Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 4
4- LAVGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 Vgptr FRÉTTIR Blýið burt? Skotveiðimeim segja vanþekkingu búa að baki tillögn umhverf- isverndarmanna um að banna blýbögl og sökkur fyrir árið 2000. „Samgönguráðuneytið vinni að því f samvinnu við umhverfis- ráðuneytið að blýsökkur og blý- högl verði bannaðar með öllu fyrir árið 2000.“ Þessi er meðal tillagna um aðgerðir í nýrri skýrslu um stefnumótun í ferða- þjónustu. Skýrsluhöfundar segja með ólíkindum hversu sport- veiðimenn dreifi miklu magni af blýi í náttúrunni ár hvert . „Þessi hugmynd er byggð á vanþekk- ingu,“ segir Sigmar B. Hauks- son, formaður Skotveiðifélags- ins. Um 1.500.000 haglaskot á ári „Blýið er eitt af því sem umhverf- isverndarmenn vilja helst fá burtu úr náttúrunni," segir Pétur Rafnsson, formaður nefndarinn- ar sem gerði skýrsluna. Rúmlega 60 tonn af haglaskot- um voru flutt til landsins 1996, og hafði þá aukist um þriðjung á Ijórum árum. Talið er að 1,5 milljón haglaskot séu notuð hér árlega. Töluverðum hluta sé þó bara skotið á æfingasvæðum. íslenskir fuglar éta ekki högl Astæðu banns við notkun á blý- höglum m.a. í HoIIandi og Dan- mörku segir Sigmar þá að menn hafi þar í hundrað ár skotið fugla á sama staðnum á Iygnum vötn- um. Gríðarlegt magn af höglum hafi safnast saman og þvælist síðan ofan í andfugla. „Við erum ekki að skjóta yfir lygnu vatni - heldur aðallega í móum og mýrum eða þá í straumvatni. Skotveiði með höglum á Ijöllum uppi er engum til tjóns, enda blý í náttúrunni sjálfri." - HEl i K i Ekki er talid útiiokaö aö Þríhöfðanefndin geti skilað tillögum sinum til lausnar deilu sjómanna og útvegsmanna um verðmyndun og kvótabrask fyrr en áætiað var. Eindagi þeirra er 10. mars og verkfall sjómanna hefst að nýju fimm dögum seinna hafi ekki gengið saman með þeim og útvegsmönnum fyrir þann tima. Þríhöfðinn viimiir Unnið af kappi að lausn sjómannadeil- uimar. Tillögur um verðmyndun og kvóta- brask í vinnslu. „Við reynum að Ijúka þessu eins fljótt og við getum. Á þessu stigi þori ég ekki að nefna neinn dag en við vinnum af kappi. Við mið- um að sjálfsögðu við það að vera búnir fyrir 10. mars og ágætt ef við gætum lokið því fyrr,“ segir Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og formaður Þríhöfðanefndar- innar. Nokkrar vonir eru bundnar við að nefndin, sem vinnur að tillög- um til lausnar deilu sjómanna og útvegsmanna um verðmyndun afla og kvótabrask muni jafnvel skila sínum tillögum til ráðherra fyrir 10. mars nk. Gangi það eft- ir munu sjómenn og útvegs- menn ásamt stjórnvöldum hafa meiri tíma til stefnu til að fara yfir tillögurnar. Náist ekki sam- komulag um þær fyrir 15. mars siglir flotinn aftur í verkfall. Nokkuð í land Sjómenn og útvegsmenn hafa hist á nokkrum sáttafundum síð- an verkfallinu var frestað þann 11. febrúar sl. Þrátt fyrir jákvæð- an tón í viðræðum þeirra er enn nokkuð í land að samningar séu í höfn um önnur mál en Iúta að verðmyndun og kvótabraski. - GRH INNLENT í samatarfi með SÁA „Þessir staðir eru ekki valdir fyrir neina tilviljun, heldur vegna þess að áður hefur SÁA unnið að for- varnastarfi þar í samvinnu við heimamenn. Því er grunnurinn til staðar,“ segir Þórir Haraldsson, að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra. Þessa dagana er heilbrigðisráðherra að undirrita samstarfssamninga við nokkur sveitarfélög á Iandsbyggðinni á sviði vímuefnavarna. SÁA kemur inn í