Dagur - 13.02.1998, Blaðsíða 5
T
1
Um^uT-
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 13.FEBRÚAR 1998 - S
Félagatal krata í Firð-
nrnmlkært til flokksins
Alþýöuflokksfélagiö
efnir til prófkjörs en
Jafnaðarmannafélagiö
íhugar sérframboð
eða framboð með A1
þýðubandalagi. Fé-
lagatal Alþýðuflokks-
félagsins hefur verið
kært til framkvæmda-
stjómar flokksins.
Fullur fjandskapur hefur nú
blossað upp að n$u milli Al-
þýðuflokksfélaganna tveggja í
Hafnarfirði, gamla Alþýðuflokks-
félagsins og Jafnaðarmannafé-
lags Hafnarfjarðar. Agreiningur-
inn er mjög persónulegur og
snýst ekki síst um framboðsmál-
in í vor og hefur það verið rætt
innan Jafnaðarmannafélagsins
að efna til sérframboðs í bæjar-
stjórnarkosningunum eða leggja
út i sameiginlegt framboð með
Alþýðubandalaginu.
Alvarleiki átakanna hefur ber-
lega komið í Ijós í viðræðunum
um sameiginlegt framboð A-
flokkanna. Þær viðræður fóru út
um þúfur nú í vikunni og sam-
kvæmt heimildum Dags kenna
félagar í Jafnaðarmannafélaginu
einkum Ómari Smára Ármanns-
syni þar um. Á viðmælendum
Dags innan þess félags mátti
heyra að grein Ómars Smára í
Degi í gær hefði hellt olíu á þann
eld sem nú hefur blossað upp,
en þar gagnrýnir Ómar formann
Jafnaðarmannafélagsins, Ólaf
Sigurðsson.
I síðustu viku sendi stjórn
Jafnaðarmannafélagsins skeyti
til framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins, þar sem stjórnin vill
leita réttar síns vegna ágreinings
um félagatal milli félaganna í
Hafnarfirði. Jafnaðarmannafé-
Iagið vill að framkvæmdastjórnin
beiti sér fyrir því að félagatölin
verði lagfærð og telur að á bilinu
50 til 100 manns séu á skrá
gamla félagsins sem ættu ekki að
vera þar. Félagafjöldi sker úr um
fjölda fulltrúa á fulltrúaráðs-
fundi og setur Jafnaðarmannafé-
lagið fyrirvara á um lögmæti
undangenginna fulltrúaráðs-
funda - en á síðasta slíkum fundi
var einmitt sameiginlega fram-
boðið blásið af.
Félagatal kært til flokksins
Til að undirstrika mótmæli sín
ákváðu fulltrúar Jafnaðarmanna-
félagsins að mæta ekki á þann
fund, enda lá fyrir að ekki yrði
gerð tillaga um sameiginlegan
lista. Viðmælendur blaðsins inn-
an Jafnaðarmannafélagsins
sögðu að ef félagatalsmálið yrði
ekki Ieyst innan viku með full-
tingi framkvæmdastjórnarinnar
kæmi til greina að leita til félags-
málaráðuneytisins með vísan f
lög um félagafrelsi. Einn þeirra
kallar félagatal gamla félagsins
„bullandi svindl". Einn viðmæl-
andi blaðsins sem tilheyrir gamla
félaginu kallaði þennan mál-
flutning „helbert rugl“.
Jafnaðarmannafélagið heldur
aðalfund á laugardag og f kjölfar
hans hefst opinn fundur undir
yfirskriftinni „Með hverjum á
Jafnaðarmannafélagið samleið?'1
Þar verður meðal annars rætt
hvort félagið eigi að efna til sér-
framboðs. Hinn armur Alþýðu-
flokksins stefnir að öllum líkind-
um á prófkjör og ekki vitað ann-
að en að allir núverandi bæjar-
fulltrúarnir taki þátt í því. - FÞG
Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri.
Keppir við
tunaim
„Við munum reyna eins hratt og
kostur er vegna þess að tíminn
er ekki langur. En við eigum að
vera búnir í síðasta lagi 10. mars
að þessu og því munum við
reyna að láta hendur standa
fram úr ermum," segir Árni Kol-
beinsson, ráðuneytisstjóri í sjáv-
arútvegsráðuneytinu.
Fyrsti fundur nefndar sem
sjávarútvegsráðherra skipaði til
að koma með tillögur til úrbóta í
verðmyndun sjávarafla og kvóta-
braski var haldinn í gærmorgun.
Auk Árna, sem er formaður
nefndarinnar, eru í henni þeir
Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu og
Jóhann Sigurjónsson, sendi-
herra og sjávarlíffræðingur.
Nefndin hefur ýmist verið köll-
uð þríhöfðanefndin eða kvóta-
nefndin. Sjálfur segir Árni að
hún sé nafnlaus. Hann segir að
þar sem sjávarútvegsráðherra
hafi skipað í nefndina, þá muni
nefndin væntanlega skila sínum
tillögum til hans. -GRH
Fimm vildu lána
Laudsvirkjim
Vaxtalækkun á innlendum láns-
fjármarkaði að undanförnu gerir
lánsfjáröflun hérlendis áhugaverð-
ari kost en fyrr, sögðu forsvars-
menn Landsvirkjunar við undirrit-
un samninga við Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins, um sölu á
1.250 milljóna kr. skuldabréfum
Landsvirkjunar með aðeins 4,75% raunvöxtum. FBA bauðst til að
selja bréfin með 0,36% lægri ávöxtunarkröfu en á húsbréfum og fyr-
ir 0,69% sölulaun og varð þar með lægst fimm Iánastofnana sem
kepptu um söluna. Peningana ætlar stofnunin að nota til fram-
kvæmda á þessu ári og í endurfjármögnun eldri lána. Landsvirkjun
stefnir að frekari lántökum í íslenskum krónum á næstunni - HEI
Samverustund í minniiigu Laxness
Listamenn efna til samverustundar í minningu
Halldórs Laxness í dag bæði á Ingólfstorginu í
Reykjavík og Ráðhústorginu á Akureyri. Þangað eru
allir velkomnir sem vilja heiðra minningu skáldsins.
