Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 rD^tr FRÉTTIR Fj aUa-Eyvimhir fær loksins kennitolu Hafin er fjársöfnuu til að kosta minnismerki á HveravöUum um FjaUa- Eyvind og HöHu. FjaUa- Eyviiitlur hefur þegar gre- itt fjármagnstekjuskatt í fyrsta sinn. „Nú fær Fjalla-Eyvindur loks kennitölu á Islandi og ekki vonum fyrr, vegna þess að okkur vantar fé til verksins og ætlum að hefja söfnun í sjóð Fjalla-Ey- vindar. Hann var hundeltur af sýslu- mönnum þessa lands á sinni tío en nú höfum við fengið sýslumenn til að vera vörslumenn sjóðsins sem safnast mun vegna þessaT Þegár éríTfáeinar krónur komnar inn á bankabók. Af þeim pen- ingum var greiddur fjármagnstekju- skattur um síðustu áramót. Eyvindur Jónsson, frægasti útilegumaður lands: ins, hefur þvi' greitt fjármagnstekju- skatt í fyrsta sinn,“ sagði Guðni Ágústsson, alþingismaður og formaður Fjalla-Eyvindarfélagsins, sem ætlar að reisa útilegumanninum og konu hans minnisvarða nærri Eyvindarhver á Hveravöllum. „Fangar £relsisins“ Fjalla-Eyvindarfélagið var stofnað á Selfossi fyrir ári og það fékk listamann- inn Magnús Tómasson til að gera minnismerkið. Samkvæmt iíkani af minnisvarðanum er hann hið glæsileg- asta verk, sem her nafnið „Fangar frelsisins.“ Það verður gert úr íslensku grjóti sem verður 1,2x1,2x1,6 m. Steinninn verður sagaður í tvennt, efri helmingn- um lyft upp á 25 rimla sem mynda fer- hyrnt búr. Inn í búrinu verður komið fyrir tveimur steinum, ,höggnum í hjartalaga forrn. Áætlað er að minnis- varðinn verði afhjúpaður á HveravöII- um 15. ágúst næstkomancþ. Ekki stórtækur glæpamaður „Víð erum þeirrar skoðunar að Eyvánd- ur Jónsson hafi ekki verið stórtækur glæpamaður. Hann var barn síns tíma. Hér á landi var harðvítugt embættis- mannavald sem gekk hart að mörgum. Kannski voru það ástir og örlög, sem réðu lífshlaupi Eyvindar og Höllu. Eitt er víst hann var afreksmaður á sinni tíð, langt á undan sinni samtíð. Hann notaði heitt og kalt vatn og svo haglega gerðar voru tágakörfur hans að þær héldu vatni,“ sagði Guðni Ágústsson. Þeir sem vinna að þessu máli auk Guðna og Magnúsar Tómassonar eru séra Hjálntar Jónsson alþingismaður, Ögmundur Jónsson bóndi, LofturTor- steinsson bóndi, Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi, Gísli Éinarsson bóndi, Diðrik Sæmundsson bóndi, Hjörtur Þórarinsson framkvæmda- stjóri, Páll Lýðsson bóndi, Jón Gunnar Ottósson oddviti, Jóhann Gtrðmunds- son bóndi, Erlendur Eysteinsson bóndi, Þorfinnur Snorrason flugmaður (afkomandi Eyvindar) og Konráð Egg- ertsson í Þernuvík. - S.DÓR Norðurlandaráð þingar um um- hverfismál þessa dagana eins og sjá má af frcttum. Þama era þingmemi að heiman og einn, sem er á eigin vegum: Hjörleifur Guttormsson lætur ekki formið aftra sér frá þátttöku og fer á eigin reikning. Guttormsson. Vestur á ijörðum cr Stetngrím- ur Sigurðsson listinálari á ferð og fer mikinn að venju. Hann mun halda málverkasýningu á Bíldudal um helgina, en þaóan fer hann á Tálknafjörð og Pat- reksfjörð og sýnir þar í næstu viku. Um aðra helgi verður hann svo aftur með sýninguna, 40 ný verk, á Bfldudal. Það sem meira er: Stein- grímur hefur fest kaup á einbýlishúsi á hættu- svæðinu í Hnífsdal. Þar keypti hann eign kvóta- kóngs sem fluttur er af svæðinu, - verðið er sagt 500.000 krónur, en aðeins hægt að nota liúsið aðsumarlagi... Sagt er að pólsku stelpurnar sem hingað koma til að tína orma úr fiski séu fljótar að aðlagast hugs- unarhætti landans. Áður en langt um líður þykir suinum þeirra slorið, fiskur og fiskvinnsla „ófín“ iðja. Sagt cr aö þær hafi sumar hverjar frekar snú- ið sér að hótelstörfum. Sagan segir að einar fimmtán pólskar vinni á Hótel íslandi. Nú eru allmargir íslendingar skráðir atvinnulausir. en það cr sama hvaö auglýst er cftir fólki í suin störf. fólk vill ckki vinna þau. Þar á meðaí láglauna- vinnu í fiski og á hótelum... ~ Steingrimur Sigurðsson. VEÐUR OG FÆRÐ Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súlu- ritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vind- stig eru tilgreind fyrir neðan. Norðlæg átt, víða allhvöss. Snjókoma eða él norðanlands og austan, en léttskýjað á Suðurlandi. Talsvert frost, víða 10-18 stig. Færö á veg'uni Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur og Skeiðarársandur er lokaður vegna sand- foks. Ófært er um Bröttubrekku, en vegir á Vesturlandi eru víðast færir. Á Vestfjörð- um er ófært um Steingrímsfjarðarheiði, en vegir þar eru víðast færir. Á Norðurlandi er fært á helstu vegum vestan megin, en austan Akure>Tar er víða þungfært.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.