Dagur - 19.02.1998, Qupperneq 15

Dagur - 19.02.1998, Qupperneq 15
t Xfc^nr LÍFIÐ í LANDINU Það erstór- viðburðurá Akureyri í kvöld. Gall- harðir stuðn- ingsmenn KA ætla að mæta í íþróttahöll- ina og styðja Þórsara. SPJALL Finnur Sigurdsson og Jón Baldvin Arnason, harðir KA menn, ætla að mæta i íþróttahöllina á Akureyri i kvöld og styðja Þórsara í körfuboltanum. mynd: gs. Akureyri er Akureyri Þórsarar berjast fyrir sæti sínu í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik og leikurinn í kvöld, sem er við ÍR, getur ráðið úrslitum um það hvort liðið fellur í 1. deild. KA menn sætta sig ekki við að Akur- eyringar eigi ekki úrvalsdeildar- lið og ætla því að mæta til að styðja Þórsarana. Trommusveit- in þeirra fræga, sem sér um hvatninguna og hávaðann í KA húsinu, mun láta heyra í sér. Ekki pólitiskir íþróttamemi Finnur Sigurðsson og Jón Bald- vin Árnason eru þarna fremstir í flokki. Báðir harðir KA menn sem finnst ekkert eðlilegra en gömlu erkiféndurnir styðji hvorn annan. Kasti af sér félagafjötr- unum. „Akureyri er Akureyri," segir Jón Baldvin og á við að þessi „Við erum ekkipóli- tískir íþróttamenn. “ tregða sem gjarnan hefur ríkt milli KA og Þórs sé úrelt. Félög- in eigi að styðja hvort annað meðan þau leiki ekki á móti hvort öðru. „Það á að hjálpa ef hægt er, sérstaklega ef pressa er á liðunum," segir Finnur. „Við erum ekki pólitískir íþróttamenn. Það er að vísu ansi misjafnt eftir mönnum hversu tilbúnir þeir eru til að styðja andstæðingana, og það fer allt eftir þessari íþróttapólitík,“ bæt- ir Jón Baldvin við. Félögin eru ekki svart og hvítt Finnur segir að sumir sjái ekkert nema hvítt og svart þegar þeir hugsi um Þór og KA. „Þetta get- ur verið alveg agalegt í þeim leikjum þar sem liðin mætast, hvort sem er í handboltanum eða fótboltanum. Þetta er þó verra í fótboltanum. Eg segi stundum i gríni að ég fari aldrei út fyrir Gleránna nema þegar ég keyri til Reykjavíkur." Þá á hann við að hann, KA maðurinn, vilji ekki fara í hverfi Þórsara. Finnst það álíka fáránlegt. Á leiknum í kvöld, sem hefst klukkan 20.30, munu KA mennirnir mæta og láta heyra í sér og þeir segja að svipað prógram verði f gangi og á heimaleikjum KA í handboltan- um. Þeir ætla ekki að láta sitt eftir liggja. HBG Drottning lætur huggast Mrs. Brown ** Eftir rúmlega tuttugu ára ást- sælt hjónaband missir Viktoría drottning Albert eiginmann sinn og er óhuggandi. Sorgin dregur úr henni allan mátt og hún sinnir ekki embættisskyldum sínum. Ráðgjafar hennar draga fram í sviðsljósið fyrrum þjón Alberts, John Brown, og honum tekst smám saman að færa drottningu lífsgleði á ný. Þetta er í stuttu málin efni myndarinnar Mrs. Brown. Myndin er ekki Iöng í mínútu- fjölda en hún er óneitanlega ansi hæggeng og stundum bein- línis leiðinleg. Hún minnir sum- part meir á sjónvarpsmynd en kvikmynd. Lítið er lagt upp úr sviðsmynd og kvikmyndatakan er einhæf og án tilþrifa. Þunga- miðja myndarinnar er hið sér- kennilega sambandi drottningar og þjóns hennar. Aðrar persónur hafa sáralítið vægi og þáttur þeirra í myndinni er einn alls- herjar vandræðagangur. Hand- ritið er engan veginn nægilega beitt. Þar er hugmyndaleysi ríkj- andi og of mikið ber á endur- tekningum. Judy Dench hlaut á dögunum Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í þessari mynd. Sú af- hending Hrðist satt að segja vera full rausnarleg. Dench stendur sig að vísu ágætlega, en frammistaða hennar er traust fremur en glæsileg. Það er eng- in sérstök ástæða til að ætla að hún muni hampa Oskarnum í næsta mánuði, Kate Winslow stendur sig til dæmis mun betur í Titanic. Billy Connolly á góða spretti í hlutverki John Brown án þess