Að dagskránni á Ingólfstorgi, sem hefst kl. 18,
standa Bandalag íslenskra Iistamanna og Rithöf-
undasambands Islands með stuðningi Reykjavíkur-
borgar. Þar munu orð skáldsins hljóma f hálftíma
langri dagskrá.
Á Ráðhústorginu á Akureyri standa listamenn
Leikfélags Akureyrar og Tjarnarkvartettinn að dag-
skrá sem einnig byggir á verkum Halldórs Laxness.
Halldóra skipuð framkvæmdastjóri
Útvarpsins
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa Halldóru Ingvarsdóttur
framkvæmdastjóra hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins. Hún var ein
fjögurra umsækjenda um stöðuna, en auk hennar sóttu um starfið
Margrét Oddsdóttir, Sigurður G. Tómasson og Freyr Þórmóðsson. I
útvarpsráði fékk Margrét stuðning Ijögurra ráðsmanna, en Halldóra
stuðning þriggja og útvarpsstjóri taldi Halldóru og Margréti jafn hæf-
ar til að gegna stöðunni. Þessar umsagnir útvarpsráðs og útvarps-
stjóra hafði menntamálaráðherra til hliðsjónar þegar hann ákvað að
skipa Halldóru Ingvarsdóttur í áðurnefnt starf. -SBS.
Ráðherrar brjóta
umferðarreglur
Hér hafa ráðherranir al/ir lagt bílunum sinum löglega fyrir framan stjórnarráðið, en
lögreglan í Reykjavik er ósátt við þeir leggji stundum fyrir framan Alþingishúsið.
„Þmgmenn ekki imd-
anþegnir lögum frekar
en aðrir,“ segir yfir-
lögregluþjónn í
Reykjavík vegna um-
ferðarlagabrota fyrir
framan Alþingishúsið.
Jónmundur Kjartansson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, hefur rit-
að bréf til skrifstofustjóra Al-
þingis í tengslum við stöðulagnir
framan við þinghúsið. Þingmenn
og ekki síst ráðherrar, skv. heim-
ildum blaðsins, hafa í tímans rás
itrekað lagt bílum sínum ólög-
lega fyrir utan Alþingishúsið og
vill yfirlögregluþjónn leita leiða
um úrbætur. „Eg vil ræða lausn á
þessu máli, t.d. hvort hægt væri
að setja þarna sérmerkt stæði.
Þetta er ekki nýtt vandamál
heldur hefur þetta verið í um-
ræðunni áður, en nú er sérstakt
átak í gangi f miðborginni, þar
sem tekið er harðar á stöðubrot-
um en fyrr. Það er ekki síst þess
vegna sem mér finnst núna tíma-
bært að taka á þessum vanda.
Þingmenn eru ekki undanþegnir
lögum frekar en aðrir,“ segir Jón-
mundur.
Vafasamt fordæmi
Ymsum kynni að virðast sem
æðstu ráðamenn þjóðarinnar
ættu að ganga á undan með
góðu fordæmi hvað löghlýðni í
umferðinni varðar. Árið 1988
synjaði borgarráð beiðni um
undanþágu frá stöðubanni fyrir
framan Alþingishúsið og síðan
hefur bílum þingmanna meira
og minna verið lagt ólöglega fyr-
ir framan þinghúsið. „Það er
ekki hægt að líta framhjá brotum
þarna frekar en annars staðar. I
raun er ekkert að þvi að mínu
mati að ráðherrar leggi bílunum
fyrir framan húsið á meðan þeir
bregða sér inn, en áður þarf þá
að vera búið að samþykkja slíkt
fyrirkomulag af hálfu borgarinn-
ar,“ segir Jónmundur.
Dagur gerði tilraun til að hafa
tal af ráðherrum í ríkisstjórninni
vegna málsins, en hafði ekki er-
indi sem erfiði. Ekki náðist held-
ur í skrifstofustjóra Alþingis. —BÞ
Snarræði við björgun
„Hann var greinilega mjög hepp-
inn. Að Iíkindum útskrifast hann
ekki fyrr en á morgun [ í dag] en
þetta slapp vel til. Hann var
furðu lítið kaldur, enda náðist
hann fljótt upp og það eru engar
líkur á að hann muni bera varan-
legt heilsutjón vegna þessa,“
sagði vaktlæknir á Sjúkrahúsinu
á ísafirði í gær.
Maður er talinn hafa sloppið
mjög vel þegar hann féll útbyrðis
af skelfiskbátnum Skelinni í fyrri
nótt skammt frá Flateyri. Vír
slitnaði og slóst í brjóst mannsins
með þeim afleiðingum að hann
fór fyrir borð. Skipstjórinn brást
hratt við og sneri skipinu strax og
náðist maðurinn fljótlega um
borð. Hann var ekki í flotbúningi
eða öðrum hlífðarfötum og því
skipti hver sekúnda f köldum
sjónum miklu máli.
Lögreglan á Isafirði var í gær
ekki búin að yfirheyra manninn.
Vestfirskur skelfiskur á Flateyri
gerir út bátinn. — BÞ