Dagur - 03.02.1998, Side 10

Dagur - 03.02.1998, Side 10
10- ÞRIDJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 FRÉTTIR L A Komst við illan leik út úr bíflaki Unglingaklúbbar í íþróttabús Svo getur farið að unglingar í Kópavogsbæ fái aðstöðu fyrir ýmis- konar tómstunda- og klúbbastarfsemi í íþróttahúsunum í Digranesi og Smáranum. I það minnsta hefur bæjarráð samþykkt að fela fram- kvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs að ganga til viðræðna við Handknattleiksfélags Kópavogs um starfrækslu á klúbbi og tóm- stundastarfi fyrir unglinga í Digranesi í framhaldi af erindi FIK þar að lútandi. Sömuleiðis hefur framkvæmdastjóranum verið falið að ræða samskonar mál við forystumenn Breiðabliks um möguleika og áhuga þeirra á að reka hliðstaqða starfsemi í Smáranum. I Áhugi á héraðsskjalasafni Bæjarráð hefur samjjykkt að sptt verði um heimild til stjórnarnefnd- ar Þjóðskjalasafns Islands að koma á fót héraðsskjalasafni í Kópa- vogi. Jafnframt er lagt til að skjalasafni bæjarins verði breytt í héraðs- skjalasafn og undirbúin verði reglugerð fyrir safnið. Kársnesskóli i Kópavogi. Nú er verið að kanna hagkvæmni þess að sameina hann Þinghólsskóla. Sameming skóla Bæjarráð hefur falið framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs og fræðslustjóra að ræða við fulltrúa Kennaraháskóla um hagkvæmni þess að sameina Þinghóls- og Kársnesskóla og gera kostnaðaráætlun. Bensínstöð í Hagasmára Byggingarnefnd hefur lagt það til við bæjarstjórn að samþykkt verði erindi Skeljungs um að byggja bensínstöð á lóð nr. 9 við Hagasmára. Stærri Nóatúnsverslun í Hamraborg Byggingarnefnd hefur einnig Iagt til við bæjarstjórn að Nóatúni og ís- landsbanka verði leyft að stækka verslun og byggja sameiginlega inn- gang að Hamraborg 14a. Bent er á að engar skriflegar athugasemdir bárust þegar skipulagsstjóri auglýsti breytinguna á sínum tíma. - GRH HÁDEGISVERÐARFUNDUR „FRAMLÖG RÍKISVALDSINS“ Landsbyggð - höfuðborgarsvæði Skýrsla Aflvaka hf. og Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur. Framsögumenn Þórður H. Hilmarsson rekstrarhagfræðingur Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri Aflvaka hf. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14, 4. hæð miðvikudaginn 4. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.30 Fundurinn er öllum opinn og skráning fer fram á staðnum. Hádegisverður og fundargjald 1.200 kr. Að fundinum standa Atvinnumálaskrifstofa Akureyrar, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Dagur, Svæðisútvarp Norðurlands, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og Skrifstofa Atvinnulífsins. Upplýsingar á Atvinnumálaskrifstofu í síma 462 1701. Væptr Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri sími 462 6900 UPPB0Ð Bifreiðin Þ-3 (fastnr. HP-537), Man 26.361, árg. 1985, verður seld á uppboði að Tryggvabraut 3-5, Akur- eyri þriðjudaginn 10. febrúar 1998 kl. 14.00. Krafist verður greiðslu við hamars- högg. __ Sýslumaöurinn á Akureyri 2. febrúar 1998. Harpa Ævarrsdóttir, fulltrúi. Dagbök lögreglimnar í Reykjavík 30. janúar til 2. febrúar 1998. Klukkan 21 að kvöldi sunnudags var Iögreglu tilkynnt að ökumaður hefði misst stjórn á ökutæki sínu á Vesturlandsvegi við Brynju- dalsá. Ökutækið bafði farið út af veginum og hafnað í ánni. Bif- reiðin fór á kaf en ökumaður komst við illan leik út um hliðar- rúðu á bílnum sem bafði brotnað og varð að synda í land. Ökumað- urinn sem var orðinn mjög kaldur gat stöðvað ökutæki á veginum sem flutti hann á slysadeild. llla gekk hjá lögreglu að finna öku- tækið þar sem mjög djúpt er þar sem bifreiðin hafnaði í ánni. Um helgina voru höfð afskipti af 18 ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur og 34 vegna hraðaksturs. A fjórða tug umferð- aróhappa voru tilkynnt lögreglu. Innbrot - þjófnaðir A föstudag var brotist inn í versl- anahúsnæði við Háaleitisbraut og þaðan stolið tösku með verkfær- um að verðmæti um eitt hundrað þúsund. Að morgni laugardags var lög- reglu tilkynnt að hraðbanki hefði verið Ijarlægður úr anddyri Kenn- araháskólans. Af verksummerkj- um á vettvangi hafði hraðbankinn Hraðbanka var stol/ð I Reykjavík um helgina. verið losaður af festingum og færður í ökutæki. Beindist grunur lögreglu að ákveðnum einstakl- ingum og voru tveir karlmenn handteknir. Ökutækið