. Unga fólkið úr Grósku unir vel við sinn hlut, Helgi Hjörvar, Hrannar Arn- arsson og Steinunn Oskarsdóttir hafa öll starfað innan samtak- anna. Góð útkoma þeirra er einn- ig túlkuð sem stuðningur við sameiningu félagshyggjuflokk- anna sem Gróska berst fyrir. Þá má nefna að þótt borgarfull- trúarnir Arni Þór Sigurðsson og Pétur Jónsson hafi fallið í próf- kjörinu er tæplega hægt að túlka það svo að þeim hafi almennt ver- ið hafnað. Arni Þór er fimmti stigahæsti frambjóðandinn og Pétur í tíunda sæti að stigum, en samkvæmt reglum prófkjörsins fær hver flokkur aðeins 2 sæti og þess vegna er t.d. Arni Þór úti. Óánægðir kratar Prófkjörið þykir sem sagt um margt hafa tekist vel til, en það er ekki þar með sagt að allir uni glaðir við sitt. Kratar eru sumir hverjir afar ósáttir við að Pétur Jónsson, borgarfulltrúi flokksins, skyldi falla í prófkjörinu, einkum þeir sem tilheyra hinum harða kjarna flokksins. Þeir tala um að Alþýðuflokkurinn eigi í raun eng- an fulltrúa og vísa þar til þess að Hrannar er óháður og Helgi Pét- ursson nýgenginn í flokkinn. Þetta kann að verða til þess að kratar snúi baki við Reykjavíkur- Alls tóku tæplega 8.600 manns þátt iprófkjöri Reykjavíkurlistans. Stuðningskonurnar á myndinni virðast sannfærðar um að þær hafi kosið rétt. listanum í einhverjum mæli í vor. Ekki virðist þetta þó valda veru- legum áhyggum innan listans. Bent er á að það sé ekki stór hóp- ur sem teljist til eðalkrata, 2-300 manns, og Hrannar og Helgi séu báðir líklegir til að laða mun fleiri kjósendur að Reykjavíkurlistan- um. Vondar reglur En eðalkratar eru ekki einir um að vera óánægðir. Guðrún Agústsdóttir hefur Ifka sitt hvað við prófkjörið að athuga. Hún segist himinsæl og stolt yfir þeim stuðningi sem hún hafi fengið og telur listann mjög sigurstrangleg- an. Guðrún er hins vegar gagn- rýnin á prófkjörsreglurnar og seg- ir þær andsnúnar sitjandi borgar- fulltrúum. Hún hefur einnig gagnrýnt Guðrúnu Jónsdóttir, frambjóðanda Framsóknarflokks- ins, fyrir að vinna gegn sér í próf- kjörinu. Guðrún Jónsdóttir kann- ast hins vegar ekki við það og hef- ur krafið nöfnu sína um nánari skýringar. Kusu hreint Eins og fram hefur komið voru reglurnar í prófkjöri Reykjavíkur- Iistans óvenjulegar og úr tölunum má ýmislegt forvitnilegt lesa. Atkvæðaseðlarnir voru tveir, frambjóðenda- og flokkaseðill. Sex hundruð og þrjátíu manns, eða rúm 7%, skiluðu auðu í flokkakjörinu, merktu við fram- bjóðendur en engan flokls.. Kjör- nefndarmenn sem rætt var við um helgina töldu sig hafa séð að stuðningsmenn Framsóknar og Alþýðubandalags hefðu kosið „hreint" í ríkari mæli en kjósend- ur annarra flokka, það er að segja kosið eingöngu fólk í sínum flokki. Um það er útilokað að fullyrða en ákveðnar vísbending- ar að finna. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins fá samanlagt nærri jafn- mörg atkvæði og flokkurinn fékk, sem bendir til þess að stuðnings- menn flokksins hafi kosið fram- sóknarmenn í ríkum mæli. Sömu sögu er reyndar að segja af Kvennalistanum, en hins vegar er ljóst að mjög margir stuðnings- menn annarra flokka hafa kosið Steinunni Óskarsdóttur. Hún fær nærri 2900 atkvæði eða 55% meira en Kvennalistinn sem fékk tæplega 1300. Fleiri atkvæði en flokkurinn Frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins fá samanlagt nærri 400 atvæðum fleira en flokkurinn sem sýnir að kjósendur annarra flokka og/eða fólk sem ekki merkti við flokka hefur í einhverj- um mæli fallið fyrir frambjóðend- um Alþýðubandalagsins. Það á reyndar augljóslega við um þau Helga Hjörvar og Guð- rúnu Agústsdóttur. Þau fá miklu fleiri