Dagur - 05.02.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 05.02.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5 . FEBRÚ A R 1998 - 27 Ðagur. BÍLALÍFIÐ í LANDINU af sæmilegum launum. Aðstæður breytt- ust hjá Jóhanni Ólafssyni og Sigurgesti og fleirum var boðið að vinna fyrir krónu og fímmtíu á tímann. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að ef ekkert var að gera, þá fengu drengirnir ekkert kaup. Og sú varð raunin stundum að þeir sátu heilu dag- ana, - kauplausir, því ekki var alltaf mikið að gera. Smám saman lærði Sigurgestur á við- gerðir á bílum. Hann þótti afar næmur og góður fagmaður og varð þegar tímar liðu sérfróður um bíla General Motors, og þá sérstaklega Chevrolet. Jóhann Ólafsson hækkaði smám saman kaupið. „Já, það teygðist á þessu, ég vann hjá fyrirtækinu í 27 ár,“ segir Sigurgestur. Chevrolet var uppáhaldsþíll Sigurgests, - hann varð sérfróður um bílvélarnar, fagið þótti hon- um alla tíð skemmtilegt. Fyrsti bíll hans var auðvitað - Chevrolet! Bílabransinn í gömlu Reykjavík Bílaverkstæði borgarinnar voru í mið- bænum á þessum bernskuárum bílsins. I Kolasundi var Páll Stefánsson, Jóhann Ólafsson við Hverfisgötu. Egill Vilhjálms- son settist að inn við Rauðará, en beint á móti honum var Sveinn Egilssons með sfna starfsemi, og seinna hóf Ræsir að selja Benzana. Hjá P. Stefánssyni kom fyrsta gryfjan, afar mikil nýjung fyrir bifvéla- virkja. Hún kom ekki til af góðu. Danskur bifvélavirki á verkstæð- inu var svo feitur að hann komst ekki undir bílana með öðru móti! Bensínafgreiðslur komu fljótlega. Þær voru á vegum Hins íslenska steinolíufélags, síðar ESSO og DDPA, sem almenningur kallaði ævinlega Danskur djöfullinn pínir alþýðuna. Bíla“brask“ hófst mjög snemma og framsýnir menn sáu mikla framtíð í bílnum, þrátt fyrir að vegir væru slæmir og bílar fengju herfilega útreið. meira á bílana en gefið var upp,“ segir Sigurgestur. Hann segir að algengt hafi verið að setja 3 tonn á bíla sem skráðir voru fyrir helmingi minna. Menn voru í akkorði við ýmsan akstur og tóku áhætt- una. Sigurgestur segir að algengt hafi verið í utanbæjarbíltúrum að hafa varaöxul með sér. Það gat komið sér vel. Sjálfur þurfti hann að skipta í eitt skiptið. Vanur maður með réttu verkfærin var hálftíma til klukkutíma að vinna verkið. Bifvélavirkjun varð ekki iðngrein á Is- landi fyrr en 1935, og fyrstu bifvéla- virkjarnir fengu ekki iðnréttindi fyrr en árið eftir. Þá gekkst hópur ungra manna undir próf. Einn í þeim hópi var einmitt Sigurgestur Guðjónsson, og honum gekk prýðilega á prófinu. Hann átti eftir að starfa í stjórn Félags bifvélavirkja um ára- tuga skeið sem ritari í 25 ár og formaður £ 16 ár. Þá voru tímar harðra vinnudeilna og bifvélavirkjar háðu 72 daga verkfail um miðja öldina til að knýja fram kaup- kröfur sínar. Það var við hæfi að Vigdís, kona Sigurgests, var heiðruð með fögru armbandsúri, þegar Sigurgestur lét af starfi í félaginu, „fyrir að lána manninn nokkra áratugi. Chevrolet sér- fræðingur hefur átt 17 Toyotur! „Eg smíðaði mér skemmti- Iegan bíl, hálfkassabíl, sem var sér- lega góður ferðabíll. Það byrjaði með því að mér var gef- in Chevro- let-grind. Síðan fór ég ±„ a hh‘t . og grúska. Þetta var bráð- skemmtilegur 5 manna bíll og góður kassi á pallinum. Eg ™22jj™svo,engi, WM hann fyrir Al árs Hinn rennilegasti bíll eins og sjá má. Bifvélavirkjar Jóhanns Ólafssonará fjórda áratugnum, Þjóðleikhúsið errisið. Það gamla er ekki alltaf gott Mörgum hættir til að telja aö samasemmerki sé ævinlega milli gamals og góðs. En voru hílamir ú jjórða áratugnum sterkari og betri en þeir eru í dag? „Nei, nei. Það er nú langt frá því. Þeir slitnuðu illa bílarnir og gera enn, en enn verr í gamla daga. Og þess vegna hafði maður nú vinnu af þessu. Þetta var mjög frumstætt og einfalt á þessum árum. Núna rekur maður upp stór augu þegar maður lítur undir húddið á nýjum bílum með öllu þessu dóti undir. Þróunin er gífur- lega hröð frá því ég byrjaði fyrir næstum 70 árum á bílaverkstæði, komin bein innspýting og mikið af rafeindabúnaði. Endingin á hemlabúnaði og fjöðrum var h'til. Vegirnir afleitir og mönnum hætti oft á tíðum til að leggja helmingi NÍUNDA VELTAN. Balinn var hann kallaður þessi bíll, sem varýmist á hjólunum eða þakinu. Sagt er að Balanum hafi verið hvolft 9 sinnum, aðrir segja reyndar 10 sinnum. Hér er hann oltinn á móts við Laugabrekku við Suðurlandsbraut. Eigandi bílsins var Siggi i Bransanum sem kallaður var. Síðar var bíllinn seldur nýjum eiganda, - og enn síðar keypti Sigurgestur hann. átti hann í ein 7 ár áður en ég seldi hann. Þetta var allt original Chevro- let. Eg verð að segja að þessi bíll, R-605, var minn uppáhaldsbíll," seg- ir Sigurgestur. „Eg er steinhættur að snerta á bílnum mínum, skipti ekki einu sinni um peru,“ segir Sigurgestur og hlær. „En oft var þetta þannig meðan ég átti bíla sem voru nokkurra ára gamlir að ef maður ætl- aði að gera við eitthvað smávegis, þá leiddi eitt af öðru, alltaf var hægt að dytta að einhverju, og kvöldið búið áður en maður vissi af.“ Sigurgestur átti líka bíl sem var talsvert fræg- ur í bænum og menn kölluð „Balann", Chevro- let af ‘29 árgerð. Þeir töldu að hann væri ekki nógu merkilegur til að kallast „car“ eins og flottir bílar voru kallaðir. Balinn var frægur fyrir það að hafa oltið 9 sinnum. Eftir að Sigur- gestur eignaðist hann valt hann ekki, enda var ökumannsferill hans góður. Fleiri bíla átti Sigurgestur, bíla sem hann Iagði hæfileika og sál í. Hann keypti gjarnan notaða bíla, gjarnan frá sölu- nefnd varnarliðseigna og þá oftast Chevr- olet, - gerði þá Iistilega upp þannig að engu var líkara en að þeir væru nýkomnir úr „kassanum". En hvaða bíl ekur hann f dag? Chevro- let auðvitað? Nei, Toyota. Hann segir þessa amerísku of stóra fyrir sig. Síðustu sautján bílar (!) í hans eigu hafa allir verið frá Toyota. Manni dettur í hug að svona kúnni fái ríflegan afslátt. „Nei, nei, það er nú öðru nær,“ segir Sigurgestur og hlær við. Hann segist varla þora að koma í umboðið lengur, - þeim takist að selja honum nýjan bíl nærri alltaf þegar hann birtist! -JBP Kynnstu töfrum Suzuki tihndu hve rytnio er gott Baleno Wagon er aflmikill og hagkvæmur í rekstri, hefur einstaklega góða aksturseiginleika og býður uppá allt að 1.377 lítra farangursrýmil ALLIR SUZUKI BlLAK ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFIPÚÐUM. SUZUKI Al’L OG ÖRYCGl SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. SUZUKI BALENO WAGON GLX: 1.445.000 KR. • WAGON (il X 4x4; 1.505.000 KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.