fannst síð- an að kvöldi laugardags með hraðabankanum og öllum fjár- munum skammt frá brotavett- vangi. Krafist hefur verið gæslu- varðhalds yfir einum karlmanni vegna málsins. A sunnudag var brotist inn í geymslu í Breiðholti og þaðan stolið hljóðfærum að verðmæti um tvö hundruð þúsund. L£kamsmeiðmgar Aðfaranótt laugardags kom á lög- reglustöðina í miðbænum kona sem orðið hafði fyTÍr Iíkamsáras á veitingahúsi. Hún hafði fengið skurð á höfuðið og ætlaði sjálf að leita sér aðhlynningar á slysa- deild. Þá var ráðist að karlmanni klukkan hálf fjögur að morgni laugardags á Suðurlandsbraut. A hann hafði verið ráðist og hann rændur seðlaveski. Maðurinn hlaut áverka á hendi og höfði og var fluttur á slysadeild, en ekki vitað hversu miklum ljármunum maðurinn var rændur né heldur hveijir árásarmaður eða -menn voru. Annaö Karlmaður var handtekinn í mið- bænum er hann hafði brotið rúðu í Landsbankanum í Austurstræti. Hann hafði skorið sig við athæfi sitt og var því fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu var að morgni sunnu- dags tilkynnt um karlmenn sem væru að brjótast inn í ökutæki í Þingholtunum. Tveir karlmenn 17 og 19 ára voru handteknir og hafði annar þeirra seðlaveski á sér sem hann hafði stolið úr ökutæki. Mennirnir voru fluttir í fanga- geymslu. Harður árekstnr á Eyj afj arðar braut Ef til viH þess vegna stigu margir ökumenn full þungt á bensíngjöfina þvi alls voru 20 kærðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri i sfðustu viku. Úr dagbók lögregluim- ar á Akureyri vikuua 26.01.- 01.02.1998 . Veður og færð voru góð í vikunni og skilyrði til aksturs eins og best gerist miðað við árstíma. Ef til vill þess vegna stigu margir ökumenn full þungt á bensíngjöfina því alls voru 20 kærðir fyrir of hraðan akstur. Þá virtu 11 ekki stöðvun- arskyldu og fjórir voru kærðir fyr- ir meinta ölvun við akstur, 10 not- uðu ekki öryggisbelti og 11 höfðu ekki ökuskírteini meðferðis. Þá urðu 12 umferðaróhöpp og minniháttar slys í tveimur þeirra. Laust fyrir hádegi á Iaug- ardaginn varð harður árekstur á Eyjafjarðarbraut vestri skammt sunnan Akureyrar. Fjórir voru fluttir á slysadeild en meiðsl munu ekki hafa verið stórvægileg og öryggisbeltin bjargað því að ekki fór verr. Klippux á lofti Tekin voru skráningarmerki af 9 bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar til endurskoðunar á síð- asta ári. Þar sem nú er mánuður Iiðinn af nýju ári ættu allir að vera búnir að færa bifreiðar sínar tii aðalskoðunar fyrir síðasta ár. Er ástæða til að hvetja þá sem ekki eru þegar búnir að láta skoða bif- reiðar sínar að gera það strax því lögreglan mun nú fara að huga að því að taka óskoðaðar bifreiðar úr umferð. Loftsteinu eltki neyöaxblys Á föstudagsköldið um kl. 20:21 bárust allmargar tilkynningar um neyðarblys á lofti í austri. Við eft- irgrennslan kom ekkert í ljós sem benti til að neinn væri í nauðum staddur. Síðar kom í ljós að hér hafi að líkindum verið um loft- stein að ræða sem sást víða að af landinu. KI. 13:30 á laugardaginn var svo einnig tilkynnt um neyðar- blys á lofti og var staðsetning tal- in beint austur af lögreglustöð- inni. Engin skýring hefur fengist á því og er rétt að benda fólki á að áramótin eru löngu liðin og með öllu óheimilt að skjóta á loft neyð- arblysum að ástæðulausu. Eldur í söluturni Kl. 01:56 var tilkynnt um eld í söluturninum Messanum, Móa- síðu 1. Greiðlega tókst að slökkva eldinn en mikið tjón varð af eldi og revk. Við rannsókn kom í ljós að svo virtist sem brotist bafi ver- ið inn og ýmislegt sem benti til að um íkveikju gæti verið að ræða. Útivistaxrcglur Helgin var með rólegra móti. Hefðbundið eftirlit var með sam- komustöðum og fylgst með ungl- ingum undir aldri í miðbænum og nokkrum komið til síns heima. Ánægjulegt er til þess að vita að nú finnst öllum sjálfsagt að ungl- ingar virði þær útivistarreglur sem settar voru fyrir nokkrum árum þótt þá hafi þær verið umdeildar og er það dæmi um að ýmsu góðu er hægt að koma til leiðar ef margir leggjast á eitt og eru sam- taka um að ná settu marki. Sam- komugestir höguðu sér að mestu skikkanlega en þó fara oftast ein- hverjir yfir strikið og 4 máttu dúsa í fangagevmslum sökum ölvunar þessa helgi og teljast það ekki tíð- indi. - DG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.