atkvæði en flokkurinn. Rétt liðlega 4300 kjósendur hafa merkt \4ð Helga eða um helming- ur allra sem þátt tóku í prófkjör- inu og helmingi fleiri en kusu AI- þýðubandalagið. Guðrún fær líka a.m.k. þriðjung atkvæða frá öðrum en stuðningsmönnum flokksins. Kratar skera sig úr í þessum efnum. Frambjóðendur flokksins fá heldur færri atkvæði saman- lagt en flokkurinn, af þeim 1900 sem settu x við A voru um 100 sem ekki leist á neinn af fram- bjóðendum Alþýðuflokksins. Hins vegar er ljóst að Hrannar B. Arnarsson hefur fengið stuðning frá fleirum en kjósendum Alþýðu- flokksins því hann fékk liðlega 2200 atkvæði. Hvað ef Það var fyrirfram ákveðið að fylgi flokkanna ætti að ráða röð fram- bjóðenda. Rökin eru þau að Reykjavíkurlistinn sé kosninga- bandalag og þess vegna verði að tryggja jafnræði flokkanna sem að honum standa. Þá má hins vegar leika sér að tölunum og skoða hver hefði orðið niðurstaðan ef fylgi frambjóðendanna hefði ráð- ið. Ef heildarstigafjöldi frambjóð- endanna hefði ráðið röðinni hefði Alþýðubandalagið fengið þrjá menn, Framsókn tvo og kratar og Kvennalisti einn mann hvor. Helgi Hjörvar fékk Iangflest stig og hefði því haldið fyrsta sætinu, þá kemur Guðrún Agústsdóttir Flokkur atkvæði % Alþýðubandalag 2462 28,7 Framsóknarflokkur 2201 25,6 Alþýðuflokkur 1991 23,2 Kvennalisti 1269 14,8 Auðir 630 7,3 sem hefði verið í 2. sæti en ekki því 5. Steinunn Óskars- dóttir hefði hreppt 3. sætið, Sigrún Magn- úsdóttir það 4., Arni Þór Sigurðsson það 5., Alfreð Þorsteins- son 6. sætið og Hrannar Arnarsson það 7. I hefðbundnu prófkjöri hefði Guð- rún Agústsdóltir ver- ið efst því hún fékk flest atkvæði í fyrsta sætið. Helgi Hjörvar hefði verið í 2. sæti, Steinunn í 3., Arni Þór í 4. og Hrannar í 5. Kjósendur merktu aðeins við 5 fram- bjóðendur svo ekki er hægt að sjá hverjir fengu flest atkvæði í 6. og 7. sæti en Ifk- Iegt verður að telja að Sigrún og Alfreð hefðu lent þar. Það má því segja að að það hefði ekki breytt stórkostlega miklu þótt aðrar og hefðbundnari reglur hefðu verið notaðar í prófkjörinu. Frambjóðendur Alþýðubandalag stig eftir flokkum og stigum Helgi Hjörvar 26751 (1. sæti) Guðrún Ágústsdóttir 23476 (5. sæti) Árni Þór Sigurðsson 14169 Sigrún Elsa Smáradóttir 6909 Guðrún Kr. Óladóttir 6515 Einar Valur Ingimundarson 3675 Kolbeinn Óttarsson Proppé 3599 Framsóknarflokkur Sigrún Magnúsdóttir 14311 (2. sæti) Alfreð Þorsteinsson 13778 (6. sæti) Guðrún Jónsdóttir 11954 Óskar Bergsson 8462 Þuríður I. Jónsdóttir 6413 Sigfús Ægir Árnason 5674 Alþýðuflokkur Hrannar B. Arnarsson 13518 (3. sæti) Helgi Pétursson 12043 (7. sæti) Pétur Jónsson 11583 Stefán Jóhann Stefánsson 5786 Bryndís Kristjánsdóttir 5701 Magnea Marínósdóttir 4632 Rúnar Geirmundsson 3373 Kvennalisti Steinunn V. Óskarsdóttir 16923 (4. sæti) Kristín Blöndal 5434 Guðrún Erla Geirsdóttir 3870 Sólveig Jónsdóttir 3253 Ragnhildur Helgadóttir 2996 Kolbrún Jónsdóttir 2583 Drífa Snædal 2407 Eins og best varð á kosið Ungt fólk kom mjög sterkt út úr prófkjöri Reykjavíkurlistans, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem hér fagnar úrslitunum með nýjum manni á listanum, Helga Hjörvar. Borgarstjóri segír prófkjör Reykjavíkur listans hafa skilað sterkuin framboðs- lista, bar sem endur- nýjun og reynsla fari sainan og jafnræði ríki milli karla og kvenna. „Ég er mjög ánægð með þessa miklu þátttöku sem sýnir þann mikla styrk sem býr að baki Reykjavíkurlistanum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um úrslitin í próf- kjöri Reykjavíkurlistans. „I öðru Iagi er ég ánægð með að það helst í hendur á íistanum reynsla og þekking þeirra