Dagur - 13.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 13.02.1998, Blaðsíða 2
2 —FÖSTUDAGUR 13 .FEFRÚAR 1998 FRÉTTIR Ásdís Halla Bragadóttir við áhafnarklefa Dorniervélar íslandsflugs: Unga fólkið nefnir oftast hærri laun og lægri skatta. mynd: bg Leitað að landi tæJáfæranna Ungt fólk viU auka tæki- færi sín og telur liklegra að það geti gerst í útlönd- um en á íslandi. SUS vOl Jjví minnka ríMsumsvif- in. Tveir af hverjum þremur ungum Is- lendingum telja mjög eða frekar líklegt að þeir geti aukið tækifæri sín í lífinu með því að flytja til útlanda. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup á Islandi gerði fýrir unga sjálfstæðismenn (SUS). Niðurstöðurn- ar voru kynntar um borð í Dornier- flugvél Islandsflugs - sem skyldi tákna væntanlegt flug Iandsmanna til „lands tækifæranna". Ungt fólk, 16 til 36 ára, gefur Islandi FRÉTTAVIÐ TALIÐ ekki háa einkunn sem Iandi tækifær- anna eða 5,7. Lægstu einkunn gaf unga fólkið með lægstu tekjurnar. 68% allra yngsta fólksins, 16 til 19 ára, tel- ur sig geta aukið tækifæri sitt í lífinu með því að flytja - og kemur það vart á óvart, því á þessum aldri er Iöngunin til að fara til útlanda sterkust. SUS spurði hverju þyrfti helst að breyta hér á landi til að auka tækifæri ungs fólks. Um 335 svöruðu og voru óskirnar mjög margvíslegar. Um 29% gáfu svör sem SUS flokkar sem „hærri laun, aukinn kaupmáttur, lægri skattar, minni skuldir". Um 12,5% gáfu svörin „meiri áhersla á fjölskyldulíf, styttri vinnutíma, börn, dagvistun o.fl.“ Svip- aður fjöldi nefndi „fjölbreyttari at- vinnutækifæri" og um tíundi hver nefndi „fjölbreyttari og betri mennt- un“. Ekki var kannað hvernig útkoman yrði ef t.d. hærri laun/aukinn kaup- máttur er flokkaður með fjölskyldulíf- inu og styttri vinnutíma frekar en með lækkun skatta. Asdís Halla Bragadóttir, formaður SUS, segir að ekki sé ástæða til svart- sýni vegna niðurstöðunnar. „Við mun- um nú helj'a tillögugerð um hvernig Is- land getur orðið að landi tækifæranna frekar en nú er í hugum ungs fólks.“ Ungir sjálfstæðismenn telja að krafa um hækkun launa og lækkun skatta hljóti að fela í sér að umsvif ríkisins minnki og einkaframtakið eflist. Það kemur ekki fram í könnuninni, en er túlkun SUS. Aðspurðir um þann fjölda sem vill hærri laun og auk þess bætt velferðarúrræði var svarið að þótt þessi atriði væru nefnd væri það ekki sama og krafa um að „velferðarkerfið bólgni Út“. - FÞG Pottverjar í Hafnarfirði tclja að senn dragi til tíð- inda í skólastjóraráðningu að Öldutúnsskóla. Haukur Helgason hætti í siunar cft- ir 37 ára skólastjóm, en Öldutúnsskólinn cr stærsti skóli bæjarins og feitur biti fyrir þann er stöðuna hreppir. í haust var pískrað um að Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri, og Magnús Jón Ámason, fyrrum bæjarstjóri, myndu bítast um stöðuna, cn nú er nýr kandidat nefitdur til sögunnar. Ellert Borg- ar Þorvaldsson, núverandi forseti bæjarstjómar og skólastjóri í Ártúnsskóla í Reykjavlk, er sagð- ur sækjast eftir stöðumii. Hann sótti á sínum tíma uin skólastjórastarfið í Lækjarskóla og fékk ekki. Þá voru kratar einir við kjötkatlana í bæj- arstjóm, en nú er Ellert sjálfur við völd og sagð- ur hugsa sér gott til glóðarinnar. í heita pottinum hafa menn mikinn áhuga á innanbúð- arvandamálum Alþýðu- bandalagsins, en það hcfur ekki farið fram bjá neinum nema ef vera skyldi alla- böllum sjálfum að flokkur- inn er klofinn í herðar nið- ur í mörgum máluin. Nú ------- heyrist að áköfustu stuðn- iiigsmenn sameiningar A- flokkanna og stuðniiigsmenn Margrétar Frí- mannsdóttur, formanns flokksins, séu orðnir hálf pirraðir á því hvað hún lcggi sig fram við að hafa andstæðingana góða. Telja suniir hverjir að minnsta kosti að það sé vonlaust mál að sætta armana í flokknum og uppgjör sé óumflýjanlegt. Margrét Frimannsdóttir. Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri. Vaxtakjör í skuldabréfaút- boði Landsvirkjunar þykja gefa vísbendingar um að frekari vaxtalækkanir séu jafnvel ífarvatninu. Vextir lækka fljótlega niður fyrir 5 prósent - Eru menn líka þeirrar skoðunar í Seðlabankattum? „Seðlabankinn er ekki að spá neinu í þessu sambandi, það er bara markaðurinn sem er að spá. Almennt held ég að tilfinn- ing manna sé sú að þetta gólf sem oft hef- ur verið talað um - 5% raunvextir - muni fljótlega gefa eftir og vextirnir fara niður fyr- ir 5%. Það er margt sem bendir til að verð- bólga verði minni en ætlað var, til dæmis varð lækkun á vísitölu neysluverðs núna við síðustu mælingu. Og sitthvað fleira hefur aukið bjartsýni manna: Flotinn er farinn út aftur (menn hugsa nú kannski ekki nógu Iangt þar), Islensk erfðagreining og fleira sem eykur mönnum bjartsýni. Almennt er held ég veðjað sé á að framundan sé stöðug- leiki.“ - Kannski loksins að renna upp gósen- tíð fyrir skuldara? „Eg er ekkert að fullyrða að vextirnir fari niður. En ég met það svo að það séu vænt- ingar þeirra sem gefa út þessi bréf að vext- irnir muni fara niður fyrir 5% og heyri að fleiri líta svo á. Einhver sagði meira að segja að bráðum yrði þessu snúið við - að 5% yrðu þakið en ekki gólfið. En ég skal nú ekki segja um hvort það verður strax.“ - í Þjóðhagsstofnun og víðar hafa sér- fræðingar verið að vara við þenslu? „Já, eftir kjarasamningana vöruðu menn við því að það kynni að verða þensla. En það virðist ætla að verða það sama uppi á teningnum núna, eins og fyrir tveim árum, að það sem talið var of mikil launahækkun leiddi samt ekki til þeirrar þenslu sem menn höfðu búist við. Kannski er ennþá viss hætta framundan." - Eykur vaxtalækkun þú ekki « eftir- spurn eftir lánsfé, fremur en aukinn sparnað sem okkur er sagt að sé svo nauð- synlegt? „Þetta rekst hvað á annað. Eg held að versta meinlokan hjá okkur sé kannski það, að sparnaður er of lítill. Hins vegar má segja að menn geti sparaö með því að kaupa þessi bréf.“ - Finnst fjármagnseigendum ekki litið til koma að fá aðeins 4-5% vexti eftir miklu hærri ávöxtun um langt árabil? „Eflaust finnst ýmsum þetta of lágir vext- ir. Og þá kemur stóra spurningin: Fara menn að fjárfesta í auknum mæli erlendis; fá þeir hærri vexti erlendis. Islenski mark- aðurinn er orðinn opinn þannig, að það virðist töluvert mikið um það á síðasta ári, að keypt voru erlend verðbréf. Sérstaklega virðast lifeyrissjóðirnir hafa riðið þar á vað- ið. Þannig að lækki vextirnir mikið gæti orðið aukin eftirspurn eftir gjaldeyri. Þetta spilar að sjálfsögðu ailt saman. Persónulega finnst mér menn velta þess- um vaxtamun (sem er vitanlega orðinn lítill miðað við það sem áður var) meira fyrir sér en ég hefði trúað. Það virðist stór hópur manna - kannski þessir „gróðapungar“ sem Matthias Bjarnason talaði einu sinni um - sem virðast spekúlera mjög í því hvar þeir fá einhverju prósentubroti hærri vexti“. -HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.