Dagur - 19.02.1998, Síða 2

Dagur - 19.02.1998, Síða 2
18-FlMMTVDAGUR 1 9 .FEBRÚ AR 1997 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlííið í landinu. - Já, er þetta Ása í Víðigerði. Þetta er á Degi. Heyrðu ert þú ekki aðalsprautan í kórnum þarna í Vestur-Húnavatns- sýslu, LiIIukórnum. Ertu for- maður eða hvað... „Nei, í öllum guðanna bæn- um, ég er nú ekki formaður. En það er allt á fullu í kórnum, við erum 20 til 30 konur sem syngj- um saman, en það er engin skyldumæting eða svoleiðis. Þetta eru meðal annars konur í vaktavinnu sem komast ekki alltaf á æfingar og því höfum við þetta svona frjálst. Það er um að gera að hafa þetta skemmtilegt. - Hvernig lög syngið þið? „Við höfum nú talsvert reynt að vera með lög eftir skáld héð- an úr sýslunni, t.d. Pétur Aðal- steinsson frá Stóru-Borg í Vest- urhópi, sem býr á Hvamms- tanga. Hann er lipur lagasmiður og framleiðir fín lög alveg í massavís." Er eitthvað sérstakt framundan í starfsemi kórsins á næstunni? „Ja, „Við leggjum áherslu á heimbakað bakk- elsi, jólakökur, randalínur og brúnkökur með kremi," segir Ása Ólafsdóttir, vert I Víðigerði. það hefur nú skapast sú hefð að við höldum tónleika á Hvamms- tanga þann 1. maí, þar sem við syngjum fyrir gamla fólkið. En nokkrum dögum fyrr ætlum við í Eyjafjörð, þar sem við endur- gjöldum Karlakór Eyjafjarðar- sveitar heimsókn til okkar á síð- asta ári.“ - Hvað er síðan að frétta úr sjoppurekstrinum hjá þér í Víðigerði? „Það er nú litið um að vera núna, en þessi staður er á góðri uppleið eftir að hafa verið í lægð. Það kom m.a. til af því að hér hafði ekki verið opið reglulega um skeið. En fyrir um ári síðan tók ég við þessum stað ásamt Sigrúnu syst- ur minni og við höfum verið að byggja þetta upp og gengur bærilega. Við leggjum áherslu á heimbakað bakkelsi, jóla- kökur, randalínur og brún- kökur með kremi. Uppskriftin? Algjört hernaðarleyndamál, góði HSSS |*SÍÍÍÍi""""" ú áttatíu símsk bakstur Hugsjónin niir - Já, er það Starri. Mér datt í hug að spyrja þig um þann vígbúnað sem risinn er við Persaflóa. Bandaríkjamenn og Bretar eru að brýna kutana og ætla í hart við Saddam Hussein. Hvernig Iíst þér á? „Eg er alveg undrandi á þessum yfirgangi Amer- íkana. Þeir telja sig vera alveg sjálfskipaða Iögreglu heimsins hvar og hvenær sem er. Málstaður þeirra og Breta er síðan ekki of helvíti góður, því þeir eru sannir saka að hafa selt Saddam Hussein efni til sýklahernaðar en samt fullir vandlætingar gagnvart honum.“ - Nú sagði við mig mætur maður um daginn að líkast til væri Saddam Hussein ein besta himnasending sem Bandaríkjamenn hefðu fengið á síðari árum, þar sem hann væri sá óvinur sem þeir hefðu þurft eftir að Sovétríkin féllu. Með Hussein gætu þeir réttlæt tilvist mikilla herja sinna... „Kanarnir hafa alltaf þurft að hafa eitthvað milli handanna til að nærast á. Þess vegna kom Saddam Hussein alveg upp uppí hendurnar á þeim og það er rétt sem þessi maður segir er þú vitnar til.“ - Hverjar metur þú Iíkur á því að farið verði í hart við Persaflóa? „Ég hygg að á því séu heldur minni líkur. Bandaríkjamönnum gengur illa að fá stuðning við aðgerðir sínar og sendiboðar þeirra, sem fara víða „Hann liggur ekki flatur fyrir Könunum einsog margir Islendingar gera. Það hefég aldrei gert og ég hef alltaf verið harður her- stöðvaandstæðingur, aldrei harðari en nú, “ segir Þorgrímur Starri Björgvinsson i Garði i Mývatnssveit. mynd: bös. um heim, fá ómjúkar viðtökur. Varla leggja þeir út í hernað með heimsbyggðina á móti sér.“ - En hvað finnst þér um það sem Ástþór... „Ástþór er minn maður og ég styð hann ein- dregið, enda kaus ég hann í forsetakosningunum. Ég sagði sem svo að það væri best að lofa honum að reyna sig á því að efna sín kosningaloforð. Ást- þór liggur ekki flatur fyrir Könunum einsog margir íslendingar gera. Það hef ég aldrei gert og ég hef alltaf verið harður herstöðvaandstæðingur, aldrei harðari en nú. Ég hef líka aldrei verið harðari kommúnisti - og tel að októberbyltingin í Rúss- landi 1917 sé merkasta þjóðfélagstilraun sem gerð hefur verið. Hugsjónin lifir.