Dagur - 03.02.1998, Qupperneq 12
12- ÞRIDJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998
ÍÞRÓTTIR
Xkgpr
ÝMISLEGT
Martina Hingis
vairn aftur
Það voru tveir unglingar sem sigr-
uðu í keppni kvenna á opna ástr-
alska meistaramótinu í tennis um
helgina. Það var hin 17 ára Mart-
ina Hingis frá SViss sem vann í
einliðaleik kvenna á mótinu.
Hingis gerði sér svo lítið fyrir og
vann einnig í tvíliðaleik kvenna
með 15 ára gamalli stúlku frá
Króatíu. Þetta er í annað skiptið á
jafnmörgum árum sem Hingis
vinnur á þessu móti. Petr Korda
frá Tékklandi vann auðveldan
sigur á Marcelo Riios frá Chile í
úrslitaleik karla. Leikurinn tók
einungis 85 mínútur og varð
aldrei spennandi. Þetta var fyrsti
sigur Korda á stórmóti í tennis.
Korda hefur verið atvinnumaður í
greininni síðustu 11 árin.
Stjarnan vann
Stjarnan vann IR í Nissan-deild-
inni í handknattleik um helgina,
28:25. Þetta var leikur sem var
frestað fyrir stuttu þar sem dóm-
arar mættu ekki til leiks. Dómar-
ar voru hins vegar klárir í slaginn
á laugardag og Stjarnan fór með
sigur af hólmi. Hinn 19 ára gamli
IR-ingur Ragnar Oskarsson átti
samt sem áður enn einn stórleik-
inn fyrir lið sitt og skoraði 13
mörk. Ragnar þessi er talinn eitt
mesta efni í íslenskum hand-
knattleik um þessar mundir.
Ræddu um GuUit
Leikmenn Chelsea í ensku úr-
valsdeildinni héldu nokkuð
óvenjulegan fund síðasta föstu-
dag. Þá hittust leikmennirnir til
að ræða málin og kom það
kannski mest á óvart að Ruud
Gullit, framkvæmdastjóri og Ieik-
maður, átti ekki að mæta. Spek-
ingar segja að fundurinn hafi ver-
ið til þess að ræða um störf Gullit
og venjur hans sem framkvæmda-
stjóra. Ein sagan er á þá leið að
Gullit hafi mjög lítil samskipti við
leikmenn sína og er vert að nefna
Norðmanninn Tore Andre Flo,
sem hefur verið í herbúðum
Chelsea frá því í haust. Heyrst
hefur að Gullit hafi enn ekki yrt á
Flo eftir að hann kom til liðsins
fyrir nokkrum mánuðum og þykir
þetta nokkuð áhugavert. Onnur
saga var þannig að Gullit sagði
nýverið að Vialli hafi Iítið fengið
að spila vegna flensu sem hrjáði
kappann. Vialli hafði þá hins veg-
ar nýlega sagt við ítalskt blað að
hann væri við hestaheilsu og
ávallt tilbúinn í slaginn!
Lakers á leiðinni
L.A. Lakers unnu Chicago Bulls
nokkuð örugglega, 112:87, í stór-
leik NBA deildarinnar um helg-
ina. Þar með mætast Lakers og
Bulls ekki aftur á þessu tímabili
nema það verði í úrslitum NBA
deildarinnar. Michael Jordan,
sem skoraði 31 stig í leiknum, var
ekkert að spara stóru orðin eftir
leikinn þegar hann var spurður að
því hvort hann byggist við að
mæta Lakers aftur. „Þetta var ein-
ungis einn leikur af 82. Við verð-
um pottþétt í úrslitunum í júní en
ég er nú ekki alveg viss um að við
eigum eft'r að mæta Lakers á
þeim vegi“, sagði kóngurinn.
Meistaramir
lágu á heimavelli
Manchester United
hefur tapað Iveimur
leikjiiin í röð í ensku
deildinni og Liver-
pool, Blackhum og
Chelsea eru öll með
45 stig í öðru sæti, 4
stignm á eftir
Manchester.