sem hafa verið í borgarstjórn á síðasta kjörtíma- bili og ákveðin endurnýjun. Ungt fólk kemur mjög sterkt inn í þetta prófkjör, bæði sem fram- bjóðendur og þátttakendur. Það má segja að það sé ný kynslóð að kveða sér hljóðs í stjórnmálum og er auðvitað tímabært, en á sama tíma er mikil eftirsjá í Arna og Pétri. Mér er engin Iaunung á því,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því að konum gengi illa í prófkjörinu, enda sé reynslan sú. Það sé fagnaðarefni að jafnræði kynjanna hafi orðið niðurstaðan í prófkjörinu um helgina en það geti að hluta til stafað af því að konur voru sterk- ar fyrir í Reykjavíkurlistanum. Reglumar hlutlausar Ingibjörg er ekki sammála því að prófkjörsreglurnar hafi unnið gegn sitjandi borgarfulltrúum, eins og Guðrún Agústsdóttir hefur haldið fram. „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þær tryggi ákveðið jafnræði milli sitj- andi borgarfulltrúa og þeirra sem sækja á. Þær gefa sitjandi borgarfulltrúum ekki forskot, eins og hefðbundin prófkjör. Þeir hafa alltaf það forskot að vera þekktari af verkum sínum en reglurnar eru hlutlausar gagnvart nýjum frambjóðendum og þeim sem fyrir eru.“ Borgarstjóri vill lítið tjá sig um gagnrýni Guðrúnar Agústsdóttur á nöfnu hennar Jónsdóttur. „Niðurstaðan er sú að Guðrún Agústsdóttir er inni, en Guðrún Jónsdóttir ekki og mér finnst engin ástæða til að velta vöngum yfir þessu. Prófkjörið er að baki og þetta er niðurstaðan," segir Ingibjörg. Ekki áhyggjur af krötum Hún hefur heldur ekki áhyggjur af því að kratar hlaupist undan merkjum vegna þess að Pétur féll. „Alþýðuflokkurinn sem slík- ur kemur vel út úr þessu, fær tvo börgarfulltrúa en var með einn. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei verið sterkur í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur þarna inn af meiri styrk en áður og það hlýtur að einhverju leyti að mega þakka því fólki sem var í fram- boði fyrir flokkinn. Flokksmenn völdu þessa frambjóðendur til þess að taka þátt í prófkjörinu og þeir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að þetta gæti farið á ýmsa vegu.“ Ferö út í óvissuna Ingibjörg viðurkennir að Sjálf- stæðisflokkurinn sé að græða á óánægju innan Reykjavíkurlist- ans með niðurstöður prófkjörs- ins. „Andstæðingar hafa alltaf tilefni til að kætast ef hægt er að efna til óvinafagnaðar meðal samherja, en hann er svo lítill í þessu tilviki að mér finnst það ekkert sem orð er á gerandi. Nið- urstaðan er í aðalatriðum mjög góð. Allir flokkar eru sáttir við sína niðurstöðu. Styrkleiki Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks er mjög jafn. Kvennalistinn er minni eins og var vitað en þó hálfdrættingur á við Alþýðubandalagið," segir hún að bætir við að niðurstaðan sé góð hvort heldur Iitið sé á flokk- ana eða einstaklinga. „Þetta var ferð út í óvissuna. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta gat farið á jbnsa vegu, en ég held að það hafi varla geta farið betur en raun varð á í heildina tekið." Neðri sætin óklár Það var keppt um sjö sæti í próf- kjörinu og niðurstaðan bind- andi. Sérstakri uppstillingar- nefnd hefur verið falið að raða í neðri sætin og væntanlega ntun hún taka eitthvert mið af gengi manna í prófkjörinu. Það var hins vegar fyrirfram ákveðið að borgarstjóri réði því hver færi í níunda sætið. Ingi- björg segist hafa áskilið sér rétt til þess, til dæmis til að geta rétt hlut kvenna ef á þyrfti að halda. Hún hefur hins vegar enga ákvörðun tekið í þeim efnum og segir ótímabært að ræða um ní- unda sæti að svo stöddu. *r

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.