“ Heima- Útrým- iiiri flösku- hálsum - Já, blessaður Björn. Þetta er á Degi. Heyrðu mér datt í hug að spyrja þig að gefnu tilefni um þessar einbreiðu brýr á þjóðvegi 1 á Norðurlandi vestra; hvað eru þetta mörg óhöpp sem þið eruð að fá á ári í Skagafirði? „Ja, ég get nú ekki sagt nákvæmlega til um það, því ég fæ ekki til mín upplýsing- ar nema um óhöpp þar sem slys verða á fólki. En ég gæti trúað að þetta væri svona 6 til 10 óhöpp á ári og Kotá í Norð- urárdal er líklega skeinuhættust. Þessum óhöppum hefur hinsvegar fækkað mikið, því við erum lausir við verstu brýrnar. Þar er ég að tala um brúna yfir Húseyjarkvísl við Varmahlíð og Dalsá í Blönduhlíð. Þá hafa tvær slæmar brýr á leiðinni frá Varmahlíð og út á Krók verið breikkaðar, það er brúin í Grófargili og sú sem er yfir Staðará.“ - En þær eru ansi slæmar þessar brýr sem eru í Norðurárdalnum? „Já, mikil ósköp. Þær eru allar afleitar hvort sem það er sú sem er yfir Garðsgilið í Silfrastaðafjalli, brúin yfir Kotá, Vala- gilsá og Norðurá." - Mér hefur skilist að það verði ekki farið í neinar framkvæmdir þarna fyrr „Brúin yfir Kotá íNorðurárdal er líklega skeinuhætt- ust einbreiðra brúa i Skagfirði, “ segir Björn Mikaels- son, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. en á árabilinu 2002 til 2010, þegar á að Ieggja nýjan veg inn allan Norðurár- dal... „Já, einmitt. Ég hefði nú haldið að koma mætti í veg fyrir mörg þessara slysa t.d. með því að setja stór ræsi í þessar ár og breikka veginn þannig. En það á víst að taka veg yfir Þverárfjall, það er héðan frá Sauðárkróki og yfir til Skagastrandar, fram yfir vegabætur í Norðurárdal. Þeir um það, þessir þingmenn, en ég þykist vita að sá vegur verði ófær marga mánuði á ári. Það er að mínu mati grundvallarmál að láta þjóðveg nr. 1 hafa forgang og út- rýma þar slæmum slysagildrum og flösku- hálsum. Síðan skulum við fara að tala um annað.“ Nallinner bamiaður - Já, blessuð Helga. Ert þú ekki sem lyrr aðalsprautan í undirbúningi vegna dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðár- króks, ertu ekki annars formaður fé- lagsins? „Nei, ég er búin að losa mig við for- mennskuna - en ég er f undirbúnings- nefnd vegna kepnninnar. Við vorum, einsog þú hefur kannski heyrt af, búin að ákveða að rifa seglin í þessari útgerð og ætlum að einskorða keppnina þetta árið aðeins við Norðlendinga hina vestri, það er bæði sem laga- og textahöfunda og eins sem flytjendur.“ - Er ekki algjört feigðarflan að standa þannig að málum? „Mér finnst þetta vera tilraunar virði. Við höfum svo sem verið gangrýndar fyrir að ætla að standa svona að málum, en vogun vinnur og vogun tapar. Málið er nú t.d. að flytjendur héðan af Norðurlandi vestra hafa komið mjög vel út í þessari keppni og því getur líka verið sniðugt að einskorða okkur við að hafa keppnina að- eins sem þeirra vettvang." - Hvaða fólk ertu að tala um þarna? „Ja, Snorri Evertsson, mjólkurfræðing- ur hér á Króknum, kom mjög vel út í keppninni í fyrra og átti lagið sem lenti í öðru sæti og heimafólk átti þá þrjú eða fjögur lög af þeim tíu sem kepptu til úr- slita. Hörður G. Olafsson hefur gert það gott í þessari keppni síðustu ár og eins Geirmundur, sem átti sigurlagið í hitteð- „Þó landsfrægir laga- og textasmiðir, sem og flytj- endur að sunnan trekki að, hafa tónlistarmenn héðan af Norðurlandi vestra e/nn/g gert það, “ segir Helga Sigurbjörnsdóttir á Sauðárkróki. fyrra. Málið er að þó landsfrægir Iaga- og textasmiðir, sem og flytjendur að sunnan trekki að hefur raunin verið sú að tónlist- armenn héðan af Norðurlandi vestra hafa einnig gert það.“ - Hverjar eru helstu dagsetningar í sambandi við keppnina í ár? „Fresturinn sem fólk hefur til að skila inn Iögum í pósthólf 93 hér á Króknum er til 6. mars, en keppnin sjálf verður haldin 1. maí. Nei, við erum ekkert að ætlast til þess þó að sú dagsetning sé val- in að þessu sinni að fólk fari að skila inn Nallanum sem sínu lagi. F)Tr mætti nú aldeilis fyrr vera.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.