Tony Cottee, leikmaður Leicester,
skoraði sitt fyrsta mark á Old
Trafford um helgina og tryggði
þar með Leicester óvæntan útisig-
ur á Manchester United. Þetta
var fyrsti sigur Leicester í 7 deild-
arleikjum og fyrsta tap United á
heimavelli í vetur. Lið United átti
hreint út sagt afleitan dag og
framlínan skipuð þeim Cole,
Sheringham og Solskjær misnot-
aði hvert færið af öðru. Martin
O’Neill, stjóri Leicester, var að
vonum kátur eftir leikinn en sagði
að eftir markið hefðu þeir pakkað
í vörn og beðið en heimamenn
voru Iíka vægast sagt óheppnir!
Alex Ferguson var á hinn bóginn
ekki jafn hress. „Það er hreint út
sagt ótrulegt að okkur tókst ekki
að skora í síðari hálfleik," sagði
Ferguson eftir leikinn. Þrátt íyrir
þetta tap United og ósigur þeirra
gegn Southampton á dögunum
eru liðin þrjú, Liverpool, Black-
burn og Chelsea sem veita meist-
urunum mikla eftirför í stigatöfl-
unni, í basli með að nálgast þá á
toppnum.
Liverpool og Blackburn mætt-
ust á Anfield Road í Liverpool á
laugardag og tókst hvorugu liðinu
að skora. Glenn Hoddle, lands-
Iiðsþjálfari Englands, var á leikn-
um og Tim Flowers, markvörður
Blackbum, gaf honum góða sýn-
ingu. Flowers var frábær í marki
gestanna og varði hvað eftir ann-
að frá framherjum Liverpool.
Liverpool varð fyrir nokkrum
áföllum í Ieiknum. Steve Mc-
manaman þurfti að yfirgefa völl-
inn í hálfleik vegna meiðsla og
þegar um klukkustund var liðín af
leiknum brákaði Jason Mcateer
bein í fótlegg sínum og verður frá
keppni næstu tvo mánuðina.
Bæði liðin eru nú 4 stigum á eftir
Manchester United.
Chelsea skaust í annað sætið
með 2:0 sigri á Barnsley. Lið
Chelsea er samt sem áður ekki að
spila vel um þessar mundir og
Barnsley var mun betri aðilinn í
leiknum á laugardag. Seinna
mark Chelsea var ólöglegt en
slakur dómari Ieiksins tók ekki
eftir því. „Þetta er versta dóm-
gæsla sem ég hef séð í allan vet-
ur,“ sagði Wilson, stjóri Barnsley,
allt annað en sáttur í leikslok.
Wenger og félagar komnir á
skrið
Arsenal vélin virðist vera að ná sér
aftur á strik. Það skipti engu máli
þó svo Seaman, Wright og Vieira
væru ekki með gegn lélegu Sout-
hampton Iiði um helgina. Frakk-
inn Emanuel Petit var frábær á
miðjunni og Arsenal vann auð-
veldan 3:0 sigur og eru þeir rétt á
eftir toppliðunum. Arsene Wen-
ger, stjóri Arsenal, var ánægður
með sína menn í Ieikslok. „Við
erum að spila vel um þessar
mundir og þó svo möguleikar okk-
PauI Ince og félagar í Liverpool náðu ekki að nýta sér tap United um helgina.
Broddl
vann
Broddi Kristjánsson úr TBR varð íslandsmeistari í
einliðaleik í badminton í 13. skiptið um helgina.
Broddi lagði ungan og efnilegan spilara, Svein
Sölvason, í úrslitaleik mótsins, 15:3 og 15:6.
Broddi vann fyrri hrinuna nokkuð örugglega en í
þeirri síðari byrjaði Sveinn vel en náði samt sem
áður ekki að halda út alla hrinuna og þar með varð
Islandsmeistaratitil) Brodda að veruleika. Sveinn,
sem einungis er 19 ára gamall og hefur æft bad-
minton frá 9 ára aldri, stóð sig mjög vel um helgina
og þar er mikið efni á ferð í badmintoníþróttinni.
Elsa Nielsen endurheimti Islandsmeistaratitil
sinn í einliðaleik kvenna. Þetta er sjötti Islands-
meistaratitill sem Elsa vinnur fyrir TBR en hún
háði harða keppni við Brynju Pétursdóttir en vann
Ioks sigur í oddalotu.