málið og leggur til sérfræðiráðgjöf. Sveitarfélögin sem hlut eiga að máli eru Höfn í Hornfirði, Isaíjörður, Selfoss, Siglufjörð- Þórir Haraldsson. ur, Húsavík og Borgarbyggð. Allir í Kópavog Kópavogur græddi á annað þúsund nýrra íbúa í fyrra með fólks- flutningum til bæjar- ins en sjálf Reykjavík aðeins 300 manns. Akureyri tapar 100 en Vestfirðir mest eins og áður. Kópavogur hefur algera sérstöðu í samantekt Hagstofunnar um fólksflutninga og dró að sér því- líkan fjölda að einna helst minn- ir á sögur af gullgrafarabæjum. Kópavogur Iaðaði að sér 1.050 fleiri en þaðan fluttu brott í fyrra. Meirihlutinn kom úr Reykjavík. Þaðan fluttust um 1.650 manns í Kópavog í fyrra, en til Reykjavíkur þaðan, fluttu 600 færri. I Reykjavík fjölgaði um 300 vegna fólksflutninga á árinu, um 170 í Mosfellsbæ og fáeina tugi í Hafnarfirði. Akur- eyri mátti sjá á eftir 100 fleiri en hún fékk til baka. Borðleggjandi frá upphafi „Það er ekki nóg - eins í gamla daga - að skipuleggja bara ein- hvern smáreit og auglýsa svo lóð- ir,“ segir Sigurður Geirdal bæjar- stjóri. „Menn eru að keppa á markaði; um faliegri hverfi, betri skóla og hvað eina. Það er ekki tilviljun að við erum búin að ein- setja skólana þegar hinir eru að byrja." Fólksflótti frá flestuin bæjum laudsins Á höfuðborgarsvæðinu öllu voru „innflytjendur" um 1.700 fleiri en „útflytjendur" 1997, 2/3 völdu Kópavog. Á öllum öðrum landsvæðum fóru um 100-300 fleiri en komu, flestir frá Vest- fjörðum. Fólksflutningatölur eru í mínus í næstum öllum hæj- um á Iandsbyggðinni, mest á Isa- firði (170), en líka á Sauðárkróki (110), Siglufirði (40), Húsavík (45), Ólafsfirði (75), Seyðisfirði (20), Hornafirði (20) Vest- mannaeyjum (170) og Reykja- nesbæ (80). Neskaupstaður og Selfoss eru einu undantekning- arnar. — HEI Vélsmiðjan Stál S0 ára Vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði heldur uppá 50 ára afmæli sitt um helg- ina. Fyrirtækið var stofnað 26. febrúar af Pétri Blöndal og Ástvaldi Kristóferssyni, sem frá upphafi hafa unnið við reksturinn. Fram- kvæmdastjóri í dag er Theódór Blöndal. Starfsmenn voru 3 til 5 í upphafi og hefur starfseminni vaxið fisk- ur um hrygg á undanförnum árum. Bátasmíði hefur verið veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins að undanförnu sem og smíði ýmiss búnaðar fyrir orkuver- og að undanförnu hefur verið unnið að smíði búnaðar vegna framkvæmda í Hágöngumiðlun. Starfsmenn fyrirtæk- isins eru í dag Iiðlega 30 talsins og stendur starfsemin saman af plötusmíði, rennismíði, vélaverkstæði, dráttarbraut og Stálbúðinni sem er alhliða byggingavörurverslun. Tangi með 66 miUjóna króna hagnað Rekstur útgerðar- og fiskvinnsluíyrirtækisins Tanga á Vopnafirði skil- aði 66,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er nokkuð umfram áætlanir. 4,2 milljóna króna tap varð á árinu 1996. Hagnaður af reglulegri starfsemi Tanga nam 72 milljónum króna, eða 4,3% af veltu. Rekstrartekjur námu 1.667,4 milljónum króna og rekstrargjöld alls 1.393,7 milljónum króna. Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af velgengni í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska en dregið hefur verið úr vægi bolfiskvinnslu. „Það er ánægjulegt að þær miklu fjárfestingar í vinnslu á loðnu og síld sem lagt hefur verið í eru að skila bættri afkomu. Menn þurfa að vera í sífelldri naflaskoðun og stöðugt þarf að leita leiða til hagræð- ingar,“ segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.