þó að vera sérlega minnisstæður. Um frammistöðu annarra leikara er vart hægt að ræða því þeir fá ekki svigrúm en gervi Antony Sher sem leikur Disraeli er fagmannlega unnið og hefur sennilega átt mestan þátt í að hann vann á dögunum til breskra verðlauna fyrir leik sinn. Mrs. Brown er þolanleg mynd en hana skortir kraft og hug- myndaríki. Efnið er áhugavert en það er ekki unnið úr því af nægilegu listrænu innsæi. Ekki einu sinni leikur Judy Dench nægir til að fleyta myndinni yfir meðallag. FIMMTUDAGUR 19.FEBRÚAR 1998 - 31 SMÁTT OG STÓRT Handan við húsið Jón Olafsson Stöðvar tvö kóngur var í sjónvarps- viðtali á dögunum vegna samkeppni símafyrir- tækja og verðlækkunar hjá Landssímanum á GSM símagjöldum vegna þessá. Jón var að svara spurningu um eitthvað sem gerast mun í nán- ustu framtíð. Hann sló um sig með orðatiltæki og sagði að það væri „handan við húsið.“ Ekki er ólíklegt að hann hafi ætlað að nota orðatiltækið að eitthvað sé „handan við hornið." Jón Olafsson hefur Iengi verið hljómplötu- útgefandi. Einn af þeim sem hann sér um plötuútgáfu fyrir talar oft skringilega og má vera að hann hafi smitað Jón af skrýtnum orðatiltækjum. Þessi skjólstæðingur segir alltaf „hringinum" í box-lýsingum sín- um á Sýn þegar hann tala rum boxhringinn og „drenginum" þegar hann talar um drenginn sem er að keppa. Eða éins og maðurinn sagði: „Hvað er eigin- lega að Hjörti"? Lífsins kjami Þórir Valgeirsson, bróðir Stefáns fyrrum alþingismanns, var snilldar hagyrðingur. Einhverju sinni þegar hann var orðinn full- orðinn og hlutirnir gengu ekki upp eins og hann vildi orti hann: Árin líða, ekkert mú því vama, ellin gerir nart í Itfsins kjarna, og livað með þann sem hættur er að liaröna helvítis, bölvaður ræfillinn sá arna. Flokksbróöirinn I umræðunum um Franklín Steiner málið á Alþingi varð Þorsteini Pálssyni dómsmála- ráðherra tíðrætt um „varaþing- mann Alþýðuflokksins á Suður- landi,“ sem hefði opnað málið fyrir ári með tímaritsgrein og notað óheiðarleg vinnubrögð. Þeir sem töldu, segja að hann hafi nefnt hann svona 38 sinn- um í ræðu sinni. Hér átti Þor- steinn við Hrafn Jökulsson, fyrrum ritstjóra Mannlífs. Nú er það svo að Hrafn er fyrir löngu genginn úr Alþýðuflokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Hrafn var á þingpöllum þegar Þorsteinn flutti ræðu sína. Einhver hafði orð á þessum endurtekningum Þorsteins á varaþingmanninum við Hrafn, sem svaraði: „Og svo á þetta að heita flokksbróðir manns.!“ Ekki svo mikiUkrati Eflaust man fólk ennþá fjaðrafokiö sem varð þegar dönsk skinka fannst við toll- skoðun í farangri utanríkisráð- herrahjónanna þegar Jón Bald- vin krataforingi gegndi því emb- ætti. Á dögunum átti Sigríður Jóhannsdóttir alþingismaður er- indi til Kaupmannahafnar. Þeg- ar hún kom heim og mætti til starfa hitti hún Ágúst Einarsson og Guðna Ágústsson og barst Kaupmannahafnarför hennar í tal. Ágúst spurði hvort hún hefði ekki keypt danska skinku en Sigríður svaraði neitandi. „Hún er nú ekki orðinn svo mikill krati enn þá,“ skaut þá Guðni Ágústs- son inn í. Hvað er nefnd? I tímaritinu Hvati er þessari spurningu svarað á þann veg að nefnd sé „hópur ófúsra, valinna meðal óhæfra, til að vinna það sem er ónauðsynlegt." Hvað skyldu hinir nefndaglöðu stjórn- málamenn landsins segja við þessu? SoUurinn Vísa Hákonar Aðalsteinssonar um greiðslur í Akrahreppi í Skaga- firði fyrir að fjölga hreppsbúum vakti að vonum athygli. Okkur barst svarvísa til Hákonar, frá konu á Akureryi sem kýs að kalla sig bara SSL, sem hljóðar svo: Varast áttu svona soll, sárindum það veldur engan færðu folatoll effljóðið ekki heldur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.