Broddi Kristjánsson og Arni Þór Hallgrímsson
unnu Tryggva Nielsen og Njörð Lúðvíksson í tví-
liðaleik karla, 15:6 og 15:6. í tvíliðaleik kvenna
sigruðu hins vegar Elsa Nielsen og Vigdfs Ásgeirs-
dóttir. Þær iögðu Önnu Sigurðardóttir og Söru
Jónsdóttir 15:4 og 15:3.
Að lokum sigruðu Arni Þór Hallgrímsson og
Drífa Harðardóttir í tvenndarleik en þau sigruðu
Erlu Hafsteinsdóttir og Þorstein Hængsson í úr-
slitaleik, 15:4 og 15:8.
Broddi Kristjánsson var frábær á íslandsmótinu í badminton
um helg/na. - mynd: bo
ar á að ná United séu litlir þá eru
þeir til staðar", sagði Wenger.
Brian Little, stjóri Aston Villa,
er kominn í slæma stöðu með lið
sitt. Liðið tapaði fyrir Newcastle á
heimavelli á sunnudag og er nú
komið í fallhættu. David Batty
skoraði sigurmarkið og hefðu
gestirnir getað bætt við fleirum.
Með svona spilamennsku heima-
manna ættu leikmenn Atletico
Madrid ekki að hafa áhyggjur af
því að mæta Aston Villa í 8 liða
úrslitum evrópukeppni félagsliða
á næstunni.
Crystal Palace hefur spilað 11
leiki á heimavelli í vetur og enn
ekki náð að sigra. Með svipaðri
spilamennsku og liðið sýndi á
laugardag telja spekingar á Bret-
Iandseyjum að óvíst sé hvort
Palace vinni leik á heimavelli í all-
an vetur. Vörn heimamanna þótti
hræðileg og það eina sem virðist
geta bjargað Palace frá falli er
hversu fljótt sjúkraþjálfarar liðs-
ins ná að koma Italanum
Lombardo í lag.
Trevor Sinclair bytjaði feril sinn
hjá West Ham með stæl. Sinclair,
sem West Ham keypti frá QPR á
dögunum, skoraði bæði mörk
liðsins í jafntefli gegn Everton á
heimavelli. West Ham hefði sigr-
að ef hinn ungi Rio Ferdinand
hefði ekki gert mistök í vörn
heimamanna sem Ieiddu til jöfn-
unarmarks Madar. — jj
Úrslit
helgariimar
Sunnudagur:
Aston Villa-Newcastle
-Batty 55
Laugardagur:
Arsenal-Southampton
-Bergkamp 62, Adams 67,
Anelka 67
Bolton-Coventry
-Sellars 22 - Whelan 25,
Huckerby 57, 65 Dublin 73, 79
Chelsea-Bamsley
-Vialli 22, Hughes 47
C.Palace-Leeds
-Wallace 7, Hasselbaink 13
Derby-Tottenham
-Sturridge 25, Wanchope 76
- Fox 46
Liverpool-Blackburn
Man.Utd-Leicester
-Cottee 28
Sheíf.Wed-Wimbledon
-Pembridge 14 - Hughes 21
West Ham-Everton
-Sinclair 9, 47 - Barmby 25,
Madar 58
0:1
3:0
1:5
2:0
0:2
2:1
0:0
0:1
1:1
2:2
Staðan í deildinni eftir leiki
helgarinnar:
Man Utd 24 15
Chelsea 24 14
Blackburn 24 12
Liverpool 24 13
Arsenal 23 11
Derby 24 11
Leeds 24 11
West Ham 24 11
Leicester 24 8
Newcastle 24 9
Sheff.Wed 24 8
Southampt. 24 8
Coventrj' 24 6
Everton 24 7
Aston Villa 24 7
Wimbledon 23 6
C.Palace 24 5
Tottenham 24 6
Boíton 24 4
Barnsley 24 6
4 5 51:18 49
3 7 52:25 45
9 3 44:24 45
6 5 39:19 45
8 4 42:26 41
6 7 39:30 39
5 8 34:27 38
2 11 36:35 35
9 7 27:22 33
5 10 25:29 32
6 10 37:47 30
4 12 26:33 28
9 9 28:34 27
6 11 28:35 27
6 II 26:34 27
8 9 22:27 26
8 11 21:34 23
5 13 21:41 23
10 10 21:40 22
3 15 20:59 21